Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Ætli ég byrji ekki daginn á því að skella mér á hestbak. Umkvöldið ætla ég að elda eitthvað extra gott fyrir fjöskylduog vini. Ég er svo heppin að vinir okkar frá Húsavík eru einmitt í heimsókn hjá okkur,“ segir Katrín Sigurðardóttir sem er 41 árs í dag. Hún er búsett á Skeiðvöllum í Holta- og Landsveit ásamt fjöl- skyldu sinni og rekur þar hestamiðstöð og ferðaþjónustufyrirtæki. Síðastliðið sumar bættu þau við reksturinn og opnuðu svokallaða heimsóknarmiðstöð sem er opin yfir sumartímann. Ekki er um hefð- bundna hestaleigu að ræða heldur fær fólk að kynnast lífinu í kring- um hestamennskuna. Teymt er undir börnum og þau fá að kemba hestunum, þá er sögusafn sem sýnir þróunina á gömlum reiðtygjum og hægt að setjast niður og fá sér eitthvað á kaffihúsinu. „Viðtökurnar voru góðar en það sem kom mér mest á óvart var að 80% gesta voru Íslendingar. Það er greinilega mikil þörf fyrir af- þreyingu á svæðinu enda hefur gistimöguleikunum fjölgað mikið á svæðinu undanfarið.“ Að auki er rekin tamninga- og sölumiðstöð á Skeiðvöllum og er pláss fyrir 38 hross. „Það er gaman að vera með blandaðan rekstur. Þetta styður allt hvað annað,“ segir Katrín en hún hefur stundað hestmennsku frá blautu barnsbeini og er ferða- málafræðingur að mennt. thorunn@mbl.is Katrín Sigurðardóttir er 41 árs í dag Fjölskyldan Katrín og Davíð ásamt börnum og buru; Sigurður Smári, Guðlaug Birta, hundurinn Píla og kötturinn Tinni og Flóki. Hestamennska frá morgni til kvölds Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Ólafsfjörður Óðinn Snær fæddist 23. nóvember kl. 18.27. Hann vó 3.286 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Þorvaldsdóttir og Hólmar Hákon Óðinsson. Nýir borgarar Reykjavík Heiðar Helgi fæddist 1. nóvember kl. 0.34. Hann vó 2008 g og var 44 cm langur. Foreldrar hans eru Sara Bergsdóttir og Einar Ingimar Helgason. Á rni Hjörvar bassaleikari fæddist í Reykjavík 22.3. 1984. Hann ólst upp í Kópavogi fyrstu árin en í Grafarvog- inum frá sjö ára aldri. Árni var í Hamraskóla í Grafarvogi og síðan Engjaskóla, stundaði nám við Menntaskólann við Sund og lauk þaðan stúdentsprófi 2004 og stund- aði nám í félagsfræði skamma hríð við Háskóla Íslands. Vann við félagsmiðstöðvar Árni stundaði nám við Tónlistar- skóla FÍH og útskrifaðist þaðan eft- ir þriggja ára nám. Hann flutti til Bretlands 2007 og hóf þar tónlist- arnám við Institute of Contempor- ary Music Performance. En þar stoppaði hann stutt við, enda hefur hann sagt í viðtali við Morg- unblaðið: „Ég sótti um tónlist- arháskólann til þess að réttlæta ferðalagið.“ Árni vann við frístundastörf fyrir unglinga í Grafarvogi, í félags- miðstöðvunum Engyn við Engja- skóla og Púgyn við Víkurskóla og Árni Hjörvar Árnason bassaleikari í Vaccines – 30 ára Fjölskyldan á Austurvelli Snæbjörn, Ellen með Ágústu Jóhönnu, Jóhannes og Árni og foreldrar fyrir aftan. Árni Hjörvar rokkar á toppinn í Bretlandi Á tónleikahátíð Árni horfir yfir hátíðargesti í stuði á Glastobury, 2013. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Laugardagstilboð – á völdum dúkum, servéttum og kertum SE RV ÉT TÚ R KE RT I DÚ KA R Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is ® Ýmisservéttubrot Sjá hér! Opið laugardaga kl. 10-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.