Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 ✝ RagnheiðurGuðmunds- dóttir, Heiða, fædd- ist í Innri- Hjarðardal í Ön- undarfirði hinn 8. desember 1925. Hún lést 28. febr- úar 2014. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Hagalínsdóttur og Guðmundar Gils- sonar og var áttunda í röð tíu barna þeirra. Systkinin frá Innri-Hjarðardal eru Gils, f. 1914, Ingibjörg, f. 1916, Helga Guðrún, f. 1918, Þórunn, f. 1920, Hagalín, f. 1921, Kristján, f. 1923, Magnús, f. 1924, Ragn- heiður, f.1925, Páll, f. 1927, og Bjarni Oddur, f. 1930. Ragnheiður ólst upp í for- eldrahúsum í Hjarðardal ásamt starfa í sveitinni bæði úti og inni. Um áratuga skeið tóku Heiða og Einar börn í sumardvöl og skipt- ir fjöldi þeirra tugum. Heiða og Einar eignuðust fimm börn en misstu einn son á öðru ári. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Ása, f. 1951, sambýlismaður Gunnar Gunnarsson. Börn hennar eru: a) Einar Jón Kjartansson, maki Valdileia Martins de Oliveira, hans börn eru Atli Jakob og Anna Luiza, b) Soffía Guðrún Kjartansdóttir, maki Sigurgeir Guðmundsson, börn þeirra eru Konráð Elí, Marteinn Hugi og Ástríður Erna, c) Davíð Ernir Harðarson, d) Snorri Harðarson. 2) Guðmundur Gils, f. 1954, maki Jarþrúður Jónsdóttir. Börn þeirra eru: a) Guðrún Ragnheið- ur, maki Víglundur Sverrisson, börn: Jana Eir, Emil Tumi og Fura Lív, b) Guðni Reynir, c) Auður Ösp. 3) Unnsteinn, f. 1958, hans dóttir er Kristín. Útför Ragnheiðar fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 22. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar systkinum sínum og tók þátt í þeim störfum sem þar voru unnin sín bernsku- og æsku- ár. Veturinn 1944- 1945 stundaði hún nám í Héraðsskól- anum á Laugar- vatni og á Hús- mæðraskólanum á Laugalandi í Eyja- firði veturinn 1947- 1948. Ragnheiður giftist Einari Guðna Tómassyni frá Auðsholti, þá í Biskupstungum, hinn 8. des- ember 1950. Þau byggðu sér hús í Auðsholti og bjuggu þar fyrst félagsbúi með Tómasi bróður Einars og konu hans Helgu Þórðardóttur og síðan með syni sínum og tengdadóttur, Guð- mundi Gils og Jarþrúði Jóns- dóttur. Heiða gekk til allra Þegar nú kær frænka okkar hefur kvatt þessa jarðvist leitar hugurinn til æskuáranna, hvern- ig við munum Heiðu fyrst, þessa konu sem stóð okkur svo nærri og var órjúfanlegur þáttur í upp- vexti okkar systkina. Móðir okkar var næstelst í systkinahópnum í Hjarðardal og flutti fyrst að heiman, alla leið á Suðurlandið. Heiða sagði að hún hefði vorkennt systur sinni að fara svona langt í burtu frá sínu fólki og hét henni því í brúð- kaupsferð þeirra pabba vestur 1939 að hún skyldi koma henni til aðstoðar þegar hún þyrfti með. Haustið 1941 kom svo kallið, Heiða sem þá var á 16. ári hafði lengi kviðið þessu ferðalagi en loforðið varð hún að efna. Ferðin suður var löng og ströng, fyrst tveggja sólahringa sjóferð með Súðinni sem sleikti allar hafnir í vondu veðri. Eftir nokkurra daga dvöl í Reykjavík fór hún með áætlunarbíl (hálfkassabíl) austur í Tungur, var það sex tíma ferð með viðkomu hjá KÁ á Selfossi. Í ferðinni varð hún ekkert vör við hina illræmdu Kamba enda vön Skógarbrekkunum fyrir vestan þar sem bílarnir þurftu að bakka til að ná beygjunum. Þennan vet- ur var hún á Spóastöðum og oft eftir það um lengri eða skemmri tíma eins og mörg móðursystkini okkar. Aufúsugestir voru þau Heiða, Gróa og Maggi um jól og páska þegar þau voru á Héraðs- skólanum á Laugarvatni, þeim fylgdi alltaf líf og fjör, ógleyman- legt okkur, litlu frændsystkinum þeirra. Nokkrum árum seinna kom hún að sýna okkur kærastan sinn, hann Einar í Auðsholti, mann sem við höfðum alltaf þekkt, bæði sem góðan nágranna og frænda, við sættum okkur vel við það, ekki síst þegar í ljós kom að þau ætluðu að setjast að í Auðsholti. Var ætíð mikill samgangur milli heimilanna þó að óbrúað stórfljót skildi bæina að, í þá daga til- heyrðu enn Auðsholtsbæirnir sveitinni okkar Biskupstungum. Heiða og Einar byrjuðu sinn búskap í gamla bænum í Auðs- holti, í minningunni var það mikið völundarhús, margra hæða með allskonar skúmaskotum og brött- um þröngum stigum. Þau gengu inn í heimili Vilborgar og Tóm- asar foreldra Einars, sem þar bjuggu ásamt sonum sínum Gumma og Tomma. Í eigið hús voru þau flutt rétt fyrir jólin 1951 með frumburðinn sinn hana Siggu Ásu. Í Auðsholti var alltaf margt um manninn, þangað var gaman að koma, húsmóðirin hress og kát, sagði okkur skemmtilegar sögur að vestan og var ekki lengi að snara fram góðgjörðum. Þau voru ófá börnin og ungmennin sem dvöldu í Auðsholti hjá Heiðu og Einari um mislangt skeið, og áttu hjá þeim athvarf og skjól alltaf upp frá því. Margir áttu trúnað Heiðu, hún var góður og skilningsríkur hlust- andi, gerði ekki lítið úr vanda- málum viðmælenda sinna og oft leystust málin með hennar hjálp. Heiða var mikil handverks- kona, enda æskuheimili hennar þekkt fyrir falleg og góð vinnu- brögð, hún hefði passað vel inn í sprotafyrirtækin í dag, með kremgerð og allskonar ullar- vinnslu m.a.af eigin kanínum. Kynslóðir koma og kynslóðir fara, með Heiðu hefur enn eitt Hjarðardalssystkinið kvatt. Með virðingu og þökk kveðjum við systkinin móðursystur okkar og biðjum Guð að blessa minn- ingu hennar og halda verndar- hendi yfir börnum hennar og fjöl- skyldum. Sigríður og Steinunn (Sigga og Stenna). Nú hefur hún móðursystir mín, hún Heiða í Auðsholti, kvatt okkur. Heiða hefur verið hluti af lífi mínu alla tíð, enda systir hennar mömmu minnar heitinnar. Fyrstu árin í búskapartíð þeirra systra í Biskupstungunum var mjólkin ferjuð yfir ána, fékk ég þá stundum að heimsækja frænku og dvelja hjá henni í nokkra daga. Var hún stundum að prjóna á mig allavega fínerí, dekraði við mig í mat og fékk ég að ráða hvað hún bakaði, snúðar, kleinur, brauð, lagkökur, flatkök- ur, pönnukökur, allt var best í heimi hjá Heiðu. Hjá frænku voru allir jafnir, stórir sem smáir, hvort sem þeir voru úr sveit eða fínar frúr úr Reykjavík, allir þurftu að vaska upp. Mikið var gaman að vinna fyrir Heiðu, hún hafði lag á að hrósa manni og hvetja svo verkin urðu auðunnin og skemmtileg. Væri betra ef aðrir tækju hana sér til fyrir- myndar við óharðnaða unglinga, hún var alltaf með í verkunum og sagði til á svo ljúfan hátt og sagði svo sögur til að stytta stundirnar. Stundum var erfitt að sofna, kall- aði Heiða þá í mig og kenndi gólf- kulda um, svo ég fékk að kúra á milli Einars og Heiðu, oft voru nokkur kríli í viðbót en það skipti ekki máli, því þótt rúmið væri lítið var alltaf nóg pláss, sannaðist það sem sagt er að þar sem er hjarta- rúm er alltaf nóg húsrúm. Stund- um fengum við að máta fötin þeirra og skóna, drasla til, leika leikrit, fara í feluleik og fela hlut, en mest gaman þegar Einar var með okkur, hann hjálpaði þeim ungu að finna góða staði og segja hvort við værum heit eða köld. Einar var einstakur maður, barn- góður, elskulegur vinur, traustur og trúr. Það voru oft heitar um- ræður við eldhúsborðið í Auðs- holti og fengu allir sem vildu leggja sitt til málanna, sem ekki var vani með krakka þá, að taka þátt í samræðum fullorðinna. Eftir að Heiða varð ein í Auðs- holti og ég farin að búa á Flúðum voru ferðir tíðar til Heiðu, mamma dvaldi hjá mér yfir vetr- artímann og hittumst við reglu- lega. Þær voru nánar systur og miklar hannyrðakonur og töluðu þessi ósköp um frændfólk okkar sem ég hafði engan áhuga á þá, en gaman væri að vita núna. Krakk- arnir mínir fengu stundum að fara til frænku, með Bjarna skólabílstjóra, og njóta þess sem Heiðu frænku var einni lagið og að gefa kanínunum, hænunum, hundum og kisum. Oftast komu þau heim með vettlinga, sokka, kleinur eða eitthvað annað sem þau höfðu útbúið, alsæl með veruna. Heiða var gjafmildasta kona sem ég hef þekkt, ekkert var of gott til að gefa það sem hún prjónaði og spann úr fiðu af kan- ínunum sem hún ræktaði. Útbjó krem og olíur, ekki held ég að tímakaup hennar hafi verið hátt, en hamingjusöm var hún frænka mín og oftast með fullt af fólki í kringum sig, börnin sín og barna- börn og einnig annarra börn og marga vini og kunningja. Þannig leið Heiðu minni best á kafi í verkefnum og fólki. Mikið var gaman að fylgjast með afkom- endum hennar eftir að Heiða flutti að Fossheimum á Selfossi, hvað þau umvöfðu hana ást og umhyggju, enda uppskar hún eins og hún sáði. Þakka ég og fjöl- skylda mín allar góðar stundir með Heiðu. Ragnhildur Þórarinsdóttir. Það undrar oft er litið er til baka þar er ei margt sem hugi okkar þjakar. En allt það góða yljar huga manns hvað væri þetta líf án kærleikans. (HGE) Hinn 28. febrúar sl. dó Heiða frænka umvafin kærleik frá börn- um sínum, því hún uppskar eins og hún sáði. Heiða var meira en frænka okkar systra, hún var móðursystir hennar mömmu sem annaðist hana frá fæðingu ásamt langömmu okkar. Samband þeirra var alla tíð náið og leit mamma á sig sem eina af Hjarð- ardalssystkinunum. Þurftum við Ragnheiður Guðmundsdóttir Kæra amma Soffía. Okkur finnst leiðinlegt að hafa ekki getað kvatt þig per- sónulega og munum alltaf sjá Soffía Valgerður Einarsdóttir ✝ Soffía Val-gerður Ein- arsdóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1934. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir, Graf- arvogi, 9. febrúar 2014. Útför Soffíu fór fram 20. febr- úar 2014. eftir því, en við vilj- um að þú vitir að við elskuðum þig heitt. Þú varst góð kona og frábær amma. Við vonum að þú munir hafa það frá- bært. Þú verður aldrei gleymd og lifir áfram í hjört- um okkar. Takk fyrir allt og hafðu það gott. Fernanda, Suzanna og Salomé. ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ✝ Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem á margvíslegan hátt heiðruðu minningu og sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR GEIRSDÓTTUR, Víkurbraut 28, Höfn. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarþjónustunnar Karitas og líknardeildar Landspítala fyrir frábæra umönnun og hlýju. Margrét Sigurðardóttir, Sigurjón Arason, Anna Sigurðardóttir, Gunnar Þór Árnason, Halldóra Sigríður Sigurðardóttir, Jóhannes Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra ÓSKARS LÁRUSAR TRAUSTASONAR, Svöluási 20, Hafnarfirði. Guðrún Pálsdóttir, Trausti Ó. Lárusson, Hanna Kjeld, Auður Traustadóttir, Guðmundur Á. Tryggvason, Anna Kristín Traustadóttir, Sigrún Traustadóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurður Knútsson, Elín Ósk, Trausti, Svava Dís, Bjarni, Páll Arnar og fjölskyldur. ✝ Þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærrar dóttur okkar, innilegrar systur, mágkonu, barnabarns og frænku, SIGURVEIGAR ÞÓRARINSDÓTTUR læknis. Þórarinn Baldursson, Birta Einarsdóttir, María Loftsdóttir, Jón K. Valdimarsson, Sigrún Þórarinsdóttir, Ingólfur Stefán Finnbogason, Loftur Þórarinsson, Mayuko Ono Þórarinsson, Davíð Leifsson, Lanny Leifsson, Sigurveig Þórarinsdóttir og frændsystkini hinnar látnu. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR MAGNÚSDÓTTUR, dvalarheimilinu Grund, áður Gnoðarvogi 32. Guðrún R. Axelsdóttir, Einar Eiríksson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Aino Freyja Jarvela, Áslaug Einarsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar yndislegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HAUKS S. TÓMASSONAR jarðfræðings, Furugerði 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun og stuðning. Karitas B. Jónsdóttir, Sigrún Hauksdóttir, Loftur Atli Eiríksson, Sigrún Jónasdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR ÞENGILSDÓTTUR, Mýrarvegi 115, Akureyri. Ásgrímur Tryggvason, Tryggvi Ásgrímsson, Guðrún Agnes Sigurðardóttir, Arnheiður Ásgrímsdóttir, Hafberg Svansson, Ásrún Ásgrímsdóttir, Baldvin Stefánsson, Þengill Ásgrímsson, Selma Hauksdóttir, Hákon Ásgrímsson, Anna Elín Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR ÖLDU ÚLFARSDÓTTUR, Suðurtúni 13, Álftanesi, sem lést á krabbameinsdeild LSH 15. febrúar. Guðbjartur I. Gunnarsson, Inga Steinþóra Guðbjartsdóttir, Sigurður Jónsson, Emelía Dóra Guðbjartsdóttir, Birgir Viðarsson, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, Hrönn Guðbjartsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.