Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Barnaóperan um Hans og Grétu eft- ir Engilbert Humperdinck verður sýnd á morgun í Salnum í Kópavogi. Óperan er í íslenskri þýðingu Þor- steins Gylfasonar en það er Óp- hópurinn sem hefur veg og vanda af uppsetningunni. Leikstjóri er Maja Jantar en hún er búsett í Belgíu og hefur sérhæft sig í óperusýningum fyrir börn. Börn eru opnari „Áherslan á börn kom í raun af sjálfu sér. Ég hef verið að leikstýra síðan ég var á tvítugsaldri, fyrst fyr- ir fullorðna. Svo var ég beðin um að leikstýra fyrir börn og mér líkaði sú reynsla mjög vel. Eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi af var ég beðin um að taka að mér fleiri verkefni fyrir börn. Eftir að ég eignaðist sjálf barn áttaði ég mig á hvað það er mikilvægt að miðla þessum heimi tónlistar til barna. Það er mikilvægt að hvetja börn til þess að hlusta á sí- gilda tónlist og upplifa hana en hún er ekki alltaf mjög aðgengileg. Þá hafa börn ekki sama þröskuld til þess að yfirstíga og við fullorðna fólkið þegar kemur að sígildri tón- list. Mér er það minnisstætt þegar ég leikstýrði mjög nútímalegri sýn- ingu með hollenskri tónlist og þarna voru börn ásamt foreldrum sínum. Foreldrunum fannst tónlistin mjög tormelt en börnin voru á öðru máli og útskýrðu allt sem fram hafði farið fullkomlega fyrir foreldrunum. Það virðist vera svo að hinir fullorðnu reyni frekar að láta allt passa innan ákveðins ramma á meðan börnin eru opnari og láta ráðast af tilfinn- ingum,“ segir Jantar. Með annan fótinn á Íslandi „Ég fæddist í Hollandi en hef mestmegnis búið í Belgíu. Maki minn er frá Íslandi og saman eigum við eitt barn. Ég er því alltaf með annan fótinn á Íslandi. Ég hef einnig verið að vinna að ýmsum verkefnum hér á landi til dæmis með Angelu Rawlings en ég er líka radd- listamaður. Þá er ég einnig að vinna að kvikmynd með belgískum rithöf- undi og belgísku kvikmyndatökuliði en upptökur fara fram á Íslandi.“ Tilviljun réði því að Jantar tók þetta verkefni að sér. „Angela þekkti einn meðlima hópsins og frétti að til stæði að setja upp Hans og Grétu en ég hafði áður leikstýrt verkinu í Belgíu. Þeim leist vel á hugmyndir mínar en í aðlögun- inni legg ég áherslu á að börnin taki þátt í sýningunni og fylgi Hans og Grétu um skóginn. Við notum því tvö svæði til þess að sýna verkið og þannig verður upplifun barnanna áþreifanlegri.“ Ullin í aðalhlutverki „Til þess að börnin tengdu betur við verkið þá skiptum við kústunum út fyrir ull. Þar með kemur sterk vísun í íslenska hefð auk þess sem það býður upp á mikla möguleika. Ullin getur verið skemmtileg við- fangs. Það er til dæmis hægt að búa til bolta og lita ullina ýmsum litum. Skógurinn sem Hans og Gréta týn- ast í er töfraskógur þar sem trén og stígarnir eru úr ull. Allt breytist í eins konar ullar-paradís.“ Engir hnökrar mega vera Jantar segir það að leikstýra fyrir börn ekkert svo frábrugðið því að leikstýra fyrir fullorðna. „Allt verður að ganga upp og það mega engir hnökrar vera sem fá fólk til þess að missa einbeitinguna. Börn eru harðir gagnrýnendur og taka eftir öllu. Það verður því að setja markið hátt. Það er jafnvel meira krefjandi að skapa list fyrir börn en að sama skapi góð áskorun.“ Jantar þvertekur fyrir það að erf- iðara sé að fá börn til þess að fylgj- ast með óperusýningu en leikriti. „Máttur tónlistar er mikill. Óperan hefur notið mikillar velgengni um allan heim. Upprunalega var hún ekki ætluð börnum enda þriggja tíma löng en hún hefur verið stytt fyrir börn með góðum árangri. Þar má meira að segja heyra lag sem hljómar eins og íslenskt lag, Það búa litlir dvergar, og ég vona að börnin taki undir þegar það kemur að því. Það hefur verið yndislegt að vinna hér og allir hafa lagt hart að sér til þess að koma sýningunni á fjalirnar, ég er alsæl,“ segir Jantar. Tvær sýningar verða á morgun og tvær á sunnudag eftir viku. Börnin hörðustu gagnrýnendurnir  Óp-hópurinn frumsýnir barnaóperuna Hans og Grétu Morgunblaðið/Þórður Fjör Ungir sem aldnir ættu að hafa gaman af þessari sýningu að sögn Maju Jantar, leikstjóra verksins. Íslenska ullin fær meðal annars að njóta sín. Leikstjórinn Maja Jantar. Sönghópurinn Hljómeyki hélt sína fyrstu tónleika í Norræna húsinu 23. mars árið 1974. Á morgun eru því 40 ár liðin frá tónleikunum og mun söng- hópurinn fagna þeim tímamótum með tónleikum í Norðurljósasal Hörpu sem hefjast kl. 17. Hljómeyki hefur frumflutt um 60 tónverk, innlend sem erlend og stór sem smá og á tónleikunum á morgun verða flutt nokkur þeirra verka sem hljómað hafa á tónleikum hópsins síðastliðin 40 ár. Með hljómeyki koma fram Hallveig Rúnarsdóttir söngkona, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Stjórnandi Hljómeykis er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Hljómeyki Sönghópurinn hélt sína fyrstu tónleika 23. mars 1974. Hljómeyki fagnar fertugsafmæli Hljóð – Lína er heiti sýningar á myndverkum eftir Karl Kvaran (1924-1989) myndlistarmann sem verður opnuð í Studio Stafni við Ing- ólfsstræti 6 í dag, laugardag, klukk- an 15. Það gerir sýninguna óvenju- lega að jafnframt verða sýnd forvitnileg hljómflutningstæki frá sjötta og sjöunda áratugnum, meðal annars úr eigu Karls. Þekkt er að listamaðurinn hafði mikinn áhuga á tónlist og naut þess að hlýða á hana í bestu mögulegu hljómgæðum. Sum hljómtækjanna sem sýnd eru voru talin þau bestu sem fáanleg voru á sínum tíma en elsta tækjasamstæðan er frá árinu 1954. Sýningin í Studio Stafni er opin út mánuðinn, alla daga kl. 14 til 17. Jafn- framt er áhugasömum boðið í áheyrnartíma, að hlýða á hljómtækin á sýn- inunni, og eru þeir kl. 20-21.30 á kvöldin virka daga og þarf að panta tíma og greiða fyrir aðstoð sérfræðings við hlustunina. Sýna myndverk Karls Kvaran og fín hljómtæki Myndlistarmaðurinn Myndverk Karls Kvaran hafa lengi notið vin- sælda listunnenda. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sýning á nýjum verkum eftir mynd- listarmennina Ingarafn Steinsson og Unndór Egil Jónsson verður opnuð í kvöld kl. 20 í galleríinu Kunstschlager og ber hún titilinn Polymorph, sem þeir félagar þýða sem ,,hamskiptung“. „Sameigin- legur snertiflötur verkanna er upp- lifanir mannsins í náttúrunni, innan sem utan, teikningum er varpað fram sem hlutum í fljótandi rými sem er einhvers konar órætt kerfi,“ segir m.a. í tilkynningu. Hamskipti Verk á sýningunni. Hamskiptungur í Kunstschlager Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Laugardagur 22. mars kl. 13-15: Málþing um vefnað og hannyrðir fyrr á öldum Miðvikudagur 26. mars kl. 12: Fyrirlestur fornleifafræðingsins Birgittu Wallace Föstudagur 28. mars kl. 13-16.30: Fyrirlestrar hönnuða á vegum HönnunarMars Ástarsaga, HönnunarMars á Torgi Nýr ratleikur um Silfur Íslands í Bogasal Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 í Myndasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17. Listasafn Reykjanesbæjar MANNLEGAR VÍDDIR Sefán Boulter og Stephen L. Stephen sýna mannamyndir 15. mars – 27. apríl Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn FORM, LITUR, LÍKAMI: HÁSPENNA / LÍFSHÆTTA Magnús Kjartansson 7.3.-11.5. 2014 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 14 í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra. GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin, HÚSAFELL ÁSGRÍMS. Opið sunnudaga kl. 14-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Sýningin, BÖRN AÐ LEIK. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Shop Show Samtíma hönnun Föstudag 28. mars kl. 12:30 Leiðsögn - Petra Lilja Hnallþóra í sólinni Dieter Roth Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Verið velkomin Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is HönnunarMars ný sýning 26.3. kl.18 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.