Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Nýlega bárust þær fréttir að sögur Auðar Övu Ólafsdóttur ogJóns Kalmans Stefánssonar hefðu verið tilnefndar til verð-launa breska blaðsins Independent í flokki erlendra skáld-verka. Tvær bækur af fimmtán í úrvalsdeildinni um Nóbel- inn. Þetta er ekki lítill árangur tveggja bóka á þjóðtungu liðlega 300 þúsund sálna og vekur til umhugsunar hvernig hægt sé að ná slíkum ár- angri í orðlist, því listformi sem krefst engrar tækni nema tungutækni og er því iðkað hvarvetna þar sem fólk kemur saman á jarðarkringlunni. Án þess að draga úr einstöku afreki Auðar og Jóns er það hluti af skýr- ingunni að vinnutæki þeirra er langþjálfað tungumál af glímu atvinnu- manna við orðlistarverk, allt frá því að hirðskáldin fornu fóru með elstu útflutningsvöru Íslands á markaði hjá höfðingjum í nágrannalöndunum: Ljóðlistina – en dróttkvæðin voru fyrsta afsprengi hinnar frjóu norrænu og gelísku menningarblöndu sem hér hrærðist saman á landnámsöld. Atvinnumennska skáld- anna olli því að á íslensku varð snemma til fagvitund í skáldlegri meðferð tungumáls, vitund sem hefur þroskast af nánum kynnum við skáldskap, listir og tungumál annarra þjóða í 1140 ár; nú síðast hjá Auði með bakgrunni í evrópskri myndlist og frönskum tákn- heimi sem springur út á óvæntan hátt í gegnum gamla málið í Norður- höfum. Árangur íslenskra höfunda í veröldinni, frá Agli og Snorra um Halldór Kiljan til þeirra sem nú bera kyndilinn, er tilefni til að íhuga gildi menningarsamskipta sem fara fram á tungumálum og krefjast tungumálakunnáttu. Enginn okkar höfunda hefði náð sérstaklega langt ef ekki hefði verið fyrir þann sköpunarkraft sem í menningarblöndunum býr. Því er það hörmulegt að kennsla í tungumálum skuli hafa skroppið saman í íslenska skólakerfinu; grískan og latínan nær alveg horfnar og franskan á sömu leið á meðan enskan fær aukið rými sem helsta út- lenskan á kostnað dönsku og þýsku. Börnin skynja þessar breytingar sennilega fyrst því í vikunni óskaði tíu ára dóttir mín sér þess að hún gæti orðið jafn góð í ensku og ís- lensku, og hvort við foreldrarnir vildum vera svo væn að tala við hana á enska málinu. Stutt tilraun við kvöldverðarborðið sýndi að við höfðum um margt að spjalla. Tilfinning barnsins er án efa tilkomin vegna tölvu- heimsins sem hún hverfur daglega til og því er brýnasta hagsmunamál landsmanna að Alþingi nái að afgreiða tillögu til þingsályktunar um að- gerðaráætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni, sem var lögð fram með breytingartillögu frá allsherjar- og menntamálanefnd í síðustu viku. Komist þessi tillaga ekki fljótt til framkvæmda er sjálfhætt þrasi um kjör kennara, Evrópumál og skuldbreytingar því án tungu- málsins í framtíðarlandi upplýsingatækninnar verðum við eins og hver önnur í þjóðahafinu og lítil von til að sögum frá veiðistöðinni á Íslandi verði hampað með menningarþjóðum. Málið El ín Es th er Kannski ættum við bara að flytja út rit- snillinga í gámavís, til að laga efnahaginn? Gámavís? Er það ekki smá bjartsýni? Hefurðu séð internetið nýlega? Mál meðal mála Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Umræður um ójöfnuð í heiminum og í ein-stökum ríkjum hafa farið vaxandi hin síðariár og alveg sérstaklega eftir að fjármála-kreppan skall á af fullum þunga sumarið og haustið 2008, þótt hún eigi sér lengri sögu. Á sama tíma og atvinnuleysi jókst hröðum skrefum, sér- staklega í Suður-Evrópu, beindist athyglin í vaxandi mæli að ofurlaunum forstjóra stórfyrirtækja og banka- manna. En athyglin síðustu árin hefur þó beinzt sér- staklega að því fyrirbæri að í sumum löndum hafa nokkur hundruð einstaklingar getað eignast jafn mikið og 100-200 milljónir einstaklinga. Þegar við horfum á þann ójöfnuð sem ríkir á heims- vísu fer ekki á milli mála að ríka fólkið í heiminum er aðallega að finna í Norður-Evrópu og Norður-Ameríku, þótt fleiri blandi sér nú í þann leik. Hvernig urðu Norður-Evrópubúar svona ríkir? Að einhverju leyti með því að fara ránshendi um auðlindir annarra þjóða á 19. öld og fram eftir 20.öld. Það er hins vegar ekki eina skýringin. Stundum koma fram menn sem verða auðugir á eigin hugviti og sýn á framtíðina. Henry Ford var slíkur maður. Það er Bill Gates líka. En oftar er það annað sem ræður. Olígarkarnir rússnesku eru ekki all- ir svona snjallir í að græða peninga. Þeir auðguðust vegna þess að póli- tísk aðstaða gaf þeim tækifæri til þess. Oftar en ekki eru það aðstæður, sem pólitíkin skapar, hvort sem það eru einræðisherrar eða ígildi þeirra, sem skapa þær aðstæður eða lýðræðislega kjörnir stjórnmálamenn sem ýmist gera það vitandi vits eða óafvitandi. Nú er ójöfnuður á heimsvísu kominn á það stig að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur til breytinga á skatt- kerfum til þess að draga úr honum. Frá því sagði þýzka fréttastofan Deutsche-Welle fyrir nokkrum dög- um og var sú frétt tekin upp í megindráttum á vefmiðl- inum Evrópuvaktinni.is. Þar kemur fram að í minn- isblaði sem tekið hefur verið saman innan þeirrar stofnunar séu færð rök að því að mikill efnamunur dragi úr hagvexti. Hugmyndir AGS eru þær að draga úr skattheimtu á vinnu fólks en auka hana á neyzlu. Jafnframt vill AGS skattleggja hina ríku meira. Nú kann einhver að velta því fyrir sér hvort sósíal- istar hafi tekið völdin í AGS en samkvæmt fréttum Deutsche-Welle hefur Christine Lagarde, forstjóri sjóðsins og fyrrverandi fjármálaráðherra í hægristjórn Sarkozy, þá Frakklandsforseta, lýst svipuðum sjónar- miðum. Það hefur Bill Gates reyndar líka gert og gefið til kynna að hann telji auðlegðarskatta sem í reynd eru eignaupptaka ekki óeðlilega. Afleiðingar áberandi efnamunar í samfélögum geta orðið mismunandi miklar eftir aðstæðum. En í ljósi þess að milljarðar búa í fátækt á heimsbyggðinni má auðvitað velta því fyrir sér hvort að því komi, verði ekki breyting á, að þeir milljarðar flæði yfir landsvæði hinna ríku með sama hætti og múgurinn á götum Par- ísar gerði fyrir 225 árum. Umræður innan Evrópusambandsins hafa orðið skarpari hins síðari ár, þegar sumum þjóðum hefur vegnað vel og öðrum illa. Hvernig fá Grikkir útrás fyrir reiði sína í garð Þjóðverja? Með því að vekja drauga fortíðarinnar til lífsins og krefjast stríðsskaðabóta úr hendi Þjóðverja. Ekki er ólíklegt að of mikill efnamunur sé erfiðari í fámennari samfélögum en hinum stærri. Það á við um Ísland alveg eins og fámenn samfélög annars staðar. Sennilega hefur mestur jöfnuður ríkt hér í sögulegu samhengi um og upp úr miðri 20. öldinni. Hann byrjaði að fara úr skorðum snemma á áttunda áratugnum vegna óðaverðbólgu sem þá gekk í garð og stóð sam- fleytt í um tvo áratugi. Þá högnuðust þeir sem gátu fengið lán sem verðbólgan borgaði niður áður en verð- trygging kom til sögunnar. Sú óðaverðbólga hófst í tíð vinstristjórnar en hún var henni ekki að kenna. Rætur hennar lágu í gífur- legri hækkun á olíu þegar arabar tóku eigin auðindir úr höndum vestrænna olíufyrirtækja. Kvótakerfið leiddi til gífurlegs efna- munar hér. En það var ekki kvóta- kerfið sem slíkt, sem upp var tekið 1984, sem varð til þess heldur hið frjálsa framsal kvótans sem upp var tekið 1990. Hverjir beittu sér fyrir því? Það var vinstri- stjórn Steingríms Hermannssonar, með Alþýðuflokk og Alþýðubandalag innan borðs, sem hafði forystu um það. Bankahrunið þurrkaði út töluvert af þeim ójöfnuði sem hafði náð að festa rætur hér en það verður aldrei svo að alger jöfnuður verði en munurinn þarf að vera í hófi. Enn eru töluverð umbrot í bankakerfinu og sum- um stórum fyrirtækjum hér til þess að koma hinu gamla kerfi á að nýju. En það eru engin rök og engar forsendur fyrir því. Heldur ekki í nálægum löndum eins og fleiri og fleiri átta sig á, þar á meðal innan Evr- ópusambandsins. Ætli verkalýðshreyfingin og lífeyris- sjóðirnir hafi áttað sig á því? Tvennt er orðið tímabært þegar hér er komið sögu eftir hrun. Annars vegar að endurskoða þá löggjöf sem atvinnu- lífið byggist á í víðum skilningi til þess að koma í veg fyrir að til verði á ný viðskiptasamsteypur sem leggi allt undir sig og tryggja með slíkri löggjöf tilveru lítilla fyrirtækja og meðalstórra sem eru kjarni atvinnulífs- ins. Það á enn við sem Davíð Oddsson, þá forsætisráð- herra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið snemma í ágúst 1999: „Íslenzka þjóðríkið er þannig vaxið að það er ekki hollt fyrir það að vera í höndunum á mjög fáum aðil- um.“ Hins vegar að hefja umræður um það hvort hægt sé að draga úr efnamun hér með breytingum á skattakerfi þannig að skattlagning vinnunnar vegi ekki jafnþungt og nú. Um ójöfnuð í heiminum – og hér AGS vill vinna gegn ójöfnuði með breyt- ingum á skattakerfum Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þegar ég sat í bankaráði Seðla-bankans var Már Guðmundsson hagfræðingur bankans um skeið. Ég hafði gott eitt af honum að segja. Þótt hann væri drjúgur með sig, var hann vel að sér og mælti jafnan skynsamlega. Einu kynni mín af honum áður voru, þegar við vorum iðulega ræðumenn hvor fyrir sinn málstað í framhaldsskólum, hann fyrir sósíalisma og ég fyrir frjáls- hyggju. Boðaði hann þá, að menn skyldu taka almannahag fram yfir eigin hag. Hins vegar var Már bersýnilega ráðinn seðlabankastjóri af stjórn- málaástæðum, þótt látið væri svo heita, að hann hefði mesta þekkingu og reynslu umsækjenda. En dóm- greind skiptir ekki síður máli. Sú ákvörðun Más að una ekki við launa- lækkun, sem aðrir í sambærilegum stöðum urðu að sætta sig við á erf- iðum tímum, sýndi dómgreindar- brest. Már kveðst hafa viljað láta reyna á rétt sinn með því að höfða mál gegn Seðlabankanum. En stundum er skynsamlegast að krefjast ekki réttar síns. Þegar Davíð Oddsson lét af starfi borgarstjóra, átti hann rétt á sex mánaða biðlaunum. Hann ákvað að taka sér þau ekki, þótt rétt- ur hans til þeirra væri ótvíræður. Þegar Davíð var skipaður seðla- bankastjóri, var gerður við hann ráðningarsamningur til sjö ára, frá 20. október 2005 til 20. október 2012. Samningurinn var svo skýr, að Dav- íð hefði með dómi getað fengið full mánaðarlaun greidd allt til 20. októ- ber 2012, en hann var sem kunnugt er hrakinn úr starfi í febrúar 2009. En Davíð ákvað að láta kyrrt liggja. Þegar Davíð var ráðherra 1991- 2005, tók eiginkona hans aldrei dag- peninga í utanlandsferðum eins og makar annarra ráðherra. Þetta var réttur hennar, en hún nýtti sér hann ekki. Hvort tveggja gerir síðan hlut Más verri, að hann tapaði máli sínu gegn Seðlabankanum og að hann lét bankann greiða málskostnað sinn. En ólíkt hafast þeir að í eigin mál- um, gamli sósíalistinn, sem boðaði forðum, að taka skyldi almannahag fram yfir eigin hag, og hinn borgara- legi stjórnmálamaður Davíð Odds- son. En nú ber svo við, að þeir Hörð- ur Torfason og Bubbi Morthens eru hvergi sjáanlegir með potta sína og pönnur fyrir utan Seðlabankann. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ólíkt hafast þeir að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.