Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Kísilver, álver, gagnaver, kapalverk- smiðjur, lyfjaverksmiðja, koltrefja- verksmiðjur, kalkþörungaverk- smiðja, vatnsverksmiðjur, fisk- eldisiðnaður, risagróðurhús. Allt eru þetta dæmi um orku- og mannfrek verkefni sem áform eru uppi um hér á landi á næstu miss- erum. Er þá ótalin stór fjárfesting í t.d. sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Reynslan hefur sýnt að áform sem þessi ganga ekki alltaf eftir. Þar skipta stóru máli þættir eins og orku- og umhverfismál, fjármögnun, leyfis- veitingar og markaðsaðstæður al- mennt. Fyrir liggur að í eingöngu orkumálum þarf að styrkja flutn- ingskerfið og fjölga virkjunum ef öll stærstu áformin eiga að verða að veruleika. Fyrirhuguð verkefni eru mislangt á veg komin. Sum þeirra eru aðeins á byrjunarstigi en önnur eru lengra komin með t.d. viljayfirlýsingum, lóðarumsóknum, fjárfestingarsamn- ingum við stjórnvöld eða orkusölu- samningum. Frá árinu 2010 hafa stjórnvöld undirritað sex fjárfesting- arsamninga og orkufyrirtækin gert enn fleiri samninga um sölu á raf- orku. Nú nýverið gerði Landsvirkjun t.d. tvo samninga vegna kísilverk- smiðja PCC á Bakka og United Sili- con í Helguvík. Meðfylgjandi yfirlitskort um fyrir- huguð verkefni er alls ekki tæmandi en gefur engu að síður góða mynd af því sem komið er á kortið. Sést vel hve þau raðast að miklu leyti á suð- vesturhorn landsins en þó hillir undir uppbyggingu á svæði eins og Bakka við Húsavík. Að minnsta kosti er Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, kampakátur með orkusölusamninginn við PCC. Einnig liggja fyrir lóð- arumsóknir um álver og slípi- efnaverksmiðju. Hann segir eitt verkefni til viðbótar í píp- unum sem of snemmt sé að greina frá opinberlega. En Bergur vill fara að bretta upp ermar. „Maður er orðinn þreyttur á vol- æðistalinu sem tröllriðið hefur um- ræðunni, bæði á Alþingi og í þjóð- félaginu. Menn þurfa að standa saman og koma sér út úr þessari um- ræðu, fara að skapa fólki störf og tekjur. Ef menn ætla að aðstoða aðra þá er gott að byrja á því að taka til í eigin ranni,“ segir Bergur Elías. Önnur kalkþörungaverksmiðja Nokkur þessara kortlögðu verk- efna munu skýrast frekar á allra næstu vikum og mánuðum, eins og kísilver Thorsil í Helguvík, sólarkís- ilverksmiðja á Grundartanga, vatns- verksmiðja á Rifi og ný kalkþör- ungaverksmiðja á norðanverðum Vestfjörðum. Tvö gagnaver hafa verið tekin í notkun á undanförnum árum, Verne og Advania-Thor. Bæði huga þau að töluverðri stækkun sem kallar á mikla orkuþörf til viðbótar. Áform hafa verið um gagnaver víðar á land- inu, eins og í Reykjavík og á Blöndu- ósi, en engin niðurstaða komin þar enn. Þá eru sum verkefni á því stigi að fara í gang eða þegar farin af stað, líkt og örþörungaverksmiðja Algalífs á Ásbrú og stálverksmiðja GMR á Grundartanga. Einnig eru fram- kvæmdir að fara af stað í Vatnsmýri fyrir lyfjafyrirtæki Alvogen. Becromal vill stækka Eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa verið að laða erlenda fjár- festa til samstarfs við sig er Strokkur Energy, sem á aðild að álþynnuverk- smiðju Becromal á Akureyri, GMR stálverksmiðju á Grundartanga og Thorsil í Helguvík. Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks, segir kísilverið langt á veg komið og bind- ur hann vonir við að samningar klár- ist á næstunni. Becromal hefur farið vel af stað og kominn tími á stækkun. Álþynnur að andvirði 12 milljarða króna voru fluttar út í fyrra en Ey- þór segir stækkun verksmiðjunnar því miður ekki mögulega vegna skorts á raforku. Þá á Strokkur meirihluta í stálverksmiðjunni, sem hóf nýlega starfsemi. Þar vinna nú um 40 manns og Eyþór segir líklegt að fjölga þurfi starfsfólki allt upp í 60 manns. Um er að ræða endurvinnslu á stáli, sem unnið er til útflutnings eða fyrir álverin hérlendis. En Eyþór hefur áhyggjur af stöðu orkumála. „Orkuskerðingin að undanförnu er afleit til afspurnar, það er ekki gott þegar þarf að skerða orku til lykilvið- skiptavina. Það hafa orðið tafir í virkjunarframkvæmdum í fjögur ár. Við glímum ekki bara við vatnsskort heldur virkjanaskort. Við erum með mörg verkefni sem væri hægt að ráðast í en hafa verið í algjörri biðstöðu.“ Höftin gætu haft áhrif Fjárfestingasvið Íslands- stofu vinnur að því að kynna landið fyrir erlendum fjár- festum. Þar ræður Þórður H. Hilm- arsson ríkjum. Í samtali við Morgun- blaðið segir hann áhuga fjárfesta hafa aukist og flæði verkefna ekki minnkað. Gjaldeyrishöftin hafi ekki haft áhrif á þau verkefni sem nú eru til skoðunar, enda er undanþága frá takmörkunum fjármagnsflutninga vegna nýfjárfestinga. „Ef lögð verður áhersla á líftækni- og hátækniverkefni með alþjóðlegri starfsemi hér, þá munu höftin hins vegar fara að skipta mun meira máli, eins og komið hefur fram í máli for- svarsmanna þeirra alþjóðlegu fyrir- tækja sem hér starfa í augnablikinu. Þó að mörg verkefni séu til skoðunar á hverjum tíma þá er ekki þar með sagt að niðurstaðan verði jákvæð í öllum tilfellum. Það er reyndar af og frá,“ segir Þórður. Hann telur skipta öllu máli að samkeppnishæfni landsins sé a.m.k. jafn mikil og helstu nágrannalanda okkar og að viðskipta- og lagaum- hverfið styðji við þá viðleitni að laða hingað til lands áhugaverð fyrirtæki sem skapa ný og verðmæt störf og bera með sér nýja þekkingu og aukna framleiðni. Þórður segir viða- miklar tillögur liggja fyrir í þessum efnum frá fjölmörgum aðilum. Vonar hann að þessar tillögur verði á dag- skrá ríkisstjórnarinnar sem allra fyrst. „Okkar hlutverk á Íslandsstofu er fyrst og fremst að fá fjárfesta hingað til að skoða aðstæður og veita þeim sem allra besta þjónustu við gagna- öflun og tengslamyndun. Ef það tekst þá er okkar markmiði í raun náð. Við ráðum lítið við aðstæðurnar eftir það, því við semjum ekki fyrir hönd fjárfestanna um aðstöðu og skilmála hér á landi, né heldur getum við haft áhrif á samkeppnishæfni Ís- lands í samanburði við aðrar þjóðir.“ Þórður segir Ísland hafa tækifæri á mörgum sviðum. Nefnir hann t.d. uppbyggingu í hátækniiðnaði, rann- sóknum og þróun, eins og fyrirhug- aða starfsemi lyfjafyrirtækisins Alvogen og háskólanna í Vatnsmýri. Við þróun vísindagarða gefist færi á að laða að erlend fyrirtæki. „Einnig sjáum við gríðarleg tækifæri í frí- verslunarsamningi við Kína, þar sem bæði kanadísk, bandarísk og evrópsk fyrirtæki gætu náð miklu hagræði við að setja upp virðisaukandi starf- semi á Íslandi og flytja út til Kína.“ Varðandi fregnir af orkuskerðingu til stóriðjunnar segir Þórður þær ekki farnar að hafa áhrif á erlenda fjárfesta. Litið sé á þetta sem und- antekningu þar sem síðustu áratug- ina hafi tiltölulega lítið verið um orkuskerðingu. Þetta snúi að auki fyrst og fremst að vatnsaflsvirkj- unum og sé t.d. ekki áhættuþáttur hvað jarðvarmaveitur varðar. „Hins vegar er sú staða sem upp er komin í vatnsbúskapnum staðfest- ing á því að við eigum enn langt í land með að samnýta orkuauðlindir okkar á landsvísu með samhæfðu og öflugu dreifikerfi milli Norður- og Suður- lands,“ segir Þórður að endingu. Fyrirhuguð verkefni í stóriðju eða mannfrekri starfsemi Grunnkort/Loftmyndir ehf. Reykjavík Hafnarfjörður ÞorlákshöfnGrindavík Ásbrú Helguvík Grundartangi Rif Sunnanverðir Vestfirðir Ísafjörður/Bolungarvík Blönduós Sauðárkrókur Siglufjörður Akureyri Bakki við Húsavík Finnafjörður Seyðisfjörður Lyfjaverksmiðja í Vatnsmýri Alvogen Vatnsverksmiðja IV Iceland/Moonraker Ltd Kalkþörungaverksmiðja Ísl. kalkþörungafélagið Gagnaver Nokkrir áhugasamir aðilar Koltrefjaverksmiðja Gasfélagið o.fl. Hafnarsvæði v Dysnes Ýmsir í samstarfi Umskipunarhöfn Bremenports o.fl Kapalverksmiðja Álkaplar ehf. Tómatagróðurhús EsBro Sólarkísilverksmiðja Silicor Materials Kapalverksmiðja Southwire o.fl. Stálverksmiðja GMR-Strokkur Gagnaver á Korputorgi SMI-fjárfestingar Gagnaver á Esjumelum Nokkrir áhugasamir aðilar A A A Klór-alkalíverksmiðja Genis A Líftækniverksmiðja Genis A Álver* Klappir Development A Slípiefnaverksmiðja* Saint Gobain A A A A A A A A Áburðarverksmiðja ? B Stórskipahöfn ? Áburðarverksmiðja ? B B C Vatnsverksmiðja Brúarfoss C Álver Norðurál C C Kísilverksmiðja PCC Bakki Silicon C D Kísilverksmiðja United Silicon D Kísilverksmiðja Thorsil D E F Skýringar: A Áform/viðræðustig B Þingsályktanir um hagkvæmniathugun C Viljayfirlýsing/fjárfestingasamningur D Orkusölusamningur E Nýlega farið af stað F Framkvæmdir að hefjast * Hafa sótt um lóðGagnaver - stækkun Verne A Metanólverksmiðja-stækkun Carbon Recycling Int. A Örþörungaverksmiðja Algalíf E Gagnaver – stækkun Advania-Thor Datacenter A Fiskeldisiðnaður – stækkun Arnarlax, Fjarðalax o.fl. A Fjöldi stórverkefna í pípunum  Orkufrek stóriðja og tengd verkefni áformuð víða um land  Mislangt á veg komin  Fjögur kísil- ver komin á kortið  Íslandsstofa finnur aukinn áhuga fjárfesta  Gagnaverin huga að stækkun Þórður H. Hilmarsson Bergur Elías Ágústsson Eyþór Arnalds 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.