Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Leiðtogar Evrópusambandsins sam- þykktu í gær að hraða aðgerðum til að draga úr ósjálfstæði ESB í orkumál- um og þá sérstaklega gagnvart Rúss- landi vegna atburðanna í Úkraínu. Olía og gas er undirstaða rússnesks efnahagslífs. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ekki hikað við að nota orkugjafana sem vopn í valda- tafli sínu. Hann skrúfaði fyrir gasið til Úkraínu 2006 og 2009 og í seinna skiptið leiddi það einnig til skorts víð- ar í Evrópu. 2010 var dregið úr gas- flæðinu til Hvíta-Rússlands og í fyrra var haft í hótunum við Moldóva ef þeir hættu ekki við að undirrita frí- verslunarsamning við ESB. Gasið er ein leið Pútíns til að skapa Rússlandi sess stórveldis. Í fljótu bragði virðist samþykkt leiðtoga Evr- ópusambandsins ekki vera tilefni til mikils skjálfta í Moskvu, en Rússar ættu að gá að sér. Eins og haft er eftir Jeffrey Mankoff, sérfræðingi um mál- efni Rússlands, í grein í tímaritinu New Yorker virðist Pútín hafa gefið sér að Evrópa myndi ekki hætta á að fara í hart vegna Úkraínu út af því hvað ríki Evrópusambandsins eru háð Rússum um gas. Um 30% af gas- inu, sem notað er í ESB, koma frá Rússlandi. Sum grannríki Rússlands í sambandinu - Finnland, Pólland, Ungverjaland, Slóvakía, Búlgaría og Eystrasaltsríkin - kaupa nánast allt sitt gas af Gazprom. James Surowiecki skrifar í New Yorker að herbragð Pútíns sé klass- ískt dæmi um að fórna skammtíma- hagsmunum fyrir langtímahag. Hann bendir á að eftir aðgerðir Rússa 2006 og 2009 hafi ríki Evrópu aukið inn- flutning á gasi frá Noregi og Katar. Reistar hafi verið nýjar stöðvar til að taka á móti gasi í vökvaformi og birgðastöðvar stækkaðar þannig að hægt væri að safna birgðum ef skrúf- að yrði fyrir. Þá var innflutningur kola aukinn og leiðslukerfið endur- bætt. Nú hefur innlimun Pútíns á Krím- skaga ýtt við Evrópusambandinu á ný og hefur David Cameron, forsætis- ráðherra Breta, haft þar frumkvæði. Evrópusambandið er vissulega háð Rússlandi, en það er vitaskuld gagn- kvæmt. 53% af árlegum útflutningi Rússa á gasi fara til ESB. Andvirðið er 24 milljarðar dollara (2.700 millj- arðar króna) á ári. „Rússar þurfa meira á Evrópu að halda, en ESB á Rússlandi,“ sagði Cameron. Pútín virðist nú hafa öll ráð í hendi sér, en haldi hann staðfastlega við þá áætlun að hrekja viðskiptavininn frá sér með því að nota mikilvægustu við- skiptavöru Rússlands sem vopn gæti taflið snúist með afdrifaríkum afleið- ingum fyrir Rússa. ESB vill undan gasoki Rússa  Hyggjast hraða aðgerðum til að draga úr ósjálfstæði í orkumálum  Cameron segir Rússa þurfa meira á ESB að halda en ESB á Rússum  Helmingurinn af útfluttu gasi Rússa til ríkja ESB AFP Lífæð Krani á gasleiðslu skammt fyrir utan Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Rússar kröfðu Úkraínu í gær um endurgreiðslu á afslætti á gasi. Evrópusambandið ætlar að auka sjálfstæði sitt gagnvart Rússum í orkumálum. Spennan vex » Arseníj Jatsenjúk, bráða- birgðaforsætisráðherra Úkra- ínu, undirritaði í gær tíma- mótasamkomulag við ESB. » Rússar kröfðu Úkraínu í gær um 11 milljarða dollara endur- greiðslu afsláttar á gasi fyrir að leyfa þeim að hafa flotastöð á Krím þar sem skaginn heyrði ekki lengur undir Úkraínu. » Jatsenjúk sagði í gær að tap Krímskaga gæti kostað Úkra- ínu hundruð milljarða dollara. 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku TWIN LIGHT GARDÍNUR Betri birtustjórnun Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Ásrtralskar og bandarískar herflugvélar leituðu í gær án árangurs langt utan alfaraleiðar í Indlandshafi að braki, sem sást á floti á gervihnattamyndum og talið er að gæti verið úr malasísku farþegavélinni, sem hvarf með 239 farþegum og áhöfn. Gervihnattamyndirnar eru það óskýrar að ekki er hægt að staðfesta að um brak úr vélinni sé að ræða, en ástralskir og malasískir embættismenn segja að þær séu bestu vísbendingarnar til þessa í leitinni að vélinni. Vélunum var flogið frá Perth í Ástralíu 2.500 km leið í suðaustur. Hin langa flugleið gerir að verkum að aðeins er hægt að leita í tvo tíma áður en snúa þarf aftur til Ástralíu. Kínverski ísbrjóturinn Snjódrekinn, sem fyrir tveimur árum kom til Íslands, er á leiðinni á svæðið samkvæmt kínversku fréttastofunni Xinhua og er væntanlegur eftir þrjá til fjóra daga. 153 Kínverjar voru um borð í vélinni. Þungt er í sjóinn á þessu svæði Indlandshafs, hvasst og sterkir hafstraumar, sem gætu torveldað leit. Brakið gæti nú þegar hafa borist þúsund km frá þeim stað, sem það sást á gervihnattamyndunum, að sögn sérfræðinga. Suðurskautslandið er skammt undan. Árangurslaus leit að braki AFP Erfið leit Maður úr áhöfn Orion-vélar ástralska flug- hersins leitar að braki yfi Indlandshafi í gær.  Erfiðar aðstæður og sterkir hafstraumar Fólksfjölgun og vaxandi efnahagur í þróunaríkjunum mun valda tvöföld- um vanda vegna aukinnar eftir- spurnar eftir vatni og orku á næstu áratugum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í tilefni af alþjóðlegum degi vatns. Í skýrslunni segir að þörfin á hreinu vatni og rafmagni sé sam- tvinnuð og muni valda miklu álagi á takmarkaðar auðlindir jarðar. Fjölg- un fólks og vöxtur hagkerfa muni leiða til breytts neyslumynsturs og auka verulega þrýstinginn á tak- markaðar auðlindir náttúrunnar og vistkerfi. Nú þegar hafa 768 milljónir manna ekki öruggan og traustan að- gang að vatni, 2,5 milljarðar manna búa við óviðunandi hreinlætisað- stæður og 1,3 milljarðar hafa ekki öruggan aðgang að rafmagni. Í skýrslunni kemur fram að fimmtungur vatnsbóla jarðar sé nú þurrausinn. Þar segir einnig að tveir þriðju af vatnsnotkun mannkyns séu vegna landbúnaðar. Í skýrslunni segir að vatnsþörf jarðarbúa muni aukast um 55% fyrir 2050. Þá sé líklegt að 40% íbúa jarð- ar muni búa á svæðum þar sem ill- mögulegt verður að útvega nægt vatn. Í Asíu megi helst búast við átökum um vatn þar sem vatnsból eru á landamærum. Þá fari gríðar- legt vatnsmagn í að vinna orku, sér- staklega gas og olíu með steinbroti og lífræna orkugjafa. Þó færist notk- un endurnýjanlegra orkugjafa á borð við sól og vind í vöxt. Vatns- og orku- skortur blasir við  SÞ spá vanda vegna fólksfjölgunar Þing Kenía hef- ur samþykkt lög um að karlar megi kvænast eins mörgum konum og þeir vilja, að því er greint var frá í gær. Lagasetn- ingin vakti mikla reiði kvenna á þingi og stormuðu þær út úr þing- salnum. Upphaflega var gert ráð fyrir að eiginkonur hefðu neitunarvald um fyrirhugað kvonfang eiginmanna sinna, en karlar á þingi náðu sam- an þvert á flokka um að fella það ákvæði út og gera karlana einráða. „Við vitum að karlar hræðast ekkert jafn mikið og tungu kvenna,“ sagði þingkonan Soipan Tuya er hún gagnrýndi lögin og bætti við að þeir ættu að vera menn til að fallast á að hafa eigin- konur og fjölskyldur með í ráðum. Ný fjölkvænislög vekja reiði kvenna Soipan Tuya KENÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.