Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Alþjóðamálastofnun heldur opinn fund í Norræna húsinu mánudaginn 24. mars kl. 12. Heiti fundarins er „Úkraína: Staðan í dag í sögulegu samhengi.“ Frummælendur verða Jón Ólafs- son heimspekiprófessor og Sverrir Jakobsson, lektor í sagnfræði. Þeir munu ræða um söguna og þá póli- tísku stöðu sem upp er komin í Úkraínu vegna atburðanna á Krím- skaga. Allir eru velkomnir á fund- inn. Fundi stjórnar Pia Hansson, for- stöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Rætt um pólitíska stöðu í Úkraínu Undirritaður hefur verið rekstrar- samningur milli Kvenfélagsins Hringsins og Sjónarhóls ráðgjafar- miðstöðvar. Hringurinn mun veita fimm milljónir á ári, næstu þrjú árin til reksturs Sjónarhóls. Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð sem veitir foreldrum barna með sérþarfir ráðgjöf og stuðning. Til Sjónarhóls geta foreldrar leitað með börn sín á öllum aldri með margvísleg vandamál. Þar getur verið um að ræða mál tengd skólagöngu barnsins, þörf fyrir stuðningsúrræði, félagslega erfið- leika og margt fleira. Þjónustan er endurgjaldslaus og ekki er þörf fyrir tilvísun eða greiningu. Á myndinni eru Valgerður Einars- dóttir, formaður Hringsins, og Lára Björnsdóttir, formaður stjórnar Sjónarhóls, sem undirrit- uðu samninginn, stjórn Hringsins og María Hildiþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sjónarhóls. Hringurinn styrkir Sjónarhól árlega STUTT Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Viltu vinna miða á Justin Timberlake? Opið allar helgar á Fiskislóð 29 8:00-19:00 virka daga og 10:00-18:00 um helgar Löður dregur út tvo miða fyrir einn heppinn föstudaginn 4 apríl! Farðu á Facebook-síðu Löðurs og taktu þátt. Þú gætir verið að fara á Justin Timberlake í ágúst. ADHD-samtökin hafa látið þýða á pólsku bækling með grunnupplýs- ingum um ADHD. Pólverjar eru fjölmennasti inn- flytjendahópurinn á Íslandi. Á tí- unda þúsund Pólverjar eru hér á landi eða um 3% landsmanna. Þar af eru að minnsta kosti 1.500 börn. Upplýsingabæklingnum verður dreift á heilsugæslustöðvar, þjón- ustumiðstöðvar og félagsþjónustur sveitarfélaga um allt land og víðar. Þá verður bæklingurinn fáanlegur á rafrænu formi á vefsíðu ADHD- samtakanna og vef pólska sendi- ráðsins. Bæklingur um ADHD á pólsku Sigurður Ægisson Siglufirði Siglufjörður hefur á undanförnum árum verið að rísa úr öskustónni, eftir niðurlægingar- tímabil sem varð eftir að síldin hvarf í lok sjö- unda áratugar 20. aldar. Ekki síst hefur ferða- mannaiðnaðurinn tekið að blómstra og má að stórum hluta þakka það opnun Héðinsfjarðar- ganga 2. október 2010, þótt margt fleira komi auðvitað til, t.d. hin ýmsu söfn, hvert öðru flott- ara, gistihús og veitingastaðir. Eitt hefur samt vantað til þessa, fyrirtæki sem býður upp á gönguferðir með leiðsögn um fjöllin þar í kring. En á dögunum varð hér breyting á, þegar hjónin og fjallakempurnar Gestur Hansson og Hulda Friðgeirsdóttir hleyptu af stokkunum nýrri heimasíðu og buðu þar einmitt upp á áðurnefnda þjónustu. Um er að ræða „allt frá léttum dagsferðum til alvöru fjallaferða þar sem klofað er yfir fjallseggjar úr Héðinsfirði yfir í Hvanndali, auk þess sem hægt er að haga för þannig að það henti bæði áhuga- svið og göngugetu þeirra sem vilja skoða þetta svæði.“ Gestur er snjóflóðaeftirlitsmaður hjá Veðurstofu Islands fyrir Siglufjörð og nágrenni og Hulda er sjúkraliði og vinnur á Heilbrigðis- stofnun Fjallabyggðar og er jafnframt aðstoð- armaður manns síns í snjóflóðaeftirlitinu. Þau eru bæði fædd og uppalin á Siglufirði og þar hefur fjölskyldan búið. Þau eiga fimm börn. „Við hjónin höfum alltaf verið mikið útivist- arfólk og haft ríka þörf fyrir að hreyfa okkur, segir Gestur. „Hér áður fyrr vorum við mikið á skíðum, sérstaklega meðan börnin voru að alast upp. Það var gengið á fjöll, hlaupið, hjólað, stundað sjósund o.s.frv. allt eftir tímum og að- stæðum. Gönguferðum á fjöll fjölgaði sér- staklega eftir að ég hætti á sjó og fór að vinna í landi ásamt því að börnin urðu eldri og við fór- um að hafa meiri tíma fyrir tómstundir okkar, þ.e.a.s. fjöllin. Einnig má segja að eftir að ég tók við starfi snjóaeftirlitsmanns fyrir um sjö árum og síðar Hulda sem aðstoðarmaður hafi hjólin fyrst farið að snúast. Fljótlega fóru okkur að berast fyrirspurnir um gönguferðir, hvort þessi leiðin eða hin væri heppilegri, hversu lengi mað- ur væri að ganga leiðina, hversu erfið hún væri o.s.frv. Á þessum tíma gekk ég líka í Ferðafélag Siglufjarðar og ekki leið á löngu þar til ég var farinn að taka að mér eitt og eitt leiðsöguverk- efni. Eftir það varð ekki aftur snúið og þær eru ófáar ferðirnar sem farnar hafa verið með minni og stærri hópa. Síðastliðinn vetur hef ég einnig stundað nám í fjallamennsku við Fjölbrauta- skóla Austur-Skaftafellssýslu. Og nú á loksins að láta draumana rætast með stofnun fyrirtæk- isins TopMountaineering.is.“ Ganga með ferðamenn á fjöll  Léttar dagsferðir og fjallaferðir þar sem klofað er yfir fjallseggjar úr Héðinsfirði yfir í Hvanndali Á fjöllum Gestur Hansson og Hulda Friðgeirsdóttir uppi á Hestskarðshnjúki ásamt tíkinni Yrsu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.