Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Ferð til þessa fornfræga menningarríkis, spannar óteljandi möguleika til að sjá og sinna því sem hugurinn girnist. Víða má sjá fornar borgir, alda og árþúsunda gamla garða og söfn, minjar frá ýmsum menningarskeiðum, iðandi nútímaborgir og svo er það ilmurinn frá víðfrægri, japanskri matargerðarlist. Verð: 689.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! 9. - 20. október Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör eh f. Japan- ríki sólarinnar Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Öllum mátti ljóst vera að þegarHofsvallagatan yrði þrengd með fuglahúsum, fánum og fiski- kerjum myndu margir bílstjórar finna sér aðrar leiðir um Melana. Nú hefur talning bíla sýnt þeim, sem þrátt fyrir hve augljóst þetta var vildu ekki skilja það, að niðurstaðan varð einmitt sú sem sjá mátti fyrir.    Talningarbíla í hverfinu sýna fram á að þrengingar Hofs- vallagötu hafi orðið til þess að allt að 1.000 bílar á sólarhring leiti inn í nærliggjandi götur þar sem mikil umferð á mun minna erindi en á Hofsvallagötu.    Bílarnir hurfu sem sagt ekki ogfólk tók ekki fram reiðhjólin og gönguskóna við það eitt að borgarstjórn legði steina í götu þess á Hofsvallagötunni.    Það færði sig aðeins til, enda erumferðin eins og vatnið og rafmagnið; hún leitar þangað sem fyrirstaðan er minnst. Og þó að borgarstjórn hafi „komið til móts við“ hávær mótmæli íbúanna með því að fjarlægja fuglahús og annað furðuverk af götunni hefur ekkert breyst því að hindranirnar eru enn fyrir hendi. Og það var meira að segja bætt í hindranirnar, senni- lega líka til að „koma til móts við“ íbúana.    Niðurstaðan af þessu bröltiborgarstjórnar er að íbúar hverfisins eru síður öruggir en áð- ur og eiga erfiðara með að komast leiðar sinnar.    Þar slógu Dagur og Jón tværflugur í einu höggi. Tvær flugur STAKSTEINAR Veður víða um heim 21.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 snjókoma Bolungarvík -3 snjókoma Akureyri 0 snjókoma Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 5 léttskýjað Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 8 heiðskírt Stokkhólmur 8 heiðskírt Helsinki 7 léttskýjað Lúxemborg 10 skýjað Brussel 10 léttskýjað Dublin 5 alskýjað Glasgow 5 skýjað London 12 léttskýjað París 12 heiðskírt Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 20 heiðskírt Vín 21 skýjað Moskva 2 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 20 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -11 skafrenningur Montreal -2 snjókoma New York 3 léttskýjað Chicago 1 heiðskírt Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:21 19:49 ÍSAFJÖRÐUR 7:25 19:55 SIGLUFJÖRÐUR 7:08 19:38 DJÚPIVOGUR 6:51 19:19 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aðsókn að Landnámssýningunni í Aðalstræti hefur verið talsvert um- fram það sem reiknað hafði verið með. Guðbrandur Benediktsson, deildarstjóri miðlunar hjá Minja- safni Reykjavíkur, áætlar að að- sókn í janúar og febrúar hafi verið um 30% meiri en sömu mánuði í fyrravetur. „Þetta er í sjálfu sér lúxusvandamál, sem gaman er að takast á við. Við þurfum að bregð- ast við fyrir sumarið og fjölga fólki á vöktum, þegar reikna má með holskeflu ferðamanna til landsins,“ segir Guðbrandur. Hann segir að ferðamönnum hafi einnig fjölgað í Árbæjarsafni og á fleiri söfnum og sýningum. Land- námssýningin skeri sig þó úr og njóti góðs af staðsetningunni í hjarta miðborgarinnar. Járnvinnsla á Alþingisreit Vegna endurbóta var sýningin lokuð í vikutíma í byrjun mánaðar- ins. Guðbrandur segir að í fornleifa- rannsókn undir stjórn Völu Garð- arsdóttur fornleifafræðings á Alþingisreitnum á milli Kirkju- strætis, Vonarstrætis og Tjarnar- götu hafi komið í ljós minjar um fjölbreytta starfsemi þegar á land- námstímanum. Talsvert af þessu hafi tengst útgerð og fiskvinnslu, en einnig rauðablæstri og járn- vinnslu. Alþingi sem stóð fyrir fornleifa- rannsókninni á Alþingisreitnum tekur þátt í því að bæta nið- urstöðum úr þeirri rannsókn við þá sögu sem sögð er á Landnámssýn- ingunni. Fornleifarannsóknir og margmiðlunartækni Á sýningunni er fjallað um land- nám í Reykjavík og byggt á forn- leifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000, að því er fram kemur á heimasíðu Minja- safnsins. Norðan við skálann fannst veggj- arbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2 er staðsett í Aðalstræti 16. Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld. Einnig er hægt að skyggnast inn í skálann með hjálp tölvutækni og ímynda sér hvernig lífi heimilisfólksins var háttað. Á sýningunni er reynt að gefa hug- mynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám. Einnig eru sýndir munir sem fundist hafa við fornleifauppgröft í miðbænum. Aðsókn talsvert umfram áætlanir  Upplýsingum um járnvinnslu á Alþingisreit bætt við frásögnina Morgunblaðið/Eggert 871 +/-2 Margmiðlunartækni er notuð á landnámssýningunni. Fulltrúar Verkalýðsfélags Akraness skrifuðu undir nýjan kjarasamning við forsvarsmenn Elkem Ísland og Samtök atvinnulífsins í gær. Verkfall starfsmanna járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga átti að hefjast á þriðjudag ef ekki hefði náðst að semja fyrir þann tíma. Samningurinn gildir í þrjú ár frá 1. janúar og verður hann kynntur starfsmönnum verksmiðjunnar á þriðjudag að því er kom fram á vef- síðu verkalýðsfélagsins í gær. Þá verður jafnframt kosið um hann. Á vefsíðu Verkalýðsfélags Akra- ness kom enn fremur fram að lausn kjaradeilunnar hefði meðal annars byggst á því að taka upp nýja bón- usa fyrir starfsmenn verksmiðjunn- ar. Kjarasamningar þeirra höfðu verið lausir frá 1. desember í fyrra. Verkfalli starfsmanna Elkem var afstýrt  Samningur byggist á nýjum bónusum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.