Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugsi Tveir ungir og efnilegir skákmenn etja kappi við taflborðið og láta ekkert trufla einbeitinguna. mót félagsins eru gott dæmi um opin mót fyrir alla sem hafa áhuga og eru tvímælalaust flaggskipin í mótahaldi okkar. Mótin hafa bæði verið haldin í 80 ár og næstkom- andi haust mun Taflfélag Reykja- víkur einmitt fagna 80 ára afmæli haustmótsins.“ Tengsl við skóla mikilvæg Þrátt fyrir að Taflfélag Reykjavíkur komi ekki beint að kennslu í grunnskólum borgar- innar heldur félagið úti öflugum mótum fyrir grunnskólanema og á hverjum laugardegi gefst börnum og unglingum tækifæri til að mæta á laugardagsæfingar hjá Taflfélagi Reykjavíkur þar sem kennsla og þjálfun fer fram. „Æf- ingarnar fara fram alla laugardaga yfir vetrartímann og eru í höndum þrautreyndra kennara sem notast við nýtt og glæsilegt kennsluefni sem formaður félagsins, Björn Jónsson, hannaði. Algjör spreng- ing hefur orðið í aðsókn á æfing- arnar og nýverið mætti hvorki meira né minna en á sjöunda tug barna, sem heyrir til eindæma hin síðari ár.“ Áhugi reykvískra ung- menna á skáklistinni var áberandi á Opna alþjóðlega Reykjavíkur- mótinu en Þórir segir það hafa verið ánægjulegt að fylgjast með krökkunum úr Taflfélagi Reykja- víkur á mótinu sem öll hafi staðið sig með sóma og hafi bætt dýr- mætri reynslu í sarpinn. Eins bendir Þórir á að í mörgum skól- um borgarinnar sé rekið öflugt skákstarf. „Rimaskóli hefur staðið sig gífurlega vel og bar skólasveit þeirra sigur úr býtum á Reykja- víkurmóti grunnskóla í ár en skól- inn hefur verið einráður á mótinu á undanförnum árum.“ Sleitulaust og öflugt barna- og unglingastarf hefur skilað Ís- lendingum öfundsverðum árangri í skák og fjölda stórmeistara. Tafl- félag Reykjavíkur á stóran þátt í uppbyggingu skákstarfs í landinu og sem þakklætisvott fyrir allan áhugann og orkuna í starfinu í vetur ætlar félagið að halda sér- stök páskamót fyrir krakka á grunnskólaaldri. „Við höldum mót- in í samstarfi við Nóa-Síríus dag- ana 30. mars, 6. apríl og 13. apríl. Auðvitað verða vegleg verðlaun í boði, meðal annars í formi ljúf- fengra páskaeggja frá Nóa- Síríusi.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Í vetur hefur á þriðja tug verk- fræðinema unnið að hönnun og smíði eins manns rafknúins kapp- akstursbíls fyrir alþjóðlega hönnun og kappakstur- 0skeppni, For- mula Student, sem fram fer á Silverstone- brautinni á Eng- landi í júlí. Liðs- menn íslenska liðsins sem nefn- ist TeamSPARK eru allir nem- endur í Háskóla Íslands og koma þeir úr iðnaðar-, véla-, hugbúnaðar-, rafmagns- og tölvuverkfræðideild skólans. Keppnisbíll liðsins sem ber nafnið TS14 verður svo afhjúpaður 3. apríl næstkomandi og fer athöfnin fram á Háskólatorgi klukkan 17.00. Ragn- heiður Björk Halldórsdóttir, liðs- stjóri TeamSPARK, segir að hönn- un bílsins hafi verið lokið rétt fyrir áramót og frá þeim tíma hafi allar stundir liðsins farið í smíði hans. „Hönnun og smíði kappakstursbíls er mikið og dýrt verk sem við vinnum í góðri samvinnu við Há- skóla Íslands og styrktaraðila okkar í atvinnulífinu en þeir eru yfir 40 talsins,“ segir Ragnheiður og bendir á að kostnaður við hönnunina og smíði bílsins sé kominn í 24 milljónir króna og fari hækkandi. „Verkefnið væri ekki framkvæmanlegt án vel- vildar okkar góðu styrktaraðila og einstakrar samvinnu við Háskóla Ís- lands.“ Ragnheiður nefnir sér- staklega gott samstarf við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Ís- lands, sviðsforsetann Hilmar Braga Janusson og deildarforsetann Ólaf Pétur Pálsson. TeamSPARK var stofnað árið 2009 og keppti í sinni fyrstu keppni árið 2011 og hefur keppt öll sumur síðan. Í fyrra lenti liðið í þriðja sæti keppninar og stefnir hærra í sumar að sögn Ragnheiðar. „Allir í hópn- um eru spenntir fyrir sumrinu og við höfum fulla trúa á því að komast lengra í keppninni í ár. Hópurinn er mjög samheldinn og ég fullyrði að verkefnið væri ekki komið jafn vel á veg og það er ef ekki væri fyrir fórnfýsi allra í liðinu,“ segir Ragn- heiður en flestir liðsmenn TeamSP- ARK eru í fullu námi og því gefst ekki mikill tími fyrir annað en skóla og vinnu við bílinn. „Það hefur verið unnið við hönn- un og smíði bílsins bæði dag og nótt enda hönnun og smíði bíls frá grunni mikið verk. Það hafa alla- vega fáir í liðinu mætt nýlega í kvöldmat til mömmu.“ Háskólanemar hanna og smíða kappakstursbíl Morgunblaðið/Kristinn Lítill tími fyrir mat hjá mömmu Ragnheiður Björk Halldórsdóttir Kappakstursbíll Verkfræðinemar í HÍ vinna að hönnun og smíði rafbíls. Í dag frá klukkan 13 til 15 verður haldið málþing í fyrirlestrasal Þjóð- minjasafnsins um vefnað og hann- yrðir fyrr á öldum í Þjóðminjasafni Ís- lands. Með málþinginu er þess minnst að Elsa E. Guðjónsson hefði orðið níræð hinn 21. mars, hefði hún lifað, en Elsa starfaði við Þjóðminja- safnið um áratuga skeið. Bók um rannsóknir Elsu á íslenskum refil- saumuðum altarisklæðum er vænt- anleg á vegum safnsins á næsta ári. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Fjórir áhugaverðir fyrirlesarar verða á málþinginu en þær dr. Hrefna Róbertsdóttir, Lilja Árnadóttir safn- vörður, Kristín Bjarnadóttir rann- sóknarlektor og Kristín Schmid- hauser Jónsdóttir verða allar með fyrirlestur á málþinginu. Fundarstjóri er Bryndís Sverrisdóttir. Málþing í Þjóðminjasafni Ræða vefnað og hannyrðir Í áratugi hefur Taflfélag Reykja- víkur haldið metnaðarfullar skák- æfingar fyrir börn og unglinga. Laugar- dagsæfingarnar eru fyrir löngu orðnar rótgró- inn hluti af starfi félagsins og flestum skákiðkendum landsins vel kunnar. Margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar stund- uðu æfingarnar á sínum yngri ár- um hjá Taflfélagi Reykjavíkur og alls ekki ólíklegt að framtíðar- stórmeistarar séu að stíga sín fyrstu skref á laugardagsæf- ingum taflfélagsins í dag. Þjálfun og kennsla á laugar- dagsæfingunum er í höndum þaulreyndra og sterkra skák- manna og er aðgangur ókeypis líkt og Þórir Benediktsson, stjórnarmaður í Taflfélagi Reykja- víkur, hefur bent á. Æfingarnar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum og er börnum velkomið að mæta og fylgjast með til að byrja með ef þau eru ekki tilbúin að taka þátt með beinum hætti strax. Laugardags- æfingar SKÁKKENNSLA Skák og mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.