Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 ✝ Auður ErlaHögnadóttir fæddist í Miðdal í V-Eyjafjallahreppi 8. október 1941. Hún lést á heimili sínu hinn 13. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru Högni Kristófersson frá Stóra-Dal, f. 18.6. 1896, d. 1.2. 1969, og Anný Hermansen frá Nor- egi, f. 12.4. 1918, d. 25.11. 1965. Systkini Auðar eru: Margrét Helena, f. 1939, Anna Viktoría, f. 1943, Kristbjörg Sonja, f. 1946, Aubert Störker, f. 1948, Helga Guðbjörg, f. 1950, d. 13.6. 2012, Ingibjörg Kristín, f. 1951, Jóhanna Ögmunda Þóra, f. 1954, ein systir þeirra lést í fæðingu. Þór, f. 1.10. 1964. 3) Anný Soffía, f. 29.11. 1965, eigin- maður hennar er Robert Lo- renc, f. 2.2. 1968. 4) Sigríður Linda, f. 7.8. 1969, eiginmaður hennar er Benedikt Svein- björnsson, f. 11.6. 1968. Synir: Sveinbjörn Ólafur, f. 1991, Sig- urður Einar, f. 1992, og Bene- dikt Brynjar, f. 2000. 5) Vigdís Heiða, f. 24.6. 1975. Börn: Kristján Ingi, f. 1997, Auður Erla, f. 1998, og Díana Rós, f. 2000. 6) Ólafur Erlingur, f. 23.8. 1977, eiginkona hans er Camilla Guðmundsdóttir, f. 28.12. 1978. Börn: Sandra Dögg, f. 2003, og Ísabella Ósk, f. 2009. Auður Erla ólst upp í Miðdal í V-Eyjafjallahreppi. Hún vann ýmis störf, svo sem við fisk- vinnslu og hótelstörf þar til ár- ið 1964 að þau hjónin hófu bú- skap í Ormskoti undir Eyja- fjöllum. Þar bjuggu þau til 2000 er þau fluttu að Króktúni 18 á Hvolsvelli. Útför Auðar fer fram frá Stóra-Dalskirkju í dag, 22. mars 2014, kl. 14. Auður Erla gift- ist 2. apríl 1966 eftirlifandi eigin- manni sínum, Ólafi Sigurþórssyni, f. á Uxahrygg 8.8. 1938. Foreldrar hans voru Sigurþór Ívarsson frá Sám- stöðum í Fljótshlíð, f. 14.7. 1899, d. 27.11. 1949, og Ágústa Marta Guð- mundsdóttir frá Sigluvík í Fljótshlíð, f. 7.8. 1915, d. 2.8. 1972. Börn Auðar og Ólafs eru: 1) Anný Helena Hermansen, f. 3.3. 1963, eiginmaður hennar er Kolbeinn Hreinsson, f. 21.12. 1962. Börn: Sigurður Ingi, f. 1981, d. 2013, Sindri Már, f. 1989, Helena, andvana fædd 1991, Kolbeinn Þór, f. 1993, og Kristín Birna, f. 2000. 2) Ágúst Elsku mamma, tengdamamma og amma. Þegar horft er til baka koma svo ótal margar skemmti- legar og góðar minningar upp í hugann. Allar þær góðu stundir sem við áttum saman, hversu vel þú stóðst við bakið á okkur og varst alltaf tilbúin að aðstoða okkur. Kraftur þinn og dugnaður mun vera okkur og stelpunum okkar mikil og góð fyrirmynd. Ertu sofnuð, elsku móðir, – auðn og rökkur „heims um ból“? Kemur æskan aldrei framar, – aldrei framar mömmu jól? Er það hjarta um eilífð brostið, er af ljósi gaf oss mest? Eru nú þau augu slokknuð, er oss fylgdu lengst og best? Kaldur gustur sárrar sorgar súgar nú um hópinn þinn: Það er sárt að koma – koma og kveðja þig í hinsta sinn, einnig sárt að sitja í fjarska og senda tregans andvarp heim. Þó er fólgið eilíft yndi undir niðri í harmi þeim. Börn, er sína móður missa, mæna fyrst á dauðans sigð. Samt vér ættum síst að gráta svona helga móðurtryggð. Væri ekki betra að blessa brjóstið mædda, er friðinn hlaut, syngja og þakka í ljúfu ljóði lífsins sigra í gleði og þraut? Innsti hugur, hjartans móðir, hefir aldrei fengið mál. Börn þín innar gráti og gleði gull þitt vernda í hljóðri sál, því af lífsins góðu gjöfum, – gildir jafnt um kóng sem þræl, – ein var best: að eiga móður. Elsku móðir! Vertu sæl! (Jóhannes úr Kötlum.) Minning þín er ljós sem lifir. Ólafur, Camilla, Sandra og Ísabella. Hún mamma okkar er farin eftir erfið veikindi. Hún fékk þá ósk sína uppfyllta að fá að vera heima þar til yfir lyki og það er mikils virði. Við trúum því að hún sé nú á betri stað, innan um fólkið okkar sem flest er löngu farið og örugglega hefur Siggi tekið vel á móti henni. Siggi okkar sem fór svo alltof fljótt og mamma tók svo afskaplega nærri sér fráfall hans. En nú eru þau saman og kannski fær hún fallegan garð með ótal blómum og trjám sem hún getur hlúð að eins og hún gerði alltaf svo vel og reynt að kenna Sigga latnesku nöfnin á öllum jurtunum og hann býr til kvikmynd úr öllu saman. Nú þeg- ar hún er farin er okkur efst í huga þakklæti fyrir allt sem hún lagði á sig fyrir okkur systkinin og barnabörnin sín. Sérstakar þakkir fær hún fyrir hvað hún hugsaði vel um Sigga þegar hann bjó hjá ömmu og afa. Það var ómetanlegt og verður aldrei full- þakkað. Mamma sefur, – mjúkir hljómar mildu hjarta vagga í ró, og daggadropum ljómar dýrðleg sól við grafar þró. Mamma sefur, – hér er hnigið höfuð gjöfugt bólstrum að. Lágt er hvíslað, hljótt er stigið hér við ræktar griðastað. Lítinn sveig við sorgar hljóminn saman flétta börnin þín: elsku og tryggðar beztu blómin, bernskudrauma gullin sín. (Guðmundur Guðmundsson.) Blessuð sé minning móður okkar, tengdamóður og ömmu. Ágúst Þór, Helena, Kol- beinn, Sindri Már, Kolbeinn Þór og Kristín Birna. Elsku mamma mín er farin eft- ir löng og erfið veikindi. Eftir sitja sár sem seint munu gróa og söknuður sem er meiri en orð fá lýst. Mamma vildi vera heima í veikindum sínum og þá ósk vild- um við virða. En stundum þurfti að flytja hana á spítala þar sem hún var í einn eða fleiri daga. Þá daga var hún mjög ósátt við og þessar spítalavistir voru heldur tilgangslausar þar sem ekkert var reynt til að losa hana við meinið fyrr en það var orðið of seint. Oftar en ekki virtist henni hraka við þessar innlagnir. Sem dæmi má nefna þegar hún fór í sína síðustu sjúkrahúsvist. Eftir stutta dvöl þar bað hún mig um að sækja sig, hún vildi ekki vera þarna lengur. Ég fór snemma morguns og þar sem hún hafði ekki leyfi lækna til að fara beið ég eftir stofugangi til að fá leyfi til að fara með hana heim. Ég var í vafa þar sem hún gat ekki bjargað sér sjálf með nokk- urn hlut. Svo kom stofugangur og hún spurði hvort hún mætti ekki fara heim. Læknirinn spurði þá hvort hún ætti maka og hvort hann væri heilsuhraustur, sem hann var nú reyndar ekki. Ég lét þá lækninn vita að þau væru aldrei ein og gaf í skyn að hún fengi sennilega betri þjón- ustu heima en á spítalanum, að starfsfólkinu þar ólöstuðu. Svo hún fékk leyfi til að fara. Hún var mjög slöpp og við hjálpuðum henni að klæðast þar sem hún gat það alls ekki sjálf. Á heimleiðinni vildi mamma samt koma við í búð og kaupa í matinn. Hún tók af sér súrefnið og labbaði inn í búðina eins og ekkert væri. Það var ann- að að sjá hana þá en fyrr um morguninn. Við það eitt að vita að hún væri laus af spítalanum og væri á heimleið hresstist hún svo mikið að hún var eins og önnur mann- eskja. Svo mikilvægt var það henni að fá að vera heima. Ég á eftir að sakna allra göngutúranna og ferðanna sem við fórum saman, hvort sem það voru verslunarleiðangrar eða eitthvað annað. Og allra stund- anna okkar í garðinum, hvort sem það var í Ormskoti eða í Króktúninu. Það voru góðar stundir. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Elsku mamma mín, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar saman, ég á eftir að sakna þeirra mikið. Guð geymi þig Anný og Róbert. Elsku mamma mín, ég er ekki enn búin að ná því að þú sért farin frá okkur. Mér finnst eins og þú sért enn inni í herbergi að leggja þig eða eitthvað að stússa í fönd- urherberginu. Þú varst mér svo kær og hef ég verið að reyna telja mér trú um að þetta sé ekki raunveruleikinn. Ég sé ekki fyrir mér hvernig framtíðin verður án þín. Við vor- um ekki bara mæðgur heldur varstu svo frábær vinkona mín, alltaf gat ég leitað til þín og spurt þig ráða. Þú hlúðir svo vel að öll- um, passaðir upp á að öllum liði vel og vildir alltaf vita af okkur öllum öruggum. Við áttum yndislegan tíma saman en mig langar svo að hann hefði verið lengri. Ég á þó marg- ar góðar og yndislegar minningar um þig sem verma mér um hjartarætur. Við höfum brallað margt saman og var alltaf mikið grín og gaman þegar við tókum okkur til. Þú varst alltaf svo góð við mig, ég fékk athygli þína óskipta, þú lifðir fyrir mig, hlustaðir á mig, talaðir við mig, leiðbeindir mér, lékst við mig, sýndir mér þolinmæði, agaðir mig í kærleika, sagðir mér sögur, fræddir mig og baðst með mér. Þú varst alltaf svo nærgætin og skilningsrík, umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku mamma mín. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þótt ég hafi viljað hafa þig hér, veit ég að fólkið okkar hefur tekið vel á móti þér. Nú hefur þú hitt Sigga aftur og þið eruð eflaust farin að gera eitthvað skemmti- legt saman og passið hvort ann- að. Elsku mamma mín, takk fyrir alla hjálpina og fyrir allt sem þú hefur verið mér. Ég ætla að enda á rullunni okkar. Góða nótt og dreymi þig vel, hringdu ef eitthvað er. Sjáumst eða heyrumst á morgun. Ókey bæ … Ég elska þig og sakna þín svo sárt. Ég veit þú gætir okkar. Guð blessi þig, elsku besta mamma mín. Þín dóttir. Vigdís Heiða Ólafsdóttir. Lífið er erfitt á svona tímum. Ég sest niður og fer að hugsa „hvernig á ég að koma öllu á blað sem ég vil segja“ en þegar ég lít til baka eru minningarnar alveg óteljandi. Eins og þegar þú baðst mig að gera eitthvað fyrir mörgum árum hér í sveitinni sem við bjuggum í. Þá sagðirðu alltaf: „Ég skal gefa þér eina græna kú úti í fjósi þegar þú ert búin.“ Og vá, ég átti orðið svo margar grænar og blá- ar kýr í fjósinu. Svo kom að því að ég flutti að heiman og fór að búa á Hellu og þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn varstu alltaf tilbúin að hjálpa mér með drenginn. Ég gat bara hringt og fékk ég þá ráð- leggingar strax eða þú og pabbi komuð og þá var málunum bara reddað. Mér verður líka lengi minnisstætt þegar, núna undir síðustu mánuðina, við sátum við eldhúsborðið í Krókatúni, þú pabbi, ég og oft kom Vigga líka. Svo álpaðist einhver vitleysa upp úr mér og þá hlógum við enda- laust að vitleysunni sem kom frá okkur Viggu. Þær voru svo góðar og skemmtilegar og góðar þessar stundir og gleymast aldrei. Þú varst alltaf svo yndislega góð við okkur öll, mig, Benna, drengina okkar og svo tengda- dætur okkar og vildir allt fyrir okkur gera, þú varst meira að segja búin að skipuleggja ferm- ingarveisluna hjá Benedikt Brynjari og útskriftarveisluna hjá Sveinbirni Ólafi. Já, ég veit að skipulagshæfileikana fékk ég frá þér og verð ævinlega þakklát fyr- ir það. Nú er komið að kveðjustund, jafn sárt og ótrúlegt og það er. Við eigum öll eftir að sakna þín en þú verður alltaf með okkur. Ástar- og saknaðarkveðjur, þín dóttir og tengdasonur. Sigríður Linda og Benedikt. Þar sem englarnir syngja, sef- ur þú. Auður systir mín er farin eftir erfið veikindi. Elsku Auður mín, það er margs að minnast en mig langar að þakka þér fyrir árin sem við fengum að njóta saman og kveð þig, elsku systir, með þessum orðum. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Far þú í friði, friður guðs þér fylgi, hafðu þökk fyrir allt. Elsku Óli, Helena, Gústi, Annú; Sigga, Vigga, Óli Erlingur og fjölskyldur. Innilegar samúð- arkveðjur, ykkar missir er mikill. Anna Högnadóttir og fjölskylda. Elsku Amma, við skiljum ekki afhverju lífið er okkur svona ósanngjarnt. Þú varst okkur eins og önnur mamma og við gátum alltaf leitað til þín. Það var svo gott að koma heim til ömmu og afa, þar var sko dekrað við okkur og við vildum hvergi annarsstaðar vera í pöss- un en hjá ykkur. Þú tókst fullan þátt í öllu, í okkar lífi og hafðir svo mikinn áhuga á hvað við vorum að gera og hvernig okkur gekk. Það er svo erfitt að vita að við eigum ekki eftir að sjá þig aftur og fá að knúsa þig. Það er svo sárt að missa þig, elsku amma. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku besta amma, við sökn- um þín svo mikið og viljum svo mikið fá þig aftur. Takk fyrir að vera besta amma í öllum heim- inum og fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við elskum þig og söknum þín sárt. Þín barnabörn, Kristján Ingi Gunnlaugsson, Auður Erla Gunnlaugsdóttir og Díana Rós Gunnlaugsdóttir. Elsku besta amma, það er svo erfitt að við sitjum hér og skrif- um þetta til þín þegar við eigum að geta farið til þín og talað við þig og afa saman eins og við gerð- um. Hlegið og gantast að hinu og þessu. Þú varst alltaf svo trygg og góð við okkur bræðurna og kærusturnar okkar. Alltaf var hlaðborð af kökum sett á borð þegar við komum eða þú bakaðir pönnukökur handa okkur. Já, pönnukökurnar þínar, enginn gerir eins góðar pönnu- kökur og þú. Það er margt sem við eigum eftir að sakna þegar þú ert ekki hér hjá okkur en þú ert samt með okkur, þú ert fallegi engillinn okkar og við vitum að Siggi Ingi hefur tekið vel á móti þér. Þau voru dugleg, börnin þín, að hugsa um þig heima hjá þér. Mamma, þú stóðst þig eins og hetja á þessum erfiða tíma. Elsku afi, þú stóðst eins og klettur við hlið ömmu og vékst ekki frá henni allan tímann. Hafðu okkar bestu þakkir fyr- ir allt, elsku Auður amma. Við kveðjum þig með mikilli sorg. Þín verður sárt saknað. Saknaðarkveðjur, strákarnir þínir, eins og þú kallaðir okkur alltaf, Benedikt Brynjar, Sigurður Einar, Telma Ósk, Svein- björn Ólafur og Klara Sif. Auður Erla Högnadóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, HÓLMFRÍÐUR BÁRA MAGNÚSDÓTTIR, er látin. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði miðvikudaginn 26. mars kl. 13.00. Brynjarr Pétursson, Guðrún Magnea Hafsteinsdóttir, Jóhannes Kr. Jónsson, Borghildur Brynjarsdóttir, Karl Lúðvíksson, Pétur Brynjarsson, Björk Garðarsdóttir, Magnús Brynjarsson, Ólöf Björg Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.