Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Konur eru ekki hræddar við áhættu, heldur eru þær meðvitaðar um hana. Þetta segir Barbara Stewart hjá Eignastýringunni Cumberland í Kanada og sérfræðingur í fjárfest- ingum kvenna, en hún var með erindi á morgunfundi Kauphallarinnar og VÍB í Hörpu í gærmorgun. Stewart hefur á undanförnum árum talað við hundruð kvenna varðandi fjárfest- ingar og hvað hafi áhrif á þær í því samhengi. Konur fjárfesta mun minna en karlmenn í hlutabréfum í dag, en að- eins 30% fjárfesta í Kauphöll Íslands eru konur. Stewart sagði að miklu púðri hefði verið eytt í að segja að konur væru ekki jafndjarfar og karlar og fylgdu frekar öðrum fjárfestum en að taka ákvarðanir fyrstar. Hún sagði þetta vera í andstöðu við það sem hún hefði upplifað úr sinni vinnu þar sem margar konur væru mjög öflugir fjárfestar. Hún ákvað því að skoða málið nánar og gaf niðurstöður úr rannsókn sinni nýlega út. Stewart telur að með fjölgun kvenna í hlutahafahópi fyrirtækja aukist líkurnar á að þær verði kosn- ar í stjórnir fyrirtækja. Nánar á mbl.is Morgunblaðið/Þórður Sérfræðingur Barbara Stewart starfar hjá eignastýringunni Cumberland í Kanada. Hún hefur sérstaklega rannsakað fjárfestingar kvenna. Konur eru meðvit- aðar um áhættu  Rannsakar fjárfestingar kvenna Engar breytingar voru gerðar á stjórn Trygginga- miðstöðvarinnar (TM) á aðalfundi félagsins síðdegis í fyrradag. Sjö sóttust eftir fimm stjórnarsætum en þau Linda Björk Bentsdóttir lögmaður og Oddgeir Ágúst Ottesen hagfræðingur náðu ekki kjöri. Stjórn TM skipa því þau Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Bjarki Már Baxter lögmaður, Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og stjórnarformaður TM, Kristín Friðgeirsdóttir verkfræðingur og Örvar Kær- nested, fjárfestir og ráðgjafi. Samþykkt var á fundinum að greiða út 1,5 milljarða króna arð til hluthafa. Fram kom í ávarpi Elínar að öllum hagnaði síðastlið- ins árs yrði skilað til hluthafa, að stærstum hluta, eða 70%, í formi arðgreiðslu en einnig með framkvæmd endurkaupaáætlunar sem nemur allt að 30% af hagnaði síðasta árs. Hún sagði að kostir endurkaupaáætlunar væri ýmsir fyrir félagið. Nánar á mbl.is Engar breytingar voru gerðar á stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar                                      !! "#" $$! $$% "#"% !# $% % !$ &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  ! $ # #! "#$ %%! $%" "! #! $! " !%!!   $! "! "  $" $$  "# "$ $! !%## "$ " Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Þrotabúið greiði 10,6 ma Í frétt á viðskiptasíðu Morgunblaðs- ins í gær um að Hæstiréttur hefði staðfest þann dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að krafa sem Síminn gerði í þrotabú Glitnis yrði sam- þykkt sem almenn krafa í búið, mis- ritaðist í fyrirsögn sú upphæð sem þrotabúið þarf að greiða Símanum. Hið rétta er að þrotabú Glitnis þarf að greiða Símanum 10,6 milljarða króna, sem var þrautavarakrafa Símans, en ekki 19,6 milljarða, eins og ranglega stóð í fyrirsögn fréttar- innar. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. LEIÐRÉTT UMBÚÐIR NÁTTÚRULEGA BETRI Það er lítið mál að endurvinna nýju Smjörva umbúðirnar. Þú tekur bara pappann af plastöskjunni og setur í pappírstunnuna. Gámar fyrir plastumbúðir eru á næstu grenndarstöð eða endurvinnslustöð. NÚ Í400gUMBÚÐUM E N N E M M / S IA • N M 61 3 27 OG NORSKIR BRJÓSTDROPAR KRÖFTUG HÓSTAMIXTÚRA SEM RÓAR HÓSTA, DREGUR ÚR SÁRSAUKA Í HÁLSI OG LOSAR UM Í ENNIS- OG KINNHOLUM. DANSKIR BRJÓSTDROPAR KRÖFTUG HÓSTAMIXTÚRA SEM MÝKIR HÁLSINN OG STILLIR ÞRÁLÁTAN HÓSTA. FÁST Í NÆSTA APÓTEKI BRJÓSTDROPAR NORSKIR DANSKIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.