Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 ✝ GuðmundurÓlafur Garð- arsson fæddist í Ólafsfirði 17. mars 1959. Hann lést 12. mars 2014 á Land- spítalanum í Reykjavík. Guðmundur Ólafur var sonur hjónanna Sigríðar Ingibjargar Hannesdóttur, f. 1.9. 1934, d. 22.4. 1991, og Garð- ars Guðmundssonar, f. 21.2. 1930. Sambýliskona Garðars er Helga Torfadóttir, f. 20.2. 1926. Systkini Guðmundar eru Hall- dóra, f. 30.4. 1957, gift Maroni Björnssyni, f. 28.10. 1959, búsett á Akureyri, Ólöf, f. 12.7. 1960, gift Barða Jakobssyni, f. 21.10. 1952, búsett á Akureyri, og Hannes, f. 1.7. 1962, kvæntur Steinunni Aðalbjarnardóttur, f. 14.7. 1964, búsett á Akureyri. Guðmundur kvæntist 26.12. 1981 Þuríði Sigmundsdóttur, f. 11.7. 1962, og hafa þau alla tíð búið á Ólafsfirði fyrir utan sem skipstjóri á skipunum Guð- mundi Ólafi ÓF 91, bæði þeim rauða og þeim bláa. Þau skip voru í eigu fjölskyldufyrirtækis- ins Garðars Guðmundssonar ehf. Guðmundur var mikill fé- lagsmálamaður og í uppvexti og fram á fullorðinsár var hann af- reksmaður í fótbolta og skíða- göngu og hampaði fjölmörgum bikurum bæði sem fyrirliði Leifturs til fjölmargra ára og sem skíðamaður. Hann var fé- lagi í Rotarýklúbbi Ólafsfjarðar og forseti klúbbsins í eitt ár. Guðmundur var formaður hobbýfjárbænda í Ólafsfirði og mjög virkur á þeim vettvangi eins og öðrum sem hann lét sig varða eins og veðdeild Blíðfara og Leikfélagi Ólafsfjarðar svo fátt eitt sé talið. Guðmundur starfaði sem umsjónarmaður íþróttamannvirkja um skeið en var þegar hann lést formaður og framkvæmdastjóri Sjómanna- félags Ólafsfjarðar. Guðmundur starfaði við og var einn eigenda fiskverkunarfyrirtækisins Knolls, sem hóf starfsemi sína í fiskverkunarhúsi því sem fjöl- skylda hans byggði og spannar sú saga nánast æviskeið hans. Útför Guðmundar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju á morg- un, 23. mars 2014, og hefst klukkan 14. námsár Guð- mundar í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Garð- ar, búsettur í Reykjavík, f. 25.2. 1979, sambýliskona hans er Þorgerður Kristín Guðmunds- dóttir, f. 7.3. 1977, og eiga þau saman dótturina Þuríði Lilju, f. 29.10. 2009, fyrir á Garðar soninn Guðmund Orra, f. 2.3. 2005, með Esther Gunn- veigu Gestsdóttur, f. 3.10. 1984, Kristín á fyrir dótturina Sölku Björk, f. 10.10. 2000. 2) Guðrún Elísabet, búsett á Sauðárkróki, f. 6.1. 1991, sambýlismaður hennar er Sindri Valdimarsson, f. 4.11. 1990, eiga þau saman soninn Kjartan Ólaf, f. 27.8. 2011. 3) Halldór Ingvar, búsett- ur í Ólafsfirði, f. 21.4. 1992, sam- býliskona hans er Guðbjörg Ýr Víðisdóttir, f. 15.12. 1994. Guðmundur var lærður stýri- maður og starfaði sem slíkur og Stóri bróðir minn er farinn heim eins og við skátar tölum um þegar dauðastundin rennur upp. Heima í okkar fagra firði, í fjallanna tign og töfrum, um stund frostkulið kyrrði. Kominn heim að loknum störfum var öndvegissonur og sómi svefninum langa bundinn. Allt rann saman í samhljómi, heilög var heimkomustundin. Ég lofa að gera skyldu mína við guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin. Þannig hljóðar skátaheitið sem við Gummi bróðir undirgeng- umst. Við höfum leitast við að halda þetta heit og það hefur ver- ið leiðarljós okkar í lífinu. Gummi bróðir var fyrirmynd mín og vildi ég feta þá slóð sem hann tróð. Pabbi okkar lét ekki sitt eftir liggja að vinna að framgangi góðra mála í Ólafsfirði, bæjar- félaginu okkar sem tryggð okkar er bundin. Hann var formaður Karlakórs Ólafsfjarðar, forseti Rótarýklúbbsins, formaður Íþróttafélagsins Leifturs og svo formaður á sínum báti. Mamma rak sólbaðsstofu og þar áttu Ólafsfirðingar öruggt athvarf því hún var alltaf til í að hlusta án þess að dæma. Það er ekki lítils virði að hafa slíkar fyrirmyndir. Líf Guðmundar Ólafs Garðars- sonar einkenndist af umhyggju fyrir samfélaginu í Ólafsfirði, um- hyggju fyrir vinum sínum og síð- ast en ekki síst fyrir fjölskyldu sinni. Guðmundur var skátafor- ingi, hann var knattspyrnumað- ur, hann var skíðamaður. Í fót- boltanum var hann fyrirliði, hann var sá fljótasti að hlaupa, sá harð- asti í skallaeinvígjum, kletturinn í vörninni. Hann hampaði titlum sem hann verðskuldaði því að baki árangri var ástundun og ein- beiting. Í vinnu var hann alltaf kappsfullur og allt gekk út á það að toppa fyrri afköst, bæta að- stöðu, búa í haginn og hagræða. Fjölskyldur okkar systkin- anna, Halldóru, Guðmundar, Ólafar og Hannesar, hafa átt því láni að fagna að eiga samleið í líf- inu. Mamma hvarf frá okkur að- eins 56 ára gömul og skarðið sem hún skildi eftir var stórt. Án efa hefur það þjappað okkur saman og óteljandi eru þær ánægju- stundir sem við höfum átt með pabba, Helgu Torfa, Halldóri frænda, mökum okkar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Leikgleði er grunntónninn en aldrei er keppnisskapið langt undan. Guðmundur, þessi mikli íþróttamaður, var alltaf klár í slaginn þrátt fyrir að hafa farið í mjaðmarliðaskipti og fundið fyrir hverju skrefi. Hann var okkur öllum, ekki síst krökkunum, mikil fyrirmynd. Drengilegur í keppni en gaf þó ekkert eftir gæti vel átt við hann sem íþróttamann og þannig var hann í sínu lífi, sækinn og þraut- seigur. Guðmundur bjó á brekk- unni í Ólafsfirði og hann var van- ur brekkum úr skíðagöngunni, hann var því vanur að sigra brekkurnar, eiginlegar og óeigin- legar. Gummi bróðir, ég sakna þín og í kistuna þína færðu frá mér í veganesti skátaband til tákns um að þú hélst skátaheitið óbrigðug- lega og til tákns um bræðraband okkar sem aldrei brestur. Skáti, vertu viðbúinn … ljós- inu. Þinn litli bróðir, Hannes Garðarsson. Elsku Guðmundur bróðir minn er dáinn. Mér finnst eins og það vanti part af mér, eins og það vanti eitt púsl. Allar samveru- stundirnar með fjölskyldum okk- ar og vinum verða að dýrmætum myndum í huga okkar sem sitjum eftir. Við eigum svo sannarlega margar góðar samverustundir að baki og við systkinin ásamt mök- um erum svo óendanlega þakklát fyrir að hafa verið búin að fara allar fjórar afmælisferðirnar okkar og þær minningar eiga eft- ir að ylja okkur um ókomin ár. Börnin okkar hafa fengið það í veganesti frá okkur að það sé fjölskyldan og samveran sem skiptir mestu máli og við getum verið þakklát fyrir það að þau standa þétt saman á þessum erf- iða tíma og munu passa hvert upp á annað í framtíðinni. Guðmundur bróðir vissi aldrei hvort hann vildi verða bóndi eða sjómaður en að lokum fann hann leið til að gera hvort tveggja. Þessi síðustu ár sín er óhætt að segja að hann hafi tekið á fullum hraða og uppfyllt flesta sína drauma. Sem einn af upphafs- mönnum að þeirri „hobbýbænda- menningu“ sem þrífst nú svo vel í firðinum okkar blómstraði hann og var hvergi hamingjusamari en í fjárhúsunum. Þura hans tók fullan þátt í þessum búrekstri ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum þeirra og má segja að þetta hafi verið þeim sannkall- að fjölskylduhobbý og gert þau nánari og samheldnari á allan hátt. Hann var einn af máttar- stólpum samfélagsins bara með því að vera hann sjálfur, einlæg- ur, hjálpsamur, áhugasamur, framtakssamur, skipulagður og svona gæti ég lengi talið. Það var erfið kveðjustund sem við áttum systkinin þegar við Barði fluttum frá Ólafsfirði fyrir rúmlega þremur árum enda búin að búa hlið við hlið í um tuttugu ár og mikill samgangur á milli okkar og barnanna okkar. Við Þura mágkona mín erum góðar vinkonur og saman höfum við brallað og gert marga skemmti- lega hluti ýmist fjögur eða í stærri hópum. Elsku Guðmundur bróðir, líf þitt var eins og stórt púsluspil. Þú hafðir svo mikinn áhuga á líf- inu og fólkinu í kringum þig og tókst þátt í flestu því sem þig langaði til og óhætt að segja að þú hafir alla tíð reynt að lifa lífinu til fulls. Þegar við sátum og spjölluðum um lífið og tilveruna þá fannst þér þú aldrei vera að gera nóg. Þig langaði til að eyða meiri tíma með öllu fólkinu þínu og vinum og gera meira af hinu og þessu. En þú varst svo sann- arlega að gera það og voru fáir sem sýndu fólki og málefnum eins mikinn áhuga og þú. Þess vegna eiga svo margir um sárt að binda í dag, bæði börn og full- orðnir. Það er margs að minnast og margt að þakka fyrir og minn- ingu þinni verður svo sannarlega haldið á lofti. Ég mun passa upp á Þuru þína eins og ég get og ég er búin að lofa henni að fara með henni í mörg moll í framtíðinni en þér fannst það nú samt alltaf svo- lítið hættuleg blanda, ég og Þura saman í stóru molli. Elsku Þura og fjölskylda, haldið áfram að vera þessi sterka og duglega fjölskylda sem þið er- uð búin að sýna að þið eruð, hald- ið utan um hvert annað og njótið lífsins því það veit ég að bróðir minn vill að þið gerið. Ólöf systir. Það má segja að íbúar þessa litla bæjar okkar séu harmi slegnir þegar við, á morgun, kveðjum í hinsta sinn öðlinginn Guðmund Ólaf Garðarsson. Það er óhætt að segja að hans sé sárt saknað af öllum íbúum þessa litla samfélags. Guðmundur, eða Gummi minn eins og hún Gunna mín kallaði hann alltaf, var ekki nema 18 ára þegar hann kom fyrst og spurði eftir henni Þuru minni sem var þá nýorðin 15 ára. Er óhætt að segja að okkur hjón- um hafi ekki verið alveg rótt en vissum samt að þar var grandvar og prúður piltur á ferð og má segja að þar hafi hafist margra ára vinátta okkar Gumma enda áttum við eftir að starfa saman í mörg ár til sjós þar sem hann var frábær starfskraftur, bæði sem háseti, stýrimaður og skipstjóri. Gummi var hvers manns hug- ljúfi og mátti ekkert aumt sjá, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa og leysa úr vanda annarra ef hann mögulega gat. Við sem þekktum Gumma vitum að hann var mikill keppnismaður enda frábær íþróttamaður og marg- faldur Íslandsmeistari bæði í göngu og norrænni tvíkeppni á sínum yngri árum. Einnig var hann mikilvægur hlekkur í meist- araflokki Leifturs. Og þó að hann væri fastur fyrir og gæfi ekkert eftir í hita leiksins var hann virt- ur af öllum, bæði mótherjum og liðsmönnum, enda valinn besti maður liðsins og einnig prúðasti maður deildarinnar. Það er svo ótalmargt sem mig langar til að minnast á en á svo erfitt með að sætta mig við að þurfa að vera í þessum sporum. Þetta er eitt- hvað svo fráleitt og átti aldrei að gerast. En það veit víst enginn hvað næsti dagur ber í skauti sér og því fór sem fór. Samt get ég ekki sleppt því að minnast á utan- landsferðirnar okkar og allar ferðirnar með skipshöfninni, bæði til Reykjavíkur í leikhús og til Portúgals og Grikklands þar sem þú lést þig hafa það að koma með á hækjum og kvartaðir aldr- ei. Og ekki má gleyma ferðinni sem við Gunna mín fórum með ykkur í Ásbyrgi og sprakk fjór- um sinnum á hjá mér á heimleið- inni og þú varst á stanslausum ferðum til Húsavíkur með dekk í viðgerð. Guðmundur og Þura mín eiga þrjú yndisleg börn sem eru öll farin úr foreldrahúsum og bú- in að stofna sín heimili og hafa gefið þeim fjögur barnabörn. Guðmundur tók sér margt fyrir hendur, hann var skipstjóralærð- ur og stundaði þá vinnu og var í útgerð með föður sínum, mágum og systkinum. Eftir að hann kom í land stofnaði hann, ásamt fleir- um, fiskverkunarfyrirtæki og má segja að það hafi verið á góðri leið. Einnig tók hann að sér for- mennsku Sjómannafélags Ólafs- fjarðar. Gummi minn hafði mjög gaman af fjárbúskap og var bú- inn að vera í forsvari fyrir hópi manna sem kölluðu sig hobbý- bændur og áttu þau Þura mín þar 10 ær og var mikil tilhlökkun eft- ir vorinu og litlu lömbunum. Fljótt skipast veður í lofti og núna í augnablikinu daprast mér sýn og veruleikinn svo kaldur og miskunnarlaus blasir við mér. Elsku hjartans Þura mín, megi allar góðar vættir og allt það góða sem alla tíð hefur verið svo sterkur þáttur í fari þínu hjálpa þér að halda utan um hópinn þinn. Við móðir þín verðum ekki langt undan elsku Þura mín. Kveðja, pabbi, Sigmundur Agnarsson. Vegna fráfalls jafnaldra míns, vinar og svila, Guðmundar Ólafs Garðarssonar, langar mig að minnast hans í fáeinum orðum. Best væri að lýsa honum sem duglegum, vandvirkum, traust- um og heiðarlegum manni sem vildi öllum vel. Leiðir okkar lágu saman í barnaskóla, skipstjóra- og bónda- synirnir urðu fljótt góðir vinir. Báðir voru í íþróttum og fórum við oft eftir skóla heim til Gumma þar sem hann mallaði sér hinn einstaka kakódrykk sem hvergi var til nema á heimili hans á Brekkugötunni og síðan á Hlíð- arveginum þar sem þau Þura byggðu sér síðan glæsilegt heim- ili. Gummi poppaði popp með sér- stakri aðferð og sagði ekkert poppkorn jafnast á við það sem hann poppaði. Gummi var einn fjölhæfasti íþróttamaður sem komið hefur fram á sjónarsviðið í Ólafsfirði fyrr og síðar, mikill keppnismaður og agaður. Við Gummi vorum mikið sam- an á unglingsárunum og unnum oft á sömu stöðum og vorum til sjós saman, hann þó mun lengur, enda menntaður skipstjóri og var í útgerð ásamt systkinum sínum. Við giftumst systrum inn í stóra og samheldna fjölskyldu þannig að samgangur okkar hefur lifað alla tíð. Við hófum búskap um svipað leyti og eignuðumst okkar fyrstu börn á sama árinu. Við ræddum stundum um það hvað okkur hefði vegnað vel í lífinu þótt við yrðum fyrir áföllum eins og aðrir þegar nákomnir falla frá fyrir- varalaust. Við ferðuðumst tals- vert saman bæði áður og eftir að við eignuðumst fjölskyldur. Við sáum framtíðina fyrir okkur en reynslan kennir að best er að geyma ekki það sem hægt er að gera strax. Síðustu árin var Gummi með kindur og var fyrsti formaður fé- lags hobbýbænda í Ólafsfirði. Hann hafði mjög gaman af bú- skapnum og naut þess að vera innan um kindurnar og þann sér- staka félagsskap sem myndast hefur í kringum búskapinn. Gummi virtist alltaf hafa tíma til að gera alla hluti og var í fé- lagsstarfi í ýmsum félögum allt til síðasta dags. Hann átti orðið stóra fjölskyldu með Þuru sinni, þrjú börn og fjögur barnabörn, sem hann eyddi með öllum þeim tíma sem hann hafði. Þegar líkaminn er notaður mikið eins og var í tilfelli Gumma þá þarfnast hann viðgerða af og til. Hann hafði átt við að stríða slit í mjöðmum og áður farið í að- gerð vegna þess. Nú skyldi reyna til þrautar að fá nýjan lið og eiga góð ár til gangsins framundan. Allt leit vel út og Gummi taldi sig vera á heimleið þegar máttar- völdin gripu inn í og ógæfan dundi yfir fyrirvaralaust og hann lést á Landspítalanum í Reykja- vík 12. mars sl. Missirinn er mik- ill enda átti hann eftir að gera mikið þegar hann kæmi heim í faðm fjölskyldunnar. Máltækið segir að tíminn lækni öll sár. Það er þó afstætt og sum sár eru lengi að gróa. Þeir sem þekktu Gumma geta þó glaðst yfir þeim tíma sem þeir áttu með honum og þeim ógleymanlegu stundum sem oft voru í návist hans. Ég veit að fjöl- skylda Gumma, konan hans hún Þura, Garðar, Gunna Beta og Halldór Ingvar, barnabörnin og samrýndar fjölskyldur sem standa að þeim í báðar ættir munu varðveita minningu hans um ókomin ár. Við hjónin vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð á erfiðum tímum. Jón Árni og Margrét, Brekkulandi. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (ÁK) Fréttir af andláti frænda, góðs vinar og vinnufélaga, Guðmundar Ólafs Garðarssonar, kom sem reiðarslag miðvikudaginn 12. mars sl. Fyrirvaralaust var góður drengur tekinn og fluttur á nýjan stað. Gummi, eins og hann var af flestum kallaður, var traustur, hjartahlýr, sanngjarn og góður maður. Allir sem kynntust hon- um fundu hlýju hans og einlægan áhuga á lífinu og tilverunni. Hann vildi öllum allt það besta og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkr- um manni. Framkoma hans var hógvær, glettin og ávallt var stutt í brosið. Það er ekki á neinn hallað þeg- ar ég segi að hann hafi verið mín helsta fyrirmynd en ég var aðeins 19 ára gamall þegar við urðum skipsfélagar á Guðmundi Ólafi ÓF 91. Það var auðvelt að líta upp til hans og eiginlega óhjákvæmilegt. Mannkostir hans voru slíkir. Iðu- lega hugsar maður á erfiðum stundum eða í erfiðum aðstæð- um: „Hvernig mundi Gummi gera þetta eða hvernig mundi Gummi bregðast við, hvernig mundi hann leysa þetta?“ Þannig hafði hann áhrif á það hvernig manneskja maður vildi reyna að verða og ekki veit ég um nokkurn mann sem þessi vísa úr Hávamál- um á betur við: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Það eru forréttindi og heiður að fá að njóta samvista við slíkan mannkostamann og fá að njóta þekkingar hans og reynslu, fyrir það vil ég af alhug þakka. Nú mega orð síns lítils en hug- ur minn og fjölskyldunnar er hjá fjölskyldu hans og við sendum þeim hlýjar hugsanir og okkar dýpstu samúð, megi þau öll finna styrk. Minningin um einstakan mann lifir í hjörtum okkar. Arnar Guðmundsson og fjölskylda. Það var mér og öllu skyldfólki hans og venslafólki mikið áfall þegar við fréttum af andláti bróð- ursonar míns, Guðmundar Garð- arssonar, eftir að hann fór í tvær aðgerðir á Landspítalanum í Reykjavík þar sem hann veiktist snögglega og lést í kjölfarið. Ég mun sakna hans mikið þar sem hann var búinn að hjálpa mér svo óendanlega mikið við ýmislegt og fara margan bíltúrinn með mig. Alltaf var hann boðinn og búinn að sinna öllu því sem ég bað hann að gera. Hann átti sannarlega eftir að sinna ótal málum sem hann var Guðmundur Ólafur Garðarsson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir ✝ Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts okkar elskulega SIGFÚSAR GUÐMUNDSSONAR, Víkurbraut 11, Vík í Mýrdal. Ester Guðlaugsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson og fjölskylda, Guðbjörg Guðmundsdóttir og fjölskylda, Bárður Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.