Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert góður skipuleggjandi og skalt bjóða fram starfskrafta þína þar sem þeir nýtast best. Sýndu lipurð og festu. Umheim- urinn sperrir eyrun. 20. apríl - 20. maí  Naut Kímnigáfa þín og rausnarskapur gera að verkum að flestum líkar vel við þig. Taktu hlutverkinu fagnandi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það kann ekki góðri lukku að stýra að blanda pesónulegum vandamálum sínum saman við starfið. Gerðu ráð fyrir því óvænta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Til þín berast sterkir straumar í dag. Maður hefur ótal tækifæri til þess að upplifa fortíðina en þú kýst að láta kyrrt liggja. Mað- ur græðir hvort sem er ekkert á því að velta sér upp úr því liðna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að halda einkalífi þínu og starfi aðskildu. Dýrkaðu og lærðu að meta ástvini þína af svo miklum ákafa, að þeir finni návist þína líka þegar þú ert víðs fjarri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu ekki að streða við hlutina ein/n í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gild- ir. Hrapaðu ekki að ákvörðunum, þú getur ekki vitað útkomuna fyrirfram. 23. sept. - 22. okt.  Vog Kannski á þér aldrei eftir að finnast þú nógu örugg/ur með þig til að gera það sem hjartað býður þér. Ekki er þar með sagt að dragi úr önuglyndinu. Drífðu þig af stað og láttu móðan mása. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú stendur á einhvers konar tímamótum og þarft því að íhuga vandlega næstu skref. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfa/n þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur mun meiri áhuga á smáatriðunum en heildarmyndinni í dag. Láttu glósur annarra sem vind um eyru þjóta; þær eru öfund. 22. des. - 19. janúar Steingeit Svo virðist sem þú fáir tækifæri til þess að auka tekjur þínar eða bæta að- stæður á vinnustað. Fáðu aðra til að vinna með þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Auðveldasta leiðin til að komast klakklaust gegnum daginn er að gera ekki svona miklar kröfur til annarra. Stattu fast á rétti þínum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gleymdu vonlausum málefnum heimsins og gerðu eitthvað sem þú getur klárað í dag. Sýndu umhyggju og sendu póst- kort eða hringdu til þess að segja hæ. Fyrir viku var þessi gáta eftirSigtrygg Jónsson í Vísna- horni: Gjarna er í garða sett göldrum tengd og níði. Vala henni veldur létt veiðimanns er prýði. Harpa Jónsdóttir Hjarðarfelli á þessa lausn: Fín í garðinn fánastöng. Fornmenn reistu oft níðstöng. Vala Flosa stökk á stöng. Strákar munda veiðistöng. Fleiri vísur bárust. Þessi var gáta Guðmundar Arnfinnssonar: Flytja manni ljúflingslög. Lög í vegg ég hugsa’ um. Valda sviða, sárir mjög. Svo eru þeir á buxum. Helgi R. Einarsson leysir gátuna svona: Hljóma strengir hörpunnar, í hleðslu er strengurinn, hef oft strengi hér og þar, við huppinn strenginn finn.. Karlinn á Laugaveginum réð gát- una þannig: Fiðlarinn leikur létt á strengi. Lag heitir strengur í bæjarvegg. Sárt undan strengjum svíður lengi Séð hef ég buxnastreng á segg. Og liggur við ofstuðlun í síðustu hendingu en sleppur samkvæmt ströngustu bragreglum, þar sem of langt yrði milli stuðla! Hér er gáta eftir séra Svein Vík- ing: Himni á má svartan sjá. seinlegt verk að greiða ’ann. Ungafæða er sagður sá. Sjómenn stundum veiða ’ann. Lausn birtist samkvæmt venju næsta laugardag. Karlinn á Laugaveginum hringdi í mig. Eins og vant er á þessum tíma árs er hann austur í Hvera- gerði sér til heilsubótar. Hann lét vel yfir sér og sagði að Sandvíkur- heiðin væri falleg í heiðríkjunni: Ég sá kríu sem flúði undan kjóanum þegar krakki ég lék mér í móanum með skrámur á hné. Og Skyggni ég sé sem skyggir á annað í Flóanum. Eyjólfur Jóhannesson í Hvammi orti: Skerðast tekur skemmtan forn, skiptir nú um bragi, eg er kominn upp í horn, út úr mannfélagi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stangir, strengir og Sandvíkurheiðin Í klípu „ÞEIR HAFA ENN EKKI ÁKVEÐIÐ HVAÐ SKAL GERA VIÐ HANN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HANN ÞURFTI AÐ HÆTTA SEM SKÓSMIÐUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...það sem heldur þér gangandi. GÆLUDÝR EIGA AÐ VERA SKEMMTILEG, GRETTIR. ÞAÐ ER KJAFTASAGA. ÞÚ SKEMMTIR EKKI. ÞÚ ÆTTIR AÐ PRÓFA. VILTU SKEMMTIKRAFT? FÁÐU ÞÉR APA. ÞÚ FÆRÐ SAMTÍNING Í MATINN Í KVÖLD. ÉG MISSTEIG MIG AÐEINS ÞEGAR ÉG LÉT MATINN Á BORÐIÐ! Að gera ekki neitt er afskaplegagóð afþreying. Hreinlega vegna þess að maður gerir það alltof sjald- an. Dagskráin er oftar en ekki þétt- skipuð. Víkverji líkt og aðrir sem eru í kringum hann er ansi lunkinn við að fylla frítíma sinn af hinum ýmsu viðburðum, fjölskyldu- og vinaboð- um, fyrir utan tímafrekt áhugamál. Fyrir utan „að gera eitthvað skemmtilegt með barninu“ (hvort sú pressa er sjálfsprottin eða tilkomin með þrýstingi frá samfélaginu skal ósagt látið). x x x Ekki svo að skilja að Víkverji njótiþess ekki að vera í félagsskap við aðra, fara í leikhús, bíó og tón- leika. En fyrir vikið eru helgarnar líkt og þessi, þéttskipuð af stans- lausu skemmtanahaldi. Víkverji mætir oft þreyttari til vinnu en hann var undir vikulok. Öfugsnúið – vissu- lega því þetta nefnist jú helgarfrí. (Pínu væll – Víkverji gerir sér grein fyrir því en samt). x x x Út frá þessu fór Víkverji að veltafyrir sér hvíldardeginum. Að halda hvíldardaginn heilagan – hvað þýðir það? Vissulega gerir Víkverji sér grein fyrir því að samkvæmt trúnni eigi að tileinka guði þennan dag. Tekið skal fram að Víkverji er ekki sérlega trúað eintak af mann- veru, en í biblíunni segir að guð hafi hvílt sig á sjöunda degi eftir að hafa skapað heiminn. x x x Víkverji túlkar þetta sem svo aðeftir allt erfiðið, sem það vissu- lega hlýtur að hafa verið að skapa heilan heim, þá eigi að hvíla sig. Hvíld til að fá orku til að geta haldið áfram að lifa lífinu. x x x En ætli sæmileg hvíld verði nokkuðfyrr en um næstu helgi. Tvær barnaleiksýningar og matarboð fyr- irhugað á dagskránni. Því auðvitað ef litið er á þetta á hinn bóginn þá fær Víkverji mikla orku út úr því að hitta yndislega vini og láta skemmta sér. Hvíld hugsans verður að bíða betri tíma því einstaklega skemmti- leg fólk bíður eftir unaðslegri sam- veru með Víkverja. víkverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni vegu þína og treyst hon- um, hann mun vel fyrir sjá. (Sálmarnir 37:5) Ármúli 32 | 108 Reykjavík | Sími 568 1888 | www.parketoggolf.is Brooklyn Pine Stærð: 8x243x2200mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.