Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Á göngu við hafið Unga fólkið lætur ekki smá gjólu og kuldabola stoppa sig í því að fara út og viðra sig. Eggert Í kosninga- sjónvarpi kvöldið fyrir alþingis- kosningarnar vorið 2009 sagði Steingrímur J. Sigfússon að það samrýmdist ekki stefnu Vinstri grænna að hefja undirbúning að því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og að hann hefði ekkert umboð til slíks frá flokknum. Þrátt fyrir þessi orð fór Steingrímur ásamt Samfylkingunni rakleiðis í að undirbúa aðildarumsókn og send var umsókn að ESB um sumarið eftir mikil átök í þinginu. Þegar Steingrímur J. Sigfússon lét þessi orð falla 24. apríl 2009 upp- hófst einn sá stærsti blekkingar- vefur sem spunninn hefur verið hér á landi. Þessi ákvörðun hefur verið landi og þjóð dýrkeypt og ekki sagður nema hálfsannleikur á öllum stigum þrátt ábendingar um annað. Það hefur verið alveg sama hvaða rök og staðreyndir hafa verið dregnar fram í um- ræðunni sem opinbera eðli og uppbyggingu ESB. Viðkvæðið hjá VG og Samfylkingu var ætíð á þá leið að um mikinn misskiln- ing væri að ræða – viðkomandi væri ekki nógu upplýstur og ekki síst að Ísland væri á fyrsta farrými í aðlögunarferlinu og hinar og þessar staðreyndir um galla umsóknarinnar ættu ekki við. Byggjum á staðreyndunum Eftir 2004 var umsóknarferli að ESB breytt og umsóknarríki þurfa nú að laga sig að löggjöf ESB og jafnframt að byggja upp innviði, hagkerfi og lagakerfi að vestur-evrópskri fyrirmynd til að stuðla að svokallaðri einsleitni ESB-ríkja. M.ö.o. stjórnast að- ildarferlið af kröfum og við- miðum sem Evrópusambandið sjálft setur og skiptir skoðun umsóknarríkisins engu þar sem það hefur lýst sig viljugt til inn- göngu og sóst formlega eftir henni. Segir í sáttmálum sam- bandsins að umbreytingafrestir, sérlausnir, undanþágur, tíma- frestir skuli vera mjög takmark- aðir og eingöngu gefnir til að gefa svigrúm til skamms tíma til að uppfylla skilyrði ESB. Þetta þýðir að engar varanlegar undanþágur eru gefnar og því um gríðarlegan blekkingaleik að ræða af þáverandi stjórnvöldum í aðlögunarferlinu. Árið 2006 voru ný viðmið sett er umsóknarríki urðu að lúta hinum svokölluðu opnunar- og lokunarviðmiðum. Ísland var því að sækja um aðild að ESB í um- sóknarferli sem hafði tekið mikl- um breytingum miðað við það sem áður þekktist. Því var það hrein blekking hjá stjórnvöldum að tala um að Ísland fengi hrað- ferð í aðildarferlinu. Slíkt var aldrei í boði. Líklega eru alvar- legustu blekkingar síðustu ríkis- stjórnar þær að margsinnis var fullyrt að Icesave- og makríldeil- an væru ekki hluti af baktjalda- makki stjórnvalda og ESB. Þeg- ar opnunar- og lokunarskilyrðin voru sett af ESB þýddi það að eitt ríki eða fleiri gætu beitt neit- unarvaldi gagnvart umsóknar- ríki væru milliríkjadeilur í gangi. Til að halda viðræðunum lifandi lagði ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar allt undir í að „semja um“ Icesave-skuldina eins og þau kölluðu Icesave- deilurnar. Það er grafalvarlegur hlutur þegar stjórnvöld fara svo gegn þjóð sinni – að taka þannig á sig ólögvarðar kröfur í samninga- viðræðum að þjóð- arhag er stefnt í hættu. Samt var sí- fellt hamrað á því að Icesave væri alls ekki tengt ESB-umsókninni. Makríldeil- una er óþarft að rifja upp hér – en hún byggðist á nákvæmlega sömu sjónarmiðum. Umsóknin strandaði árið 2011 Þetta segir okkur meðal ann- ars hve mikið var að marka for- mann Vinstri grænna daginn fyrir kosningarnar vorið 2009. Upptakturinn hjá ríkjum ESB er að lagarökum ríkis skal fórn- að fyrir samningarök. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands er varpað ljósi á skollaleik síðustu ríkisstjórnar og sýnt fram á að viðræðurnar höfðu siglt í strand í árslok 2011. Samt hélt ríkisstjórnin áfram blekk- ingarleik sínum með tilheyrandi kostnaði. Í framvinduskýrslum ESB kom fram að sjávarútvegs- stefna Íslands væri ekki í sam- ræmi við stefnu ESB og að auki væru miklar takmarkanir á staðfesturétti og frjálsu flæði fjármagns og ekkert hefði verið gert í að aflétta takmörkunum á fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi hér á landi en slíkt væri ekki í samræmi við réttar- reglur ESB. Opnunarviðmið setja umsóknarríki þær skorður að umsóknarríkið þarf að leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig og hvenær viðkom- andi ríki aðlagast löggjöf ESB. Þar sem sjávarútvegsstefna og lagaumgjörð íslensk sjávar- útvegs er mjög ólík sjávarútvegi ESB gátu Íslendingar ekki lagt fram aðgerðaáætlun til breyt- inga nema með því að setja fram óaðgengileg skilyrði fyrir ESB – því þjóðin vill halda yfirráðum yfir sjávarútvegsauðlindinni. Í raun má því fullyrða að við- ræðum hafi verið slitið í árslok 2011. Samt var blekkingar- leiknum haldið áfram af ríkis- stjórninni og guldu VG og Sam- fylkingin sögulegt afhroð í síðustu alþingiskosningum. Þessir flokkar hrópa nú á þjóð- aratkvæðagreiðslu þar sem spurt yrði hvort halda eigi að- lögunarferlinu áfram, en í því fælist að Íslendingar væru til- búnir að uppfylla opnunarskil- yrði ESB um að ganga inn í sjávarútvegsstefnu sambands- ins og aflétta takmörkunum á fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi hér á landi. Þá yrði um leið gengið gegn þeim yfir- lýsta vilja þjóðarinnar að hún hefði veruleg áhrif á nýtingu auðlindarinnar. Erum við tilbúin til þess? Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Verði haldið áfram með aðlög- unarferlið þá verða Íslendingar að upp- fylla opnunarskilyrði ESB og ganga sjávarútvegsstefnu þess á hönd. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er þingmaður og formaður Heimssýnar. Blekkingarleikur síðustu ríkisstjórnar Viðbrögð hafa verið margháttuð og stundum hefur verið tekið djúpt í ár- inni eftir að Norðmenn, Evrópusambandið og Fær- eyingar gerðu með sér þrí- hliða samning um skipt- ingu makrílkvóta og umsjón með stofninum. Margir hafa komið með ónákvæmar fullyrðingar og sumar þeirra eru beinlínis rangar. Það á því miður líka við um grein kollega míns Sigurðar Inga Jóhanns- sonar sjávarútvegsráðherra í Morg- unblaðinu á laugardaginn var. Þess vegna er knýjandi nauðsyn að greiða úr þeim misskilningi sem til staðar er og að gera grein fyrir sjónarmiðum Norð- manna í málinu. Því hefur í fyrsta lagi verið haldið fram að Norðmenn hafi aldrei viljað ganga til samninga við Íslendinga og að við höfum jafnvel unnið að því að halda Íslendingum utan við þá. Þetta er al- rangt. Markmið okkar hefur þvert á móti verið það að ná samningum sem tryggja heildstæða umsjón með makríl- stofninum og sem því næðu til allra strandríkjanna, Ísland er þar með talið. Í þríhliða samningnum er auk þess gert ráð fyrir aðkomu annars strandríkis og það höfum við tjáð Íslendingum á ótví- ræðan hátt, bæði með beinum sam- skiptum við yfirvöld á Íslandi og með fréttatilkynningum. Hvorki við né aðrir erum þó tilbúin til þess að ganga að samningum, hvað sem þeir kosta. Í huga norskra stjórnvalda er það lykilatriði að skipting sameiginlegra stofna byggist á viðurkenndum meg- inreglum á borð við svæðaskiptingu til lengri tíma litið, fiskveiðum í sögulegu samhengi, vísindalegum grundvelli og gagnkvæmri virðingu fyrir því að aðrir séu háðir veiðunum. Þetta eru forsend- urnar fyrir afstöðu Norðmanna í samn- ingaviðræðunum. Við höfum í ljósi þess- ara meginreglna teygt okkur býsna langt í samningaviðræðunum í vetur. Sigurður Ingi Jóhannsson sjáv- arútvegsráðherra segir eftirfarandi í grein sinni: „Staðreyndir málsins eru þær að makríll gengur í ógnarmagni inn í íslenska lögsögu, hér eru beitarsvæði hans, þyngdaraukning er gríðarleg og hann étur fæði frá öðrum stofnum á okk- ar miðum með tilheyrandi afleiðingum.“ Orðalag af þessu tagi gæti því miður auðveldlega gefið ranga mynd af stöð- unni. Íslendingar hafa meðal annarra tekið þátt í vísindaleiðöngrum sem reyndar sýna að ákveðinn hluti makríl- stofnsins leitar inn í íslenska fiskveiði- lögsögu og þess vegna eru Íslendingar nú viðurkenndir sem aðilar að makrílsamningum strandríkja. Þó leita aðeins tæplega 20% stofnsins inn í íslenska fiskveiðilögsögu og það aðeins nokkra mán- uði á ári. Þetta þýðir að stofninn er á íslensku svæði sem nemur 5-6% á ársgrundvelli. Við höfum samþykkt að fara langt fram úr þeim meg- inreglum, sem að jafnaði er miðað við hvað skipt- ingu varðar, til þess að reyna að ná samkomulagi og því boðið Íslendingum langtum stærri hluta en flökkumynstur stofnsins ætti að segja til um. Í því ljósi er undarlegt að heyra því haldið fram að við viljum ekki semja við Íslendinga. Ég tek eftir því að Íslendingar hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að ESB hafi rofið samning sem þessir tveir aðilar gerðu um skipti og veiðikvóta. Þessi svonefndi „samningur“ var gagn- kvæmt samkomulag Íslendinga og ESB sem var gert án þess að láta okkur vita og hefði mögulega getað haft alvarleg áhrif á okkar hluta kvótans. Okkur bár- ust fyrst fregnir af þessu með upplýs- ingum sem lekið var til fjölmiðla. Í því samhengi er undarlegt að heyra að það séu Norðmenn sem hafi „leikið ljótan leik“. Norðmenn eiga sér langa hefð á sviði ábyrgra fiskveiða, þeir eru stoltir af þeirri sögu og geta sýnt fram á góðan ár- angur. Þess vegna er ekki hægt að láta ómótmælt fullyrðingum um að við höfum samið á grundvelli óábyrgra veiða og að því sé nú stefnt að ofveiði sem gangi gegn sjálfbærri nýtingu makrílstofnsins. Ráðleggingar þessa árs frá Alþjóða- hafrannsóknaráðinu eru ekki hefð- bundnar. Gagnagrunnurinn um stærð makrílstofnsins er ekki nógu góður og þess vegna miðast ráðleggingarnar að- eins við meðaltal þess afla sem komið var með að landi undanfarin þrjú ár. Ráðleggingarnar byggjast því ekki á vís- indalegum rökum og eru alls engin vís- bending um hvað sé rétt að veiða á árinu 2014. Íslendingar hafa meðal annarra tekið þátt í vísindaleiðangri okkar þar sem fram komu upplýsingar um stærð makrílstofnsins. Skýrslan fyrir 2013 sýnir að stofnstærðin er metin að lág- marki 8,8 milljónir tonna. Makrílstofn- inn er því stærri en nokkru sinni fyrr og í ljósi þess höfum við, að afloknu ýt- arlegu og ábyrgu mati, komist að þeirri niðurstöðu að fullkomlega hættulaust sé að auka kvótana. Veiðar í þessu magni geta engan veginn stefnt svo stórum fiskstofni í hættu. Margir telja einmitt þvert á móti að full ástæða sé til þess að grisja stofninn aðeins. Íslendingar halda því reyndar sjálfir fram að stærð makríl- stofnsins og hafbeit hans í íslenskri fisk- veiðilögsögu sé ógn við aðra fiskstofna. Ég er einnig hissa á því að Sigurður Ingi Jóhannsson skuli heldur ekki minn- ast á það að Íslendingar vildu einir samningsaðila ekki sætta sig við tak- markanir á fiskveiðum íslenskra fiski- skipa í lögsögu annarra ríkja, svo sem við Grænland. Þetta er ein mikilvægasta ástæða þess að samkomulag allra ríkjanna náðist ekki. Norðmenn leggja á það mikla áherslu að aðilar að samn- ingum strandríkja geti ekki bæði veitt „innan“ og „utan“ samningsins og þann- ig í raun úthlutað sjálfum sér stærri kvóta en samningar gera ráð fyrir. Þessi staðreynd varpar einnig einkennilegu ljósi á áhyggjur Íslendinga af of stórum heildarkvótum. Ég endurtek: Norðmenn vilja ná al- hliða samningi um umsjón með stofn- inum sem öll strandríkin eiga aðild að og reyndar er gert ráð fyrir því í þríhliða samningnum. Ég vil í þessu samhengi benda á að Norðmenn höfðu, einir samn- ingsaðilanna þriggja og öfugt við það sem haldið hefur verið fram gagnvart ís- lenskum fjölmiðlum, formlega samband við íslensk yfirvöld strax eftir að gengið hafði verið frá samningnum. Ég álít óheppilegt að ekki séu gefnar réttar upplýsingar um þetta. Ég er líka nokkuð undrandi á því hranalega orðalagi sem íslensk yfirvöld nú nota um Norðmenn, orðalag sem ég sé engin rök fyrir. Við höfðum samband við Íslendinga eftir undirskrift samningsins, ekki aðeins til þess að segja frá samningnum og láta vita að við vildum að Íslendingar yrðu aðilar að honum, heldur líka vegna þess að almennt séð teljum við tengslin við Ís- land vera mikilvæg, bæði hvað varðar fiskveiðar og fjölda annarra mikilvægra samstarfssviða. Ég er sannfærð um að allir málsaðilar muni hagnast á því að koma hver fram við annan af kurteisi og virðingu, líka í þeirri stöðu sem nú er uppi. Eftir Elisabeth Aspaker »Við höfum samþykkt að fara langt fram úr þeim meginreglum, sem að jafn- aði er miðað við hvað skipt- ingu varðar, til þess að reyna að ná samkomulagi og því boðið Íslendingum langtum stærri hluta en flökkumynstur stofnsins ætti að segja til um.Elisabeth Aspaker Viðræður um makríl Höfundur er sjávarútvegsráðherra Noregs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.