Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / H EI L B R I G Ð I S TÆ K N I og hóps einstaklinga sem settu saman fjárfestingafé- lagið Nesey. Við hófum undirbúning að starfsemi í janúar en hann var meðal annars fólginn í gerð samn- inga við sjúkrahús og stofnanir í því skyni að tryggja starfsgrundvöll fyrirtækisins. í maí réðum við fyrstu starfsmennina, sá fyrsti var Reynir Arngrímsson framkvæmdastjóri. í haust voru starfsmenn orðnir fimm og nú eru þeir orðnir 12. Auk þess styrkjum við átta stöðugildi rannsóknarmanna við læknadeild Há- skóla íslands og hjá Krabbameinsfélaginu." Lítið gagn að séríslenskum genagalla „A undirbúningsstiginu þurftum við að leita svara við þeirri spurningu hversu gott væri í raun og veru að stunda rannsóknir á íslandi. Pað lágu ekki fyrir neinar úttektir á því. Við völdum því nokkur verkefni og fengum strax mjög jákvæðar niðurstöður úr sykur- sýkirannsókn Reynis Arngrímssonar og félaga. Hún sýndi okkur fram á að hér væri hægt að ná árangri og ná honum hratt. í þessari rannsókn kom reyndar fram ákveðinn litningagalli sem hafði verið lýst einu sinni áður í Frakklandi. Það olli sumum vonbrigðum en ekki mér því ég hafði oft verið spurður að því er- lendis hvort það hefði eitthvað upp á sig að stunda rannsóknir á einsleitri og tiltölulega einangraðri þjóð eins og íslendingum. Menn spurðu hvort aðrar þjóðir hefðu eitthvert gagn af því að vita um einhver sérís- lenskan genagalla. Þess vegna gladdi það mig að þessum galla hefði verið lýst annars staðar. Þessar rannsóknir efldu áhugann á fyrirtækinu svo við héldum áfram að ráða fólk og vinna að frekari fjármögnun. Þar lukum við einum áfanga í lok janúar þegar við sömdum við fjárfesta um að auka hlutaféð úr tæplega 150 milljónum króna í 750 milljónir.“ Viljum rannsaka starfsemi genaafurða - En hvert er markmið fyrirtækisins? „Það er að stunda krabbameinsrannsóknir og einkum þær sem snúa að starfsemi gena og genaaf- urða og samvirkni þessara þátta. Við ætlum ekki að taka þátt í kortlagningu genamengisins sem nú er í gangi heldur vinna með þá þekkingu sem út úr henni kemur á tengslum litninga við tiltekna sjúkdóma. Ef ég tek dæmi af insúlínviðtaka sem er ertur þá setur það af stað keðjuverkun sem fer inn í frumukjarnann. í þeim ferli koma kannski við sögu 30-40 genaafurðir og á þeim geta verið ýmsir gallar sem leiða til þess að röng skilaboð berast inn í kjarnann. Þetta er það sem við viljum fást við. Það er þegar búið að lýsa hátt á annað hundrað genum sem tengj- ast krabbameini enda er það sá sjúkdómur sem mest er vitað um hvað sameindaerfðafræði varðar. Það eru um það bil 50 sjúkdómar sem sýnt hefur verið fram á að séu eingena, það er þeir eiga sér orsakir í aðeins einu geni. Langflestir sjúkdómar eru hins vegar fjöl- gena þar sem afurðir margra gena koma við sögu. Við stefnum að því að rannsaka gen og samvirkni þeirra en margir eru þeirrar skoðunar að krabbamein sé sá sjúkdómahópur sem auðveldast verði að rann- saka með þessum hætti. Þegar menn hafa beitt sameindalíffræðinni á krabbamein hafa þeir meðal annars komist að því að brjóstakrabbamein er ekki einn heldur margir sjúk- dómar þótt þeir hagi sér á svipaðan hátt. Þetta hefur orðið til þess að menn eru farnir að lagskipta krabba- meinunum sem þýðir að ef við hugsum okkur að brjóstakrabbamein geti átt sér 10 orsakavalda þá þarf að meðhöndla hvert afbrigði á sinn sérstaka hátt í ljósi þess hver er grunnorsök þess. En til þess að geta þróað meðferð og lyf við hverju afbrigði þarf að rannsaka það sérstaklega og að því leyti er ísland mjög heppilegur vettvangur. Það stafar af því hversu fámenn við erum og einsleit sem gerir það auðveld- ara að afmarka þessa grunnþætti. Ef ég held mig við þessa tilbúnu tölu 10 þá gætu rannsóknir leitt í ljós að hér á landi finnist einungis þrjú afbrigði, hin séu hreinlega ekki til. Þá erum við búin að fækka breyt- unum mikið og getum einbeitt okkur að því að greina þessa þrjá galla. Hér á landi eru um 7.000 lifandi krabbameinssjúk- lingar. Það greinast um 1.000 á ári og meðallífslíkur þeirra eru um sjö ár sem er hærra en í flestum öðrum löndum. Að meðtöldum ættingjum er hópurinn kannski um 20.000 sem þyrfti að rannsaka til að ná utan um þennan sjúkdómaflokk." Urður, Verðandi, Skuld hefur hreiðrað um sig í Lynghálsi 10 þar sem Þýsk-íslenska félagið var áður til húsa. Þar hitti Ijósmyndari þetta fólk að störfum, talið frá vinstri: Þóra Þórarinsdóttir rekstrarstjóri, Steinunn Thorlacius líffrœðingur, Björg Jóhannesdóttir ritari, Sturla Arinbjarnar ónœmisfrœðingur og Guðlaug Hauksdóttir bókari. Þess ber að geta að nokkrir starfsmenn voru fastir í sköflum út um bœinn þennan morgun. Ákaflega dýrar rannsóknir „Næsta skref okkar verður því að ráða fleira fólk. Svona fyrirtæki byggjast hratt upp og við stefnum að því að búa til 30-40 manna fyrirtæki á þessu ári. Tak- ist það munum við fara í það snemma á næsta ári að afla enn meira hlutafjár erlendis frá. Þá erum við að tala um alvöru fjárhæðir, marga tugi milljóna banda- ríkjadala. Til þess að það takist þurfum við að ná ákveðnum árangri á þessu ári. Rannsóknir af þessu tagi eru ákaflega dýrar. Ég get tekið dæmi af því að erfða- greining á sýni úr sjúklingi kostar nú 2.000-3.000 dali Læknablaðið 2000/86 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.