Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 16
ÚR BÆJARLÍFINU Albert Eymundsson Hornafjörður Ragnar Imsland er handhafi Menningarverðlauna Hornafjarðar 2014. Ragnar er þúsundþjala- smiður og einstakur hagleiksmaður sem hlýtur viðurkenninguna fyrir þau lista- og handverk sem hann hefur skapað og prýða umhverfið og híbýli á Hornafirði og víðar.    Ferðafólk heldur áfram að flykkjast hingað austur og hafa öll met verið slegin í fjölgun ferða- manna síðustu mánuði. Dæmi eru um svipaða nýtingu á gistirými þessa vetrarmánuði og yfir sumar- mánuðina. Helsta aðdráttaraflið er náttúra héraðsins, Jökulsárlón, norðurljósin og íshellaskoðun, sem færri komast í en óska. Vaxtar- verkir fylgja þessari öru þróun því fjölga þarf starfsfólki og er farið að bera á húsnæðisskorti fyrir starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja.    „Leyndardómar Suður- lands“ er kynningarátak fyrir landsfjórðunginn, dagana 28. apríl til 6. apríl nk., þar sem megininn- takið er „matur – saga – menn- ing“. Á Hornafirði verður fjöl- breytt dagskrá alla dagana í tengslum við átakið sem sjá má á: www.sudurland.is.    Bókmenntahátíð í Þórbergs- setri á Hala í Suðursveit verður á morgun, sunnudag. Hér er um ár- legan viðburð að ræða sem haldinn er í minningu meistara Þórbergs. Dagskráin er fjölbreytt með upp- lestri, erindum og söng þar sem Þórbergur er oftast nálægur eða mannlíf og náttúra Suðursveitar.    Nettó, sem er eina matvöru- verslunin á Hornafirði, hélt í gær upp á stækkun verslunarinnar þar sem gerðar voru miklar endur- bætur á allri versluninni. Var ráð- ist í framkvæmdir m.a. vegna fjölgunar ferðamanna en þrengsli voru farin að há starfsfólki og við- skiptavinum.    Skinney-Þinganes stendur í miklum og fjárfrekum fram- kvæmdum vegna starfseminnar, bæði í landi og með endurbótum á bátum fyrirtækisins. Með þeim er stefnt að því að auka hagkvæmni og afkastagetu vinnslunnar sem og vinnuumhverfi starfsfólks í landi og bæta aðbúnað sjómanna.    Vetrarvertíð hefur gengið vel þrátt fyrir rysjótta tíð. Netabátar mokfiska þegar þeir róa og upp- sjávarskipin náðu að klára kvótann sinn.    Knattspyrnudeild Sindra bauð upp á knattspyrnuskóla sem haldinn var í byrjun mars og tókst einstaklega vel til. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna tímasetningarinnar en á Hornafirði er fyrsta flokks aðstaða á þessum árstíma til að æfa knattspyrnu m.a. vegna tilkomu Bárunnar, fjöl- nota knatthúss, með góðu gervi- grasi. Menningarverðlaun Hornafjarðar Ragnar Imsland og eiginkona hans Júlía Imsland fyrir miðri mynd ásamt fulltrúum sem tóku við styrkjum fyrir hönd ýmissa félagasamtaka og stofnana við athöfnina. Öll met slegin í fjölgun ferðamanna Hekla Frá Heklugosi árið 2000. Tveir jarðskjálftar, báðir 1,2 að stærð, hafa mælst við Heklu undan- farna sólahringa. Sá fyrri varð á fimmtudagskvöld en sá seinni skömmu eftir hádegi í gær. Undanfarið hefur verið sagt frá kvikusöfnun og þenslu í Heklu en hún er orðin meiri en hún var fyrir Heklugosið árið 2000. Það hefur vak- ið áhyggjur margra af því að annað gos sé yfirvofandi. Almannavarna- deild ríkislögreglustjóra hefur meðal annars fengið fyrirspurnir frá sendi- ráðum, öryggisfyrirtækjum og ein- staklingum vegna þessa. Pálmi Erlendsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir það koma fyrir að jarðskjálftar mælist við eld- fjallið en að yfirleitt séu það, eins og í þessum tilvikum, örskjálftar. „Þetta er ekki beint neitt til þess að hafa áhyggjur af. Hekla er nú samt óútreiknanleg eins og við þekkjum og margir segja að það sé kominn tími á hana. En maður getur ekki séð að svona stöku skjálftar séu forboði um eitthvað verra,“ segir hann. Ekki til að hafa áhyggjur af  Smáskjálftar við Heklu 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Gunnlaugur Árnason Leikfélagið Grímnir frumsýndi á dögunum leikritið Lýð- ræði eftir Bjarka Hjörleifsson. Tónlistina í samdi Jón Torfi Arason. Höfundarnir eru ungir Hólmarar sem eru að feta listabrautina. Lýðræði er margslungið leikverk sem gerist á rusla- haugum. Efni leikritsins er samfélagsgagnrýni frá sjón- arhóli höfundar. Leikendur eru 9 auk hljómsveitar og alls koma að leiksýningunni yfir 20 manns, flest ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði. Leikstjóri er Hrafndís Bára Einarsdóttir. Gaman að skrifa leikrit Bjarki Hjörleifsson 24 ára Hólmari og er formaður leikfélagsins Grímnis. Hann hefur áður samið leikritið Við dauðans dyr sem Grímnir sýndi árið 2012. Bjarkir segir að hann hafi alltaf haft gaman af að skrifa. „Strax í grunnskóla var hvatning um skapandi skrif. Ég hafði gaman af að semja sögur, ljóð og söngtexta. Það þurfti ekki mikið til að ýta á mig að fara á leiksvið á árshátíðum skólans. Þá datt mér ekki hug að ég ætti eft- ir að semja leikrit. Tengsl mín við Grímni urðu örugg- lega til þess að ég fór að skrifa. Ég hafði ekki mikla trú á mér, en ég fór af stað. Eftir tveggja mánaða starf var ég kominn langleiðina með fyrsta verk mitt og þá var ekki um annað að gera en klára verkið. Það var erfitt, en gam- an eftir á. Formið á því hvernig leikrit eru skrifuð er mjög heillandi og skemmtilegt,“ segir Bjarki og bætir við: „Eftir þessa reynslu langar mig að halda áfram á þessari braut. Ég hef áhuga á að leita mér að góðri menntun varðandi leikhús, hvort sem er leikstjórn eða leikritaskrif.“ Bjarki er ánægður með hversu vel hefur tekist til og vonar að áhorfendur verði sama sinnis. Sýningar fara fram í félagsheimilinu Skildi í Helga- fellssveit. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Á ruslahaugunum Leikendur í Lýðræði. Þeir eru 9 auk hljómsveitar og alls koma að leiksýningunni yfir 20 manns. Lýðræði á ruslahaugunum  Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi sýnir verk eftir ungan höfund ÚRVALSFÓLKSFERÐIR Tenerife 2. – 21. maí ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19, KÓP. | S. 585 4000 Best Tenerife Hálft fæði innifalið VERÐ FRÁ 231.900 KR. á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli. Brottför: 2. maí Heimkoma: 21. maí. La Siesta Hálft fæði innifalið VERÐ FRÁ 228.000 KR. á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli. Brottför: 2. maí Heimkoma: 21. maí Skemmtanastjóri á Tenerife Kjartan Trausti Skemmtanastjóri á Benidorm Jenný Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.