Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 E-60 Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Verð frá kr. 24.300 Íslensk hönnun og framleiðsla Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.iswww.facebook.com/solohusgogn A81 Hönnuðir: Atli Jensen og Kristinn Guðmundsson Verð frá kr. 27.800 Íslensk húsgögn og hönnun í Hörpu 27. - 30. mars Frumsýnum nýjar vörur á sýningunni HönnunarMa rs DesignMarch Reykjavík Karl Blöndal kbl@mbl.is Mikil reiði ríkir í Tyrklandi vegna ákvörðunar stjórnar Receps Tayyips Erdogans forsætisráðherra um að loka félagsvefnum Twitter og reyndi fólk að komast fram hjá banninu við notkun vefjarins. Vefurinn þar sem hægt er birta örskilaboð hefur verið mikið notaður til að birta ásakanir um spillingu á hendur þeim, sem eru í innsta hring Erdogans. Seint á fimmtudagskvöld var slökkt á Twitter í Tyrklandi. Ákvörðunin hefur verið tengd við það að 30. apríl eru sveitarstjórnar- kosningar í Tyrklandi. Meðal þeirra, sem hafa mótmælt aðgerðinni, er Abdullah Gul, forseti Tyrklands. Hann notar félagsvefi mikið. „Ekki er hægt að samþykkja algert bann við félagsvefjum,“ tísti Gul undir nafni sínu á Twitter, @cbabdullahgul, og bætti við að ekki væri „tæknilega hægt að hindra að- gang að þjónustunni um allan heim“. Tíu milljónir manna nota Twitter í Tyrklandi. Síðdegis á föstudag hafði tyrkneskum tístum fjölgað um 138% miðað við miðvikudag, semkvæmt Brandwatch, sem fylgist með notkun félagsvefja. Þingmaðurinn Aykan Erdemir, sem er í stjórnarandstöðu sagði að flokkur sinn, Lýðræðisflokkur þjóð- arinnar, myndi leita til dómstóla til að hnekkja banninu og varaði við því að með því skipaði Tyrkland sér á bekk með ólýðræðislegum ríkjum á borð við Kína. Leiðbeiningar framhjá banni Stjórnendur Twitter brugðust við með því að birta leiðbeiningar um hvernig Tyrkir gætu komist hjá banninu með því að tísta í gegnum smáskilaboðaþjónustu farsíma sinna. Leiðtogar í Evrópu gagnrýndu Erdogan, sögðu að aðgerðin væri brot á málfrelsi borgaranna og gæti haft áhrif á umsókn Tyrkja um inn- göngu í Evrópusambandið. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að bannið samræmdist „ekki okkar hugmyndum um skoðanafrelsi“. Sendiherra Breta í Ankara skoraði á stjórnina að falla frá banninu. Bannið er enn ein aðgerð stjórnar Erdogans til að herða tökin á netinu. Þegar hafa þúsundir vefsíðna verið bannaðar. Fjöldi Tyrkja hefur notað Twitter og Facebook til að koma skoðunum sínum á stjórninni á framfæri eftir mótmælin gegn henni í fyrra. Hvergi eru stjórnvöld jafn ötul að setja blaðamenn í fangelsi og í Tyrklandi og tugir blaðamanna hafa verið reknir eða neyddir til að hætta störf- um eftir mótmælin, að sögn stéttar- félaga tyrkneskra blaðamanna. Gagnrýni Guls forseta á Erdogan ber vitni valdabaráttu þeirra. Þeir deildu einnig fyrir tveimur vikum þegar Erdogan gaf í skyn í spjall- þætti að til greina kæmi að banna Facebook og YouTube eftir kosning- arnar. Sagði Gul Erdogan að hann væri andvígur slíku banni. Gul og Erdogan stofnuðu saman íslamska íhaldsflokkinn AK og hafa verið samherjar í pólitík. Upp á síð- kastið hefur hins vegar nokkrum sinnum komið upp ágreiningur á milli þeirra. Forsetakosningar verða í ágúst og Erdogan hefur hug á að taka við af Gul. Gul sýnir hins vegar ekki á sér neitt fararsnið. Gul er þó ekki andvígur Erdogan að öllu leyti og uppskar forsetinn harða gagnrýni þegar hann undirrit- aði umdeild lög um netið í febrúar. Samkvæmt lögunum má stjórnin loka á ákveðið efni á netinu án sam- þykkis dómara. Uppnám út af upptökum Bakgrunnur málsins er að and- stæðingar stjórnarinnar settu, nafn- laust, símaupptökur á vefinn You- Tube þar sem heyra má rödd Erdogans. Þar virðast Erdogan og sonur hans meðal annars tala um hvernig eigi að fela peningaslóð. Einnig talar Erdogan um að hafa áhrif á viðskiptasamninga, dómsmál og umfjöllun fjölmiðla. Erdogan seg- ir upptökurnar falsaðar. Tyrkir reið- ast banni á Twitter  Kröftug mótmæli við tilraun forsætis- ráðherrans til að hefta umræðu AFP Reiði Mótmælendur komu saman í Ankara í gæri til að mótmæla ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda um að banna og loka félagsvefnum Twitter. Á einu spjaldinu er Recep Erdogan forsætisráðherra kallaður Twitler. Recep Tayyip Erdogan, for- sætisráðherra Tyrklands, sagði á útifundi á fimmtudag að hann ætlaði að þurrka Twitter út í landinu og sér stæði á sama hvað alþjóðasamfélagið segði. Seinna um daginn komu þær skýringar frá skrifstofu for- sætisráðherrans að ástæðan væri sú að Twitter hefði neitað að fjarlægja tengingar við efni, sem dæmt hefði verið ólöglegt, þrátt fyrir tilskipun dómstóla. Erdogan bannaði Facebook í tvö ár, en aflétti banninu 2010. Vill þurrka Twitter út BANNAÐI FACEBOOK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.