Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 1
                             # $ %   &      '   '                                                                       "# (     ) L A U G A R D A G U R 2 2. M A R S 2 0 1 4 Stofnað 1913  69. tölublað  102. árgangur  OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 FRUMSÝNING NÝR RENAULT MEGANE BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík VELKOMIN Í KAFFI OG REYNSLUAKSTUR ULLARPARADÍS Í BARNA- ÓPERU ÞURÍÐUR SYNGUR LÖGIN SÍN KYNSLÓÐIR MÆTAST 47HANS OG GRÉTA 46  Fréttamenn á RÚV sendu þau skilaboð að loknum fundi í Félagi fréttamanna á fimmtudag að þeir bæru fullt traust til fréttastjórans Óð- ins Jónssonar, sem sagt hefur verið upp störfum ásamt öðrum fram- kvæmdastjórum stofnunarinnar. Þetta er ólíkt því sem gerðist fyrir rúmu ári, í byrjun mars 2013, en þá gengu fulltrúar fréttamanna á fund Óðins og greindu honum frá óánægju félagsmanna. Snerist óánægjan m.a. um stjórnunarhætti hans. Fundur þessara fulltrúa með Óðni í fyrra kom í kjölfar funda- halda fréttamanna þar sem óánægj- an var rædd. Niðurstaða þeirra fundahalda var að álykta ekki en gera Óðni sjálfum þess í stað grein fyrir óánægjunni. Á fundi félagsins síðastliðinn fimmtudag voru fréttamenn beðnir að greiða atkvæði um skilaboð til Magnúsar Geirs Þórðarsonar um að þeir bæru traust til fréttastjórans með handauppréttingu. Samkvæmt heimildum ríkti ekki einhugur með- al fréttamanna um að lýsa skyldi yfir svo afdráttarlausu trausti við núver- andi fréttastjóra áður en ljóst er hverjir sækja um stöðuna, ekki síst í ljósi þeirrar óánægju sem ríkt hefur. Traustsyfirlýsing var þó samþykkt einróma á fundinum. »Sunnudagur Ekki sátt um traustsyfirlýsingu Virkjanaskortur » Við glímum ekki bara við vatnsskort heldur einnig virkjanaskort,“ segir Eyþór Arnalds hjá Strokki Energy. » Becromal á Akureyri er í há- marksframleiðslu en getur ekki stækkað vegna orkuskorts. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það verður að segjast að talsverð- ur áhugi er á Íslandi þessa dagana. Mörg þeirra verkefna sem hafa ver- ið til skoðunar síðustu árin eru loks- ins að nálgast ákvörðunarstig, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Það ánægjulega er síðan að einnig eru að bætast við ný verkefni til at- hugunar, en oft tekur þetta ferli þar til ákvörðun liggur fyrir minnst eitt eða tvö ár,“ segir Þórður H. Hilm- arsson, forstöðumaður fjárfestinga- sviðs Íslandsstofu, við Morgunblað- ið en fyrirhuguð verkefni í orku- og mannfrekum iðnaði hér á landi skipta tugum. Verkefnin eru mis- langt á veg komin en sem dæmi má nefna áform um þrjú kísilver, eitt sólarkísilver, kapalverksmiðjur, vatnsverksmiðjur, kalkþörunga- verksmiðju, tómatagróðurhús, slípi- efnaverksmiðju og líftækniverk- smiðju. Þá fyrirhuga gagnaverin Verne og Advania-Thor töluverða stækkun. Íslandsstofa hefur aðstoðað orku- fyrirtæki og sveitarfélög við að kynna fjárfestum hugmyndir um t.d. gagnaver og koltrefjaverk- smiðjur. Þórður segir vaxandi áhuga á ný á gagnaverum, sér í lagi í Evrópu, og horfur séu einnig að verða mjög jákvæðar í framleiðslu koltrefja. MFjöldi stórverkefna » 14 Aukinn áhugi fjárfesta  Tugir verkefna í orkufrekum iðnaði á teikniborðinu  Áform um fjögur kísilver  Gagnaverin ráðgera stækkun og aukinn áhugi í Evrópu á fleiri gagnaverum Morgunblaðið/Kristinn Mikið efni Ingólfur Sigurðsson leikur nú með Þrótti í Reykjavík. Ingólfur Sigurðsson knattspyrnu- maður var aðeins fimmtán ára þegar hann greindist með geðsjúkdóm, kvíðaröskun. Hann var þá á mála hjá hollenska félaginu Heerenveen en þurfti fljótlega að snúa heim vegna veikinda sinna. Í tvö önnur skipti reyndi hann sig í atvinnumennsku í greininni en það fór á sama veg. Lengi vel hélt Ingólfur veikindum sínum leyndum, meðal annars af ótta við viðbrögð knattspyrnusamfélags- ins, en stígur nú fram og segir sína sögu í ítarlegu samtali í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins. „Knattspyrna er í eðli sínu karl- lægt sport. Þeir sterkustu lifa af,“ segir Ingólfur. „Með því að ljóstra því upp að ég sé haldinn geðsjúk- dómi þykir örugglega einhverjum ég vera að gefa höggstað á mér. Það staðfestir meira en allt annað að þörf er á þessari umræðu. Knattspyrnu- samfélagið hefur alltof mikla til- hneigingu til að steypa alla í sama mót. Leikmenn eiga bara að bíta á jaxlinn, sama hvað bjátar á, og fara áfram á hnefanum. Auðvitað hentar það sumum – en öðrum ekki. Knatt- spyrnumenn eru misjafnir.“ Glímir við kvíðaröskun  Vill opna umræðuna um geðsjúkdóma hjá íþróttafólki TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í gær en hún hefur verið í ítarlegri skoð- un í Noregi undanfarið. Þar var settur í þyrluna nætursjónaukabúnaður en hún var einnig máluð í áberandi appelsínugulum lit. Til stendur að allar þyrlur Gæslunnar beri þann lit í framtíðinni. Eftir sem áður verða hins vegar aðeins tvær björg- unarþyrlur í landinu því að TF-GNA heldur utan til annarra verkefna og skoðunar nú um helgina. Syn komin heim litsterk eftir andlitslyftingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar snýr heim eftir skoðun  Brynja Hall- dórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Norvikur, gagn- rýnir Samkeppn- iseftirlitið í við- tali við Sunnu- dagsblað Morg- unblaðsins. Hún segir Samkeppn- iseftirlitið vera „með bægsla- gang og húsleitir sem skila engum niðurstöðum fyrr en mörgum árum síðar og skapa fyrirtækjum stór- felld vandræði, oft undarlegri nið- urstöðu og síðast en ekki síst, valda stórfelldum kostnaði“. Bægslagangur hjá Samkeppniseftirliti Brynja Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.