Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 22. MARS 81. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Villibörn fundust í París 2. Hinn eftirlýsti lést árið 2009 3. Vinningur kom fæðingu af stað 4. Hrapaði í hafið og fannst aldrei  Bandaríska hljómsveitin Neutral Milk Hotel heldur tónleika í Hörpu í ágúst og verða þeir síðustu tónleik- arnir í Evrópuferð hljómsveitarinnar. Í þeirri ferð hefur hljómsveitin leikið lög af plötunni In the Aeroplane Over the Sea sem kom út fyrir sextán árum og er talin ein af lykilplötum tíunda áratugarins í flokki „indie“ popptónlistar. Miðasala á tónleikana hefst í apríl. Neutral Milk Hotel leikur í Hörpu  Guðjón Friðriks- son sagnfræðing- ur mun klukkan 11 á sunnudags- morgun leggja upp frá Hannesarholti við Grundarstíg í gönguferð um Þingholtin og tala um hús og fólk sem þar bjó. Guðjón fræðir fólk á göngu um Þingholt Taka þátt í keppninni Stora Daldansen FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-8 síðdegis, en 8-13 austast. Lítilsháttar él norðantil, en bjart með köflum sunnantil. Lægir meira og kólnar annað kvöld. Á sunnudag Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-10 m/s. Lítilsháttar él á V-verðu landinu og með N-ströndinni, annars bjart á köflum. Frost 0 til 8 stig, mest í innsveitum fyrir norðan. Á mánudag Suðaustan 13-20 m/s og rigning, en snjókoma í fyrstu fyrir norðan. Hægari seinnipartinn og rigning SA-til, annars úrkomulítið. Hiti 1 til 7 stig. Það verður hreinn úrslitaleikur hjá Val og Snæfelli í undanúrslitum Dom- inos-deildar kvenna í körfuknattleik og fer sá leikur fram í Stykkishólmi. Valskonur náðu að knýja fram odda- leik í gær með því að vinna sigur í fjórðu viðureign liðanna í Vodefone- höllinni en sigurliðið mætir Haukum í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratit- ilinn. »2 Valskonur náðu að knýja fram oddaleik Stjörnumenn gerðu góða ferð til Keflavíkur í gær- kvöld þegar liðin áttust við í fyrsta leiknum í átta liða úrslitum í Dominos- deild karla í körfuknatt- leik. Í Njarðvík fögnuðu heimamenn hins vegar sigri gegn Haukum í fyrstu rimmu liðanna en vinna þarf þrjá leik til að komast í undanúrslitin. »2-3 Stjarnan og Njarðvík unnu Íslenska kvennalandsliðið í íshokkíi mætir Tyrkjum í fyrsta leiknum í 2. deild heimsmeistaramótsins í Skautahöllinni í Laugardal á mánu- dagskvöldið. Ófærðin á Norðurlandi setti strik í undirbúninginn því stór hluti liðsins var veðurtepptur á Ak- ureyri í gær og komst ekki suður til æfinga. Fyrirliðinn Anna Sonja Ágústsdóttir segir það þó ekkert vanda- mál því liðið mæti óvenjuvel undirbúið til leiks í þetta mót. »4 Mæta óvenjuvel undirbúnar til leiks Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Bæði framhaldsskólanemendur og -kennarar í verkfalli nýta sér sam- félagsmiðlana á ýmsan hátt til að eiga samskipti í verkfalli framhalds- skólakennara sem hófst í byrjun vik- unnar. Á samskiptasíðunni Twitter skiptast bæði kennarar og nem- endur á skoðunum undir merkinu #verkfall. Skiptar skoðanir virðast um ágæti verkfallsins, þannig virðist það leggjast vel í suma nemendur sem taka auknum frítíma opnum örmum en aðrir nemendur ávíta þá fyrir kæruleysi og spyrja hvers vegna þeir séu eiginlega í skóla fyrst þeir fagni verkfalli. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík hafa komið sér upp Face- book-síðu undir heitinu Verkfalls- vikan í MR og þar segir m.a. að „það þýði samt ekkert að fara í frí“. Á síð- unni eru upplýsingar um námshópa sem eru starfandi í skólanum þessa dagana og þá eru þar líka tilkynn- ingar um stoðhópa, þar sem nem- endur geta komið saman og stutt hver annan í námi. Hvatning að læra með öðrum „Við höfum öll verið að hjálpast að, það er algengt að fólk mæti upp í skóla á milli kl. níu og tíu á morgn- ana. Við höfum gert þetta síðan verkfallið byrjaði. Það eru kenn- ararnir sem eru í verkfalli, ekki við,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, for- maður Framtíðarinnar, annars af tveimur nemendafélögum í MR. Að sögn Lilju Daggar settust for- svarsmenn nemendafélaganna sam- an niður og skipulögðu námið strax á fyrsta degi verkfalls og bjuggu til tvo hópa á Facebook fyrir náttúru- fræði- og málabraut. „Nemendur geta sett þar inn glósur og vikuáætl- anir og þannig deilt með öðrum og búið til vinnuhópa. Það er svo mikil hvatning í því að læra með öðrum.“ Lilja Dögg segir fremur fáa hafa mætt fyrsta daginn, en fjölgað hafi í hópnum jafnt og þétt er líða tók á vikuna. Hún segir nemendur á loka- ári líklega flesta. „En yngri nem- endur koma líka upp í skóla til að læra.“ Sjálf hyggur Lilja Dögg á útskrift í vor, áformað er að stúdentspróf hefjist eftir um tvær vikur og hún segist ekki hafa heyrt af neinum breytingum þar á. „Við sem erum að fara að útskrifast höfum auðvitað áhyggjur. Það eru t.d. rétt um þrjár vikur þangað til við ætlum að dimitt- era. En við vonum öll það besta.“ Við erum ekki í verkfalli  MR-ingar koma saman og læra í verkfallinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Standa saman „Við höfum öll verið að hjálpast að,“ segir Lilja Dögg Gísladóttir, formaður Framtíðarinnar. MR Forsvarsmenn nemendafélaganna komu saman og skipulögðu námið. Framhaldsskólakennarar eru ekki síður iðnir en nemendur þeirra við að nýta sér sam- skiptamiðlana á verkfalls- tímum. Á Facebook-síðu verkfalls- miðstöðvar Félags framhalds- skólakennara eru upplýsingar um hvenær miðstöðvarnar eru opnar. Þar eru líka skipulagðir viðburðir eins og gönguferðir og greint frá framvindu verk- fallsvörslu. Skipulagt á sam- skiptamiðlum VERKFALLIÐ Á FACEBOOK  Fjórir nemendur Listdansskóla Ís- lands taka þátt í ballettsólókeppninni Stora Daldansen í Falun í Svíþjóð sem hófst 20. mars og lýkur í dag en á henni keppa bestu ballettdans- nemar Norður- og Eystrasaltslanda. Íslensku keppendurnir eru þær Birta Thorarensen, Helga Kristín Ingólfs- dóttir, Kristín Marja Ómarsdóttir og Sara Þrastardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.