Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Hafnarborg laugardaginn 22. mars. Shop Show, sýning á nor- rænni samtímahönnun sem lætur sig varða umhverfismál og sjálfbærni verður opnuð á efri hæð safnsins og sýningin Hnallþóra í sólinni, úrval prent- og bókverka eftir Dieter Roth, í Sverrissal. Umhverfið í fyrirrúmi Á sýningunni Shop Show mætast umhverfismál, menning og nýsköp- un á kröftugan og nýstárlegan hátt. Sýnd er norræn samtímahönnun þar sem sjónum er beint að sambandi framleiðslu og neyslu með áherslu á siðferðisspurningar er varða um- hverfi og náttúru. Þar má sjá hönn- unarvörur eftir framúrskarandi hönnuði sem setja nú mark sitt á norræna samtímahönnun. Á meðal þátttakenda eru íslensku hönnuð- irnir Róshildur Jónsdóttir og Vík Prjónsdóttir. Markmið sýningarinnar er að efla vitund um gildi sjálfbærni í hönnun og ábyrgð neytenda þegar vara er valin. Hnallþóran hans Dieters Roths Hnallþóra í sólinni er sýning á prent- og bókverkum eftir Dieter Roth sem er sagður hafa haft mikil áhrif á íslenskt listalíf en hann varði miklum tíma hér á landi. Roth vann jöfnum höndum í ólíka miðla; grafík, höggmyndir, málverk, bókverk og myndbandslist auk þess sem eftir hann liggur áhugaverð hönnun. Sýningin var upphaflega sett upp í Skaftfelli á Seyðisfirði og er sýning- arstjóri Björn Roth. Verkin eru fengin að láni frá Nýlistasafninu og fjölskyldu Dieter Roth. Ljósmynd/Helga Steppan Hvítt í hvítt Shop Show er unnin af Form Design Center í Malmö og ferðast um Norðurlöndin. Á henni mætast umhverfisumræða og nýsköpun. Sjálfbærni, neysla og Hnallþóra  Tvær nýjar sýningar í Hafnarborg Mesta undrabarn tónlistar-sögunnar réð fyrir ger-vallri dagskrá á vel sótt-um grænum tónleikum SÍ á fimmtudag. Það átti þó ekki stór- afmæli, og þannig ekkert ytra tilefni í fljótu bragði til að hylla Johannes Chrysostomus Wolfgangus Theophi- lus Mozart (1756-91) með portrett- tónleikum nema slík meðferð sé kom- in í tízku á sinfónískum vettvangi, en um það er mér ókunnugt. Hitt dylst fáum að „kraftaverkið sem Drottinn lét fæðast í Salzburg“ stendur vel undir þess háttar athygli og betur en flestir aðrir klassískir meistarar. Brezkur hljómsveitarstjóri kvölds- ins var með fremur stuttan feril að baki en samt þegar kominn með blá- stimplaða aðild og rétt við Mozart sem tónlistarstjóri Landestheaters í Salzburg síðan 2009. Meðferð hans var almennt sannfærandi og hraða- völin víðast hvar klassísk í bezta skiln- ingi, þó að stundum vantaði herzlu- muninn á ýtrustu nákvæmni og hrynskerpu í mótun, líkt og oft vill verða hjá gestastjórnendum við fyrstu kynni af hljómsveit og húsi. Engu að síður var margt dável gert. Áferðin hélzt jafnan streymandi þjál, og einnig vakti athygli breytt hljóm- sveitaruppstilling eftir hlé með kontrabassana aftast að Vínarhætti er sýndi ófeimni við að láta reyna á óm- vist Eldborgar. Balletttónlist Mozarts að franskri hefð úr „Gluck-endurbættu“ óperu hans Idomeneo fyrir París 1781 heyrðist nú í fyrsta sinn á íslenzkum hljómlistarpalli. Það ruglaði sjálfsagt marga í ríminu að tónleikaskrá lét hjá líða að tilgreina kaflana innan fyrstu tveggja þátta þar sem Chaconne [9’] skiptist í Allegro, Larghetto & Allegro og Pas seul [4’] í Largo, Alle- gretto & Più allegro. En þrátt fyrir þá yfirsjón var sönn ánægja að dillandi danshrynjum Mozarts, er vísuðu stundum langt fram veg eða allt að voldugri snemmrómantík 19. aldar. Hinn verðugt vinsæli 1. Flautu- konsert Mozarts í G, K313 frá 1778 var í höndum heimamanns, þ.e. fyrsta flautuleikara SÍ, Hallfríðar Ólafs- dóttur. Í rétthugsuðum upprunaanda seinni áratuga hefði hljóðfærið vísast átt að vera úr viði, en úr því strok- sveitin var ekki að sama skapi girni- strengd var kannski eins gott að not- ast við síðari málmútgáfu Boehms svo sólistinn kafnaði ekki í samleik. Hallfríður stóð sig með afbrigðum vel og túlkaði meistaraverkið af nærri annarlegu næmi með svo víðfeðmum styrkbrigðum að undrum sætti. Heið- tær hljómurinn var sem íslenzkt lind- arvatn, mótunin með öllu áreynslu- laus og inntónunin fullkomin, jafnvel á hæsta sviði sem virðist því miður ekki öllum sjálfgefin á þverflautu. Sömuleiðis báru kadenzur hennar í I. og II. þætti vott um skemmtilega sjálfstæða nálgun, og líðandi legató miðþáttar var dásamlega laust við alla ofvíbraða væmni. Ef eitthvað var hefði helzt mátt sakna ögn meiri „ein- leiksfrekju“ – og aukalags í lokin, er jafnt frammistaða sem undirtektir gáfu væntingar um. Útfarartónlist Frímúrara í c K477, stutt verk Mozarts [6’] frá 1785, var sérkennilegt dæmi um hlutfallslega drungalega hlið þessa a.m.k. á yfir- borði jafnan heiðskíra tónskálds og myndaði meitlaða andstæðu milli konsertsins og „Linz“-sinfóníu hans nr. 36 í samhliða dúr. Sópaði þar víða að leik SÍ (með fyrrgreindum fyrir- vara um stjórnandann) og einna mest í lokaþættinum er að sumu leyti veit fram á kontrapunktískt háflug loka- þáttar „Júpíter“-sinfóníunnar nr. 41 í sömu tóntegund. Lauk þar vel heppn- aðri hringferð um ótæmandi tónakra sígilds snillings. Morgunblaðið/Ómar Næmi Hallfríður Ólafsdóttir flutti 1. Flautukonsert Mozarts í G, K313 frá 1778, af nærri annarlegu næmi. Kvöldstund með Mozart Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbnn W.A. Mozart: Ballettónlist úr Idomeneo (ísl. frumfl.), Flautukonsert nr. 1, Maur- erische Trauermusik og Sinfónía nr. 36 (Linz). Hallfríður Ólafsdóttir flauta og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Leo Hussain. Fimmtudaginn 20. marz kl. 19.30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST EGILSHÖLLÁLFABAKKA NEEDFORSPEED KL.5:20-8-10:40 NEEDFORSPEEDVIP KL.2-5:20-8-10:40 POMPEII KL.5:40-8-10:20 300:RISEOFANEMPIRE3D KL.8-10:20 SAVINGMR.BANKS KL.5:20 NONSTOP KL.8-10:20 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2D KL.1-2-3:20-5:30-8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3D KL.1-3:10 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2D KL.1:30-3:40-5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2D KL.3-10:30 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.1 NEEDFORSPEED KL.8-10:40 POMPEII KL.8 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.10:20 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.2-4:30-5:35 HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTAL3DKL.1:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.3:30 KEFLAVÍK AKUREYRI NEEDFORSPEED KL.8-10:40 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.12:30-3-5:30 POMPEII KL.8 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.10:20 GAMLINGINN KL.5:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.1-3:20 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI NEEDFORSPEED KL.8-10:30 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.1-3:10-5:30 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.10:40 NONSTOP KL.5:40-10:40 GAMLINGINN KL.3:10-5:30-8 12YEARSASLAVE KL. 8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL. 1-3:20 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 1 NEEDFORSPEED KL.5:15-8-10:20 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.1-3:10-5:30-8 POMPEII KL.5:40-8-10:20 300:RISEOFANEMPIRE3DKL.8-10:45 NONSTOP KL.10:30 GAMLINGINN KL.5:35 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.1-3:30 HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTAL2DKL.1-3:10 FROSINN ÍSLTAL2D KL.1-3:20 SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI Í 2D OG 3D VARIETY  ENTERTAINMENT WEEKLY  SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT NEW YORK MAGAZINE  “SKEMMTILEGRI EN NOKKRARHAMFARIRÆTTU AÐVERA“ RICKY GERVAIS TY BURRELL TINA FEYAARON PAUL ÚR BREAKING BAD FLOTTASTI BÍLAHASAR SEM ÞÚ HEFUR SÉÐ “M IND -BL OW ING ACT ION ” “IT WA SFA NTA STIC ! IT IST HE BES TRA CIN GM OV IEE VER ...” FRÁBÆRMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA  VILLAGE VOICE  THE PLAYLIST 12 12 12 12 L L L L L ÍSL TAL 16 ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND MEÐ KEVIN COSTNER OG HINUM ÍSLENSKA TÓMASI LEMARQUIS FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR TAKEN FORSÝNING G.D.Ó. - MBL -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE BAG MAN Sýnd kl. 10:25 HNETURÁNIÐ 3D Sýnd kl. 2 HNETURÁNIÐ 2D Sýnd kl. 4 3 DAYS TO KILL Sýnd kl. 8 - 10:20 HR.PÍBODY & SÉRMANNS 3D Sýnd kl. 6 HR.PÍBODY & SÉRMANNS 2D Sýnd kl. 2 - 4 THE MONUMENTS MEN Sýnd kl. 10:10 RIDE ALONG Sýnd kl. 6 - 8 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8 THE LEGO MOVIE 2D Sýnd kl. 1:45 - 3:45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.