Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Page 30
Matur og drykkir Ekki gleyma kapers *Nú þegar sumarsalöt verða á boðstólum í öllmál má benda á að þótt fetaostur og ólífurhafi verið allsráðandi í salötum undanfarinnaára má ekki gleyma hinu mjög svo retrómeðlæti kapers. Bæði er það gott með fíntskornum tómötum, rauðlauk og fersku kórí-ander og með kjöti og kjúklingi. Einnig passar það vel með reyktum laxi og í alls kyns létta pottrétti. Þ að er um að gera að hafa nóg af hollu nasli í bíl- ferðalagið í sumar. Þannig má koma í veg fyrir að detta ofan í óhollt sælgæti og skyndibitafæði þótt vissulega sé víða hægt að fá hollan og góðan mat. Hér má finna nokkrar uppástungur að einstöku ljúfmeti fyrir ferðalagið sem er gott að grípa með í bílinn. Ef kælibox er ekki meðferðis er gott að miða matinn út frá því að komast hjá því að nota kjöt og osta og þessar uppástungur miðast við það. Þetta má útbúa hvar sem er á leiðinni. TAMARÍNRISTAÐAR MÖNDLUR OG FRÆ Þetta þarf að útbúa heima áður en geymist vel. Setjið möndlur með hýðinu á og fræ að eigin vali á vel heita pönnu og hellið 3. msk. af tam- arínsósu yfir og blandið öllu vel saman. Takið af pönnunni eftir nokkrar mínútur eða þegar tam- arínsósan á pönnunni er farin að brenna. HARÐFISKUR Harðfiskur klikkar aldrei og er einstaklega þjóð- legt veganesti í ferðalag- ið. Smjör verður fljótt lint í sumarhitanum og ef ferðalangar vilja eitt- hvað til að bleyta upp í harðfiskinum er ótrúlegt en satt; ótrúlega gott að nota bláberjasultu með og rifsberjagel. Þá er kókosolía, örfáir dropar, virkilega gott á fiskinn og ekki þarf að geyma hana í kælinum. MANGÓ, HNETUR OG RÚSÍNUR Þurrkaðir ávextir standa alltaf fyrir sínu. Einn allra besti ávöxturinn til að snæða þurrkaðan er mangó, hann bragðast eins og hreinasta sælgæti. Við þurrkað mangó er gott að blanda rúsínum og hnetum. BARNAGULRÆTUR OG BROKKÓLÍ MEÐ PESTÓ Vandað pestó úr eðalhráefnum er hægt að nota með ýmsu. Sniðugt er hafa meðferðis hinar svokölluðu baby carrots og brokkólí í boxi og grípa svo í pestóið til að dýfa ofan í. Ef þið eruð með hnetusmjörið eða hummus meðferðis er það líka afar gott. HOLLT OG EINFALT Góðgæti án kælibox í bílferðina MARGIR ERU Á LEIÐ Í STYTTRI OG LENGRI BÍL- FERÐIR Í SUMAR. GOTT ER AÐ HAFA EITTHVAÐ HOLLT MEÐFERÐIS OG HÉR ERU NOKKRAR UPPÁSTUNGUR SEM ÞURFA EKKI KÆLIBOX. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is FLATKÖKUR MEÐ AVÓKADÓ OG HUMMUS Þetta er mjög ein- falt að útbúa og hægt að gera það hvar sem er á ferðalaginu. Ef fólk vill ekki flat- kökur er ekki síður gott að smyrja bara avó- kadó með hum- mus. SULTUSAMLOKUR MEÐ BANÖNUM Enn ein máltíðin sem þarf ekki að geyma í kæli á leiðinni samanstendur af grófu, niðurskornu brauði, góðri sultu og banönum. Þetta má útbúa hvar sem er á leiðinni. Smyrja brauðið með sultunni og skera banana ofan á í hvelli. Bláberjasulta passar einkar vel með banönunum. EPLI MEÐ HNETUSMJÖRI Gott hnetusmjör úr meira en 99 pró- sent jarðhnetum og engu aukalega er allra best að hafa með eplum. Eplin eru skorin niður í litla bita og svo er hnetusmjör- inu smurt ofan á. Þetta kemst vel á veg með að koma í stað fyrir snickers. Ekki gleyma servíettum. Einfalt og bæði hægt að skera niður eplin og smyrja á leiðinni. Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.