Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 21
VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það var ekki búið að rita neitt um skattamál og þessi kerfi sem nýtt hafa verið,“ segir Friðrik G. Olgeirs- son, sagnfræðingur og höfundur rit- verksins Í þágu þjóðar, en þar er fjallað í tveimur bindum um sögu skatta og skatt- kerfisbreytinga á Íslandi frá 1877 til 2012. Verkið er fyrsta fræði- lega úttektin í bókarformi á þeirri miklu sögu, en ríkisskatt- stjóri átti frumkvæðið að því að hún var færð í letur. Friðrik segir að margir hafi spurt sig út í titil verksins, en hann vísar til þess að það að koma á tekju- skattskerfinu og ríkissjóði hafi verið í þágu þjóðarinnar. Engir peningar voru til Í verki Friðriks er meðal annars fjallað um þá breytingu sem varð á þjóðfélaginu í kjölfar lagasetningar Alþingis árið 1877, þar sem tekju- skattur var settur á í fyrsta sinn, og innheimtur tveimur árum síðar. Friðrik segir að sú breyting hafi verið tímabær, því að þvert á það sem haldið hafi verið fram hafi skattheimta fyrr á öldum verið lítil miðað við það sem seinna varð, en komið illa við þá sem áttu lítið. „Þannig að þegar Íslendingar „vakna úr dvalanum,“ þegar líður á nítjándu öldina, átta þeir sig á því að það eru ekki peningar til eins eða neins, ekki vegaframkvæmda eða brúargerðar, til að reisa skóla eða hvað sem er; það voru engir fjár- munir til,“ segir Friðrik og bætir við að landssjóður, sem síðar hét rík- issjóður, hafi stöðugst verið tómur. Þess vegna hafi verið farið í það eft- ir að löggjafar- og fjárveitingavald færðist til landsins 1874 að breyta gamla tíundarkerfinu sem var orðið úr takt við þjóðfélagið og taka upp tekjuskattskerfi að erlendri fyrir- mynd. Skattheimta hafi því í raun verið ákveðin forsenda þess að hægt var að fara lengra á braut framfara. Eitt af því sem vakti athygli Frið- riks var það að þegar verið var að dæmis höfðu embættismenn verið skattfrjálsir, þannig að þeim leist mörgum ekkert á blikuna.“ Tók hálfa öld að innleiða kerfið Þá voru menn að reyna að miða skattkerfið við þjóðfélagsástand þess tíma. „Það var ekki hægt að innleiða tekjuskattskerfi nema fyrir mjög takmarkaðan hóp manna, embættismenn og kaupmenn, sem fengu greitt í peningum. Það var til dæmis ekki hægt að innleiða slíkt kerfi hjá þorra þjóðarinnar, sem voru bændur og fengu ekki beinar launagreiðslur,“ segir Friðrik. Breytingin hefði því falist í því að taka upp tekjuskatt fyrir ákveðinn hluta, og síðan voru sérstakir skatt- ar teknir upp fyrir aðra, eins og ábúðarskattur fyrir bændur. Árið 1921 var skrefið stigið til fulls, þann- ig að það tók um hálfa öld að taka upp tekju- og eignarskatt fyrir alla þjóðina, en það er það kerfi sem enn er við lýði í dag, þó að það hafi tekið óteljandi breytingum. „En í grund- vallaratriðum hefur þetta kerfi verið notað síðan árið 1921,“ segir Frið- rik. Hann segir að það sem hafi helst komið honum á óvart við vinnslu verksins sé það hvað skattheimta hafi verið lítil lengst af miðað við verga landsframleiðslu, en á fyrri öldum hafi hlutfallið verið um 5%. „Á móti því kemur að í gamla kerf- inu lenti stærri hluti skattheimt- unnar á fólki sem átti miklu minna fé.“ Friðrik segir að á þessu hlutfalli sjáist glöggt hvers vegna Íslend- ingar voru svo lengi á eftir öðrum Evrópuþjóðum með uppbyggingu. Forsenda fyrir framförum þjóðar  Með umbreytingu skattkerfisins 1877 opnuðust dyrnar að frekari framþróun íslensks þjóðlífs  Tekjuskattur tók við af gamla tíundarkerfinu  Lagðist fyrst á kaupmenn og embættismenn Máttu bíða Ýmislegt hefur breyst í íslenskri skattheimtu. Árið 1987 þurftu þeir sem vildu fá frest á skattskilum að bíða í röðum á skattstofunni. FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 „Íslendingar höfðu verið með þetta gamla tíundarkerfi í nærri 800 ár þótt ótrúlegt sé,“ segir Friðrik, en í verki hans er farið stuttlega yfir gamla kerf- ið sem sett var á með lögum á Alþingi árið 1097 fyrir til- stuðlan Gissurs biskups Ís- leifssonar, og var fyrsti skattur sem lagður var á Íslandi. Aðspurður hvort í því kerfi hafi verið einhver séríslensk einkenni segir Friðrik að gamla tíundarkerfið hafi verið frekar keimlíkt því sem tíðkaðist ann- ars staðar í Evrópu. „Fyrir utan það, að í Evrópu var þetta tekjuskattur, og miðaður við 10% af tekjum, en hérna voru þannig þjóðhættir að menn miðuðu frekar við eign, jarðir og bústofn,“ en Friðrik telur að í raun hafi það komið svipað út og í Evrópu. Tíundarkerfið lagð- ist ekki strax af þó að tekjuskattur væri lagður á, en var afnumið í áföngum á ár- unum 1877 til 1914. Var við lýði í um 800 ár GAMLA TÍUNDARKERFIÐ Skálholtskirkja Friðrik G. Olgeirsson fjalla um það að koma á tekjuskatts- kerfinu hafi menn viljað vera var- kárir. „Þetta voru menn sem eru þjóðþekktir í dag, eins og Grímur Thomsen og Jón Hjaltalín land- læknir og margir aðrir, en þeim þótti þetta ægilegt og óttuðust mikla skattpíningu.“ Raunin hefði hins vegar verið önnur. „Þetta óx mörgum hins vegar í augum, því að skattheimtan hafði verið svo lítil áður. Til www.volkswagen.is Snjall-Transporter kostar aðeins frá 4.490.000 kr. (3.577.689 kr. án vsk) Volkswagen Transporter Snjallari kynslóð atvinnubíla Atvinnubílar Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði VW SNJALL-BÍLL Þær eru orðnar nokkuð margar, kynslóðirnar af atvinnurekendum sem hafa treyst á Volkswagen-bíla við störf sín. Volkswagen Transporter er fimmta kynslóð sendibíla sem rekja ættir sínar til Volkswagen T1, „rúgbrauðsins“ sígilda. Það er því löng hefð fyrir því að líta á Volkswagen Transporter sem snjallan kost þegar kemur að því að velja atvinnubifreið og nú er valið snjallara en nokkru sinni fyrr. Með snjallsímanum þínum getur þú til dæmis stjórnað tíma- og fjarstýrt olíumiðstöðinni og tryggt þér hlýja og notalega byrjun á vinnudeginum. Transporter er því ekki bara traustur vinnufélagi – hann vinnur einnig vel með símanum þínum. Staðalbúnaður í Transporter • Rennihurðir á báðum hliðum • 16“ stálfelgur og heilkoppar • Lokað skilrúm með glugga • Fullkomin stöðugleikastýring og spólvörn • Bekkur fyrir 2 farþega • Loftpúðar fyrir ökumann og farþega (aftengjanlegur farþegamegin) • Útvarp með geislaspilara • Tengi fyrir MP3 spilara • Klukka • Fullkomin aksturstölva • Glasahaldari • Fjarstýrðar samlæsingar • Rafstýrðir upphitaðir hliðarspeglar • Hæðarstillanlegt öryggisbelti • Velti- og aðdráttarstýri • Hæðarstillanlegt ökumannssæti með 2 armpúðum • Viðarklæðning í lofti og hliðum flutningsrýmis Aukabúnaður Snjall-Transporter • Þráðlaust símkerfi • Fjarlægðaskynjarar að aftan • Tveir fjarstýringalyklar • Þjóvavörn • Viðarklæðning á gófi flutningsrýmis • Hraðastillir (Cruise control) • Fjarstýrð Webasto olíumiðstöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.