Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / ERFÐAGREINING hjá tveimur náskyldum stúlkum, sem einnig höfðu klínísk einkenni algjörs andrógenónæmis (2,18). Rann- sóknir á andrógenbindigetu ræktaðra fíbróblasta frá kynfærum þessara stúlkna sýndu ekki mælanlega bindingu andrógens. Einföld aðferð til að greina R752Q stökkbreyting- una var þróuð, en hún byggðist á fjölliðunarhvarfi og skerðibútabreytileika. Niturbasaskiptin í kóða 752 valda því að skerðistaður fyrir skerðiensímið .S’a;dIIA hverfur og var það notað við að finna R752Q sam- sætuna. Niðurstöður við rannsókn á heilbrigðum, R752Q arfblendnum og R752Q arfstökum einstak- lingum er sýnd á mynd 3. Aðferð til arfgerðargreiningar á samsætunni R752Q var notuð til að finna arfbera innan fjölskyld- unnar. Báðar stúlkumar með litningagerðina 46, XY og klínísk einkenni AIS reyndust arfstakar fyrir stökkbreytingunni (mynd 4). Báðar mæður þeirra báru stökkbreytinguna á arfblendnu formi, en mæðrasystur voru allar eðlilegar. Stökkbreytinguna var hins vegar ekki að finna í hvítum blóðkornum móðurömmu stúlknanna, né heldur systrum móður- ömmu. Þessar niðurstöður benda eindregið til þess að um sé að ræða nýja stökkbreytingu (de novo) í gen andrógenviðtækis í kynfrumum móðurömmu. Mæður stúlknanna með AIS hafa erft stökkbreyttu samsætuna frá móðurömmu, en þar sem um er að ræða kynbundnar víkjandi erfðir, birtist klínísk svip- gerð samsætunnar ekki í þeim. Umræða í þessari rannsókn var aðferðum erfðatækninnar beitt til þess að finna stökkbreytingu í geni andrógen- viðtækis hjá stórri fjölskyldu með tvær stúlkur með litningagerðina XY og klínísk einkenni algjörs andró- genónæmis. Stökkbreytingin fólst í niturbasaskiptum í kóða 752 í fjölpeptíðkeðju andrógenviðtækisins og hefur í för með sér að glútamín kemur í stað argeníns í sterabindistað viðtækisins (R752Q). Þessi stökk- breyting er fyrsta stökkbreytingin í andrógenviðtæk- inu sem lýst er í íslenskri fjölkyldu en á heimsvísu hefur yfir 300 stökkbreytingum basaskiptastökk- breytingum, brottföllum og innskotum verið lýst í geninu. Hér á landi er vitað um nokkur fleiri tilfelli af AIS en erfðafræðileg orsök þeirra hefur ekki fundist. Erfðagreining á nánustu skyldmennum stúlkn- anna með AIS sýndi R752Q samsætuna hjá mæðrum þeirra, en endurteknar rannsóknir á erfðaefni úr hvítum blóðkornum móðurömmu sýndu eðlilega arf- gerð. Sú niðurstaða bendir eindregið til að ný stökk- breyting hafi orðið í kynfrumum hennar. I nýlegri rannsókn á fjölskyldum með aðeins einum einstak- lingi með AIS reyndust átta af 30 (27%) bera nýjar stökkbreytingar (19). í fimm tilfellum af þessum átta var um að ræða stökkbreytingu í kynfrumu móður, en í þremur reyndust tilfellin vera með mósaík arf- gerð. Hjá 22 (73%) fjölskyldum voru mæður arf- Fig. 1. DNA sequencing data for exon 5 of an amplified androgene receptor gene in a normal male control and girls (case 1 and case 2) witli androgen insensitvity syndrome showing a G to A suhstitution in codon 752, which gives rise to an amino acid substitution argenine for glutamine in the steroid-binding domain ofthe receptor. Fig. 2. Schematic representation of the functional domain structure ofthe androgen recep- tor. The position ofthe mutation R752Q is indicated by a circle. blendnar. Þessar niðurstöður sýna háa tíðni í myndun nýrra stökkbreytinga í geni andrógenviðtækisins og styðja einnig tilgátu Haldanes um að nýjar stökk- breytingar á X-litningi þurfi til þess að viðhalda arf- gengum kynbundnum sjúkdómum, sem minnka lífs- líkur og frjósemi arfbera (20,21). Ný þekking og nýjar aðferðir í erfðafræði hafa gert læknum mögulegt að greina með mikilli ná- kvæmni orsakir ættlægra sjúkdóma. í þeirri stóru fjöl- skyldu sem hér er lýst voru þessar aðferðir notaðar til greiningar á arfberum AIS. Þannig var með öruggum hætti hægt að veita fjölskyldunni erfðaráðgjöf og stór hluti hennar útilokaður sem hugsanlegir arfberar. Fig. 3. PCR-based diag- nosis for the R752Q muta- tion in the androgen recep- tor gene. A DNA sequence comprising exon 5 ofthe gene was amplified (see material and methods) and digested with SaulIlA, electrophoresed through a 4% agarose gel, and visual- ized with ethidium brom- ide. Lane 1 control; lane 2 R752Q heterozygous carr- ier; lane 3 and 4 R752Q hemizygous girls; lane 5 Phi XI74 RFHaelII DNA size marker. Læknablaðið 2000/86 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.