Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landgræðsla ríkisins hefur formlega mótmælt ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss og Orkuveitu Reykjavíkur um að ráðstafa fjármunum uppgræðslu- sjóðs til að leggja ljósleiðara um sveitarfélagið. Atli Gíslason, fyrrver- andi alþingismaður, telur ákvörðun- ina lagalega og siðferðilega óásætt- anlega. Bæjarstjóri Ölfuss segir að notkun fjármunanna til að leggja ljós- leiðara um dreifbýli sveitarfélagsins muni skila samfélaginu miklu í fram- tíðinni. Í samningum sveitarfélagsins og Orkuveitu Reykjavíkur vegna bygg- ingar Hellisheiðarvirkjunar var ákvæði um að Orkuveitan myndi verja fé til að bæta rask vegna virkj- ana og til almennrar uppgræðslu á svæðinu. Stofnaður var Uppgræðslu- sjóður Ölfuss sem Orkuveitan átti að greiða í alls 82,5 milljónir á sex árum. Höfuðstóll sjóðsins er raunar 75 milljónir og mátti ekki skerða en ávöxtun hans, 2-4 milljónir á ári, hef- ur verið varið til uppgræðslu- og skógræktarverkefna. Endurheimt votlendis var einnig meðal verkefna sjóðsins. Samningar um virkjun Orkuveitan lofaði einnig að lýsa upp Þrengslin og leggja ljósleiðara um sveitarfélagið, auk annars. Í janúar samþykkti bæjarstjórn samninga við Gagnaveitu Reykjavík- ur, sem er dótturfélag Orkuveitunn- ar, um lagningu ljósleiðara og rekst- ur gagnaflutningakerfis og um lúkningu samkomulags frá 2006 um ýmis mál sem tengjast virkjun á Hellisheiði. Í þessum samningum felst meðal annars að 75 milljónum úr upp- græðslusjóðnum verður varið til þess að leggja ljósleiðara heim á alla bæi í dreifbýli Ölfuss, alls 125 heimili. Áætlað er að kostnaður við það sé eitthvað á annað hundrað milljónir kr. Gagnaveitan leggur í sumar ljós- leiðara um Þorlákshöfn en það verk- efni er á viðskiptalegum forsendum, að sögn Gunnsteins R. Ómarssonar bæjarstjóra. Komið í veg fyrir brýn verkefni Landgræðsla ríkisins telur í mót- mælum sínum að engar forsendur séu til að falla frá áformum um að veita fjármagn til að bæta rask vegna virkjana og til almennra landbóta í Ölfusi. „Með því að leggja sjóðinn nið- ur verður komið í veg fyrir mörg brýn gróðurverndarverkefni í sveitarfé- laginu. Það er einstaklega sorgleg staða fyrir alla aðila. Hverjir hafa áhuga og metnað til að sinna þessum málum í sveitarfélaginu ef heima- menn hafa hann ekki?“ Gunnsteinn segir að bæjarstjórn hafi ákveðið samhljóða, eftir samráð við Orkuveituna, að verja fjármunum uppgræðslusjóðsins til mikilvægs verkefnis í dreifbýli sveitarfélagsins. Hann tekur fram að sjóðurinn hafi ekki enn verið leystur upp en Orku- veitan hafi afsalað sér aðild að sjóðn- um og umsýslu hans. Skiptar skoðanir um lögmæti Núgildandi samþykktir Upp- græðslusjóðs Ölfuss gera ráð fyrir að ef Orkuveitan og sveitarfélagið ákveða að leggja hann niður skuli stjórn sjóðsins, sem skipuð er fulltrú- um beggja aðila, leggja fram tillögu um ráðstöfun eigna í samræmi við til- gang og stefnu sjóðsins. Í grein sem Atli Gíslason, hæsta- réttarlögmaður og fyrrverandi al- þingismaður, skrifaði í Morgunblaðið í fyrradag kemur fram það álit að ráðstöfun fjármunanna til ljósleiðara- væðingar sé bersýnilega ólögmæt. Gunnsteinn mótmælir því, segir að samþykktum sé hægt að breyta, þær séu ekki ígildi laga. Hann telur ákvörðunina heldur ekki siðferðilega ranga. „Menn verða að horfa aðeins út fyrir boxið. Tímarnir breytast og mennirnir með. Þetta er gríðarlega mikilvægt samfélagsverkefni,“ segir hann. Landgræðslufé notað í ljósleiðara  Landgræðslan mótmælir því að bæjarstjórn Ölfuss og Orkuveita Reykjavíkur leysi upp uppgræðslu- sjóð  Sveitarstjórinn segir að ljósleiðari muni skila samfélaginu miklu í framtíðinni Morgunblaðið/RAX Orka úr iðrum jarðar Mikið hefur verið borað á Hellisheiði og virkjanir, borholur og lagnir eru áberandi í landslagi. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Syrusson Hönnunarhús Síðumúla 33 Ótrúlegt úrval húsgagna og gjafavöru - Láttu verðið koma þér þægilega á óvart Syrusson - alltaf með lausnina! Loki Funi LjúfurFannar Mikilvægt er að gera fleiri taln- ingar á umferð í kringum Hofs- vallagötu til að meta áhrif af breyt- ingum sem gerðar voru á henni í fyrra. Vísbendingar um að umferð hafi aukist í íbúðagötum í nágrenni sýnir fram á gagnsemi bráða- birgðaframkvæmda, að sögn Krist- ínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Samfylkingar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Talning hefur leitt í ljós að um- ferð um götur í nágrenni Hofs- vallagötu hafi aukist um 500-1.000 bíla á sólahring frá því að hún var þrengd. „Það er ljóst að einhver umferð flyst til og þá verður að skoða það. Hlutfallslega er þetta mjög lítil breyting. Reynslan sýnir okkur líka að svona breytingar eru mestar í byrjun en svo skilar umferðin sér aftur,“ segir Kristín Soffía. Því sé mikilvægt að gera fleiri talningar en einnig verði skoðað hvort frek- ari mótvægisaðgerðir þurfi við Melaskóla. „Þetta sýnir mjög vel hvers vegna er gott að fara í bráðabirgða- aðgerðir. Með því að gera það fáum við reynsluna og getum tekið tillit til hennar í varanlegri hönnun. Þarna höfum við tíma til að bregð- ast við og endurskoða ef við teljum þess þörf,“ segir hún. Þessi aðferðafræði hafi verið not- uð við borgahönnun erlendis, þar á meðal í New York í Bandaríkj- unum, og segir Kristín Soffía að lit- ið hafi verið til reynslunnar þar. Þetta hafi verið hugmyndin þegar ráðist var í bráðabirgðafram- kvæmdir við Hofsvallagötuna síð- asta sumar. kjartan@mbl.is Sýnir gagn bráða- birgðaaðgerða  Meta reynslu af Hofsvallagötunni Ný stjórn Félags framhaldsskóla- kennara tók við á aðalfundi félagsins sem lauk í gær. Guðríður Arnardótt- ir, nýr formaður félagsins, segir að farið hafi verið í gegnum allt innra starf félagsins auk þess sem kjara- málin hafi verið rædd. „Það var bara mikill baráttuhugur og gott hljóð í fólki. Ég horfi frekar bjartsýn fram á næstu daga. Ég held að þetta verði ekki langt verkfall,“ segir Guðríður en verkfall fram- haldsskólakennara hefur nú staðið yfir í viku. Aðalfundurinn samþykkti ályktun þar sem menntamálayfirvöld voru átalin fyrir hringlandahátt, villandi umræður og skammsýni í málefnum framhaldsskólanna. Stjórnvöld hafi kosið að hunsa hættumerki sem hafi hrannast upp og enn hafi sex ára gömul lög um framhaldsskólana ekki verið innleidd. Þá ályktaði fundurinn að ekkert annað virtist liggja til grundvallar kröfu menntamálayfir- valda um að stytta nám til stúdents- próf en það að þrengja enn frekar að framhaldsskólunum sem séu þegar algerlega fjársveltir. Bjartsýnni eftir gærdaginn Viðræður milli kennara og stjórn- enda framhaldsskólanna við sveitar- félögin halda áfram nú um helgina. Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskól- um, segir menn bjartsýnni eftir fundi gærdagsins en þeir hafa verið frá því að verkfall hófst. Tekist hafi að ljúka vinnu við vinnumat í tengslum við innleiðingu framhalds- skólalaga og breytingar á skóla- árinu. Launahækkanir, rekstrarmál og umræður um styttingu náms til stúdentsprófs standa enn út af borð- inu. kjartan@mbl.is Baráttuhugur og bjartsýni á aðalfundi  Framhaldsskólakennarar átelja menntamálayfirvöld Skipti Guðríður (t.h.) tók við af Aðalheiði Steingrímsdóttur (t.v.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.