Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / SVÆFINGALÆKNINGAR Table II. Hospitals and number of anesthesias. Hospital Number of anesthesias Landspítali 43,108 Borgarspítali 30,472 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 17,493 Landakotsspítali 14.925 Sjúkrahús Akraness 7,846 St. Jósefsspítali Hafnarfirði 7,258 Sjúkrahús Suðurnesja 5,393 Sjúkrahús Suðurlands 2,060 Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum 1,814 Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði 1,584 Fjórðungssjúkrahúsiö í Neskaupstað 1,179 Sjúkrahús Húsavíkur 780 Sjúkrahús Skagfirðinga 564 Sjúkrahús Siglufjarðar 286 Total 1992-1996 134,762 Umræða Líta verður á svæfingar með sama mælikvarða og önnur form lækninga þar sem hættur eru vegnar móti ávinningi. Öll meðferð er ætluð til ávinnings fyrir sjúklinginn. Við svæfingar getur verið viss hætta fyrir hendi af ýmsum orsökum auk þess sem getið er í inn- gangi svo sem vegna óvæntrar lyfjasvörunar, óvæntra tæknilegra atvika, sérstakrar líkamsbyggingar sem getur gert tæknileg handbrögð erfið eða þau geta mistekist og tækjabúnaður getur brugðist. Pannig geta átt sér stað alvarleg atvik þó að rétt hafi verið staðið að málum. Pað er líka mannlegt að skjátlast og hinir lærðustu og hæfustu eru ekki óskeikulir. Senni- lega verður þess vegna aldrei alveg hægt að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum svæfinga. Verður nú í örstuttu máli sagt frá nokkrum erlend- um könnunum varðandi þetta efni: Mjög ítarleg og vel unnin könnun var gerð af Beecher og Todd í Boston á árunum 1948-1952. Kannaðar voru um 600.000 svæfingar á 10 háskólasjúkrahúsum. Dauðs- föll þar sem svæfing taldist dauðaorsök var eitt við hverjar 2.680 svæfingar (2). Memery gerði könnun á sjúkrahúsi í Massachusetts á 10 ára tímabili 1955- 1964 þar sem um var að ræða einkarekna svæfinga- þjónustu og reyndust dauðsföll 1:3.145 (3). Tvær kannanir voru gerðar í Finnlandi með 10 ára millibili og fór dauðsföllum mjög fækkandi á tímabilinu eða frá 1:5.059 árið 1975 (4) til 1:66.117 árið 1986 (5). Tiret og samstarfsmenn í Frakklandi gerðu könnun á fylgikvillum við svæfingar á árunum 1978-1982 og reyndust dauðsföll vera 1:13.207 (6). í New South Wales í Ástralíu var komið á fót nefnd árið 1960 sem hefur kannað dauðsföll af völdum svæfinga næstum óslitið síðan. Nefndin hefur notað sömu aðferðir við þessar kannanir þannig að hægt hefur verið að fylgj- ast með breytingum á tíðni dauðsfalla á löngum tíma. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar voru dauðs- föll 1:5.500 árið 1960, 1:10.250 árið 1970 og 1:26.000 árið 1984 (7). Þarna hefur dauðsföllum farið stöðugt fækkandi eftir því sem árin hafa liðið. í Vestur-Ástr- alíu hefur verið notuð sama aðferð og tölur frá ár- unum 1990-1995 eru 1:40.000 (8). Mjög athyglisverð könnun var gerð í Bretlandi (Confidential Enquiry into Perioperative Deaths, CEPOD) árið 1986. Var um að ræða næstum hálfa milljón svæfinga og reynd- ust dauðsföll vera 1:185.000 sem mun vera einhver besti árangur sem þekkist og miklu betri en áður hafði náðst þar í landi (9). Loks skal bent á könnun sem gerð var í Lundi í Svíþjóð á 11 ára tímabili 1979- 1989 og þar voru dauðsföll 1:37.000 (10). Miðað við þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir 1980 eru dauðsföll á bilinu 1:20.000-1:200.000. Erfitt er að bera saman þær kannanir sem að framan greinir. Til þess eru ýmsar orsakir. Engin sameiginleg skilgreining var á því hvað telja eigi dauðsföll af völdum svæfinga, kannanirnar voru ýmist fram- eða afturskyggnar, ýmist var um að ræða eitt eða fleiri sjúkrahús, bæði kennslu- og háskóla- sjúkrahús eða einkaspítala, kannanirnar náðu yfir eitt eða fleiri ár, tímabil skráningar frá svæfingu var styst 24 klukkustundir en lengst 30 dagar, fjöldi svæf- inga var ýmist þekktur eða áætlaður, misjafnt var hverjir mátu þau tilfelli sem um var að ræða og fleiri atriði má nefna. Ymsir sem fjallað hafa um alvarleg atvik eða dauðsföll við svæfingar hafa bent á þessi at- riði (11-13). Þá hafa verið efasemdir um það að sýnt hafi verið fram á að dauðsföllum hafi farið fækkandi (14). Þrátt fyrir þessi atriði virðast kannanir benda til þess að sú hafi orðið raunin. Þeir þættir sem margir eru sammála um að auki hættu á alvarlegum atvikum og dauðsföllum eru: stórar og langar skurðaðgerðir, bráðaaðgerðir, hár aldur og sjúklingar í áhættuflokki 3 og 4 samkvæmt flokkun Bandaríska svæfingalæknasambandsins (15). Mannlegir þættir sem auka hættuna eru: ónóg þekk- ing og þjálfun, dómgreindarskortur, þreyta, of mikill flýtir, ófullnægjandi eftirlit, skortur á skipulagi og samskiptaörðugleikar. Orsakir óhappa eru margs konar en algengastar munu vera súrefnisskortur í líkamanum, röng lyfjanotkun, þar með taldir of stórir lyfjaskammtar, ófullnægjandi undirbúningur og eftir- meðferð. Sjaldgæfari ástæður eru illkynja háhiti, bráðaofnæmi, magainnihald fer í lungu og bilun verð- ur á tækjabúnaði. Mörg atriði eru talin hafa stuðlað að betri árangri og fækkun dauðsfalla. Nefna má bætta menntun og þjálfun, fleiri starfsmenn sem eru bæði vel menntaðir og þjálfaðir, lyf sem hafa mark- vissari verkun en áður, fullkomnari tækjabúnaður þar með taldir vaktarar ýmiss konar, sérstök vöknun- arherbergi með sérþjálfuðu starfsfólki þar sem sjúk- lingarnir jafna sig eftir aðgerðir og svæfingar, gæða- staðlar og klínískar leiðbeiningar. Sú könnun á íslenskum sjúkrahúsum sem hér um ræðir leiddi í ljós að um 80% svæfinganna fóru fram á Borgarspítala, Landakotsspítala, Landspítalanum og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Gera má ráð fyrir að þar hafi jafnframt verið gerðar stærstu og 176 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.