Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Á dögunum lauk hinu glæsilega Opna alþjóðlega Reykja- víkurskákmóti sem Skáksamband Íslands heldur árlega. Mótið fagnaði 50 ára afmæli sínu í ár og var í til- efni þess sérstaklega veglegt. Þátttökumet var slegið og íslensk- ir og erlendir meistarar öttu kappi og áttu öll helstu taflfélög landsins fulltrúa á mótinu. Áhugi Íslendinga á skák er einstakur og endurspeglast það bæði í fjölda stórmeistara hér á landi og þeim fjölda fólks á öllum aldri sem tefl- ir reglulega á skipulögðum mót- um eða kemur til að fylgjast með. Velgengni skáklistarinnar á Íslandi er ekki síst öflugu félags- starfi skákfélaga og skóla að þakka. Þórir Benediktsson, stjórnarmaður hjá Taflfélagi Reykjavíkur, segir starf taflfélaga hafa verið skákinni á Íslandi ómetanlegt. „Í meira en heila öld hefur til dæmis Taflfélag Reykja- víkur alið af sér marga af bestu skákmönnum Íslands og séð skákháhugamönnum fyrir fjöldan- um öllum af skemmtilegum skák- mótum og viðburðum.“ Öflugt barna- og unglingastarf Mikill metnaður hefur verið í barna- og unglingastarfi sem sést best á því hvað margir barna- og unglingaskólar senda lið á skák- mót. Auk skákkennslu í skólum hafa taflfélög víða haldið úti kennslu bæði á eigin vegum og í samstarfi við skóla. „Frá upphafi hefur kennsla og þjálfun í barna- starfinu hjá okkur í Taflfélagi Reykjavíkur verið ókeypis og fé- lagsgjöld fyrir börn eru engin,“ segir Þórir og bendir á að félagið haldi úti öflugu starfi fyrir fólk á öllum aldri. Skákin er fyrir unga sem aldna. „Í mótahaldi félagsins er reynt að koma til móts við ósk- ir og þarfir sem breiðasts hóps skákmanna þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Skákþing Reykjavíkur og haust- Áhuginn á skáklist- inni að aukast á ný Metþátttaka hefur verið á laugardagsæfingum Taflfélags Reykjavíkur en æfing- arnar, sem eru ætlaðar börnum og unglingum, eru þeim að kostnaðarlausu. Ís- lendingar hafa lengi sýnt skáklistinni mikinn áhuga en gott starf í skólum og fé- lögum eins og Taflfélagi Reykjavíkur á stóran þátt í vinsældum skákarinnar. Skákmót Þórir Benediktsson situr hugsi og einbeittur yfir taflborðinu. Þátttaka Fjöldi barna og unglinga nýtir sér laugardagsæfingar TR. Kennsla Skákþrautir og -skýringar eru sýndar á laugardagsæfingu. Hönnunarmars er árleg hönnunar- hátíð sem haldin er í sjötta sinn í ár. Hátíðin hefst næsta fimmtudag og stendur yfir til 30. mars. Dag- skráin er glæsileg að þessu sinni og er hægt að sjá hana í heild sinni á designmarch.is. Að sögn Höllu Helgadóttur, framkvæmda- stjóra Hönnunarmiðstöðvar, var heimasíðan öll endurhönnuð í ár og er því mun betri en hún hefur verið undanfarin ár. „Inn á heima- síðuna fara allir viðburðir Hönn- unarmars en þeir eru yfir hundrað talsins,“ segir Halla. Á heimasíð- unni er hægt að nálgast flokk- unarkerfi þar sem hægt er að sjá dagskrána út frá sérstökum grein- um hönnunar og hverfum í borg- inni. „Þarna erum við með allt frá arkitektúr, grafískri hönnun, vöru- hönnun til upplifunarhönnunar. Síðan erum við með lið sem heitir fyrirlestrar og málþing sem er stór hluti hátíðarinnar í ár,“ bætir Halla við. Hátíðin hefst eins og áður kom fram á fimmutdaginn með sér- stökum fyrirlestradegi í Hörpu þar sem meðal annars tískurisinn Calv- in Klein heldur fyrirlestur. Að sögn Höllu var ákveðið að hanna ekki sérstakt smáforrit fyrir hátíðina eins og undanfarin ár, heldur var síðan hönnuð þannig að hún yrði sérstaklega aðgengileg í vafra fyrir snjallsíma. Á síðunni er einnig hægt að fræðast um Hönnunar- mars, fólkið á bak við hátíðina, skoða yfirlit yfir dagskrá fyrri ára ásamt því að skoða dagsetningar hátíðarinnar næstu fimm árin. Hægt er að sjá heimasíðuna bæði á íslensku og ensku. Vefsíðan www.designmarch.is Hönnun Næstu helgi verður löng hönnunarhelgi sem enginn ætti að missa af. Tískurisinn Calvin Klein mætir í Hörpu og heldur fyrirlestur Í dag mætir Aladdín aftur galvaskur ásamt Salímu vinkonu sinni og fleiri furðufuglum á Brúðuloftið í Þjóðleik- húsinu. „Ekki er hægt að fara nógu lofsamlegum orðum um brúðugerð og -stjórn Bernds, en nær allar per- sónur verksins birtast í ólíkum stærðum og búningum, sem Eva Signý Berger og Mao hönnuðu. Brúð- urnar eru mikil fagursmíði og ótrú- legt að sjá hvers þær eru megnugar í meðförum meistara síns,“ skrifaði Silja Björk Huldudóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, í gagnrýni sinni á verkið en hún gaf því fimm stjörnur af fimm. Endilega … … sjáið fimm stjörnu verk Stórverk Aladdín aftur á sviðið. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Framundan eru tveir flottir skipti- dótamarkaðir á vegum ungmenn- aráðs UNICEF en það er foreldrafélag grunnskólanna á Akureyri sem skipu- lagði skiptidótamarkaðinn og allir skólarnir á Akureyri tóku þátt í því að safna leikföngum fyrir markaðinn. Markaðurinn verður haldinn á Gler- ártorgi og sjálfboðaliðar frá ung- mennaráðinu og foreldrafélaginu standa vaktina. Boðið verður upp á vinnusmiðjur og föndurhorn fyrir börn til að læra um Barnasáttmálann og umhverfisvernd. Leikur sameinar öll börn, hvar svo sem þau kunna að búa og þjónar mik- ilvægu hlutverki í þroska hvers ein- staklings. Með skiptidótamarkaðnum vill ungmennaráð UNICEF skapa vett- vang þar sem börn fá tækifæri til að leika sér um leið og þeim er gefið tækifæri til að læra um umhverfi sitt og samfélag. Á markaðnum munu fulltrúar í ungmennaráðinu leika við börnin á sama tíma og þeir fræða þau um endurnýtingu, sjálfbærni og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sams konar markaður verður hald- inn á Borgarbókasafninu í Reykjavík klukkan 14.30 á sunnudag en á Ak- ureyri er markaðurinn á laugardegi og hefst klukkan 13.00 á Glerártorgi. Börn á Akureyri fá tækifæri til að mæta með dótið sitt á skiptidótamarkað Skiptidótamarkaður haldinn á Akureyri Morgunblaðið/G.Rúnar Leikföng Það er spennandi að koma með dót á skiptidótamarkað og skipta. - Heimir Bergmann Sölufulltrúi 630-9000 Kristján Ólafsson hrl. Lögg. fasteignasali 414-4488 Höfuðborg fasteignasala • Hlíðasmára 2, 6. hæð • 414-4488 OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 23. MARS FRÁ KL. 16:00-16:30 Falleg og rúmgóð 4ra-5 herb. þakíbúð í hjarta Reykjavíkur alls 175,9 m2. skv. nýjum eignaskiptasamningi. Íbúðin er í virðulegu og vel viðhöldnu húsi við Klapparstíg 29. Um er að ræða sögufrægt hús byggt af V. Poulsen 1927 sem rak þar fyrirtæki sitt til áraraða. Verð 61,5 millj. Klapparstígur 29 • Laus strax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.