Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lítil áhætta er talin á því að smitefni berist til landsins með djúpfrystu nautasæði eða fósturvísum frá Nor- egi. Afleiðingar geta hins vegar orð- ið miklar í meirihluta tilvika, ef smit- efnin berast til landsins, og þarf að bregðast við því með sérstökum að- gerðum. Matvælastofnun hefur skilað til atvinnuvegaráðuneytisins áhættu- mati vegna innflutnings á erfðaefni frá Noregi til kynblöndunar á holda- nautastofnum hér. Landssamband kúabænda (LK) hyggur á innflutn- inginn, ef það er talið óhætt. Í um- sókn þess er óskað eftir innflutningi á djúpfrystu erfðaefni af holda- nautagerðinni Aberdeen Angus til notkunar beint hjá bændum. Það er talin fljótvirkasta og ódýrasta leiðin til að auka framfarir. Þannig standa svínabændur að málum og fengu til þess sérstaka heimild í lögum. LK hefur einnig falið norsku dýralæknastofnuninni að gera sjálf- stætt áhættumat á innflutningnum. Kjöt af 2.000 gripum flutt inn Málið verður tekið fyrir á stjórnarfundi LK næstkomandi mánudag. „Ég er ánægður með að það skuli vera komin niðurstaða. Við fyrstu sýn virðist mér þetta vera vandað og ítarlegt mat,“ segir Bald- ur Helgi Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri LK, og tekur fram að næstu skref hafi ekki verið ákveðin. Lengi hefur legið fyrir að þörf er á nýju blóði í holdanautastofna, til að nautakjötsframleiðsla geti þrifist hér áfram. Innflutningur á nauta- kjöti hefur aukist á síðustu árum og svarar innflutningurinn á árinu 2013 til kjöts af um 2.000 gripum. Hér er slátrað um 22 þúsund nautgripum á ári þannig að innflutningurinn nálg- ast 10% af markaðnum. Aðgerðir í varúðarskyni Landbúnaðarráðherra fól Mast í október að gera mat á áhættu vegna innflutnings fósturvísa og sæðis beint til bænda og til notkunar á einangruðu ræktunarbúi. Sextán smitefni voru tekin fyrir í áhættumati Mast. Litlar líkur eru taldar á því að þau berist til landsins með sæði frá norsku sæðingastöð- inni. Við mat á afleiðingum þess ef smitefnin bærust til landsins voru tvö smitefnanna talin hafa litlar af- leiðingar í för með sér, þrjú hefðu nokkrar afleiðingar og ellefu miklar. Við endanlegt mat á áhættu flokkuðust því fimm smitefnanna í lágan áhættuflokk, ellefu í miðlungs en ekkert í háan áhættuflokk. Tekið er fram að þegar áhættan er metin nokkur eða mikil er talin ástæða til að bregðast við með aðgerðum sem geta dregið úr áhættunni og bent á ýmsar leiðir til þess í sérstakri skýrslu. Áhættumat vegna innflutnings á nautasæði Lítil hætta talin á að smitefni berist Morgunblaðið/Eggert Nautakjöt Íslensku nautin þurfa nýtt blóð til að auka framleiðsluna. Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kíkið inná: heklanotadirbilar.is GÓÐIR, NÝLEGIR, TRAUSTIR GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI VW Passat Alltrack 4motion Árgerð 2012, dísil Ekinn 27.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.990.000 Skoda Octavia Combi Tdi 4x4. Árgerð 2012, dísil Ekinn 48.000 km, beinskiptur VW Touareg V6 TDI 245 hö Árgerð 2013, dísil Ekinn 10.000 km, sjálfskiptur Hyundai Santa Fe Lux Árgerð 2012, dísil Ekinn 31.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 3.890.000 Ásett verð: 11.390.000 Ásett verð: 5.890.000 Audi A1 Sportback 1.6 TDI Árgerð 2013, dísil Ekinn 7.000 km, sjálfskiptur VW Polo Comfort 1,4 AT Árgerð 2012, bensín Ekinn 45.000 km, sjálfskiptur Skoda Rapid Ambiente 1.2 Tsi. Árgerð 2013, bensín Ekinn 28.000 km, beinskiptur Ásett verð: 3.990.000 Ásett verð: 2.420.000 Ásett verð: 2.840.000 Audi A4 Avant 2.0TDI Árgerð 2012, dísil Ekinn 23.000 km, sjálfskiptur VW Passat Highline EcoFuel AT. Árgerð 2011, bensín/metan Ekinn 65.000 km, sjálfskiptur Fiat 500 LOUNGE Árgerð 2012, bensín Ekinn 11.000 km, beinskiptur Ásett verð: 5.990.000 Ásett verð: 3.890.000 Ásett verð: 2.390.000 Komdu og skoðaðu úrvalið! Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is HB Grandi hefur fengið fyrirspurn frá norðurameríska matvælafyrir- tækinu High Liner Foods þar sem óskað er eftir að fyrirtækið skýri tengsl sín við hvalveiðar. High Liner Foods hefur ákveðið að eiga ekki frekari viðskipti við íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki, þar á meðal HB Granda, fyrr en þau slíta öll tengsl sín við hvalveiðar. „Við munum auðvitað gera það. En það er ekki eins og hætt hafi ver- ið við einhver viðskipti eða samn- ingum rift. Viðskiptin hafa verið í gangi og við búumst við áframhaldi á því í haust,“ segir Brynjólfur Eyj- ólfsson, markaðsstjóri HB Granda. Tengjast með eignarhaldi High Liner Foods opinberaði ákvörðun sína á sjávarútvegssýning- unni Seafood Expo North America í Boston í vikunni. Náttúruverndar- samtök höfðu skrifað mörgum heild- sölum og sjávarútvegsfyrirtækjum í Bandaríkjunum sem kaupa íslensk- ar sjávarafurðir bréf þar sem þau voru hvött til að sýna fram á að þau keyptu ekki fisk af fyrirtækjum sem tengdust hvalveiðum, sérstaklega HB Granda. Stærsti hluthafi HB Granda er fé- lagið Vogun, sem er í eigu fiskveiða- hlutafélagsins Venusar. Venus er meðal annars í eigu Kristjáns Lofts- sonar, forstjóra Hvals. Hann er enn fremur stjórnarformaður HB Granda. „Það er tenging við hvalveiðar í gegnum eignarhaldið, en hins vegar er HB Grandi ekki í veiðum, vinnslu eða sölu á hvalaafurðum og hefur aldrei verið. Fyrirtækið tengist þar af leiðandi ekki hvalveiðum á neinn hátt, nema í gegnum þetta eignar- hald,“ segir Brynjólfur. High Liner Foods gaf út yfirlýs- ingu á ráðstefnunni þar sem fram kom að fyrirtækið styddi hvorki hvalveiðar né viðskipti með hvala- afurðir. Þá sagðist fyrirtækið ekki ætla að gera nýja samninga við HB Granda fyrr en fyrirtækið myndi slíta öll tengsl sín við hvalveiðar. Frestur sem Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur til að ákveða refsiaðgerðir gegn Íslend- ingum vegna hvalveiða rann út í gær. Krefja HB Granda svara  Hætta viðskiptum vegna hvalveiða Morgunblaðið/RAX Verkun Hvalur hf. hefur veitt lang- reyðar undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.