Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Qupperneq 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Qupperneq 25
1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Viðbættur sykur er orðinn of stór þáttur í mataræði margra. ÍBretlandi er viðbættur sykur 15 prósent af daglegum hitaein-ingum barna á aldrinum 11 til 18 ára að mati Matvælaeftirlits Bretlands, National Diet and Nutrition Survey. Í manneldismark- miðum frá Manneldisráði Íslands er hvatt til þess að sykurneyslu sé stillt í hóf og ekki komi meira en 10 prósent orkunnar úr fín- unnum sykri. Miðað við sykurneyslu Ís- lendinga má áætla að hér á landi sé neyslan nokkuð umfram ráðlagða neyslu en Íslend- ingar hafa lengið haldið Norðurlandameti í sykurneyslu því hér er neysla sykurs tæp 48 kg á mann á ári. Norðmenn innbyrða ekki nema rúm 30 kg af sykri á mann á ári. Sykurneysla Ís- lendinga er því augljóslega of mikil en til að draga úr neysl- unni þarf að gera sér grein fyrir því hvar sykurinn er að finna. Sykur út á sykrað morgunkorn Sykurinn leyninst víða og oft gera neytendur sér ekki grein fyrir því hversu mikill sykur er í algengum vörum sem flestir neyta. Þannig geta 17 prósent af venjulegu kexi verið viðbættur sykur, þó svo kexið sé ekki þakið súkkulaði eða sykurkremi. Í mörgu morgunkorni getur líka verið mikill sykur eða allt upp í helmingur af þyngd morgunkornsins. Sumir bæta svo enn meiri sykri út í morgunkornsskálina og morgunmaturinn er þá orðinn lítið annað en sælgæti í skál með mjólk út á. Í Bretlandi hefur verið tekið saman hvar neytendur fá mestan sykur í daglegri neyslu sinni og ætti engum að koma á óvart að bæði sælgæti og sykraðir drykkir tróna á toppnum en samanlagt fá Bretar 52 prósent af öllum viðbættum sykri úr þessum tveimur flokkum. Í einu 100 g súkku- laðistykki geta verið allt að 60 g af sykri og í sykruðum ávaxtasafa allt að 10 g í hverjum 100 g. Næst á eftir kemur sætabrauð en þangað sækja Bretar 20 prósent af daglegri sykurneyslu sinni. Í einni vínabrauðs- lengju getur allt að helmingurinn verið sykur. Áfengi og mjólkurvörur reka svo lestina en 11 prósent daglegs sykurs fá flestir Bretar úr áfengi og 6 prósent úr jógúrt og öðrum mjólkurvörum. Catherine Collins, nær- ingarfræðingur hjá breska Matvælaeftirlitinu, segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hversu mikill sykur er í algengum neysluvörum og ráðleggur fólki að fá sér frekar banana en sælgæti til að sefa syk- urþörfina. Gífurlegt magn sykurs er í mörgum algengum neysluvörum sem Íslend- ingar og aðrar þjóðir í kringum okkur neyta dagsdaglega. Morgunblaðið/Árni Sæberg SYKUR Í NEYSLUVÖRUM Allt að helmingur morgunkorns getur verið sykur. Fáir gera sér grein fyrir magni sykurs í einum svala. Fanney Hauksdóttir er 21 árs Seltirningur. Hún er stúd- ent frá Menntaskólanum við Sund og stundar nám í heil- brigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Var kjörin kraftlyftingakona ársins í fyrra og íþróttamaður Gróttu og íþróttakona Seltjarnarness. Þá varð hún Íslandsmeist- ari í bekkpressu í janúar á þessu ári og heimsmeistari unglinga í síðustu viku. Gælunafn: Mig dreymdi alltaf um að eiga gælunafn þegar ég var yngri, en hef bara verið kölluð Fanney. Íþróttagrein: Kraftlyftingar Hversu oft æfir þú á viku?Það er mjög mismunandi eftir vikum. Ég reyni þó að lyfta að minnsta kosti 3-4 sinnum í viku. Hver er lykillinn að góðum árangri? Ég myndi segja að samviskusemi og vinnusemi sé lykillinn að góðum árangri í nánast hverju sem þú tekur þér fyrir hendur. Mér finnst líka alltaf gott að setja mér raunhæf markmið og vinna svo að hverju markmiði fyrir sig. Mark- miðin þurfa ekki að vera stór hverju sinni, en þegar nokkrum litlum markmiðum hefur verið náð er jafnvel stór sigur kominn í hús. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Ég finn það sjálf að þegar ég hef góðan æf- ingafélaga þá verður allt miklu betra. Það er auðveldara að hætta við þegar þú æltar hvort sem er bara einn á æfingu. Þá er nauðsynlegt að finna eitthvað við sitt hæfi og vera óhræddur við að prófa nýja hluti. Hvernig er best að koma sér af stað? Mér finnst gott að ákveða í byrjun vik- unnar hvaða daga ég ætla að æfa og klukk- an hvað, því sumar vikur eru þéttbókaðri en aðrar. Það er gott að vera búin að gera ráð fyrir æfingunni, því þá er erfiðara að hætta við hana. Ég held einnig að ansi margir byrji of geyst og mæti á æfingar af því þeim finnst þeir þurfa þess en ekki af því þá langar til þess. Það er góð byrjun að finna hvað það er sem fær mann til þess að langa til að fara á æfingu Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Líkaminn hefur alltaf gott af því að hvíla af og til, hvíldin er jafn mikilvæg og æfingin. Þegar ég fer í stutt frí þá leyfi ég mér alveg að njóta þess að vera í fríi án þess að fara á æfingu. En þegar fríið verður langt, t.d. 2 vikur, þá tek ég með mér langa teygju og geri allskonar skemmtilegar æfingar sem er hægt að gera hvar sem maður er. Svo er armbeygjustaða eða planki sígild æfing sem svíkur mann aldrei þegar maður hefur borðað of mik- inn ís í fríinu. Ertu almennt meðvituð um mataræðið? Ég er með- vituð um það að ég þurfi að borða fjölbreyttan, hollan og orkuríkan mat, en ég tel ekki ofan í mig kaloríur eða neitt slíkt. Ég er ekki á neinu sérfæði þó að ég sé íþróttamann- eskja, ég borða bara það sama og allir hinir á heimilinu. Ég er alin upp við hollt mataræði, en þegar undirstaðan í mataræðinu er holl, þá getur maður alveg leyft sér einn og einn ís. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég borða eins allan ársins hring. Það er ekkert sem ég borða ekki. Besta blandan er bara að borða fjölbreytt. Hvaða óhollusta freistar þín? Ég er rosaleg ís- kona og elska að fara á Hagamel og fá mér bragða- ref. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mat- aræðið? Ég held að ef maður vill breyta mataræðinu þá sé mjög nauðsynlegt að hætta ekki bara einn daginn að borða þetta og hitt. Það er gott til að byrja með að setja sér nokkrar þum- alputtareglur sem er ekki erfitt að fara eftir og þá frekar að minnka neyslu í stað þess að hætta henni. Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Hreyfingin skiptir mig miklu máli. Dag- urinn verður bara miklu betri eftir góða æf- ingu. Ég næ einnig mun betri einbeitingu í skólanum þegar ég æfi vel. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æf- ingar? Ég held að Íslendingar séu almennt frekar óþolinmóðir. Við viljum sjá bætingar eða árangur strax. En þolinmæðin vinnur alltaf með manni. Það eru líka margir sem gera æf- ingarnar vitlaust og þá kemur kannski ekki sami ár- angur og ef maður gerir æfingarnar rétt. Ég held að það sé mjög mikilvægt að fólk sé óhrætt að spyrja aðra um leiðbeiningar eða fá þjálfara til að kenna manni áður en maður byrjar. KEMPA VIKUNNAR FANNEY HAUKSDÓTTIR Kraftmikill verkfræðinemi Volgt sítrónuvatn er hressandi byrjun á deginum. Sítrónur eru mjög hollar en þær eru bakteríudrepandi og styrkja ónæmiskerfið. Í þeim er einnig að finna citric acid, kalk, C-vítamín og magnesíum sem hjálpar að styrkja líkaman og hressir okkur við á morgnana. Sítrónuvatn á morgnana* Það er erfitt að sigraeinstakling sem gefstaldrei upp. Babe Ruth Sérsmíðaðar baðlausnir Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is • Einangrunargler • Gluggar (Ál og PVC-plast) • Hurðir (Ál og PVC-plast) • Speglar • Gler • Hert gler • Lagskipt öryggisgler • Litað gler • Sandblástur • Álprófílar • Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu- skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á heimasíðu okkar glerborg.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Mörkina þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.