Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 43
Korpuskóla á árunum 2004-2006. Árni hefur leikið á bassa í hljóm- sveitum frá því hann var í grunn- skóla og tók m.a. þátt í Músíktil- raunum. Meðal helstu hljómsveita sem hann lék með áður en hann flutti til Bretlands eru hljómsveit- irnar The Troopers, Dice, Future Future og Kimono. Vaccines-ævintýrið Skömmu eftir að Árni flutti til Bretlands kynntist hann Justin Young, breskum söngvara og gít- arleikara, sem þá lék og söng ýmist með hljómsveitum eða einn á báti. Árni kynntist Pete Robertson trommara á öðrum vettvangi en þeir léku saman í nokkrum hljóm- sveitum um skeið. Justin Young og Freddie Cowan gítarleikari höfðu síðan samband við Árna í því skyni að stofna hljómsveit og Árni benti á Pete. Þannig varð til hljómsveitin Vaccines, árið 2009. Aðspurður um tónlistarstefnu segir Árni hljómsveitina leika klass- íkt og tært Rock and rol með poppí- vafi frá þeim sjálfum en að öðru leyti hefur hann ekki viljað setja tónlist þeirra á neinn sérstakan bás. Þeir reyni fyrst og fremst að leika eigin tónlist og vera hressir og skemmtilegir. Að öðru leyti tali tón- list þeirra fyrir sig sjálf. Hljómsveitin sendi frá sér plöt- una What Did You Expect From The Vaccines? í marsmánuði 2011. Platan lenti í fjórða sæti á vinsælda- listum Bretlands og hljómsveitin lenti í þriðja sæti á vinsældalista breska ríkisútvarpsins BBC yfir heitustu hljómsveitir ársins 2011. Þá sendi hljómsveitin frá sér smá- skífuna Wreckin’ Bar (Ra Ra Ra)/ Blow it Up, í apríl 2011. Vaccines var svo tilnefnd til Brit-tónlist- arverðlaunanna í flokknum Bjart- asta vonin árið 2012. The Vaccines gáfu síðan út plöt- una The Vaccines Come of Age í október 2012 og skömmu áður en hljómsveitin kom hingað til lands til að leika á Airwaves 2012 var platan á toppi breska plötulistans. Hljóm- sveitin var svo tilnefnd til Brit- tónlistarverðlaunanna 2013 sem besta tónleikasveitin. Í sama flokki voru einnig tilnefndar hljómsveit- irnar The Rolling Stones, Coldplay, Muse og Mumford & Sons. Hljómsveitin Vaccines hefur verið á nánast stöðugu tónleikaferðalagi um allan heim frá sumri 2011. Hún hefur leikið með mörgum frægustu popphljómsveitum samtímans og á allflestum stærstu tónlistarhátíðum Evrópu og Bandaríkjanna. Fjölskylda Hálfsystkini Árna, sammæðra, eru Ellen Helga Steingrímsdóttir, f. 19.12. 1987, nemi í hjúkrunarfræði við HÍ, búsett í Reykjavík, en mað- ur hennar er Jóhannes Georgsson bifvélavirki og er dóttir þeirra Ágústa Jóhanna, f. 25.11. 2009; Snæbjörn Steingrímsson, f. 25.7. 1990, nemi í Reykjavík, og Jóhann- es Bjarki Bjarkason, f. 26.3. 1996, nemi við Kvennaskólann í Reykja- vík. Foreldrar Árna eru Steingerður Kristjánsdóttir, f. 4.5. 1963, starfs- maður hjá Reykjavíkurborg, og Árni Finnsson, f. 21.9. 1963, búsett- ur í Reykjavík. Fósturfaðir Árna er Bjarki Þór Jóhannesson, f. 6.5. 1963, kennari. Úr frændgarði Árna Hjörvar Árnasonar Árni Hjörvar Árnason Marsibil Sigurðardóttir húsfr. á Grund Helgi Snæbjörnsson b. á Grund Hjördís Regína Helgadóttir húsfr. í Hvammi Kristján Stefánsson b. í Hvammi í Grýtubakkahr. Steingerður Kristjánsdóttir skrifstofum. hjá Rvíkurborg Sigurlaug Jóhannesdóttir húsfr. í Hvammi Stefán Ingjaldsson b. á Hálsi í Fnjóskadal og í Hvammi Jóhanna Jónasdóttir húsfr. á Ísafirði og í Rvík Björgvin Emil Pálsson skipstj. á Ísafirði og í Rvík Vilborg Fríður Björgvinsdóttir húsfr. í Rvík Jóhannes Sigurðsson rafvirki í Rvík Bjarki Þór Jóhannesson kennari í Rvík (fósturfaðir) Sigríður Jóhannesdóttir húsfr. í Brekkuholti Sigurður Sigurðsson verkstj. og sjóm. í Brekkuholti við Bræðraborgarstíg í Rvík Árni Hjörvar Afmælisbarnið mund- ar bassann á tónleikaferðalagi. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Kristín Lovísa Sigurðardóttiralþm. fæddist í Reykjavík23.3. 1898. Hún var dóttir Sigurðar Þórólfssonar, kennari og síðar skólastjóri á Hvítárbakka í Borgarfirði og f.k.h., Önnu Guð- mundsdóttur sem lést ung. Seinni kona Sigurðar var Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir og eign- uðust þau tíu börn. Meðal þeirra hálf- systkina Kristínar má nefna Þorgrím Vídalín, prófast á Staðastað; Önnu, forstöðumann Kvennasögusafns Ís- lands; Ásberg, alþm. sýslumann og borgarfógeta, föður Jóns Ásbergs- sonar, framkvæmdastjóra Íslands- stofu, og Valborgu, skólastjóra Fóst- urskólans, móður Sigríðar Snævarr sendiherra. Eiginmaður Kristínar var Karl Óskar Bjarnason, varaslökkvi- liðsstjóri í Reykjavík, og eignuðust þau þrjú börn sem öll eru látin. Þau voru Guðmundur, brunavörður og síðar blaðamaður en meðal barna hans er Guðrún Hrefna skrif- stofustjóri; Anna Kristín, en meðal barna hennar eru Sólveig Hrönn Kristinsdóttir sjúkraliði og Karl Gústaf Kristinsson yfirlæknir. Sig- urður var yngstu barna Kristínar og Karls, rafvélavirki og brunavörður. Kristín stundaði nám í Lýðskól- anum á Hvítárbakka 1913-15. Hún stundaði verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík 1915-18 og var síðan lengst af húsfreyja auk þess sem hún var mjög virk í félagsmálum. Kristín var ein af fyrstu konum sem kjörnar voru á þing, var lands- kjörinn alþm. fyrir Sjálfstæðisflokk- inn 1949-53. Hún var lengi ritari sjálf- stæðiskvennafélagsins Hvatar, var formaður áfengisvarnanefndar kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði og beitti sér mjög fyrir bindindismálum, var formaður framkvæmdanefndar Hallveigarstaða og sat í stjórn Kven- réttindafélags Íslands um árabil, sat í miðstjórn og skipulagsnefnd Sjálf- stæðisflokksins, var formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna og sat í orlofsnefnd húsmæðra og í barna- verndarnefnd Reykjavíkur. Kristín lést 31.10. 1971. Merkir Íslendingar Kristín L. Sigurðardóttir Laugardagur 90 ára Ingibjörg Malmquist Rakel Kristín Malmquist 85 ára Jakob H. Sigfússon Ragnar Jón Jónsson Sólveig Guðbjartsdóttir 80 ára Baldvin Einarsson Hörður Þorsteinsson Sigurborg Bragadóttir 75 ára Agnes Óskarsdóttir Ágústa K. Johnson Erling Ísfeld Magnússon Finnur Tryggvason Gunnur Salbjörg Friðriksdóttir Hilmar Svavarsson Valur Tryggvason 70 ára Anna Huld Lárusdóttir Guðmundur Óskar Skarphéðinsson Hildur Eyjólfsdóttir Jóhanna Hjörleifsdóttir Katrín Guðmundsdóttir Páll A. Jónsson Sturla Þórðarson 60 ára Ágúst Björgvinsson Bjarnfríður Bjarnadóttir Friðrik Guðmundsson Karl Ove Lennart Jansson Sigríður Harðardóttir Sveinbjörn Friðjónsson 50 ára Bergþóra Tómasdóttir Hinrik Þór Valgeirsson Jóhannes Sturlaugsson Kristjana Bjarnadóttir Margrét Tómasdóttir Olrich Sigurður F. Reynisson Steinunn Hall 40 ára Ardian Gashi Árni Magnússon Dariusz Marian Bender Einar Sveinn Jónsson Guðjón Ásmundsson Oddný Jóhanna Zophoníasdóttir Sólrún Tryggvadóttir Valgerður Helga Sigurðardóttir Wojciech Nowak Þórunn Brynja Sigurbjörnsdóttir Þyrí Rut Gunnarsdóttir 30 ára Anna Elisabeth Obrecht Ásgrímur Ragnar Sigurðsson Guðmundur Freyr Hafsteinsson Ingvi Hrafn Ingvason Katarzyna Paszkowska Katla Hreiðarsdóttir Kjartan Ingi Hauksson Kristín Helga Jónasdóttir Ólafur Oddgeir Viðarsson Peter Bischofberger Piotr Lukasz Budziszewski Unnur Hlíðberg Hauksdóttir Sunnudagur 101 ára Ólöf Hjálmarsdóttir 85 ára Guðrún Björg Björnsdóttir Haraldur Stefánsson 80 ára Henry Þór Henrysson Ingibjörg Þorleifsdóttir Sigríður Magnea Hermannsdóttir Þorkell Jóhannesson 75 ára Anna Stefánsdóttir Bylgja Tryggvadóttir Guðjón Hallur Hallsson Kristinn Helgason Oddbjörg Ögmundsdóttir Pétur Stefánsson Selma Bjarnadóttir Þorbergur Þorbergsson 70 ára Elmer Hreiðar Elmers Guðmunda Halldórsdóttir Harald S. Holsvik Rut Rebekka Sigurjónsdóttir Sigríður Malmquist 60 ára Auður Jónsdóttir Árni Marz Friðgeirsson Birgir Karl Guðmundsson Birna Jóhannsdóttir Bonnie Laufey Dupuis Garðar Þröstur Einarsson Hálfdán Kristjánsson Kristbjörg J. Valtýsdóttir Kristín Inga Birgisdóttir Vignir Sigurðsson Þorbjörg Hansdóttir Beck 50 ára Aron Elfar Árnason Brynja Guðbjörg Harðardóttir Eydís Sigurborg Benediktsdóttir Jóhanna Gyða Stefánsdóttir Jón Ingi Bjarnþórsson Marta María Friðþjófsdóttir Ólafur Sveinsson Pétur Jóhann Sigvaldason Rósa Erlendsdóttir Sigurður Guðmundsson Steinunn Baldursdóttir Þorvaldur Sveinn Guðmundsson 40 ára Arna Stefánsdóttir Arnfríður S. Valdimarsdóttir Björg Hjördís Ragnarsdóttir Fríða Agnarsdóttir Hjálmar Jens Sigurðsson Hrannar Birkir Haraldsson Ingólfur Haraldsson Lilja Dögg Stefánsdóttir Linda Dröfn Jónsdóttir Mary Ann Gonzales Rakel Magnúsdóttir Sævar Bjarki Einarsson Þórarinn Einarsson 30 ára Alaa Jarrah Ágúst Bjarnason Björn Gunnarsson Björn Rúnar Egilsson Fannar Traustason Guðni Freyr Róbertsson Hildur Nanna Eiríksdóttir Ívar Grétarsson Linda Björk Friðgeirsdóttir Margrét Guðmundsdóttir Máney Mjöll Sverrisdóttir Saga Rúnarsdóttir Sólveig Rós Másdóttir Tereza Brusová Tinna Sif Jensdóttir Til hamingju með daginn mbl.is/islendingar ALLT á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Dekkjaverkstæði Varahlutir Bílaverkstæði Smurstöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.