Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 31. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is -Meira fyrir lesendur BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ SÉRBLAÐ Brúðkaupsblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 4. apríl Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun og hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir meðal efnis í blaðinu.Einstaklega glæsilegt 233,4 m 2 einbýlishús á þremur hæðum með bílskúr við Sólvallagötu 63 í Reykjavík. Forstofa, hol, tvær stofur, borðstofa og eldhús á aðalhæð. Hol, stórt hjónaherbergi, tvö barnaherbergi og baðherbergi á efstu hæð. Sérinngangur, hol, tvö herbergi, stórt þvottahús, salerni og geymsla á neðstu hæð. Húsið hefur fengið gott viðhald og verið mikið endurbætt á vandaðan hátt á undanförnum árum. Verð kr. 110.000.000. Allar nánari upplýsingar gefa Einar Páll Kjærnested, s. 899-5159 og Kjartan Hallgeirsson, s. 824-9093. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Sólvallagata 63 - 101 Reykjavík Færa má gild rök fyrir því að íslenskir skipasmiðir 20. aldar- innar hafi skilað lands- mönnum merkilegustu mannvirkjum sem gjörvöllur iðnaður landsmanna getur stát- að af enn þann dag í dag. Vissulega eru þetta nokkuð stór orð. En í þessu sambandi má rifja upp að frá u.þ.b. miðri tuttugustu öld og fram yfir 1980 þróaðist hér tréskipasmíði samkeppnishæf við það sem best gerðist í Norður-Evrópu. Nánar til- tekið í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Tilefni þessara vangaveltna er að undirrituðum varð það fagnaðarefni að í Morgunblaðinu þann 22. febrúar s.l. var sagt frá því að tekin hefur verið ákvörðun um að bjarga hinu sögufræga fiskiskipi Aðalbjörgu RE 5 frá glötun. Það sem meira er, að um leið voru kynnt áform um að eftir endurbyggingu skuli finna því ný verkefni á sjó og þá helst í farþega- flutningum en ekki inni á safni. Hverju mannsbarni í landinu má nú vera ljóst að með úreldingu eikar- skipaflotans hafa þjóðinni glatast ómetanleg menningarverðmæti. Við skulum nota hugtakið strandmenn- ingarverðmæti en það var til skamms tíma ekki finnanlegt í okkar ágæta tungumáli. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að þar er Ísland ekki eitt Evrópulanda á báti. Gott fordæmi frá Evrópu Eikarskipafloti strandríkja Evr- ópu, hvort heldur talað er um kaup- skip, herskip eða fiskiskip er að sjálfsögðu liðinn undir lok. En þar eins og raunar í Norður-Ameríku má finna fjölmörg dæmi um viðleitni þarlendra til að sýna strandmenn- ingarverðmætum landa sinna viðeigandi virðingu. Þing Evrópuráðsins hefur í til- mælum sínum hvatt til þess að yfir- völd greiði götu þeirra sem vilja finna gömlum tréskipum ný hlutverk. Með tilmælunum er vísað til þess að beita megi ívilnunum frá regluverki sem gjarnan tekur mið af nútíma byggingarefnum og að- ferðum. Eins hafa sam- tök eigenda sögulegra skipa í Evrópu (Euro- pean Maritime Herit- age) gefið frá sér sam- þykkt, Barcelona Charter, sem fjallar um varðveislu og viðhald sögulegra skipa í rekstri. Þar er einnig fjallað um mikilvægi þess að opinberir að- ilar vinni með rekstraraðilum til þess að gerlegt sé að halda sögu- legum skipum í rekstri. Færeyingar eiga fimm þilskip úr eik undir seglum Til samanburðar getum við tekið frændur okkar Færeyinga. Þar er haldið á floti og í nokkrum rekstri fimm 19. aldar þilskipum undir segl- um. Við höfum svo notið þeirrar ánægju að í samvinnu við Faxaflóa- hafnir hafa þeir komið með eitt sitt glæsilegasta skip í heimsókn til okk- ar. Átt er við Vestvard how sem siglt hefur verið til Reykjavíkur tvívegis á Hátíð hafsins og á samnorrænu siglingarhátíðina Sail Húsavík 2011 sigldu þeir kútter Jóhönnu til Húsa- víkur. Hér heima hafa einstaklingar þeg- ar látið til sín taka á þessu sviði. Árið 1994 tóku eigendur Norður- siglingar ákvörðun um að gefa einu íslensku eikarskipi framhaldslíf. Var þeim ljóst að sofandaháttur okkar Íslendinga væri, vægt til orða tekið, vandræðalegur. Hvar eru skútu- aldar fiskiskip okkar? Sigurfari er, jú, uppi á kambi á Akranesi í mikilli niðurníðslu. En á Húsavík eru nú þegar í eigu Norðursiglingar þrjár skonnortur, Skonnortan Haukur, búinn seglum 2002, Skonnortan Hildur, búin segl- um 2010 og skonnortuna Ópal keypti Norðursigling fullbúna 2013. Ráð- gert er að vorið 2014 verði hún drifin áfram af rafmagnsmótor sem getur fengið orkuna ýmist af landi, þá geymd á rafgeymum um borð, eða frá seglunum ýmist beint eða gegn- um rafkerfið. Varaafl verður frá dieselvél skipsins. Mótorbátarnir Knörrinn, Bjössi Sör, Garðar og Náttfari eru auk skonnortanna í fullri notkun í hvala- skoðun frá Húsavík, daglega frá vori og fram eftir hausti. Það að Norðursigling skuli nú vera með sjö eikarskip í rekstri byggist á því að eigendur félagsins hafa skapað þeim rekstrargrundvöll með hvalaskoðun frá Húsavík en einnig fjölbreyttri náttúruupplifun á skonnortunum þrem. Fleiri hafa svo fylgt í kjölfarið víðsvegar um landið og er það vel. Við skulum gera okkur grein fyrir að hér má engan tíma missa. Nú er svo komið að opinberir að- ilar verða að koma með markvissum hætti að varðveislu þessara menn- ingarverðmæta. En til að svo megi verða er nauðsynlegt að gera þeim þætti iðnmenntunar kleift í sam- vinnu við íslenskar skipasmíða- stöðvar að útskrifa skipasmiði á ný. Í um það bil eitt ár hefur verið að störfum hópur áhugafólks á Akur- eyri og Húsavík, sú vinna teygir anga sína til Ísafjarðar og Siglu- fjarðar. Viðfangsefni hópsins er að tryggja að í landinu haldist þekking og verkkunnátta á tréskipasmíði og viðhaldi þeirra. Því verður varla á móti mælt að hæstum hæðum náði tréskipasmíðin á Akureyri. Þannig var að upp úr miðri 20. öldinni tók að þróast hratt þessi merkilega iðngrein á Akureyri. Vart þarf þó að taka það fram að tré- skip voru smíðuð í mörgum öðrum bæjum á sama tíma. Þegar mest var um að vera á Akureyri voru sam- tímis starfræktar þar 5 skipa- smíðastöðvar. Láta mun nærri að skipasmiðir, lærlingar þeirra, verka- menn, járniðnaðarmenn og rafvirkj- ar sem þurftu að koma að þessum smíðum hafi verið í kringum 400 manns. Fyrir atvinnulíf bæjarins var þessi starfsemi því mjög mikilvæg. En svo vill nú til að enn er til stað- ar þar mikil þekking á þessu sviði. Þar er átt við Slippinn sem er í dag öflugt þjónustufyrirtæki við útgerð. Hjá Slippnum eru enn þann dag í dag fjórir tréskipasmiðir og þótt komnir séu af léttasta skeiði vefst ekki fyrir þeim að skipta um planka í stórum sem smáum eikarbátum auk annars nauðsynlegs viðhalds þeirra. Yfirmenn og eigendur Slippsins hafa lýst sig reiðubúna til að taka nema í greininni á samning, í samvinnu við Menntamálaráðuneytið. Þegar á allt er litið sýnist því undirrituðum að á Akureyri séu ákjósanlegar aðstæður til að tryggja að þekking á viðhaldi, endurbyggingu og þess vegna smíði tréskipa líði ekki undir lok í landinu. Vilji er allt sem þarf Til að styðja viðleitni þá sem til staðar er í landinu, um að gefa fleiri tréskipum framhaldslíf, þarf stuðn- ing bæjaryfirvalda á Akureyri og ís- lenskra stjórnvalda. Vilji þessara aðila er allt sem þarf. Gamli slippurinn á Akureyri er ákjósanlegt athafnasvæði starfsem- innar. Auk Aðalbjargar og kútters Sigurfara eru þó nokkur skip á bið- lista eftir aðhlynningu. Tvímæla- laust er ástæða til að nefna þar Maríu Júlíu sem nú liggur í Ísafjarð- arhöfn. Björgunarskipið María Júlía var keypt fyrir söfnunarfé frá Vest- firðingum og láta mun nærri að áhöfn hennar hafi bjargað 200 mannslífum í gegn um tíð hennar á Íslandsmiðum sem björgunar- og varðskip. Lagt er til að bæjaryfirvöld á Akureyri og íslensk stjórnvöld legg- ist nú hraustlega á árar með þeim sem vilja tryggja að tréskipa- smíðaþekkingin líði ekki undir lok á Íslandi. Varðveitum eikar- skipin lifandi Eftir Hörð Sigurbjarnarson »Nú er svo komið að opinberir aðilar verða að koma með markvissum hætti að varðveislu þessara menningarverðmæta. Hörður Sigurbjarnarson Höfundur er skipstjóri og einn af stofnendum Norðursiglingar á Húsavík. Skonnortan Ópal undir fullum seglum við Grænland, en Norðursigling keypti bátinn fullbúinn árið 2013.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.