Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Síða 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Síða 3
gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við erum stolt af samstarfi okkar við hljómsveitina og ánægð með að geta tekið höndum saman með ástríðufullu fagfólki um þetta mikilvæga starf. www.gamma.is Baksviðs með Sinfóníuhljómsveit Íslands� � Mæðgurnar Inga Rós Ingólfsdóttir og Guðrún Hrund Harðardóttir eru samstíga í tónlistinni. Guðrún Hrund:Maður hefur verið viðloðandi sveitina alla tíð. Í Háskólabíói fékk ég að vera í fatahenginu og hljóp svo inn á svið sem blómadama. Inga Rós: Einmitt, það veitti þér auðvitað innsýn í þennan heim mjög snemma. Guðrún Hrund: Já, þetta var dýrmætt. Þekktar tónlistarfjölskyldur eru þó nokkrar í tónlistarsögunni, bæði þegar kemur að tónskáldum og flytjendum. Í því sem stundum er kallað sígild tónlist er Bach fjölskyldan án ef þekktasta dæmið en tónlist Johanns Sebastian Bach er reglulega að finna í efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ef tónlistarfjölskyldur fyrirfinnast á Íslandi þá tilheyra þær Inga Rós Ingólfsdóttir og Guðrún Hrund Harðardóttir svo sannarlega einni slíkri og báðar þekkja þær vel til verka meistara Bach. Þær mæðgur eiga strengina sameigin- lega, strjúka strengi sellósins og víólunnar sem líkt og faðmast bæði í tónhæð og hljómi. Í góðu sinfónísku tónverki er engin rödd mikilvægari en önnur og í bestu tónverkunum finnst hlustandanum jafnvel að ekki sé hægt að hnika til einum einasta tóni, svo fullkominn er tónheimurinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.