Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 59
S M A S J A I N minnkar þörfin fyrir legurými lítið, sjúk- lingarnir sem þurfa á því að halda eru bara eldri og hrumari og þurfa því meiri umönn- un en ekki minni. Þegar rætt er um hátækniháskólasjúkra- hús, (hvflíkt orð!) og það gerðu allir lækna- kennararnir sem birt var viðtal við í Morg- unblaðinu 5.-6. febrúar síðastliðinn, virtust þeir telja sjálfsagt að það yrði til fyrir sam- runa stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, en af hverju ekki að stofna Háskólasjúkrahús Is- lands úr öllum sjúkrahúsum á landinu? Nú- tíma fjarskiptatækni gerir það mögulegt að nýta sjúklinga, hvar sem þeir eru staðsettir á landinu sem kennsluefni. Þaö mundi ekki aðeins stuðla að betri læknakennslu heldur auka einnig öryggi sjúklinga, einkum þeirra sem haldnir eru sjaldgæfum eða torráðnum sjúkdómum. Þannig gætu öll sjúkrahús á landinu orðið ein stór kennslustofnun, án þess að þau væru gerð að einni rekstrarein- ingu. Stærð og mönnun einstakra sjúkra- stofnana, svo og rekstrarform færi síðan eftir hlutverki þeirra, en ég er viss um það að fyrir sjúklingana eru fremur smáar ein- ingar meira aðlaðandi en stórar og eining- arnar eiga að vera sjálfstæðar undir stjóm lækna og hjúkrunarfræðinga. Þær eiga svo að tengjast fullkomnu sjúkrahúsi þar sem hægt er að fást við erfiðustu og flóknustu sjúkdóma og aðgerðir, til dæmis líffæra- flutninga. Rannsóknaraðstaða við slíkt sjúkrahús yrði að sjálfsögðu að vera í sam- ræmi við hlutverk þess og vera miðstæð fyrir lækningarannsóknir í landinu öllu. Það á ekki að leggja litlu sjúkrahúsin á landsbyggðinni niður, heldur endurskipu- leggja og styrkja stöðu þeirra, meðal annars með nánari tengslum við Háskólasjúkrahús Islands. Það er ekki farsæl byggðastefna að veikja heilibrigðisþjónustuna. Ef stjórn- málamenn hugsuðu rökrétt ættu þeir að sjá að fjölbreyttari atvinnutækifæri á lands- byggðinni, þar á meðal stóriðja krefjast betri læknisþjónustu, sem þarf að vera til- tæk á nótt sem degi, vetur, sumar, vor og haust. Einhvern veginn ná heilasímarnir í mér ekki alveg utanum rökfræðina bakvið samasemmerkið milli frjálsrar samkeppni og samruna fyrirtækja, þar á meðal sjúkra- húsa, en þeir símar hafa heldur aldrei verið söluvara. Ástæðurnar til þess að innan- hringsmaðurinn sem nú er orðinn utan- hringsmaður hefur breytt um skoðun hvað varðar sameiningu sjúkrahúsa eru þær að hann hefur elst og skilur því betur þarfir vaxandi fjölda aldraðra sem lagðir eru inn á sjúkrahúsin vegna sjúkdóma sem tengjast öldruninni og þessir sjúkdómar eru oftar en ekki fleiri en einn hjá sama manni. Aldraðir þurfa því flóknari sjúkdómsgreiningu, sem kallar á lengri vistun. Líkamlegt ástand aldraðra er oft svo bágborið að læknisað- gerð sem telst minniháttar getur gert það að verkum að þeir verða ósjálfbjarga um lengri eða skemmri tíma. Þannig þjónar sú stefna að stytta legu á sjúkrahúsum ekki endilega hagsmunum þeirra. Sameining er ekkert lausnarorð í heil- brigðisþjónustunni. Þar á orðið samhæfing betur við. Læknisþjónustu á að staðsetja þar sem hennar er þörf og þá verður að taka tillit til félagslegra aðstæðna, svo sem at- vinnuhátta og aldursskiptingar, á hverjum stað. Vegna þess hve fámenn þjóðin er, er óraunhæft að reka hér nema eitt „hátækni- sjúkrahús" en það þarf að standa undir nafni um allan búnað, hvort sem er til rann- sókna eða lækninga, vera flaggskip íslenskr- ar læknisþjónustu og tengiliður milli allra heilbrigðisstofnana á landinu gegnum „Há- skólaspítala íslands“. Geðlæknafélag íslands mótmælir niðurskurði á Sjúkrahúsi Reykjavíkur ■ Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á almennum félags- fundi Geðlæknafélags Islands mánu- daginn 7. febrúar 2000: „Almennur félagsfundur Geð- læknafélag íslands haldinn 7. febr- úar 2000 mótmælir harðlega fyrir- huguðum niðurskurði á þjónustu við geðsjúka á geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Verði þessar tillögur samþykktar af heilbrigðisráðherra eru líkur á að fjórðungs fækkun verði á bráðarýmum fyrir geðsjúka á íslandi auk skerðingar á annarri þjónustu í samræmi við það. Kemur sú skerðing verst niður á þeim sem haldnir eru alvarlegustu geðsjúk- dómunum, þeim sem búa við erfið- ar félagsaðstæður og einstaklingum sem þurfa á bráðainnlögn að halda vegna sjálfsvígshættu. Geðsjúk- dómar eru oftar en ekki sjúkdómar ungs fólks. Ónóg meðferð á byrj- unarstigum geðsjúkdóma getur stofnað lífi ungra einstaklinga í hættu og stuðlað að varanlegri ör- orku.“ Geðlæknafélag íslands vill samþykki sjúklinga fyrir afhendingu sjúkragagna ■ Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á almennum félagsfundi Geð- læknafélags Islands mánudaginn 7. febrúar 2000: „Almennur félagsfundur Geð- læknafélags Islands, haldinn 7. febrúar 2000, krefst þess að engin sjúkragögn verði látin af hendi í miðlæga gagnagrunna á heilbrigð- issviði, nema að fengnu samþykki viðkomandi sjúklinga.“ Læknablaðið 2000/86 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.