Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 FRUMSÝNING NÝR RENAULT MEGANE RENAULT MEGANE DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. VERÐ 3.590.000 KR. Renault Megane hefur slegið í gegn sem einn sparneytnasti bíll landsins. Nýr Megane er ekki síðri sparibaukur því beinskiptur Megane með start/stopp búnaði notar aðeins 3,5 l/100 km og sjálfskiptur 4,2 l/100 km*. Þú getur því keyrt ríflega 1.700 km á einum tanki á þessum framúrskarandi sparneytna bíl og CO2 útblástur er einungis frá 90 g/km. ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT RÍFLEGA HRINGINN Á EINUM TANKI! BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar, Reykjanesbæ, 420 0400 – Bílasalan Bílás, Akranesi, 431 2622 – Bílasala Akureyrar, Akureyri, 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands, Egilsst., 470 5070 – IB ehf., Selfossi, 480 8080 L/ 10 0 KM3,5 M.V. BLANDAÐAN AKSTUR E N N E M M / S ÍA / N M 6 19 6 8 / *M ið að vi ð up pg ef na rt öl ur fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri /A uk ab ún að ur á bí lu m 17 ”á lfe lg ur . Páll Sævar Guðjónsson, annar frá vinstri, bar sigur úr býtum í keppninni Mottumars í ár en hann safnaði alls 1.069.000 krónum í ár. Þetta er annað árið í röð sem Páll Sævar safnar yfir milljón krónum í söfnuninni, sem er átaksverkefni Krabbameinsfélags Íslands vegna krabbameins karla, en hann lenti í öðru sæti í fyrra. Í öðru sæti lenti Vilhjálmur Einarsson, annar frá hægri, og í því fjórða var Kristján Björn Tryggvason, lengst til vinstri. Pétur Jakob Pétursson lenti í þriðja sæti en hann var ekki viðstaddur verðlaunaathöfnina í Hörpu í gær. Sérstök verðlaun fyrir fallegustu mottu keppninnar í ár hlaut Guðni Hannesson, lengst til hægri, sem þótti skarta sérlega vígalegu yfirvararskeggi. Verðlaun fyrir Mottumars voru veitt í Hörpu í gærkvöldi Morgunblaðið/Eggert Hefur safnað yfir milljón tvö ár í röð Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ragnar Birgisson var í gær kjörinn formaður Sambands íslenskra spari- sjóða (SÍSP) en mótframbjóðandi hans var Ari Teitsson, fráfarandi formaður. Fer Ari úr stjórn SÍSP en verður áfram stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Aðalfundur samtakanna fór fram í Reykjavík og hafði hver fulltrúi sparisjóðanna átta atkvæðisrétt. At- kvæðavægið fer hins vegar eftir efnahagsreikningi sparisjóðanna. Þá höfðu stjórnarmenn og starfsmenn sparisjóðanna seturétt á fundinum. Um 20 fulltrúar sparisjóðanna sátu fundinn og segir Ari að margir hafi ekki átt heimangengt vegna ófærðar á Norður- og Austurlandi. Hann telji þó að sínir stuðningsmenn hafi mætt og stutt hann í kjörinu. Fóru atkvæði þannig að Ragnar fékk 76% atkvæða en Ari 24%. Haldi áfram að hagræða Ragnar er stjórnarformaður Sparisjóðs Bolungarvíkur en hann hefur verið í stjórn SÍSP í tvö ár. Spurður hvað hann muni leggja áherslu á sem formaður nefnir Ragnar framtíðarsýn SÍSP. „Við höfum rætt það innan okkar raða að halda þurfi áfram á braut hagræðingar og sameina sparisjóði, að stækka einingarnar. Það er verið að skoða sameiningu þeirra spari- sjóða sem Bankasýsla ríkisins fer með meirihluta í. Þá er í athugun hvort opna eigi útibú eða stofna sparisjóð í Reykja- vík. Þar eru sóknarfæri. Þar er vöxt- urinn. Sparisjóðirnir hafa engan sýnileika á höfuðborgarsvæðinu. Frá Hólmavík og suður að Vestmanna- eyjum, þar sem eru sparisjóðir, er enginn sparisjóður á Vesturlandi og Suðurlandi, nema á Selfossi.“ Ragnar bendir á að árið 2012 hafi verið tekin stefnumótandi ákvörðun hjá sparisjóðunum um að þeir þurftu að sameinast í þrjá til fimm, svæðis- bundið. „Síðan hefur átt sér stað ein sameining, með sameiningu Spari- sjóðs Svarfdæla og Sparisjóðs Þórs- hafnar í Sparisjóð Norðurlands. Frá því að ákvörðunin um að sameina þyrfti sparisjóði var tekin eru liðin tvö ár og sparisjóðirnir eru átta. Planið var að sameina þá í þrjá til fimm. Það er markmiðið. Þannig næst fram hagræðing með stærri einingum með meiri útlánagetu og arðsemi,“ segir Ragnar Birgisson. Bankasýslan fer meðal annars með meirihluta í Sparisjóði Bolung- arvíkur og Sparisjóði Norðurlands. Ragnar er nýr formaður SÍSP  Boðar opnun sparisjóðs í Reykjavík Ragnar Birgisson Ari Teitsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.