Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -2 2 6 6 Að málþinginu standa auk Öryrkjabandalags Íslands, Rannsóknasetur í fötlunarfræðum og Félag um fötlunarrannsóknir. ÞÁTTTAKA Í LITRÍKUM HEIMI Málþing: Fötlun og menning Mannréttindi hversdagsins 28. mars kl. 9.00 –17.00 í Norðurljósasal Hörpu Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald Skráning og allar upplýsingar á www.obi.is Síðasti skráningardagur er 27. mars „Við í Halaleikhópnum erum stolt af að hafa tekið þátt í að breyta heiminum. Mörgum finnst óhugsandi að sjá Hamlet í hjólastól eða spastískan Skugga-Svein. En leiklist er fyrir alla, menning er sameign. Hindranirnar hverfa um leið og við göngum yfir þær... eða rúllum.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram fyrirspurn um Borgartún á fundi ráðsins sl. fimmtudag. Fyrirspurn borgarráðs- fulltrúanna er svohljóðandi: „Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um framkvæmda- og fjárfestingarkostnað vegna breyt- inga við Borgartún. Hve mörg bif- reiðastæði voru í götunni fyrir breytingu og hve mörg eru þau eft- ir breytingu? Við hvaða öryggis- staðla eru ljósastaurarnir sem þar hafa verið settir upp miðaðir og eru þeir árekstravottaðir? Óskað er eft- ir skýringum á því af hverju götu- lýsingin virðist aðallega miðuð við akandi umferð um götuna en ekki umferð gangandi og hjólandi. Stendur til að bæta úr því?“ Óska upp- lýsinga um Borgartún  Ljósastaurar árekstravottaðir? Morgunblaðið/Ómar Borgartún Ekki eru lengur útskot að strætóstoppistöð við götuna. Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur hef- ur styrkst mikið og það lítur út fyrir að markmið Plansins svonefnda muni nást. Þetta kom fram á kynn- ingarfundi í Orkuveitunni í gær. Rekstarhagnaður Orkuveitunnar nam 17,2 milljörðum á síðasta ári, skuldir lækkuðu um tæpa 40 millj- arða, eigið fé jókst um rúma 20 millj- arða og eiginfjárhlutfall er 29% sam- kvæmt ársreikningi fyrir 2013. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitunnar, segir að þrátt fyrir þenn- an árangur sé reksturinn ekki enn orðinn traustur, en sé á góðri leið þangað. Þetta hafi meðal annars skilað sér í því að erlendir bankar séu farnir að sýna fyrirtækinu áhuga varðandi endurfjármögnun að fyrra bragði. „Það er eitthvað nýtt fyrir okkur,“ sagði Bjarni. Planið svokallaða, aðgerðaáætlun sem sett var fram árið 2011 um rekstur næstu fimm ár, gerði ráð fyrir að félagið myndi ná 53,1 millj- arði með innri og ytri aðgerðum, en meðal annars þurfti 12 milljarða lán frá eigendum veitunnar. Þetta virð- ist hafa skilað sér, en farið var í mikla hagræðingu og eru starfs- menn fyrirtækisins nú meðal annars tvö hundruð færri en árið 2009. Þá var stefnt að lækkun fjárfestinga- kostnaðar í veitukerfum á tímabilinu upp á 15 milljarða og sölu eigna upp á 10 milljarða. Gjaldskrá hefur einn- ig verið hækkuð nokkuð sem á að skila um 8 milljörðum yfir tímabilið í hærri tekjum. Bætt afkoma Orkuveitunnar Morgunblaðið/RAX Virkjun Hellisheiðarvirkjun, sem Orkuveita Reykjavíkur reisti.  Forstjóri OR segir reksturinn ekki traustan en á réttri leið  Aukinn áhugi erlendra banka á viðskiptum við fyrirtækið Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi á tíunda tímanum í gærkvöldi tilboð Íslandsbanka um endurfjármögnun á hluta skulda bæjarins. Var af- greiðslunni frest- að sl. miðvikudag- inn að ósk minnihlutans. Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, bæjar- stjóra Hafnarfjarðar, varðar málið svonefnd FMS-lán sem tekin voru hjá erlendum lánardrottnum 2011. Tilboð Íslandsbanka hljóðar upp á allt að 13,1 milljarð króna – sem er ádráttarréttur – og yrði fjárhæðin nýtt til að endurfjármagna lánin og þannig lækka fjármagnskostnað. Hún segir Seðlabankann eiga eftir að afgreiða beiðni um undanþágu vegna fjármagnshafta en af heildar- upphæðinni færu 11,5 ma. til upp- greiðslu á erlendu láni sem er á gjalddaga 2015. Afgangur ádráttar- réttar, 1,6 ma., er vegna innlendra lána. Samþykkja endurfjár- mögnun lána Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.