Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Hluthafafundur Arion banka sam- þykkti á fimmtudaginn tillögu stjórn- ar um 7,8 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa vegna ársins 2013. Arð- greiðslan nemur 60% af hagnaði bankans á síðasta rekstrarári. Monica Caneman, stjórnarformað- ur bankans, vék í ávarpi sínu á hlut- hafafundinum að orðræðu og verkum stjórnvalda undanfarin misseri sem hún taldi ekki auka tiltrú innlendra og erlendra aðila á íslensku efna- hagslífi. Í því sambandi nefndi hún sérstaklega hækkun bankaskatts, sem tengdur er skuldum en ekki tekjum eða afkomu. Skapa þyrfti meiri stöðugleika um starfsemi fjár- málastofnana ef þær ættu að geta eflst og stutt við íslenskt atvinnulíf. Varðandi lagaumhverfi íslenskra fjármálafyrirtækja er mikilvægt að mati Monicu Caneman að horfa til nágrannaríkja og annarra Evrópu- landa og byggja á þeirri reynslu sem þar hefur skapast. Í máli Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra kom fram að ný útlán Arion banka á síðasta ári námu 120 milljörðum króna og jukust um 60%. Taldi Höskuldur 9,2% arðsemi á eig- in fé bankans á síðasta ári vera við- unandi, sérstaklega í ljósi stórhækk- aðs bankaskatts. Þá hefðu fjölbreytni og gæði aukist í fjármögnun bank- ans, annars vegar með útgáfu nýrra skuldabréfa hér á landi og erlendis, og hins vegar með aukinni bindingu innlána. Minni áhætta vegna hærra hlutfalls einstaklingslána og aukinna gæða í fjármögnun endurspeglist í lægri vaxtamun, sem hann var 2,9% á árinu. Fjórar konur í stjórn Í stjórn Arion banka voru kjörin, auk Monicu Caneman, þau Benedikt Olgeirsson, Björgvin Skúli Sigurðs- son, Guðrún Johnsen, Kristín Þ. Fly- genring, Måns Höglund, og Þóra Hallgrímsdóttir. Kristín kemur ný inn í aðalstjórn en hún er fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórninni, sem fer með 13% hlut íslenska ríkisins í bankanum. Aðrir stjórnarmenn eru tilnefndir af Kaupskilum, sem fer með 87% hlut kröfuhafa Kaupþings. Mogunblaðið / Styrmir Kári Aðalfundur Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka segir hærra hlutfall einstaklingslána og betri fjármögnun hafa dregið úr vaxtamun. Arður hjá Arion 7,8 milljarðar  Hluthafar fá 60% hagnaðar 2013 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Ölgerð Egils Skallagrímssonar var krafin af embætti ríkisskattstjóra í síðastliðnum desember um að greiða endurálagningu tekjuskatts vegna öf- ugs samruna árið 2007 að fjárhæð tæplega 583 milljónir króna. Það er um þriðjungur af bókfærðu eigin fé fyrirtækisins á síðasta fjárhagsári. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðinnar, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Hefur fyrirtækið þegar greitt endurálagninguna. „Þessi ákvörðun kemur okkur í opna skjöldu og við munum mótmæla henni af fullum þunga. Að okkar mati þá stendur ekki steinn yfir steini í röksemdum embættis ríkisskatt- stjóra,“ segir Andri. Hafa stjórnend- ur Ölgerðarinnar kært úrskurðinn til yfirskattanefndar. Aðspurður segist Andri hins vegar ekki vilja tjá sig nánar um röksemdir ríkisskattstjóra né heldur hvaða áhrif – að því gefnu að úrskurðurinn standi – þetta muni hafa fyrir fjárhagsstöðu Ölgerðarinnar. Þarf fyrirtækið einnig að greiða 25% álag samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra. Eigendaskipti urðu að Ölgerðinni í ársbyrjun 2007 þegar Andri og Októ Einarsson, núverandi stjórnarfor- maður, eignuðust 69% hlut í fyrirtæk- inu í gegnum OA-eignarhaldsfélag. Kaupin voru gerð með skuldsettri yf- irtöku sem þýðir að eignarhaldsfélag tekur lán til kaupa á fyrirtæki og sam- einar það eignarhaldsfélaginu með eignum og skuldum. Fyrirtækið fjár- magnar því kaupin á sjálfu sér að stórum hluta. Hæstiréttur staðfesti sl. sumar, í svonefndum Toyota-dómi, að vaxta- kostnaður vegna öfugs samruna fyr- irtækja væri ekki frádráttarbær frá skatti. Að mati skattasérfræðinga var sá dómur skýr um að öfugur samruni félags í kjölfar kaupa á félagi, sem var augljóslega stofnað til að kaupa það tiltekna félag, væri heimill. Hins veg- ar væri ekki heimilt að nota vaxta- gjöldin af lánum, sem voru tekin til að kaupa dótturfélagið, til frádráttar skattaskilum sameinaða félagsins. Al- exander Eðvardsson, forstöðumaður skattasviðs KPMG, sagði í samtali við Morgunblaðið sl. desember að ef hægt væri að sýna fram á að samrun- inn fæli í sér rekstrarlegan tilgang og næði fram samlegðaráhrifum þá væri ekki víst að dómur Hæstaréttar ætti við. Sjóður Auðar á 45% hlut Eignarhlutur félags Andra og Ok- tós í Ölgerðinni er í dag 38%. Aðrir eigendur eru eignarhaldsfélagið F-13, en það er í eigu fjögurra millistjórn- enda fyrirtækisins, og fjárfestinga- sjóður í stýringu Auðar Capital sem er stærsti einstaki hluthafinn með 45% hlut. Eignarhlutur stjórnenda Ölgerðarinnar þynntist út 2010 þegar félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og Auður Capi- tal kom inn sem nýr hluthafi. Fyrirtækið skilaði um 253 milljóna króna hagnaði á fjárhagsárinu sem lauk í febrúar 2013. Rekstrarhagnað- ur jókst um 52 milljónir króna og nam 1.053 milljónum. Eignir voru 12,6 milljarðar en skuldir námu 10,9 millj- örðum. Eigið fé Ölgerðarinnar er 1,76 milljarðar króna. Ölgerðin greiðir um 600 milljónir  Ríkisskattstjóri gerði Ölgerðinni að greiða endurálagningu skatts vegna öfugs samruna 2007 að fjárhæð 583 milljónir  Forstjórinn segir ákvörðun ríkisskattstjóra koma stjórnendum í opna skjöldu Ósáttur „Stendur ekki steinn yfir steini í röksemdum RSK,“ segir Andri. Morgunblaðið/Ómar Endurálagning skatta » Öfugur samruni er þegar eignarhaldsfélag tekur lán til kaupa á fyrirtæki og sam- einar það eignarhaldsfélaginu með eignum og skuldum. » Endurálagður skattur vegna öfugs samruna 2008- 2013 nam ríflega fjórum milljörðum » Fengu 27 fyrirtæki endur- álagðan tekjuskatt á tíma- bilinu, þar af nítján í desem- ber á síðasta ári. » Af þeim hafa 20 greitt endurálagninguna að fullu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.