Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 26
BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is F yrir fjármálakreppuna vörðu ríki OECD um helmingi opinberra út- gjalda sinna til vel- ferðar-, heilbrigðis- og menntamála. Í flestum löndunum hafa þessi útgjöld dregist saman frá árinu 2008, þrátt fyrir að þörfin fyr- ir félagslega aðstoð hafi aukist víða. Alls staðar hefur efnahagsástandið komið verst niður á börnum og ungu fólki. Áhrif þessa munu ekki koma fyllilega í ljós fyrr en eftir mörg ár. Efnahagsástand í framtíð- inni hefur þar áhrif, en tryggja þarf að skammtímavandi verði ekki að langtímavanda, m.a. með því að draga ekki frekar úr útgjöldum til félagsþjónustu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Society at a Glance, nýrri skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD, þar sem fjallað er um alþjóðlegu fjármála- kreppuna og ýmsar félagslegar af- leiðingar hennar. Þar segir m.a. að Ísland sé það land innan OECD, þar sem tekjur heimila drógust mest saman eftir kreppu, eða um tæp 9% og það land sem hlutfallslega flestir fluttu frá, 6,1 á hverja 1.000 íbúa ár- in 2008-2010. Minnsti ójöfnuður á Íslandi Einnig segir í skýrslunni að ýmis teikn séu um að ríki OECD séu að rétta úr kútnum. Þó hafi mis- skipting lífsins gæða aukist. Þeir sem hafi lítið notið uppgangsins fyr- ir kreppu, hafi sömuleiðis fengið mest að kenna á kreppunni. Eitt helsta áhyggjuefnið sé að þessi vandi muni móta lífshlaup fólks til frambúðar. Ungt fólk sem alist upp í skugga atvinnuleysis og fátæktar hafi minni tekjumöguleika og færri atvinnutækifæri er það vex úr grasi. Samkvæmt skýrslunni jókst þessi ójöfnuður ekki hér á landi, hann mældist reyndar minnstur hér á ár- unum eftir 2008. Frá árinu 2007 hefur atvinnu- lausum fjölgað um 15 milljónir í ríkjum OECD og eru nú 48 millj- ónir. Meira en þriðjungur þeirra hefur verið án vinnu í meira en ár. Atvinnuleysi hefur aukist mest hjá ungu fólki, körlum og fólki með litla menntun. Árið 2010 var Ísland það land þar sem atvinnuleysi hafði auk- ist mest frá 2007, eða um 7,4%. Ís- land er einnig meðal þeirra landa þar sem útgjöld vegna atvinnuleys- isbóta og ýmissar félagslegrar að- stoðar hafa aukist einna mest frá kreppu og er einnig eitt þeirra landa þar sem tímabil atvinnuleys- isbóta hefur lengst einna mest. Færri fæðingar Að meðaltali hafa útgjöld innan OECD til heilbrigðisþjónustunnar haldist óbreytt frá árinu 2008, en fram að því hafði verið mikil út- gjaldaaukning í þessum málaflokki. Nokkur ríki hafa þó dregið úr út- gjöldum sínum til þess málaflokks, þeirra á meðal Ísland, sem einnig hefur aukið kostnaðarhlutdeild al- mennings í heilbrigðisþjónustunni og í skýrslunni segir að það leiði til þess að tekjulágir leiti síður læknis. Þá hefur fæðingartíðni minnk- að frá kreppu í tveimur þriðju OECD-ríkjanna, um 0,1% á Íslandi. Hún mældist að meðaltali 1,75 í löndum OECD árið 2008, en 1,7 árið 2011. Ástæður þessa eru m.a. taldar vera ónægur stuðningur fyrir fjöl- skyldufólk og ótryggt atvinnu- og efnahagsástand. Margt annað er tínt til í skýrsl- unni, m.a. er þar kannað hvort íbúar OECD-landanna telji landið sitt góðan stað fyrir innflytjendur. Ís- land er þar í 3. sæti, en 91% telja svo vera. Hrunið breytti ýmsu og ekki bara á Íslandi Ýmsar breytingar frá 2007 » Tvöfalt fleiri heimili í Bandaríkjunum fá opinbera aðstoð til matvæla- kaupa nú, en árið 2007. Nú fá 15% allra heimila í landinu slíka aðstoð. » Tíðni sjálfsvíga hækkaði lítillega í upphafi alþjóðlegu fjármálakrepp- unnar í nokkrum ríkjum OECD, en sú þróun hefur ekki haldið áfram. Tíðn- in hér á landi er undir meðaltali. » Undanfarin ár hafa útgjöld til félagsþjónustu aukist mest í þeim löndum sem urðu minnst fyrir barðinu á kreppunni. » Þegar félagslegum stuðningi er beint að börnum, minnka líkur á því að fátækt haldi áfam í næstu kynslóð, hún „erfist“ síður. Aukning á fjölda þeirra sem fengu atvinnuleysisbætur í fyrsta skiptið í % í nokkrum OECD-löndum 2007-2010: Breytingar á fæðingartíðni í % í nokkrum OECD-löndum 2008-2011: 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% Ís la nd Ís la nd Fi nn la nd Fi nn la nd Ba nd ar ík in Ba nd ar ík in Fr ak kl an d Fr ak kl an d Sp án n Sp án n Ei st la nd Ei st la nd Atvinnuleysisbætur Fæðingartíðni 7,4% 1,1% 1,5% 2,2% 3,2% 3,3% 0,05% 0,00% -0,05% -0,10% -0,15% -0,20% -0,12% +0,01% -0,02% -0,10% -0,18% -0,13% 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tvær vikureru nú þartil Afganir ganga að kjör- borðinu og velja sér nýjan forseta í stað Ha- mids Karzais. Ekki verður sagt að mikill söknuður sé að forsetanum gamla, en hann hefur eytt síðustu árum í að þrefa við vestræna herliðið í landinu, sem líklega er eina ástæða þess að Karzai hefur reynst langlífur í embætti sínu. Síðasta óþurftarverk Karzais var að neita að undir- rita samning um áframhald- andi veru herliðsins í landinu, en eftirláta eftirmanni sínum það. Hefur framgangur máls- ins tafist við það og dýrmætur tími glatast, því að ljóst má vera að sama hver það verður sem vinnur kosningarnar, sá mun undirrita samkomulagið. En hugsanlega dugar það ekki til. Flest vesturveldin ut- an Bandaríkjanna eru nú í óðaönn að draga herlið sitt í landinu til baka. Óvíst er því að eftirmaður Karzais muni njóta langs tíma í forsetahöll- inni í Kabúl áður en talibanar ná fullum völdum í landinu á ný, eins og mestu svartsýnis- mennirnir telja fyrirsjáan- legt. Til marks um það er hið nýja uppnefni Karzais, þar sem hann er titlaður „borgar- stjóri Kabúl,“ frekar en for- seti Afganistans. Allt fram- haldið er því í nokkurri óvissu, jafnvel þó að kosn- ingarnar fari vel fram. Við það bætist sú staðreynd að öryggis- og varnarmál Evr- ópu munu kunna að vera í fyr- irrúmi á næstu misserum, nú þegar draugur kalda stríðsins hefur verið vakinn upp á ný. Ríki Atlantshafsbandalagsins kunna að líta svo á að herlið sitt sé betur geymt á heima- slóðum en við að byggja upp ný ríki, en nærri því fimmt- ungur þess herliðs sem nú er í landinu kemur einmitt frá þeim ríkjum NATO sem áður voru í Varsjárbandalaginu. En kaldastríðs-spennan sem nú ríkir vekur einnig aðra spurningu, nefnilega hvort stórveldin muni enn á ný keppast um áhrif, ítök og völd í landinu hrjóstruga. Það þyrfti ekki að koma á óvart þó að lega landsins myndi enn og aftur breyta því í óbeinan víg- völl á milli andstæðra stór- velda líkt og mýmörg dæmi sögunnar eru um. Í því ljósi má benda á það að vestur- veldin hafa einu sinni áður yf- irgefið Afgani, eftir að sov- ésku innrásinni 1979 hafði verið hrundið. Afleiðingar þess urðu skelfilegar. Orð- spor hins vestræna heims má varla við því að slíkt gerist á ný. Karzai kveður í skugga nýrra átaka} Hefst „stórveldataflið mikla“ á ný? Recep TayyipErdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur ímugust á netinu. Fólk er ósvífið á netinu og hann kann ekki að meta það. Undanfarið hefur ótíndur al- menningur notað netið til að birta upptökur af símtölum hans. Hafi ekki verið átt við upptökurnar eru þær þokka- leg vísbending um spillingu. Erdogan segir að upptök- urnar séu sviknar. Síðan hann barði niður mótmæli harðri hendi í fyrra hefur hrikt í valdastoðum hans. Í Tyrklandi er blaðamönn- um hent í fangelsi af slíku kappi að einsdæmi er í heim- inum. Nú hefur Erdogan tek- ið upp á því að slökkva á sam- skiptavefnum Twitter þar sem hægt er að skiptast á ör- skilaboðum. Fimm örskilaboð munu sérstaklega hafa komið við kvikuna á honum. En auð- vitað getur Erdogan ekki slökkt á Twitter og jókst virkni Tyrkja á samskiptavefnum um helming eftir að hann bannaði notkun hans. Erdogan hefur nú verið í embætti í ellefu ár. Á þeim tíma hefur hann lokað Face- book í tvö ár. Í aðdraganda bannsins á Twitter lét hann loka þúsundum vefsíðna að því er kemur fram í frétta- skeytum. Erdogan vill þagga niður í Twitter því að í lok mánaðar eru sveitarstjórnarkosningar og hann vill vera laus við óþægindi og hvimleiðar spurningar. Með hverri til- raun hans til að þagga niður í Tyrkjum vaxa óvinsældirnar. Margt hefur breyst í Tyrk- landi frá því að Erdogan komst til valda. Hann ýtti hernum til hliðar og lagði grunninn að miklu hagvaxtar- skeiði á meðan stöðnun blasti við í Evrópu. En Erdogan breyttist líka og nú gera Tyrkir hróp að honum. Ritskoðun er hæpin leið til vinsælda}Óhræsis netið Í tíma í lagadeild Vínarháskóla var far- ið yfir rætur Austurríkis í áfanga um hérlent réttarkerfi. Saga þessa litla fallega lands er blóði drifin, eins og gengur, en aðdragandi síðari heims- styrjaldarinnar var hér mjög áhugaverður. Austurríki var heimsveldi allt frá tímum Habsborgara fram að fyrri heimsstyrjöld. Hernaðarlist var Austurríkismönnum þó síð- ur í blóð borin en útsjónarsemi og pólitík. Þegar að stórátökum kom lutu þeir í lægra haldi fyrir Napóleóni, Prússaveldi og að end- ingu bandamönnum 1918. Á millistríðsárunum bjó sú von í brjósti margra að Austurríki og Þýskaland myndu sameinast. Öllum að óvörum var ákveðið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Aust- urríki yrði hluti af Þýskalandi í mars 1938. Atkvæðagreiðslan var aldrei haldin, því hið svokall- aða „Anschluss“ varð mjög skömmu áður. Kennarinn staldraði þar við og sagði sögu af afa sín- um sem var í austurríska hernum þennan örlagaríka marsmánuð 1938. Hann og samherjar hans vissu af komu Þjóðverja og greiddu sín á milli atkvæði um hvort þeir ættu að veita viðnám. Þýski herinn gekk á austur- ríska grund án nokkurrar mótspyrnu. Amma þessa ágæta kennara vann hjá hattagerðar- manni þegar Hitler hélt ræðuna hvar hann bauð Austurríki, sinn fæðingarstað, velkomið í Þýskaland. Hattarinn sagði að allir sem mættu á Heldenplatz til að hlýða á orð Foringjans fengju frí það sem eftir lifði dags. Þeir sem ekki færu þyrftu ekki að mæta daginn eftir. Austurríkismenn litu framan af á sig sem fyrsta fórnarlamb nasismans og nutu við það stuðnings bandamanna, sem í Moskvu- yfirlýsingunni frá 1943 sögðu Austurríki fyrsta fórnarlamb þjóðernissósíalista. Hér- lendir tóku þessari skoðun fagnandi og bældu um áratugaskeið umræðu um þá stað- reynd að landsmenn voru í mörgum tilvikum virkir þátttakendur í hernaðarbrölti og voða- verkum herafla nasista. Það var ekki fyrr en á níunda áratugnum sem opinská umræða um stríðsárin komst almennilega á flug, en fram að því var þessi söguskoðun meðal annars kennd í skólum. Sendiherra Rússlands í Austurríki var í sjónvarpsviðtali fyrir skemmstu. Þar var hann þrá- spurður um stöðu Krímskaga og aðgerðir og afskipti Rússa þar á bæ. Sendiherrann vék sér fimlega undan spurningum blaðamanns, þangað til að kom að spurn- ingunni: „Myndirðu líta á færslu Krímskaga yfir til Rússlands sem nokkurs konar Anschluss?“ „Ég myndi ekki nota það orð,“ sagði sendiherrann. Atburðarásin á Krím- skaga hefur verið hvað hröðust í mars, rétt eins og var í Austurríki í mars 1938. Þetta er Gunnar D. Ólafsson sem skrifar frá Vínar- borg. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Árið er 1938 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.