Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 35
að vinna að, bæði í rekstri, vinnu sinni og kindabúskap og veit ég að hann var allur af vilja gerður að sinna sem best. Þá veit ég að fjölskylda hans, kona hans og þrjú börn hans ásamt nánasta skyld- og venslafólki hans sakna hans mjög mikið, ekki síst þar sem þetta virtist vera í alla staði ótímabært fráfall. Guð blessi minningu hans. Samúð mína votta ég Þuru og börnum þeirra, þeim Garðari, Gunnu Betu og Halldóri Ingvari, ásamt föður, tengdaforeldrum, systkinum, skyldfólki og öðrum aðstandend- um. Halldór Guðmundsson. Elsku besti Gummi frændi. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég heimsótti þig á sjúkrahúsið og færði þér malt í gleri og Sóma- ostborgara, sem þér þótti svo gott, að þetta væri í síðasta skipti sem ég myndi hitta þig. Ég trúi þessu ekki enn. Alla mína tíð hef ég litið á þig sem frábæra fyr- irmynd og þegar ég hugsa til baka, í hvert skipti sem ég klæddi mig í keppnistreyjuna númer 2 (sem var þitt númer) þá komst þú mjög oft upp í hugann, enda vildi ég alltaf verða fótboltamaður eins og þú. Ég á svo ótrúlega margar góð- ar minningar um þig Gummi minn. Það var ekkert smá sport að fá að fara á rúntinn með þér á Peugeot-num í denn, þegar þú lést hann fljúga fram hjá salthús- inu hans afa Garðars (eini bíllinn sem gat flogið). Það var líka fátt betra en að fá Gumma-kakó í Gumma-glasi og svona gæti ég haldið endalaust áfram. Eitt af mörgu sem við áttum sameigin- legt var að við vorum báðir miklir keppnismenn. Mér þótti alltaf gott að vita af því þegar ég var að keppa, að þú værir að horfa á, en það gerðir þú svo oft og mér þykir óendanlega vænt um það. Gummi, besti frændi minn. Minningin um þig mun lifa um ókomna tíð og ég get lofað þér því að ég mun hugsa fallega til þín alla daga og hugsa um allar þær góðu minningar sem ég á um þig. Ég veit að amma Sigga hefur tek- ið vel á móti þér og á eftir að hugsa vel um þig. Þinn frændi og vinur, Hjörvar Maronsson. Elsku Gummi frændi, við trú- um því ekki að þú hafir verið tek- inn svona fljótt frá okkur. Það eru margar yndislegar minning- ar sem koma upp í huga okkar frá öllum þeim dýrmætu fjölskyldu- stundum sem við höfum átt sam- an. Jólaboðin hjá okkur hafa ver- ið tilhlökkunarefni á hverju ári þar sem við skemmtum okkur saman. Þar höfum við farið í margskonar leiki og spil, en Latabæjaratriðið sem við tókum öll saman í einu jólaboðinu í stof- unni á Hlíðarvegi 43 er okkur öll- um ógleymanlegt. Við litum mik- ið upp til þín á okkar yngri árum og gerum enn, við drukkum Gumma-kakó í Gumma-glasi hjá ömmu Siggu. Þú varst alltaf boð- inn og búinn að hjálpa okkur öll- um enda hjálpsamari mann vart hægt að finna. Elsku Gummi frændi, þín verður sárt saknað en minning þín lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Nú ertu kominn til elsku Siggu ömmu en þið verð- ið í hjörtum okkar og huga allt okkar líf. Elsku Þura, Garðar, Stína, Gunna Beta, Sindri, Halldór, Gugga, Salka, Guðmundur Orri og Kjartan Ólafur, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Þín systkinabörn, Sigurður Garðar, Hanna Dögg, Magni, Hjörvar, Helgi, Aðalbjörn, Einar og Sigríður.  Fleiri minningargreinar um Guðmund Ólaf Garð- arsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Davíð útfararstjóri Jóhanna Erla guðfræðingur útfararþjónusta Óli Pétur útfararstjóri 551 3485 • udo.is ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi, EINAR ÞÓR EINARSSON, Melgerði 19, Kársnesi í Kópavogi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. mars kl. 15.00. Steinunn Þórhallsdóttir, Steinar Þór Einarsson, Fannar Þór Einarsson, Ágústa Ósk Einars Sandholt, Einar Hróbjartur Jónsson, Sólveig María Gunnlaugsdóttir, Einar Halldór Gústafsson, Sigríður Einarsdóttir, Sigurrós Einarsdóttir, Smári Hauksson, Ásgeir Atli og Karen Arna. ✝ Ástkær konan mín, systir og mágkona, JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, Hvassaleiti 58, áður Brávallagötu 26, sem lést þriðjudaginn 11. mars, verður jarðsungin frá Bústaðarkirkju fimmtudaginn 27. mars kl. 13.00. Óskar Margeirsson, Skúli Þór Magnússon, Guðrún Jóhannesdóttir, Árni Magnússon. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir, EYRÚN INGVALDSDÓTTIR, Lækjasmára 13, Kópavogi, lést miðvikudaginn 19. mars. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 26. mars kl. 13.00. Sigurður Scheving Gunnarsson, Elfa Scheving Sigurðardóttir, Ari Karlsson, Andri Scheving Sigurðsson, Ingvaldur Rögnvaldsson, Hafdís Gústafsdóttir, Þóra Ingvaldsdóttir, Pétur Kristjánsson, Haukur Ingvaldsson, Henny Kartika Sary, Barði Ingvaldsson, Valgerður Ragnarsdóttir, Sigrún Hallsdóttir, Sigurlína Scheving Elíasdóttir og aðrir aðstandendur. Rangæingafélagið var stofnað 1935 og hefur ætíð síðan, í tæpa átta áratugi, starfað að ýmsum framfara- og menningarmálum tengdum héraði. Félagið hefur not- ið velvildar og stuðnings þar sem fjöldi manna og kvenna hafa lagt félaginu lið og unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Við andlát Dóru Ingvarsdóttur hefur Rang- æingafélagið misst öflugan og kær- an félaga. Dóra gekk snemma í fé- lagið og var formaður þess á árunum 1982 til 1987. Hún var gerð að heiðursfélaga í október 2011. Eftir að Dóra hætti sem formaður starfaði hún áfram af krafti í félag- inu og sat til dæmis í orlofshúsa- nefnd allt til dauðadags. Orlofs- húsamálin voru henni kappsmál. Sumarhúsið í Hamragörðum var reist í formannstíð hennar. Húsið stendur í fögru umhverfi og gestir þess finna fyrir metnaði til að skapa félagsmönnum notalegan dvalarstað í sveitinni fögru. Síðar var annað hús byggt, Brekkulæk- ur, sem stendur vestar í sýslunni, við Rauðalæk. Þar er fjallasýn ekki síðri en austur við Eyjafjöll. Dóra og eiginmaður hennar, Ólafur Oddgeirsson, en hann lést árið 2012, báru hag Rangæingafé- lagsins ætíð fyrir brjósti og voru boðin og búin að leggja félaginu lið. Þau höfðu eins og margir Rang- æingar unun af söng. Má hér nefna að karlakvartett félagsins æfði á heimili þeirra í fjölda ára og fjölg- aði sífellt í hópnum þar til þeir urðu þrettán að tölu! Dóra var gædd miklum mann- kostum, glaðlyndi, hlýju og góðum gáfum. Hún ávann sér traust okkar og virðingu, lagði gott til mála og hún kunni einnig þá list að hlusta. Hún var vel máli farin og hún var velviljuð og úrræðagóð. Við minnumst hennar með mikl- um söknuði og þakklæti fyrir ánægjulegar samverustundir. Að leiðarlokum þökkum við af alhug framlag Dóru til félagsins okkar og sendum fjölskyldu hennar innileg- ar samúðarkveðjur. F.h. Rangæingafélagsins, Gunnar Guðmundsson, formaður. Tengjum allar hug og hönd hjartað látum ráða saman okkar bindum bönd til blessunar og dáða. (Vigdís Einarsdóttir) Mig langar að minnast Dóru Ingvarsdóttur, systur okkar í So- roptimistaklúbbi Bakka og Selja, með ljóði Vigdísar, sem líkt og Dóra var klúbbsystir okkar. Þetta litla ljóð, Vináttubönd, segir mikið um hvernig soroptimistar starfa, reiðubúnar til hjálpar og þjónustu með samvinnu og einlægri vináttu og í þeim anda vann Dóra af heilum hug. Soroptimistar eru alþjóðasam- tök fyrir vinnandi konur í öllum störfum sem hafa að leiðarljósi hjálpar- og þjónustustörf til að efla mannréttindi og stöðu kvenna. Orðið soroptimisti er samsett úr orðunum „sorores ad optumum“ sem þýðir systur sem vinna að því Dóra Ingvarsdóttir ✝ Dóra Ingvars-dóttir fæddist 30. október 1936. Hún lést 11. mars 2014. Útför Dóru fór fram 20. mars 2014. besta. Dóra gerðist soroptimisti árið 1992. Hún tók að sér ýmis ábyrgðarstörf bæði innan klúbbsins og Sor- optimistasambands Íslands. Dóra beitti sér fyrir því og átti stóran þátt í að ís- lenskir soroptimistar eignuðust húsnæði í Hamraborg 10 í Kópavogi, þar sem allir klúbbar so- roptimista geta nýtt sér fundarað- stöðuna sem þar er. Það var síðastliðið haust sem við systur heyrðum fyrst af veikindum Dóru. Hún bar sig af reisn og horfði jákvætt fram á veginn. Hún sótti fundi þegar hún hafði heilsu til, nú síðast hinn 10. febrúar þegar við Bakka- og Seljasystur þáðum heimboð systra í Mosfellssveit. Hún naut þess að vera meðal systra og láta gott af sér leiða með stuðningi við þau verkefni sem unnið var að hverju sinni. Dóra var atorkukona og stund- aði nám við Endurmenntun Há- skóla Íslands bæði meðfram starfi sínu sem útibússtjóri í Búnaðar- banka Íslands í Mjódd og eftir starfslok. Hún var mikil félagsvera og auk þess að vera virk í starfi so- roptimista tók hún virkan þátt í Rangæingafélaginu í Reykjavík og í sóknarstarfi í Seljakirkju. Í gegn- um félagsstarfið nýtti hún starfs- menntun sína til fræðslu og ráð- gjafar með áherslu á fjármálafræðslu aldraðra. Dóra vildi hafa fjör í kringum sig og hún naut þess að syngja í góðum fé- lagsskap. Hún hafði yndi af útivist og hestamennsku og sótti mikið í sveitina sína eins og hún kallaði það þegar hún fór í gula húsið sitt á Hvolsvelli. Þangað leitaði hugurinn og hún stefndi á að taka á móti systrum og öðrum gestum þar næsta sumar. Af því verður ekki en við munum hugsa til Dóru með hlýhug og þökkum fyrir góð kynni og samleið. Þórunni, dóttur Dóru, og fjöl- skyldu hennar sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Soroptimistaklúbbs Bakka og Selja, Rannveig Thoroddsen formaður. Í dag kveðjum við Dóru Ingv- arsdóttur frá Rauðaskriðum. Fljótlega eftir að Dóra hleypti heimdraganum gekk hún í Rang- æingafélagið í Reykjavík, sem er félagskapur brott fluttra Rang- æinga, sem hefur það að megin- markmiði að efla og treysta tengsl við átthagana. Árið 1982 var Dóra kosin formaður félagsins og gegndi hún því starfi til ársins 1987. Á þessum árum, undir stjórn Dóru, var ráðist í að byggja sumarhús í Hamragörðum og hófust fram- kvæmdir árið 1985. Það hvíldi mikil ábyrgð á formanni, við skipulag og utanumhald framkvæmda, sem hún leysti með sóma. Auk þess gegndi hún ýmsum trúnaðarstörf- um innan félagsins. Dóra unni átthögunum og félag- inu alla tíð. Félagið lagðist í dvala upp úr aldamótum og var Dóra ein af aðalhvatamönnum til að blása lífi í það á ný. Dóra var gerð að heið- ursfélaga og var hún vel að þeirri nafnbót komin. Með þessum fá orð- um minnumst við Dóru sem trausts og ákveðins einstaklings sem ávallt var þægilegt að leita til hvort sem um var að ræða málefni félagsins eða annarra erinda. Við vottum aðstandendum inni- lega samúð. Marta Sverrisdóttir og Ólafur Haukur Ólafsson. Ekki hefði mig órað fyrir því þegar ég hitti Dóru og Óla fyrst í sveitinni fyrir um 36 árum að þau ættu eftir að vera stór hluti af minni fjölskyldu, Þórunn dóttir þeirra varð mágkona mín og er mín besta vinkona í dag. Alltaf var jafn notalegt að koma í heimsókn til þeirra heiðurshjóna, hvort sem það var á heimili þeirra, sumarbústaðinn við Elliðavatn, austur á Hvolsvöll, landskikann við Markarfljót eða jafnvel í hesthúsið. Dóra átti hesta sem þurfti að hreyfa og einn vetur tók ég þátt í því með henni, við áttum yndisleg- ar stundir saman í kringum hrossin hennar sem hún var svo stolt af. Það var margt skrafað í litlu kaffi- stofunni á hesthúsloftinu eftir góð- an útreiðartúr. Því miður varð Dóra fyrir því óláni að ökklabrotna og eftir það gat hún ekki stundað hestamennskuna eins og hún hefði viljað. Hrossin voru ekki felld þótt Dóra kæmist ekki lengur á hestbak og var það hluti af lífinu að hafa þau í sveitinni, fara austur og kíkja á þau. Dóra og Óli tóku börnunum mínum alltaf fagnandi eins og um þeirra eigin barnabörn væri að ræða, alltaf brosandi og breiddu út faðminn á móti þeim og ef þau hittu þau ekki lengi var alltaf spurt frétta af þeim. Fyrir um 12 árum kom hundurinn Píla inn á heimilið og betra heimili hefði hundurinn ekki getað fengið, hvort sem það voru börn eða dýr sem komu inn í líf þeirra var öllum sinnt af natni og umhyggju, þannig voru þau hjónin. Síðustu tvær vikurnar í lífi Dóru áttum við saman góðar stundir, hún tók veikindum sínum af miklu æðruleysi og vissi að þetta líf væri komið að endalokum, hún var sátt við að kveðja og nú er hún komin til Óla síns. Samúðarkveðjur til ykkar elsku Þórunn, Matti, Berglind og Óli, þið eigið saman dásamlegar minningar um góða konu, minning- ar sem aldrei munu hverfa og við erum svo lánsöm að eiga. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Kveðja, Sigrún. Dóra Ingvarsdóttir er fallin frá. Aðeins tveimur árum eftir andlát Ólafs Oddgeirssonar eiginmanns síns, eða Óla afa, eins og vð köll- uðum hann hér í götunni. Dóra var einstök, hún var leið- togi en einnig hrókur alls fagnaðar og lífsgleðin skein af henni langar leiðir. Það var svo skemmtilegt að fylgjast með henni. Það var nefni- lega þannig að Dóra náði að flétta saman farsælan starfsferil og ham- ingjuríkt fjölskyldulíf. Hún sinnti annasömu starfi, nefndarstörfum og fundarsetum en fjölskyldan var þó alltaf í fyrirrúmi, barnabörnin tvö og heimilið. Dóra sat aldrei auðum höndum. Sótti sér nám í viðskiptafræðum á miðjum aldri í Endurmenntun Há- skóla Íslands, eins var hún mikill aðdáandi Íslendingasagna. Hún var farsæll stjórnandi sem banka- stjóri Seljaútibús Búnaðarbankans og fær í mannlegum samskiptum. Dóra var heiðarleg, traust og vinnusöm, eins hélt hún tryggð við ræturnar, sveitina. Hún stundaði hestamennsku eftir að vinnu lauk, þau hjónin áttu sveit í borg og á endanum gerðu sér annað heimili nálægt átthögunum. Dóra hjúkraði eiginmanni sínum síðustu ár og var hann í hennar faðmi þar til yfir lauk. Já, tíminn er naumur og allt í einu er hann búinn. Stuttu áður en Bjarni Rúnar frétti af veikindum Dóru dreymdi hann Óla afa: „Ég horfði inn um stofugluggann þeirra úr herberg- inu mínu og þar var Óli afi að spila undurfagra tóna á píanóið.“ Nú er Dóra komin til hans, umvafin fögr- um tónum á góðum stað. Í minningunni er það brosið hennar og fasið sem yljar manni um hjartarætur. Hún sýndi fólki áhuga og fylgdist með. Þegar mað- ur hugsar til Dóru koma kven- hetjur Íslendingasagnanna upp í hugann. Dóra er fyrirmynd sem maður lítur upp til og yndislegri nágranna hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Við munum minnast þeirra hjóna með ást og virðingu. Góður Guð geymi ykkur Þór- unn, Matti, Berglind og Óli. Bergrós Fríða, Bjarni Rúnar, Jórunn Pála, Margrét og Jónas. Elskuleg vinkona okkar, Dóra Ingvarsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Okkur fyrrverandi sam- starfskonur langar að minnast hennar með örfáum línum með þakklæti fyrir ánægjulega sam- fylgd. Við störfuðum með henni um árabil, í Búnaðarbankanum Mjódd þar sem Dóra var yfirmaður okkar. Betri yfirmann var vart hægt að hugsa sér, hlý og kærleiksrík og deildi með okkur gleði og sorgum. Það er vandi að vera manneskja, en enn meiri vandi að vera góð mann- eskja, en það var Dóra. Dóra bar mikla umhyggju fyrir velferð viðskiptavina sinna og átti þá marga að vinum. Oft var löng bið eftir viðtali við hana, því hún vildi hvers manns vanda leysa. Sér- staklega var henni annt um unga fólkið sem var að fara í nám eða kaupa sína fyrstu íbúð. Dóra fylgd- ist vel með þessu unga fólki og kom það oft í bankann til að gefa henni skýrslu um námsframvindu, hvernig gengi með íbúðina eða með myndir af nýfæddu barni. Dóra var ákveðin kona með mik- inn áhuga á menntun fyrir alla. Sjálf var hún mjög metnaðarfull og þegar hún hætti störfum í bank- anum fór hún í háskólann sér til fróðleiks og skemmtunar. Stolt hennar og gleði var fjöl- skyldan, Óli eiginmaður hennar, Þórunn, Marteinn og barnabörnin Berglind og Óli. Kvöldstjarnan skín inn um gluggann minn glatt. Gamlar minningar ljóma. Fiðrildin svífa í kvöldsins kyrrð, eða kúra á milli blóma. (Elín Eríksdóttir frá Ökrum) Elsku Þórunn og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Fyrir hönd samstarfskvenna úr Búnaðarbankanum Mjódd, Jóhanna Ágústsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Dóru Ingvarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.