Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Fasteignasalan TORG kynnir: Sérlega glæsileg íbúð á efstu hæð! Einstaklega falleg, björt og vönduð 126,3 fm íbúð á besta stað í Norðlingaholti í Reykjavík. Í íbúðinni er 3ja metra lofthæð og stórir gluggar með granít sólbekkjum. Sérhönnuð lýsing frá Lumex er í íbúðinni og fylgir hún öll með. Granít á eldhúsinnréttingu og vönduð tæki. Mjög stórar svalir sem gengið er út á frá stofu og baðherbergi, þar sem gert er ráð fyrir heitum potti. Íbúðin er á 3. hæð í lyftuhúsi en henni fylgir stæði í bílageymslu. Eignin er hin vandaðasta í alla staði. Uppl. Garðar Hólm sölufulltrúi, gsm: 899 8811 Verð: 42.500.000 Herbergi: 3 Stærð: 126,3 fm Bílageymsla OPIÐ HÚS 24. mars kl. 18:00-18:30 Sandavað 11 110 Reykjavík OPIÐ HÚS 24. mars kl. 18:00 - 18:30 Áb. Sigurður Gunnlaugsson lfs. Garðar Sölufulltrúi 899 8811 gardar@fasttorg.is Sigurður Fasteignasali 898 6106 sigurdur@fasttorg.is Það er löngu sannað að þeim sem stunda reglulega líkamsrækt líður andlega betur og eru í betra jafnvægi en þeir sem gera það ekki. Þú eflist andlega og verður öruggari með sjálfan þig og um leið færari í mann- legum sam- skiptum. Þú ein- angrast síður og það bætir í lífs- löngun þína. Þú dregur andann og lifir lífinu í fleiri litum. Hvers vegna stundar þá aðeins um þriðjungur manna og barna líkams- rækt sem hafa líkamlega burði í það? Líkamsrækt, hugtakið að rækta líkama sinn, er margslungið. Það er hægt að stunda alls kyns hreyfingu. Þú þarft ekki og ættir ekki að fara eftir því sem aðrir gera. Þú getur, og átt að finna þína eigin leiðir í að hreyfa þig. Hvað þykir þér skemmti- legt og hvað þykir þér leiðinlegt? Einbeittu þér að skemmtilegum hlutum og slepptu þessu leiðinlega. Góður vinur minn kenndi mér að halda upp á allt sem þú mögulega getur haldið upp á. Sama hversu „lít- ið“ aðrir segja það vera. Það er hluti andlegrar líkamsræktar. Þú getur boðið skemmtilegu fólki í heimsókn og átt með því góða kvöldstund. Sami vinur minn eignaðist rándýra koníaksflösku að gjöf sem var orðin 30 ára gömul í skáp hans. Hann hafði beðið í öll þessi ár eftir að opna hana. Hann fann ekki rétta tilefnið. Sagan um flöskuna endaði þannig að hann opnaði hana á ómerkilegu þriðju- dagskvöldi eitt sumarið, þegar faðir hans kom í heimsókn í spjall sem hann gerði reglulega. Þeir kláruðu flöskuna og urðu glaðir. Hann við- urkenndi síðar að hafa flækt málin með þessari flösku og gert hana að of stórum hlut í lífi sínu. Hann sá eftir því. Þetta var bara flaska af koníaki. Algengast er, og miða ég þá út frá minni reynslu, að þeir sem ætla sér að stunda líkamrækt, mikla það fyrir sér og gera of mikið úr því líkt og vinur minn gerði með koníaks- flöskuna. Þetta á ekki að vera svona flókið. Inn í breytuna kemur yfirleitt þetta: Allir telja sig þurfa að ná ein- hverjum mælanlegum árangri í stað þess að næra sálina eina með hreyf- ingunni. Kílóin þurfa að fjúka hratt og um- málið sömuleiðis. Þannig gera þeir sig að mælanlegum „hlut“ í há- pressu-þjóðfélagi sem með megrun- arkúrum og öfgum hefur ákveðið hvernig mannskepnan skal líta út. Hvað á sér svo stað innra með þér þegar þú nærð ekki þessu mæl- anlega? Þú verður vonsvikinn og hreyfingin sem áður var svo skemmtileg fellur um sig sjálfa og þú átt það til að hætta öllu. Þú ert ómeðvitað farinn að stunda líkamsrækt fyrir alla aðra en sjálfan þig. Ég skora hér með á þig að byrja, og þá í þeirri hreyfingu sem höfðar mest til þín og þér þykir skemmtileg. Þetta hlýtur að snúast um eitt- hvað meira en það að vera í röngum hlutföllum samfélags sem löngu er búið að missa sjónar á því hvað er rétt. ÁSGEIR ÓLAFSSON, þjálfari og skrifaði metsölubókina Létta leiðin. Stundaðu líkamsrækt fyrir sálina Frá Ásgeiri Ólafssyni Ásgeir Ólafsson Andstæðingum ESB á Íslandi hefur ítrekað tekist að auka stuðning við sinn málstað með tengingu við mál sem í raun sýna fram á kosti ESB-samstarfsins fyrir Ísland. Icesave-deilan við Breta og Hollend- inga er ágætt dæmi um þetta. Icesave í notskurn Upp úr aldamótum óx bankakerfið hérlendis á hraða sem á sér vart hlið- stæðu á byggðu bóli. Árið 2006 hóf Landsbankinn að yfirbjóða vaxtakjör til að safna innistæðum erlendis og styrkja sína lausafjárstöðu. Kreppan sem skall á 2008 var bæði djúp og al- þjóðleg. Bankakrísur, í mismunandi birtingarmyndum, hafa komið upp á u.þ.b. 8-12 ára fresti í heiminum und- anfarin 200 ár eða svo. Í fyrstu bankakrísunni eftir einkavæðingu 2002 féll íslenska bankakerfið í heild sinni og þegar ballið var búið voru ekki til peningar til að endurgreiða innstæðueigendum. Ríkið greip inní og innstæður á Ís- landi voru tryggðar að fullu. Varð- andi hina, sem áttu reikninga í er- lendum útibúum bankanna, var vísað til regluverks ESB. Ríkisábyrgð var réttilega vísað á bug þrátt fyrir „ís- kalt hagsmunamat“ góðra manna. Fólk hefur óbeit á því að tapa pen- ingum, sér í lagi þegar aðrir í svipaðri stöðu fá tjón sitt bætt að fullu. Bret- land og Holland gerðu athugasemd við þessi málalok á grundvelli EES- réttar. Annars vegar var vísað til tilskipunar um innlánstrygg- ingakerfi og hins vegar meginreglunnar um bann við mismunun. Bretland beitti sér með mjög óbilgjörnum hætti og upp hófst milliríkja- deila sem jaðraði við þorskastríðið þegar hæst lét. Haustið 2008 voru tímarnir breyttir og enginn í Washington sá ástæðu til að styðja málstað Íslands með langlínusímtali í Downingstræti 10 eins og í þorska- stríðinu forðum daga. Farvegur deilumála Í samningi ESB við EFTA-ríkin frá 1994, um aðgang Íslands að innri markaði sambandsins, er kveðið á um að deilumál skuli leyst fyrir sér- stökum EFTA-dómstól. Icesave- málið vannst á grundvelli regluverks ESB og fyrir samevrópskum dómstól. Lyktir Icesave-málsins eru til marks um að í náinni evrópskri samvinnu njóta smáþjóðir verndar réttarríkis. Í slíkum félagsskap getur „hinn smái“ mætt „þeim stóra“ á jafnrétt- isgrundvelli og uppskorið sigur. Náið samstarf við alla? Þeir sem mest eru fráhverfir nán- ara samstarfi Íslands við Evrópu nefna mikilvægi þess að vera í góðu og nánu samstarfi við sem flest ríki. Kína og Rússland eru oft nefnd í þessu samhengi sem mikilvæg, ört vaxandi markaðssvæði og vænlegir samstarfsaðilar á alþjóðavettvangi. En skuldsett smáríki geta ekki stund- að stórfelld viðskipti og verið í nánu samstarfi alls staðar, aukning á við- skiptum og samvinnu á einum stað dregur úr tengslum við aðra. Í alþjóðaviðskiptum og náinni sam- vinnu á milli þjóðríkja skapast tengsl. Með tíð og tíma leiða aukin tengsl til gagnkvæmra ítaka og bandamenn verða háðir hver öðrum. Tilhæfulaus krafa úr austri Leiða má hugann að málalokum ef Kína eða Rússland gerðu tilhæfu- lausa kröfu upp á 1.000 milljarða króna á hendur Íslendingum á grund- velli mismununar. Kína og Rússland hafa ekki alltaf sýnt sanngirni gagn- vart öðrum ríkjum, svo ekki sé talað um umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru smáir og í minnihluta. Skyn- samlegt er að gefa sér góðan tíma í að meta nánara samstarf á vettvangi þar sem skuldsettar smáþjóðir í gjaldeyr- ishöftum njóta verndar réttarríkis á jafnréttisgrundvelli. Forðast ber heimatilbúna tímapressu, fyrirfram- gefna niðurstöðu og fljótfærnislegt „ískalt hagsmunamat“ eins og heitan eldinn. Pútín, Icesave og „ískalt hagsmunamat“ Eftir Hjálmar Vilhjálmsson » Lyktir Icesave- málsins eru til marks um að í náinni evrópskri samvinnu getur „hinn smái“ mætt „þeim stóra“ á jafnréttisgrundvelli og uppskorið sigur. Hjálmar Vilhjálmsson Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.