Stígandi - 01.10.1943, Side 53

Stígandi - 01.10.1943, Side 53
STÍGANDI BRÉF 115 liafi ekki verið orðið eins hug-tamt og honum hefði hlotið að vera það, ef hann hefði sjálfur tekið það úr forn-málinu og veitt því þessa nýju og veglegu merking. Því verður og naumast neitað, að líklegra er, að lærðum norrænumanni, sem sökum stöðu sinnar og starfs hlaut jafnan að hafa hugann við forntungu vora, væri fornyrðið síma (eða sími) tiltækara heldur en manni, sem aldrei lagði sérstaka stund á norræna málfræði, þótt hann hefði fágætt vald á íslenzku máli, væri þar geysi-auðugur að orðum og orð- tækjum. Pálmi Pálsson hafði orð á því við mig, að þessi þýðingartilraun liefði heppnazt vel, þetta ný-yrði fljótt orðið sigursælt. í fornmál- inu er mynd orðsins yfirleitt hvorugkyns, síma (flt. símu, veikrar beygingar, sem auga), en finnst þó karlkvns í samsetningum (t. d. „varrsími"), eins og þér vitið. Slíkt var Pálma Pálssyni vitanlega kunnugt. Ég þykist muna, að hann minntist á það við mig, að sér liefði virzt það orðinu vænlegra til sigurs og gengis, að hafa það karlkyns, er það var tekið upp í mál vort í nýrri merkingu. Með Jdví kynferði myndi almenningi þykja orðið viðfelldnara, dælla viðfangs, fara betur í munni og máli en hvorugkynsmynd þess. Orðið sími er, sem fyrr er gefið í skyn, haglega gert, stutt, þjált og mjúkt, „hljómþýtt", eins og Björn Jónsson segir. Þótt þess gæti lítið í orðasæg máls vors, er það ein gersemi vorrar öldnu og tignu tungu. Það eykur trú vora á mátt hennar til að tákna ný liugtök, ný menningar-tæki, nýjar hugsanirogsálrænblæbrigði,er það tókst jafn-snoturlega að koma hinu erlenda menningarorði Telegraf í al-íslenzkan búning og orðið sími ber vitni um. Sjálfum Jónasi Hallgrímssyni hefði ekki tekizt betur þýðingin á því heldur en sýslunga hans, Pálma Pálssyni, lieppnaðist hún. Það verður, rneira að segja, að teljast alls-óvíst, að skáldinu hefði hugkvæmzt þetta fornyrði, ef hann hefði ekki, að minnsta kosti einhvern tíma, notið leiðsagnar þvílíkra steingervinga,stirfinnaogtyrfinna í meðferð stíls og máls, sem norrænna málfræðinga, til að mynda frænda síns, Hallgríms Schevings, og vinar síns, Konráðs Gísla- sonar. Orðið sýnir, að í fornum fjörugróðri tungu vorrar má enn finna lífræn orð, sem láta má merkja sitt hvað, er menning og tækni vorra daga þarfnast heita á. Pálma Pálssyni var einlæglega annt um hreinleik íslenzkrar tungu, og vel sé honum fyrir það. Þessi hávaðalausi fróðleiks- rnaður var, í kyrrþey, langan aldur sí-rannsakandi, hvað teljast mætti góð og gild íslenzka, hvað væri rangmæli og málleysur, 8*

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.