Hrund - 01.11.1967, Qupperneq 40

Hrund - 01.11.1967, Qupperneq 40
.Ællir íslendingar láta sér mjög annt um að búa heimili sín eins hlýlega og kostur er. Við munum öðru hverju birta myndir og greinar um híbýla- prýði og húsateikningar, ýmist efni fengið hér heima eða erlendis frá. Að þessu sinni sjáum við nokkrar hugmyndir sem e.t.v. verða einhverjum að gagni. Hvernig væri að flytja sólina með sér inn í húsið? Þessi for- stofa er máluð hlýjum, sól- gulum lit og myndar fallegan bakgrunn að þessum gömlu húsgögnum. 2 Hvernig væri að gera stofu- vegginn að einum stórum bóka- skáp? Það er ekki nauðsynlegt að eiga fjöldann allan af bók- um, heldur má raða alls konar fallegum hlutum í hillurnar og jafnframt hafa gagn af þeim. Þetta er ágæt lausn fyrir þá, sem eru með stóra veggi, en eiga ekki mikið af málverkum. ^ Nú virðist mjög vinsælt að klæða veggi sama munstri og gluggatjöldin og jafnvel sjálf húsgögnin líka. Þetta getur far- ið vel í stórum stofum en er sennilega býsna leiðigjarnt til lengdar. ^j. Ljós viðarhúsgögn henta vel ungu fólki; þau eru létt og þægileg og ekki viðkvæm. Hver hlutur þjónar sínum tilgangi og hvergi er óþarfa íburður. Takið eftir hekluðu púðunum. Hvernig væri að útbúa gesta- stofu uppi á háalofti? Þessi mynd getur eflaust f)örgað í- myndunaraflið. 40

x

Hrund

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.