Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 FLUGFARÞEGAR FÁ VSK AFÖLLUMGLERAUGUM SÍMI 527 1515 GÖNGUGÖTU Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Búist er við fjölda ferðamanna til Færeyja eftir rétt ár, en almyrkvi á sólu, sem verður 20. mars 2015, mun hvergi sjást af landi nema það- an og frá Svalbarða. Að því er fram kemur á vefmiðlum eru flest hótel í Þórshöfn og í nærliggjandi byggð- um nú fullbókuð vegna þessa. Fær- eyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar að setja upp sérstakar sól- myrkvaferðir til Færeyja, meðal annars frá London. Þá verða marg- víslegir menningarviðburðir í Fær- eyjum í tengslum við þetta náttúru- fyrirbæri. 97% sólar hverfa í Reykjavík Sólmyrkvinn verður mestur kl. 9:45. Í Reykjavík verður deildar- myrkvi, það er að 97% sólar hverfa fyrir tungl og ætla má að það verði tilkomumikið að sjá. Að sögn Einars Bárðarsonar, forstöðumanns Höfuð- borgarstofu, fylgist fólk í ferðaþjón- ustu með málinu. Er til að mynda áformað að sérstakra sólmyrkva- ferða til Íslands verði getið í mark- aðskynningum Reykjavíkur fyrir næsta vetur. „Þetta náttúruundur getur skapað möguleika. Marsmánuður er í sókn í ferðaþjónustunni þó hann sé utan háannarinnar og þarna kemur innspýting. Sólmyrkvi hefur mikið aðdráttarafl því fólk eltir svona fyrirbæri heimsálfa á milli,“ segir Einar. Bandarískir aðilar lögðu á dög- unum inn pöntun hjá Flugfélagi Ís- lands um leigu á þremur Fokker- flugvélum í sólmyrkvaflug. Er ætl- unin sú að vera á sveimi suður af Færeyjum og við bestu möguleg skilyrði þegar sólmyrkvinn gengur yfir. Í hámarki kl. 9:37 Að sögn Gunnlaugs Björns- sonar hjá Raunvísindastofnun HÍ hefst myrkvinn í Reykjavík kl. 8:38 og verður í hámarki þar kl. 9:37. Eftir það fer sólin að birtast aftur og er myrkvinn afstaðinn kl. 10:39. Á Íslandi sást almyrkvi á sólu síðast 30. júní 1954. Veðurskilyrði voru þá hagstæð, þannig að margir gátu fylgst með myrkvanum sem sást einna best í Vík í Mýrdal. Þar tók Ólafur K. Magnússon ljósmynd- ari Morgunblaðsins einstakar myndir sem oft hafa birst. Einnig var almyrkt í Færeyjum og í Sumba, litlu þorpi á Suðurey, sem er syðst Færeyja, minnist fólk þess að þegar sólin hvarf á björtum degi hafi kindur lagst út af og hænur far- ið í hús og lagst í hreiður. Sólmyrkvi á næsta ári hefur aðdráttarafl Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sólmyrkvi Á Íslandi varð almyrkvi á sólu síðast 30. júní 1954. Margir fylgdst með myrkvanum í Vík í Mýrdal.  Elta fyrirbærið heimsálfa á milli  Flogið yfir Færeyjar Himintungl » Ferill sólmyrkvans 20. mars 2015 liggur sunnan og austan við Ísland og fer yfir Færeyjar og Svalbarða. Hér á landi verður deildarmyrkvi sem hylur tungl 97% af þvermáli sólar. » Almyrkvi verður á sólu 12. ágúst 2026. Ferill skuggans, sem er tæplega 300 km á breidd, liggur yfir Ísland vestanvert. Í Reykjavík mun al- myrkvinn standa í 1:10 mín. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra staðfesti á fimmtudaginn þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krím- skaga. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að ráðherrann fordæmi innlimun Rússlands á Krím og ítreki fyrri yfirlýsingar sínar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram 16. mars um að Krímskagi skyldi verða hluti af Rússlandi. Í svari við fyrirspurn Morgun- blaðsins til utanríkisráðuneytisins kemur fram að þvingunaraðgerðirnar felist í ferðabanni annars vegar og frystingu eigna hins vegar. Ein- staklingarnir sem um ræðir eru 21, bæði Rússar og Úkraínumenn. Með- an annarra eru þetta Sergey Aksyo- nov, Deniz Berezovskiy & Sergei Zheleznyak. Aðilarnir sem um ræðir eru tilgreindir í þvingunaraðgerðum ESB og eru Íslendingar þátttak- endur í þeim. Gunnar Bragi sagði í símaviðtali frá Úkraínu í gærkvöldi að hann vissi ekki til þess að nokkur ofangreindra einstaklinga hafi umsvif á Íslandi eða tengsl við landið. vidar@mbl.is Þvingunaraðgerðum beitt gegn einstaklingum Gunnar Bragi Sveinsson Utan- ríkisráðherra dvelur nú í Úkraínu.  Ferðabann og frysting eigna Þvingunaraðgerðir » Íslendingar hafa hafið þving- unaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum. » Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra fór til Úkraínu til að kynna sér stöðu mála. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við ætlum að hitta utanríkis- ráðherra Úkraínu, Andrii Deshchyt- sia. Við ætlum að hitta þingmenn og fulltrúa hinna ýmsu frjálsu félaga- samtaka. Þá munum við heimsækja skrifstofu Eftirlits- og öryggisstofn- unar Evrópu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í síma- viðtali frá Kænugarði í gærkvöldi en hann var þá nýlentur í borginni. Ráðherrann er í opinberri heim- sókn sem lýkur á morgun, sunnu- dag, og segir hann dagskrána þétt- bókaða, tíminn verði nýttur vel. „Við munum að sjálfsögðu koma á framfæri okkar stuðningi við úkra- ínsku þjóðina og mótmæla því sem Rússar eru að gera á Krímskaga. Meginmarkmið ferðarinnar er að sjálfsögðu að sýna stuðning við úkraínsku þjóðina.“ Mannréttindi séu í heiðri höfð Gunnar Bragi segir íslensk stjórn- völd reiðubúin til aðstoðar. „Við munum einnig ræða við úkra- ínska utanríkisráðherrann um það að nú verða stjórnvöld að tryggja mannréttindi minnihlutahópa, að sýna fram á að það eigi að verða breyting þar á í landinu. Við munum líka að sjálfsögðu koma því á fram- færi að Íslendingar eru reiðubúnir að aðstoða við uppbyggingu landsins eftir megni.“ – Hvernig geta íslensk stjórnvöld lagt lóð á vogarskálarnar? „Við getum lagt lóð á vogarskál- arnar þegar kemur að því að tala fyrir og styðja aðgerðir alþjóðlegra stofnana. Við getum lagt lóð á vogar- skálarnar með því að miðla af reynslu okkar af því að endurreisa land. Við getum mögulega komið okkar sérfræðingum á framfæri hvað varðar innviði samfélagsins og svo framvegis,“ segir Gunnar Bragi og svarar því aðspurður til að engar ákvarðanir hafi verið teknar um beina aðstoð Íslendinga að öðru leyti. „Það er síðari tíma mál. Við mun- um fylgjast grannt með því hvað önnur ríki munu gera varðandi þvingunaraðgerðir og annað slíkt. Við höfum jafnframt hvatt Rússa til að láta hlutina ekki stigmagnast. Við erum að sjálfsögðu alltaf reiðubúin til viðræðna og ef við getum á ein- hvern hátt miðlað málum erum við að sjálfsögðu alltaf tilbúin til þess.“ Spurður hvort málið geti haft frekari afleiðingar fyrir samskipti Íslands og Rússlands segir Gunnar Bragi að í 70 ára stjórnmála- sambandi landanna hafi alltaf komið upp mál sem séu ekki góð fyrir sam- band ríkjanna. „Það er of snemmt að segja til um það. Ég vona að sjálf- sögðu að þetta hafi ekki langvarandi áhrif. Við höfum átt mjög gott sam- starf við Rússa. Við getum hins veg- ar ekki horft fram hjá því þegar þeir gera ólöglega hluti að okkar mati.“ Fundar með ráðamönnum í Úkraínu  Gunnar Bragi í opinberri heimsókn  Ísland geti mögulega miðlað málum AFP Spenna Úkraínskir landamæra- verðir standa vaktina í gær. Fimma manna hópur » Gunnar Bragi Sveinsson fer fyrir fimm manna hópi frá utanríkisráðuneytinu. » Með honum í för eru Sunna Marteinsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans, Urður Gunnars- dóttir, upplýsingafulltrúi ráðu- neytisins, og tveir starfsmenn á alþjóða- og öryggisskrifstofu ráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.