Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 ✝ Helga Magnús-dóttir fæddist 12. júlí 1930 í Steinholti á Höfn. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- austurlands 16. mars 2014. Hún var dóttir hjónanna Magnús- ar Bjarnasonar, f. 14.8. 1894, d. 30.11. 1987, og Sigur- nýjar Stefánsdóttur, f. 29.1. 1897, d. 17.5. 1947. Ásamt Helgu áttu þau Ástu Bjarnheiði, f. 2.7. 1927, d. 24.6. 1996, og uppeldissoninn Róbert Bjarnar Marinósson, f. 30.6. 1930. Helga giftist 7. apríl 1958 Gísla Bjarnasyni mjólkurfræð- ingi, f. 10.9. 1918, d. 17.5. 1973. Eftirlifandi eiginmaður Helgu er Ragnar Arason vélstjóri, f. 2.6 1928, en þau gengu í hjóna- Synir Helgu Kristínar og Stef- ans Ekström eru: Noel Ragnar, f. 2004, og Leon Rolf, f. 2006. 2) Magnhildur Björk, f. 5.4. 1964, eiginmaður Þorvaldur Jón Vikt- orsson, f. 9.7. 1953, búsett á Höfn. Synir þeirra eru: a) Andri, f. 3.10. 1986, b) Viktor Ragnar, f. 3.11. 1988, býr með Hrafnhildi Önnu Guðjónsdóttur, f. 20.5. 1991, á Höfn. Sonur Þor- valdar og Guðnýjar Árnadóttur er Árni Rúnar, f. 26.7. 1976, maki Ragnhildur Einarsdóttir, f. 3.8. 1976. Börn þeirra eru: Guðný, f. 2000, Einar Karl, f. 2001, og Sólborg, f. 2012. Upp- eldissonur Helgu er Magnús Sigmar Aðalsteinsson, f. 4.12. 1947, búsettur í Reykjavík. Börn Magnúsar og Lilju Hjart- ardóttur, f. 29.5. 1953, eru: a) Helga, f. 15.6. 1975, býr með Sigurði Bjarka Þórðarsyni, f. 30.7. 1968, í Reykjavík. Dóttir þeirra er Ástrós Hekla, f. 2009, b) Hjörtur, f. 21.1. 1980, búsett- ur í Danmörku. Útför Helgu fer fram frá Hafnarkirkju, Höfn, í dag, 22. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 14. band hinn 20. febr- úar 1981. Dætur Helgu og Gísla eru: 1) Guðbjörg Signý, f. 2.12. 1957, eigin- maður Stefán Bjarni Finnboga- son, f. 7.8. 1957, búsett í Osló, Nor- egi. Börn þeirra eru: a) Gísli Ei- ríkur, f. 27.2. 1979, býr með Michaelu Viken, f. 18.9. 1989, í Svíþjóð, b) Ingólfur, f. 20.12. 1981, giftur Sumeru Norrin Chaudry, f. 16.10. 1980, búsett í Noregi. Synir þeirra eru David, f. 2007, og Mikael, f. 2011, c) Hulda, f. 5.7. 1988, búsett í Noregi, d) Bo- gey, f. 6.2. 1995, býr í foreldra- húsum í Noregi. Fyrir átti Guð- björg Helgu Kristínu Skúla- dóttur, f. 9.4. 1977, býr með Fredrik Holmblad í Svíþjóð. Mig langar að minnast með nokkrum orðum tengdamóður minnar Helgu Magnúsdóttur sem borin verður til grafar í dag. Leiðir okkar Helgu lágu sam- an fyrir aldarfjórðungi þegar ég og dóttir hennar Magnhildur hóf- um sambúð. Strax við fyrstu kynni tóku Helga og Ragnar mér opnum örmum og hafa reynst mér vel alla tíð. Á stundu sem þessari koma margar minningar upp í hugann sem munu ylja mér um hjartarætur alla tíð. Helga var heilsteypt og traust í öllum samskiptum og mikil fjölskyldu- manneskja. Hún hélt myndarlegt heimili á Norðurbrautinni sem var nánast félagsmiðstöð fjöl- skyldunnar hvern dag. Alltaf tók hún glaðlega á móti mér og ekki skorti á kaffiveitingar, var þá oft hlegið og rifjaðar upp sögur enda Helga með góða frásagnargáfu og afar góð eftirherma. Helga var matgæðingur og hvergi hef ég fengið silung betur framreiddan og ekki skemmdi fyrir að silung- urinn var veiddur af húsbóndan- um og kartöflurnar úr fjölskyldu- garðinum. Auk þess að sinna heimilinu var hún útivinnandi og lengst af sínum starfsferli í Mjólkursamlagi KASK. Hún hafði gaman af að vinna og skilaði störfum sínum af skyldurækni. Helga og Ragnar voru ætíð samstiga og nutu lífsins, ferðuð- ust víða bæði innan lands og utan. Einnig hlúðu þau vel að heimilinu og var garðurinn einkanlega blómlegur og þeim til sóma. Síð- ustu árin hvarf Helga frá okkur smátt og smátt í heim Alzheim- ers-sjúkdómsins sem vissulega tók á alla fjölskylduna. Hún var þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm gleði- gjafi allra sem í kringum hana voru. Elsku Helga, takk fyrir samfylgdina og minningarnar um þig munu lifa. Blessuð sé minning þín. Þorvaldur Jón Viktorsson. Elsku amma. Núna ertu búin að kveðja okkur, skilur eftir þig heilan haug af góðum minningum sem við getum huggað okkur við. Það er mér minnisstætt þegar ég og æskuvinur minn Elvar Bragi hringdum í þig úr útvarpsþætti í þemaviku FAS, spjölluðum við þig í dágóða stund og við lofuðum að koma í heimsókn. Þú fórst á fullt að baka pönnukökur en allt kom fyrir ekki; við gleymdum okkur í fimmtán mínútna frægð- inni í útvarpinu og gleymdum að koma. Við Elvar ræðum þetta alltaf reglulega og samviskubitið sem við fengum yfir að hafa ekki farið í heimsókn. Við munum eiga þessar pönnsur inni hjá þér þeg- ar við hittumst aftur, þótt maður hafi fengið allnokkrar hjá þér eft- ir þetta. Árið 2006 greindist þú með Alzheimer-sjúkdóminn og það átti eftir að taka sinn toll hjá þér og aðstandendum. Síðustu árun- um eyddir þú í góðu yfirlæti á Heilbrigðisstofnun Suðaustur- lands á Hornafirði og varst ætíð glaðleg allt til síðasta dags. Því þótt þessi sjúkdómur hafi smátt og smátt tekið af þér mátt til að tjá þig og hreyfa að fullu tók hann aldrei frá þér þitt fallega bros. Því verður þitt fallega bros og góða nærvera ávallt það minnis- stæðasta við þig. Ég þakka fyrir allar góðu stundirnar og sömuleiðis þakkar Hrafnhildur Anna fyrir að hafa verið svo heppin að kynnast þér síðustu fimm árin. Sjáumst seinna í pönnsum. Viktor Ragnar og Hrafnhildur Anna. Helga Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA Til elskulegrar móður minnar Helgu Magnúsdótt- ur Kveðjan er tilfinning gleði og sorgar, kveðjan er upphaf og endir margs óðs, kveðjan, hún kallar fram stundir og atvik, kveðjan, hún meitlar í steininn ljóð. Að kveðja þá sorgin í hjartanu lifir, að kveðja þá lokið er lífsins bók, að kveðja þá minningin eftir þó lifir að kveðja þig mamma mín það á mig tók. Ávallt mun minning þín lifa, Magnhildur Björk Gísladóttir. ✝ Gísli Þ. Sig-urðsson fædd- ist á Eyrarbakka 30. júní 1939. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 10. mars 2014. Foreldrar hans voru Guðbjörg Jóna Þorgríms- dóttir, f. á Gríms- stöðum á Eyrar- bakka 6. janúar 1905, d. á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 22. nóvember 1988, og Sigurður Ingvarsson, sjómaður og bíl- stjóri, f. 14. október 1892, d. 22. júní 1971. Gísli starfaði sem vörubíl- stjóri lengst af ásamt því að vinna við netafell- ingar og línubeitn- ingar. Síðustu árin starfaði hann sem bílstjóri hjá Fóður- stöðinni á Selfossi, Hann starfaði lengi í Björgunar- sveitinni Björg á Eyrarbakka og var um tíma formaður hennar. Einnig var hann í slökkviliðinu á Bakkanum og slökkviliðsstjóri um tíma. Gísli var ókvæntur og barn- laus og bjó á Eyrarbakka alla sína tíð. Útför Gísla fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 22. mars 2014, kl. 14. Fallinn er frá frændi minn og vinur Gísli á Hópi á Eyrarbakka. Feður okkar voru hálfbræður og alnafnar. Það var ævinlega glaðlega heilsað þegar Gísli á Hópi renndi í hlaðið hjá okkur hér í Svínafelli. Yfirleitt kom hann hér við nálægt verslunarmannahelgi en oftast tók hann sér smá frí um það leyti. Það kom þó fyrir að hann skilaði sér ekki og þá venjulega fyrir það að útilegan var í öðrum lands- hluta þau skiptin. Síðastliðið sumar höfðum við einmitt orð á því þegar leið á ágúst að ekki hefði orðið vart við Gísla og við reiknuðum það út að nú hefði hann farið í aðrar áttir. En það kom á daginn að veikindi hans höfðu þá þegar sett strik í reikn- inginn svo að hvorki sumarfrí né önnur lífsins gæði voru söm og áður. Við eigum margar góðar minn- ingar frá samveru við Gísla. Hann var ræðinn um allt milli himins og jarðar, fylgdist vel með og sagði hressilega frá ýmsu sem hann hafði séð og upplifað. Hann hafði ríka réttlætiskennd og hafði ákveðnar skoðanir á því sem bet- ur mátti fara að hans mati. Gísli var ævinlega önnum kaf- inn í atvinnulífinu á Eyrarbakka. Hann hafði metnað fyrir sinni heimabyggð og sagði stoltur frá því sem vel var gert þar. Nábýlið við sjóinn var svo stór hluti af hans veruleika að honum fannst nauðsynlegt að komast sem oft- ast að sjó þó að hann væri á ferðalögum um landið. Hann var mikill náttúruunn- andi og í seinni tíð var skógrækt hans áhugamál sem reiturinn hans fyrir norðan veg vitnar um. Þar hafði hann gert tilraunir með ýmsar tegundir og var spenntur fyrir því hvað reyndist best. Gísli átti sér uppáhalds áning- arstaði hér um slóðir og lengi vel tjaldaði hann alltaf á sama stað þar til tjaldið gaf sig í hvassviðri og rifnaði og þá var ekki um ann- að að ræða en að endurnýja ferðabúnaðinn. Þá seinna um haustið bankaði hann glað- hlakkalegur upp á hjá okkur, var þá að koma frá Seyðisfirði á hús- bíl sem hann hafði fjárfest í og hafði fengið með Norrænu. Það var afar ánægjulegt að fylgjast með honum njóta sumarferða- laga um árabil á þessum bíl með öllum þægindum. Nú hugsum við hlýtt til Gísla á nýjum vegum með innilegu þakk- læti fyrir allar góðar stundir. Ólafur Sigurðsson og fjölskylda. Í dag er til moldar borinn frændi minn og vinur, Gísli Þ. Sigurðsson á Hópi, Eyrarbakka, en hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 10. mars síðast- liðinn eftir erfið veikindi. Hugur- inn leitar aftur til þess tíma er ég hitti þennan frænda minn í fyrsta skipti árið 1959, ég þá 10 ára gamall og hann 19 ára. Á þessum árum er þetta mikill aldursmun- ur og ég man hve mikið ég leit upp til hans, hann átti flottan vörubíl ásamt föður sínum, Sig- urði Ingvarssyni og keyrði fjöru- sand til Reykjavíkur. Ég átti hinsvegar bara gamalt reiðhjól, var horaður, rauðhærður og freknóttur, en hann stór og kraftalegur. Í upphafi þótti hon- um lítið til þessa litla og pervisna frænda síns koma en með tíman- um tók hann þann stutta í sátt og áttum við góðar stundir saman. Hann var viljugur við að fræða mig um alla hluti á Bakkanum, hvað mátti gera og hvað ekki. Gísli ók vörubílnum sínum, hlöðn- um fjörusandi, til Reykjavíkur, stundum tvisvar á dag og allt mokað á með höndunum. Ég fór oft með honum í fjöruna til að moka á bílinn og þóttist moka á við hann en mín skófla var lítil en hans var stór, og minn hlutur því lítill miðað við hans. En það var ekki alltaf verið að moka sandi og stundum fórum við til veiða í Ölf- usá og þá frá Bakkaengjunum svonefndu. Oft veiddum við vel, það er að segja Gísli, en hann hafði ekki orð á því þó minn hlutur væri rýr, að- eins að við hefðum fengið góðan afla. Gísli vann sem vörubílstjóri lengst af, en einnig stundaði hann aðra vinnu svo sem netafellingar og línubeitningar. Á síðari árum var hann svo bílstjóri hjá Fóður- stöðinni á Selfossi. Hann var mjög duglegur að ferðast um landið sitt, til að byrja með var hann með tjald en síðan eignaðist hann húsbíl og fór víða á honum. Ég hugsa að hann hafi heimsótt flestar ef ekki allar sveitir lands- ins og sumar margoft. Hann hafði einnig mikinn áhuga á trjárækt og á seinni ár- um var hann búin að planta trjám í töluverðu magni í jarðarpart sem hann átti fyrir ofan Bakk- ann. Gísli var hlédrægur maður og tranaði sér ekki fram en hann unni Bakkanum sínum og vildi veg hans sem mestan, Hann tók virkan þátt í störfum Björgunar- sveitarinnar Bjargar á Eyrar- bakka og var um tíma formaður hennar. Hann var einnig í slökkviliðinu á Bakkanum og um tíma slökkviliðsstjóri. Gísli lét sér líka annt um atvinnumál á Bakk- anum. Ég gæti haldið áfram að telja upp fleira og fleira sem Gísli kom að en læt staðar numið hér, hann var ekki mikið fyrir orð- skrúð hann frændi minn. Ég horfi upp í himininn Hann er grár og úfinn. Honum líkist hugur minn Harmi og trega búinn. (Lára S. Sigurðardóttir) Elsku frændi og vinur. Takk fyrir samfylgdina. Magnús B. Sigurðsson. Gísli Þ. Sigurðsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson ✝ Ástkær föðursystir okkar, LILJA BJÖRNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 13. mars. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 24. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á ÁS styrktarfélag. Gísli Björn Sigurðsson, Halldóra Ólöf Sigurðardóttir, Björn Guðmundsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og lang- amma, SIGRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Siddý, lést á hjúkrunardeild HSA á Egilsstöðum fimmtudaginn 13. mars. Minningarathöfn fer fram föstudaginn 28. mars í Egilsstaðakirkju kl. 11.00 Útför fer fram mánudaginn 31. mars í Fossvogskapellu kl. 13.00. Hjartans þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar HSA, Egilsstöðum, fyrir einstaka umhyggju. Kristján Alexandersson, Þórður Kristjánsson, Petrína Haraldsdóttir, Hrafnkell H. Kristjánsson, Bryndís Sigurgeirsdóttir, Svanfríður Kristjánsdóttir, Magnús Ó. Gunnarsson, Birna Kristjánsdóttir, Alexander Kristjánsson, Lembi Seia Sangla., barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, INGVELDUR GÍSLADÓTTIR frá Vestmannaeyjum, er látin. Fyrir hönd barna, tengda- og barnabarna. Eyjólfur Pétursson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SVAVA ÞORBJARNARDÓTTIR, Öldugötu 33 í Reykjavík, lést þriðjudaginn 18. mars á hjúkrunar- heimilinu Grund. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Landspítalann. Guðný Bernhard, Reynir Bjarnason, Þorbjörg Bernhard, Helga Kristín Bernhard, Gísli Jón Magnússon, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI BJARNASON læknir, Njálsgötu 98, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 18. mars. Útför hans verður gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.00. Sigurlaug Halldórsdóttir, Margrét Skúladóttir, Páll Aðalsteinn Svansson, Halldór Skúlason, Brynja Björk Harðardóttir, Nanna Kristín Skúladóttir, Ómar Örn Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.