Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 36
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR Hugleiðingar um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu Eyþór Björgvinsson gjaldkerí stjórnar LI Stefna núverandi ríkisstjórnar er að selja ríkis- fyrirtæki og einkavæða sem flest ríkisrekin fyrirtæki. Þetta á sér í lagi við um banka og þjónustufyrirtæki í eigu ríkisins og er fullyrt að rekstur þeirra sé betur kominn í höndum einkaaðila. Á vettvangi Læknafélags íslands sem og í þjóðfé- laginu hefur töluvert verið rætt og ritað um mismun- andi rekstrarform í heilbrigðisþjónustu og ekki síst möguleika á auknum einkarekstri. Þessi umræða hef- ur fengið byr undir báða vængi ekki síst í ljósi erfiðrar rekstrarstöðu ríkisrekinna heilbrigðisstofnana und- anfarin ár. Ennfremur má nefna góðan árangur einkafyrirtækisins íslenskrar erfðagreiningar í um- deildum samningum við ríkisvaldið. Heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir hefur lýst því yfir að ráðuneytið hafi áhuga á að bjóða út rekstur og byggingu heilsugæslustöðvar í Vogahverfi, einnig er verið að bjóða út byggingu og rekstur hjúkr- unarheimilis fyrir aldraða, þannig að það er ljóst að vilji er fyrir einkarekstri innan heilbrigðiskerfisins. Ennfremur hefur komið fram í viðtölum við Magnús Pétursson sjúkrahúsforstjóra að hann hefur áhuga á að reyna mismunandi rekstrarform innan stofnunar- innar. Sú þróun er reyndar þegar byrjuð meðal ann- ars með þjónustusamningi um rekstur öldrunarþjón- ustu á Landakoti. Þess ber einnig að geta að til margra ára hafa fjöl- mörg fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu verið einkarekin þar sem ríkið er stærsti kaupandi þjónustunnar. Þess- ar einingar eru dreifðar og flestar fremur smáar. Rekstrarlegir hagsmunir og forsendur eru mismun- andi og því er samtakamáttur fremur lítill. Rekstrar- formið er mismunandi allt frá því að rekstraraðilar bera alla fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum, það er að segja eru persónulega ábyrgir fyrir tækjakaupum, húsnæði og launagreiðslum, yfir í það að ríkið á hús- næðið og tækin og sér um endurnýjun, þannig að fjár- hagsáhætta og rekstrarábyrgð einstaklinganna er í lágmarki. Einkavæðing í heilbrigðisþjónustu hefur sannar- lega verið umdeild. Bent er á að markaðslögmálið gildi ekki fyrir heilbrigðisþjónustu og eins að réttur manna til þjónustunnar megi aldrei vera háður per- sónulegum fjárhag, sem þýðir í raun að aldrei er hægt að einkavæða alla heilbrigðisþjónustu. I þessum stutta pistli eru ekki tök á að gera þessum gildu at- hugasemdum viðhlítandi skil, en ég vil þó draga fram helstu kosti einkavæðingar í heilbrigðisþjónustu. Helstu kostir einkakavæðingar í heilbrigðisþjón- ustu eru að saman fer fagleg og rekstrarleg ábyrgð, auðveldara er að gera sér grein fyrir kostnaði ein- stakra verka, hagræðing eykst og oftast er betri að- gangur að þjónustu. Aðskilnaður kaupanda og selj- anda þjónustunnar er einnig mikilvægur. Sjúklingar hafa aukið val og geta haft bein og óbein áhrif á sam- keppni. Einnig skapast fjölbreyttari möguleikar á kennslu heilbrigðisstétta. Helsta vandamálið að mínu mati er að langstærsti kaupandi þjónustunnar er einn, Tryggingastofnun ríkisins. Samningar um magn og verð þjónustu geta því verið erfiðir. Ef samningar nást ekki eða dragast mjög á langinn er rekstrargrundvelli viðkomandi starfsemi stefnt í hættu. Það má því fullyrða að rekstr- aröryggi einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hér á landi er lítið og því erfitt að gera áætlanir um rekstur fram í tímann. Það má einnig búast við aukinni samkeppni og árekstrum milli einkarekstrar og ríkisrekstrar eða „einkarekstrar“ innan ríksstofnana. Fara verður eftir leikreglum fijálsrar samkeppni, þar sem raunveruleg- ar kostnaðartölur koma fram og ekki eru stunduð niðurgreidd undirboð. Þjónustan verður að vera rétt verðlögð í hlutfalli við kostnað þannig að ein tegund starfsemi sé ekki notuð til að niðurgreiða aðra starf- semi, sem myndi þýða til dæmis að þeir sem senda sjúklinga í rannsóknir, myndgreiningu eða apótek, hafi ekki af því fjárhagslegan ávinning sjálfir. Þá kemur að grundvallarspurningu: Er rétt að einkavæða heilbrigðiskerfið, umbylta tryggingakerf- inu og hafa heilsufarstryggingar alfarið á vegum tryggingafélaganna? Mín skoðin er sú, að tryggingarnar eigi áfram að vera á samfélagslegum grunni, þannig að öllum ein- staklingum sé tryggður sem jafnastur aðgangur að heilbrigðisþjónusu. Það er jafnframt mín skoðun að kerfið þurfi að vera sveigjanlegra. Til dæmis ættu sjúklingar að eiga rétt á að kaupa og fá þjónustu þar sem þeir kjósa innanlands eða erlendis, séu þeir reiðubúnir að greiða mismuninn miðað við það verð sem Tryggingastofnun greiðir fyrir þessa tilteknu þjónustu. Þetta þýddi að sjúklingurinn væri orðinn kaupandi að þjónustunni milliliðalaust, við værum ekki lengur með einn kaupanda. Þetta myndi efla eðli- lega samkeppni og framþróun, kostnaðarvitund kaup- enda þjónustunnar efldist og biðlistar yrðu styttri. Eftir sameiningu stóru sjúkrahúsanna í eina stóra ríkiseiningu, hefur myndast svigrúm til að efla einka- rekstur. Það er löngu kominn tími til að huga að rekstri einkarekins sjúkrahúss, sem sérhæfir sig í val- (elective) aðgerðum, greiningu og lækningu sjúklinga í samvinnu og samkeppni við aðrar heilbrigðisstofn- anir. » 186 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.