Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 37
alltaf að hugsa okkur um hvort Heiða væri móður- eða ömmu- systir okkar en í raun skipti það engu máli. Það áttu allir eitthvað í henni Heiðu og breytti það engu hvenær komið var að Auðsholti, ávallt var tekið vel á móti okkur. Áttu Heiða og Einar alltaf tíma fyrir gesti, þó að mikið væri að gera og margir væru á heimilinu. Það voru ekki bara börn þeirra því iðulega var fullt af börnum í sveit hjá þeim, bæði sumar og vetur, Maja var svo heppin að vera eitt af þeim. Margar minningar koma í hug okkar systra en sterkust er samt sú minning þegar Didda, Halla og Óskar Ingvi fóru með Heiðu, mömmu og Siggu ömmu í ferðlag vestur. Við systur ólumst upp í því að allt er best fyrir vestan og höfum aldrei efast, enda hefðum við ekki komist upp með það. Þessi ferð gaf okkur öllum mikið og var gaman að upplifa minning- arnar sem þær frænkur áttu sam- an um dagana í Hjarðardal forð- um. Þær héldu áfram að bralla margt saman, deildu meðal ann- ars áhuga á kanínurækt og smyrslagerð úr íslenskum jurt- um. Það liðu ekki margir dagar á milli símtala og vitum við að það var Heiðu mikil sorg þegar mamma dó skyndilega fyrir tæp- um 16 árum. Heiða kvaddi hana með sömu blómum og hún tíndi fyrir Helgu Guðrúnu systur sína þegar hún dó og skildi eftir sig ljósið í sorginni eins og hún orðaði það sjálf í minningargrein um mömmu. Í huga okkar kveðjum við með sömu blómum og erindi úr ljóði um þær frænkur. Þú manst er kvöld var komið og kominn háttatími þú leiddir ljósa telpu og lagðir hana á beð. Þar gekkstu sjálf til sængur, en svefninn færðist undan. Þið áttuð aðrar dýrðir að una og hvíla með. (Guðmundur Ingi Kristjánsson.) Ólavía (Didda), María, Halla, Óskar Ingvi og Eiríkur Elis. Tuttugu ár eru liðin frá því ég bjó í Auðsholti í Biskupstungum og var samtíða Ragnheiði Guð- mundsdóttur, en samveran með henni er mér ógleymanleg. Við vorum svilkonur og góðar vinkon- ur. Við áttum margar góðar sam- verustundir eftir að ég giftist Tómasi Tómassyni, sem bjó þá félagsbúi með bróður sínum Ein- ari og Heiðu konu hans, sem nú er kvödd. Ég minnist þess að Heiða gaf mér góðar ráðlegging- ar þegar ég kom í Auðsholt fyrst, fákunnandi borgarkona sem vissi fátt um sveitabúskap. Félagsbú okkar fjögurra stóð í tvo áratugi og allan þann tíma áttum við góð- an vinskap, ég og Heiða. Hún var mikil húsmóðir, hvort sem var í matseld eða hannyrðum og heima hjá henni var alltaf margt um manninn. Sérstaklega á sumrin, þar sem hún tók að sér börn, sem sum áttu í erfiðleikum heima fyr- ir. Hún reyndist þessum fóstur- börnum sínum fjarska vel. Hjónin Heiða og Einar áttu sjálf mynd- arlegan barnahóp. En það hvíldi mikil sorg yfir heimilinu þegar yngsta barnið, Vilhjálmur á fyrsta ári, dó eftir stutta legu. Heiða reyndist mínum börnum afar vel og ég þakka það og allt það góða sem við áttum saman svilkonurnar. Ég sendi börnum Heiðu og Einars innilegar sam- úðarkveðjur, svo og öðrum í fjöl- skyldu hennar. Helga Þórðardóttir. Og enn fækkar í hópnum okkar kvennaskólameyja frá Hús- mæðraskólanum á Laugalandi árin 1947-’48, og þykir engum mikið, allar á níræðisaldri. Heiða var önnur herbergis- systir mín en við vorum tvær vin- konur búnar að biðja um að fá að vera saman í herbergi, sem var aðeins tveggja manna. Skólinn var að byrja, þá hringir stúlka úr Önundarfirði og kemst ekki fyrr en eftir viku, enga skipsferð að fá, sem þá var eina leiðin. Skólastýran áleit þessa stúlku hafa sagt plássinu lausu þennan vetur, en það var þó önnur úr Ön- undarfirði einnig Guðmundsdótt- ir, svo nú voru góð ráð dýr. Skóla- stýran kom til okkar í tveggja manna herberginu og spurði, er nokkur leið að hún geti verið í herbergi með ykkur. Við urðum auðvitað glaðar að fá herbergis- félaga, þótt plásslítið væri, í her- berginu var lokrekkja og beddi, svo var fengin dýna og á daginn fékk hún hvílu á beddanum, en á gólfinu á nóttunni. Svo skiptumst við á hálfsmánaðarlega þegar skipt var á rúmum. Fyrst sofið á beddanum, næst á gólfinu á dýn- unni og síðan í lokrekkjunni og allar ánægðar, en þá var gólf- plássið líka búið og þurfti að stíga á dýnuna ef farið var út úr lok- rekkjunni eða af beddanum. Og aldrei man ég eftir því að okkur þætti þröngt. Fataskápurinn var í stíl við annað, kannski 50 cm breiður og meira en nógu stór, því fataeign var ekki mikil, rétt til skiptanna. Oft höfum við skólasystur rifj- að upp eitt og annað frá þessum vetri en ein man þetta og önnur hitt og alltaf er eins og við höfum bara skilið í gær. Ég var svo heppin að koma til Heiðu minnar í október í haust. Alltaf er sama hlýjan og þakklætið henni efst í huga og að gefa og gleðja aðra. Ég á margt fallegt eftir Heiðu sem hún hefur unnið, bæði vélpr- jónað og handprjónað og gefið mér. Hún var einstök hannyrða- kona. Mínar innilegustu samúð- arkveðjur til barnanna hennar allra, tengdabarna, afkomenda og bræðra. Rósa Árnadóttir. Nú sé ég og faðma þig, syngjandi vor með sólina og blæinn. – Mér klappaði golan, þó gatan sé þröng og gott var í morgun að heyra þinn söng; nú kem ég sem fljúgandi langt út í ljósið og daginn. (Þorsteinn Erlingsson) Í dag kveðjum við hana Heiðu eins og hún var kölluð, Ragnheiði Guðmundsdóttur frá Auðsholti. Einhverja þá yndislegustu konu sem við höfum kynnst. Það ljóm- aði af henni góðmennskan og hlýjan. Hún átti bágt með að tjá sig eins og minn maður, vegna heilablóðfalls. En það skipti engu máli. Að koma til hennar og sitja hjá henni gaf svo mikið. Ég hefði gjarnan viljað kynnast henni þeg- ar hún gat tjáð sig betur. Ég hygg að hún hafi búið yfir vitneskju um jurtir til heilsubótar og einhverju miklu meiru. Hún var sívinnandi; að búa til jólakort eða prjóna eitthvað hlýtt og gott á ættingja og vini. Vett- linga gaf hún mér sem mér þótti vænt um. Við sátum oft saman þrjú og ég las eða við rauluðum saman lag- stúf. Börnin hennar Heiðu bera mömmu sinni fagurt vitni. Ynd- isleg og gefandi eins og móðir þeirra. Sonur hennar, hann Gils, gaf mikið af sér; kom í hverri viku, í sínum matartíma, og las fyrir alla sem gátu komist úr rúmi. Þetta gera ekki margir. Svo segja má að eplið falli ekki langt frá eikinni. Heiða og minn maður tengdust miklum vináttuböndum. Þau skildu vel hvort annað án orða. Steingrímur getur ekki, vegna aðstæðna, fylgt henni til grafar eins og hann gjarnan vildi. En börnin hennar voru svo elskuleg að leyfa okkur að kveðja hana í hinsta sinn á Fossheimum. Fyrir það og allt annað viljum við þakka. En nú er hún Guði falin og laus við þrautir. Börnum hennar elskulegum og öllum ættingjum biðjum við blessunar Guðs á kveðjustund. Steingrímur Ingvarsson og Jóhanna María. MESSUR 37á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar sjá um ritningarlestur. Organisti Kristina K. Szklenár ásamt kirkjukór Árbæj- arkirkju. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar í um- sjón Fritz, Díönu og Valbjörns. Brúðu- leikhús, biblíusögur, söngur og fræð- andi barnaefni. Að lokinni guðsþjónustu og sunnudagaskóla er boðið upp á hressingu. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni annast samverustund sunnudagaskól- ans. Félagar úr Lionsklúbbnum Tý taka þátt í messunni og sjá um kirkjukaffið á eftir, þar sem frjáls framlög til líknar- og mannúðarstarfs klúbbsins eru vel þeg- in. Séra Hannes Björnsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Jónssyni sóknarpresti. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Hljómsveitin Gigg kemur í heim- sókn og leikur af nýrri plötu sinni. Fé- lagar úr kór Ástjarnarkirkju leiðir sálma- söng undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra. Meðhjálp- ari er Sigurður Þórisson og prestur sr. Kjartan Jónsson. Sunnudagaskóli á sama tíma þar sem litadýrðin ræður ríkjum. Allir komi með eitthvað litríkt eða í litríkum fötum. Hólmfríður S. Jónsdóttir og Bryndís Svavarsdóttir annast dagskrána. Heitt á könnunni og samfélag á eftir messu. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Umsjón með stundinni hafa Fjóla og Finnur. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjal- arnesi | Guðsþjónusta kl. 11 f.h. Sr. Gunnar Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari, organisti er Páll Helgason, félagar úr Karlakór Kjalnesinga leiða söng. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Leifs- dóttur. Skaftfellingamessa kl. 14. Prestar eru sr. Bryndís Malla Elídóttir, sr. Haraldur M. Kristjánsson, sókn- arprestur í Vík, og sr. Ingólfur Hartvigs- son, sóknarprestur á Kirkjubæj- arklaustri, sem prédikar. Organistar eru Friðrik Vignir Stefánsson, Kári Gestsson og Brian Haroldsson. Söng- félag Skaftfellinga syngur ásamt Sam- kór Mýrdælinga, Ásakórnum og Kirkju- kór Prestbakkakirkju. Eftir messu verður Skaftfellingafélagið með kaffi- sölu í safnaðarheimili. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Lífleg og gefandi samvera fyrir alla fjölskylduna. Fræðsla, söngur og lof- gjörð. Guðsþjónusta kl. 14. Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Antoniu Hevesi. Þetta er 3. sunnudagur í föstu og litur messu- klæða er fljólublár. Messuþjónar að- stoða og prestur er sr. Pálmi Matthías- son. Molasopi og hressing eftir messu. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudags- messa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyr- ir altari. Barnastarfið á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. FELLA- og Hólakirkja | Messa kl. 11. Séra Svavar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Fella- og Hóla- kirkju syngur og leiðir almennan safn- aðarsöng undir stjórn Guðnýjar Ein- arsdóttur organista. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Hreins og Péturs. Í dag verður myndatökudagurinn mikli og auðvitað söngur, saga og gleði að vanda. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagskóli kl. 11. Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Góð fræðsla, mikill söngur, brúðuleikrit og létt hressing í lokin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming- arguðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari ásamt Erlu Björk Jónsdóttur guðfræð- ingi. Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Gler- árkirkju leiðir almennan söng. GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming kl. 10.30. Séra Vigfús Þór Árnason og séra Guðrún Karls Helgudóttir prédika og þjóna fyrir altari. Kór kirkjunnar syng- ur. Organisti: Hákon Leifsson. Ferming kl. 13.30. Séra Vigfús Þór Árnason og séra Guðrún Karls Helgudóttir prédika og þjóna fyrir altari. Kór kirkjunnar syng- ur. Organisti: Hákon Leifsson. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Prestur er séra Petr- ína Mjöll Helgudóttir. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Barnastarf í umsjón Lellu o.fl. Alt- arisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Fé- lagar úr Kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organisti er Árni Arinbjarnarson. Prest- ur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eft- ir messu. Hversdagsmessa með Þor- valdi Halldórssyni á fimmtudag kl. 18.10. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, organisti Ester Ólafsdóttir og kór Guð- ríðarkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Aldísar R. Gísladóttur og Ruth Rúnars- dóttur. Meðhjálpari Kristbjörn Árnason. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Haukur Guðlaugsson. Um- sjón barnastarfs Inga Harðardóttir. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Systurnar Laufey og Júnía syngja og leika. Arnar og Alla Rún spjalla við börnin. Organisti Kári All- ansson. Prestur sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Halldór Reynisson þjónar. Kór Hjallakirkju leiðir sönginn undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar org- anista. Sunnudagaskóli kl. 13. HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Séra Bryndís Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Hólaneskirkju syngur undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hall- grímsdóttur organista. Kirkjukaffi á eft- ir. HVALSNESKIRKJA | Messa kl. 14. Félagar úr Kirkjukór Keflavíkurkirkju ásamt Arnóri Vilbergssyni organista annast tónlist. Mottumessa. Mottu- prýddir karlar sérstaklega hvattir til þátttöku í tilefni mottumars. Félagar úr Frímúrarareglunni Sindra lesa ritning- arlestra. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Alfasamkoma kl. 11. Skírn og vitn- isburðir. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Samkoma á ensku kl. 14 í Al- þjóðakirkjunni. English speaking service. Kvöldsamkoma kl. 18 með ljúfri lofgjörð og hagnýtri prédikun. Helgi Guðnason prédikar. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 13.30. Ágúst Valgarð Ólafs- son predikar. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnastarf á sama tíma. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. KÁLFATJARNARKIRKJA | Æðruleys- ismessa kl. 20. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Franks Kristins Her- lufsens organista. Prestur er sr. Kjart- an Jónsson. KEFLAVÍKURKIRKJA | Tvær guðs- þjónustur verða í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 23. mars. Kl. 11 er fjöl- skylduguðsþjónusta í umsjón sr. Erlu Guðmundsdóttur og leiðtoga í barna- starfinu. Sjálfboðaliðar reiða fram súpu að messu lokinni. Kl. 20 verður mottumessa í kirkjunni í samstarfi við Krabbameinsfélag Suðurnesja. Fé- lagar úr krabbameinsfélaginu deila sögu sinni með messugestum. Arnór Vilbergsson er við orgelið. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Tónlistarmessa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson, sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn hefst í kirkju en heldur síðan í safnaðarheimilið Borgir. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa þær Þóra Marteinsdóttir og Sól- veig Anna Aradóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Söngsveitin Góðir grannar syngur við athöfnina við undirleik Jóns Stefánssonar. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar með kirkjuverði og messuþjónum. Jó- hanna og Snævar leiða sunnudaga- skólann með aðstoð Esju. Að messu lokinni verður kaffi í safnaðarheimilinu. LAUGARNESKIRKJA | Krossferli að fylgja þínum / fýsir mig, Jesús kær, / væg þú veikleika mínum, / þó verði eg álengdar fjær. Fjallað um áskorun föst- unnar og skrímslin hið innra í prédikun sunnudagsins í Laugarneskirkju. Messa og barnastarf kl. 11. Fjörugur sunnudagaskóli, stjórnendur Hjalti Jón Sverrisson, Hrafnkell Már Einarsson og Gísli Björnsson. Prestur Sigurvin Lárus Jónsson. Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Argerðar Maríu Árnadóttur organista. LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarguð- sþjónustur í Lágafellskirkju kl. 10.30 og 13.30. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti Arnhildur Valgarðs- dóttir. Prestar sr. Ragnheiður Jónsdóttir og Skírnir Garðarsson. Upplýsingar um fermingarbörn dagsins er að finna á heimasíðu kirkjunnar: www.lagafells- kirkja.is LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli í Lindakirkju og Boðaþingi kl. 11. Guðsþjónusta í Lindakirkju kl. 20. Gospel og gleði. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Hljómur – kór eldri borgara syngur. Stjórnandi Jó- hanna Halldórsdóttir. Organisti Stein- grímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Fermdar verða Aurora Erika Luciano, Seilugranda 2, og Þorgerður Þórólfs- dóttir, Melhaga 1. Söngur, sögur, brúð- ur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og kaffi- sopi á Torginu eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri- Njarðvík | Fermingarmessa kl. 10.30. Kór Njarðvíkurkirkna syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Meðhjálpari Pétur Rúðrik Guðmunds- son. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Ferming- arguðsþjónusta kl. 14. Séra Pétur Þor- steinsson sér um athöfnina og kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Barnastarf á sama tíma. Sjá nánar á www.ohadis- ofnudurinn.is SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14 í safnaðarheimili Grensáskirkju. „Gott að hafa í huga fyrir hjónaband.“ Ræðumaður Hafliði Kristinsson. SELFOSSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukór- inn leiðir sönginn. Súpa og brauð á eft- ir. Biblíuleshópurinn hittist kl. 9.30 og fleiri eru velkomnir til lesturs. Sam- verustund um sorg og úrvinnslu henn- ar næstu miðvikudaga í Selfosskirkju kl. 15.30. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Org- anisti Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Orgel Sel- tjarnarneskirkju 15 ára. Björgvin Tóm- asson orgelsmiður, segir frá orgelinu. Sóknarprestur, sr. Bjarni Þór Bjarna- son, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar. Fræðslu- morgunn kl. 10 Árni Bergmann, rithöf- undur og skáld, flytur erindi er heitir „Sambúð trúaðra og trúlausra.“ SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sókn- arprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. STOKKSEYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Haukur A. Gíslason. Kaffi og kökubiti eftir messu. TORFASTAÐAKIRKJA | Guðsþjón- usta sunnudag 23. mars kl. 14. Sr. Eg- ill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 17. Fé- lagar úr Kirkjukór Keflavíkurkirkju ásamt Arnóri Vilbergssyni organista annast tónlist. Mottumessa. Mottu- prýddir karlar sérstaklega hvattir til þátttöku í tilefni mottumars. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli með hefðbundnum hætti kl. 11. Randver Randversson, guðfræð- ingur í starfsþjálfun prédikar. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar fyrir altari. Tónlistina leiða félagar úr Kór Vídalínskirkju og Jóhann Baldvinsson, organisti. Leið- togar sunnudagaskólalans fræða börnin í Safnaðarheimilinu. Að messu lokinni bera félagar úr Lionskl. í Garða- bæ fram súpu. AÐALSAFN- AÐARFUNDUR GARÐASÓKNAR hefst kl. 12.30. Sóknarbörnin eru hvött til að staldra við og láta sig varða málefni kirkjunnar. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur sr. Gunnar Jóhannesson héraðsprestur. Sunnu- dagaskólinn kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Orð dagsins: Jesús rak út illan anda. (Lúk. 11) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Vallaneskirkja, Suður-Múlasýslu. Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Eldshöfði 3, 204-2885, Reykjavík, þingl. eig.Teddi ehf, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 26. mars 2014 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 21. mars 2014. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hofsbraut 54, 223-7930, Reykjavík, þingl. eig. Rúnar Þrúðmarsson, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykjavíkurborg og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 11:15. Laxatunga 9, 230-7892, Mosfellsbæ, þingl. eig. ÞorsteinnTheodór Ragnarsson og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðendur Íslands- banki hf. og Mosfellsbær, fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 10:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 21. mars 2014. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum í Bolungarvík verður háð á þeim sjálfum miðvikudaginn 26. mars 2014 sem hér segir: Aðalstræti 9, fnr. 212-1113, þingl. eig. Arnarhlíð ehf., gerðarbeiðendur Bolungarvíkurkaupstaður, sýslumaðurinn í Bolungarvík og Vátryggingafélag Íslands hf. Kl. 14:45. Holtabrún 5, fnr. 212-1409, þingl. eig. Ragnheiður Benediktsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Kl. 14:00 Vitastígur 7, fnr. 212-1683, 50% eignarhlutur, þingl. eig. Karol Gainski, gerðarbeiðandi Borgun hf. Kl. 14:15. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 21. mars 2014.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.