Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / SVÆFINGALÆKNINGAR Dauðsföll af völdum svæfinga Könnun d 134.762 svœfingum d íslenskum sjúkrahúsum Ólafur Þ. Jónsson Frá svæfinga- og gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ólafur P. Jónsso, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími: 525 1000; netfang: olafurjo@shr.is Efni þessarar greinar var að nokkru kynnt sem ágrip á þingi Svæfingalæknafélags íslands í Reykjavík í apríl 1999 og á þingi Norræna svæf- ingalæknafélagsins í Árósum í júní 1999. Lykilorö: svœfmgar, dauðsföll. Ágrip Tilgangur: Allmargar kannanir hafa farið fram er- lendis á undanförnum áratugum á dauðsföllum af völdum svæfinga. Þær rannsóknaraðferðir sem notað- ar hafa verið eru margs konar og er því samanburður erfiður. Þó virðist sem slíkum dauðsföllum hafi farið fækkandi. Tilgangur könnunar þeirrar sem hér er greint frá var annars vegar að athuga hvort dauðsföll af völdum svæfinga ættu sér stað hér á landi og hins vegar að fá samanburð við erlendar kannanir um sama efni. Efniviður og aðferðir: Könnun þessi var gerð á íslenskum sjúkrahúsum á fimm ára tímabili á árunum 1992-1996. Áður en könnunin hófst var öllum sér- fræðingum í svæfingalækingum starfandi hér á landi og öðrum sem vitað var að önnuðust svæfingar ritað bréf þar sem gerð var grein fyrir könnuninni. Fljót- lega eftir hver áramót var haft samband við yfirlækna svæfingadeilda stærri sjúkrahúsanna og einnig þá sem önnuðust svæfingar á öðrum sjúkrahúsunum. Leitað var eftir fjölda svæfinga á hverjum stað svo og upplýs- ingum um dauðsföll af völdum þeirra hafi einhver verið. Einnig var leitað eftir upplýsingum frá deildar- stjórum svæfingadeilda stærri sjúkrahúsanna og skurðstofuhjúkrunarfræðingum á öðrum sjúkrahús- um. Haft var samband við landlæknisembættið til þess að kanna hvort einhver mál hefðu borist embætt- inu á tímabilinu varðandi dauðsföll af völdum svæf- inga. Niðurstöður: Ekki bárust upplýsingar um dauðsföll frá einstaklingum. Upplýsingar bárust frá 14 sjúkra- húsum. Samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja var alls um að ræða 134.762 svæfingar á sjúkrahúsum landsins á fyrrnefndu fimm ára tímabili. Ekkert dauðsfall var talið að rekja mætti til svæfinga. Engin mál bárust landlæknisembættinu á þessu tímabili varðandi dauðsföll vegna svæfinga. Ályktanir: Þessi könnun leiddi í ljós að ekki urðu dauðsföll á íslenskum sjúkrahúsum á þessu tímabili af völdum svæfinga. Samanburður við erlendar rann- sóknir sýnir að árangur þessi er mjög góður. Inngangur Almennt mun álitið að svæfingar og deyfingar við skurðaðgerðir, rannsóknir eða í öðru skyni séu hættu- litlar og ekki þurfi að óttast að eitthvað fari úrskeiðis og geti haft alvarlegar afleiðingar. Sem betur fer eru þetta réttar ályktanir í langflestum tilfellum þrátt fyrir eftirfarandi staðreyndir: Við svæfingar og deyfingar eru notuð mörg lyf með mjög sterka verkun svo sem ENGLISH SUMMARY Jónsson Ó Deaths attributable to anesthesia: a survey in lcelandic hospitals Læknablaðið 2000; 86: 174-7 Objective: During the past 50 years many studies have been carried out to investigate deaths attributable to anes- thesia. It can by difficult to interpret and compare the out- come as studies differ considerably in the methodology employed. However the trend seems to be that anesthetic mortality has indeed decreased over the years. No investi- gation of this kind is known to have taken place in lceland. Therefore it was decided to conduct a survey in lcelandic hospitals in order to make comparison with these studies in other countries. Material and methods: This prospective survey was carried out in lcelandic hospitals during the five year period from 1992 to 1996. A letter was sent to all anes- thesiologists in the country and also other health care professionals known to administer anesthesia. The pur- pose and the protocol were explained. At each year during the study period the chairmen of the departments of anesthesiology in the larger hospitals and those who ad- ministered anesthesia in the smaller hospitals were con- tacted in order to seek information as to whether any deaths due to anesthesia had taken place during the year and the number of anesthesias performed. The chief anesthesia nurses in the larger hospitals as well as the operating room nurses in other hospitals were asked if they were aware of any such deaths. The Directorate of •Health was contacted to find out if any complaints had been filed during this period related to deaths under anesthesia. Results: No reports of deaths came from individuals. There were 14 hospitals which proveded information. During the study period 134,762 anesthesias were performed. No death was considered to be caused directly by anesthesia. No complaints related to anesthetic deaths were filed with the Directorate of Health. Conclusions: This study documents a low anesthetic mortality and compares favorably with results in other countries. Keywords: anesthesia, mortality. Correspondence: Ólafur Þ. Jónsson e-mail: oiafurjo@shr.is svæfingalyf til innöndunar eða þau sem gefin eru í æð, sterk verkjastillandi lyf, vöðvalamandi lyf, sterk lyf til staðdeyfinga og lyf sem hafa áhrif á hjartslátt og blóðþrýsting. Þá má nefna tæknileg atriði sem krefjast hæfni og þjálfunar, notaður er tækjabúnaður sem er 174 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.