Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ
Ég endurtek, nýr vettvangur
Bjarni
Jónasson
skrifar
Sendið efni í anda
læknaskops í
Broshornið,
Læknablaðinu,
Hlíðasmára 8,
200 Kópavogi
eða í bréfsíma
564 4106
eða á netfang:
bjarni.jonasson@
gb.bgst.is
Getið þess hver
sendir, en það sem
birtist verður undir
dulnefni.
Læknablaðið áskilur
sér rétt til að lagfæra
texta.
Eins og lesendur síðasta tölublaðs Læknablaðs-
ins (2/2000) geta séð hefur nýr pistill, Broshomið,
hafið göngu sína. Þar gefst lesendum kostur á að
koma á framfæri efni, sem líta mætti á sem lækna-
skop. Nú er tækifærið að taka fram skriffærin eða
senda tölvupóst.
Góðir kollegar, sendið inn efni í bundnu máli eða
óbundnu, myndir, teikningar eða hvað eina, sem þið
teljið að geti laðað fram bros eða vakið kátínu. Látið
ekki lítillæti eða hógværð hefta ykkur. Upp með
húmorinn og verið með.
Sungið á árshátíð
Árshátíð LR var haldin með glæsibrag laugardaginn
22. janúar síðastliðinn á Broadway Hótel íslandi. Allt
hjálpaðist að til að gera fagnaðinn sem veglegastan;
yfirdrifið nóg pláss í kringum tæplega 600 gesti,
skrautsýning í veislufatnaði, myndarlegir veislustjór-
ar (báðir), góð skemmtiatriði og dúndrandi fín
stemmning svo fátt eitt sé upp talið. Bent hefur þó
verið á eitt atriði, sem þolir skoðun og jafnvel breyt-
ingu fyrir næstu árshátíð. Hér er átt við fjöldasöng-
inn, sem er alveg ómissandi þáttur í gleðskap sem
þessum.
Þegar hefja átti upp raust var hið magnaða hátal-
arakerfi hússins notað til að kalla valinkunna söng-
fugla og söngunnendur upp á svið. Það virtist vera
skilyrði fyrir því að fá að heyra nafn sitt hljóma um
húsið að vera nokkurn veginn á miðjum aldri og hafa
nokkrum sinnum eða jafnvel margoft tekið þátt í
fjöldasöng á sviði áður, meira að segja á læknaárshá-
tíðum. Og kemur nú að kjarna málsins. Hvers eiga
þeir og þær að gjalda, sem hafa óendanlega sönghæfi-
leika, meðfædda og áunna og uppfylltu ekki þau
skilyrði, sem áður voru nefnd? Þessir lánlausu veislu-
gestir misstu sumir hverjir af tækifæri lífs síns að vera
kallaðir upp á svið svo allir í húsinu heyrðu. Bara það
eitt að vera nefndur á nafn í slíku samhengi er viss
viðurkenning á því að viðkomandi geti sungið. Pistil-
skrifari veit dæmi þess að svekkelsisvottur hafi verið
í gangi allnokkru eftir að fjöldasöngnum lauk hvað
þetta eina atriði varðar og meira að segja morguninn
eftir árshátíðina, en ekki mikið lengur en það. Aðgát
skal höfð...
Alltaf í boltanum
Valinkunnur lungnalæknir sat með tveimur löglærð-
um kunningjum sínum og fræddi þá um meingerð
lungnaþembu. Hann lýsti því hve slæm áhrif tóbaks-
reykur hefði á „þessar örfínu lungnablöðrur, sem síð-
an spryngju og það hefur í för með sér að maður
verður móður og úthaldslítill. Þessar breytingar
verða tiltölulega snemma á ævinni hjá þeim sem
reykja en maður sér þær einnig hjá fólki um nírætt,
þó svo það hafi aldrei reykt.“ „Hvað gerir maður
þá?“ spurði annar lögfræðingurinn, en hvorugur
þeirra hafði nokkru sinni reykt. „Ætli maður verði þá
ekki bara að hætta í boltanum,“ svaraði hinn.
Morgunkaffið í rúmið
Læknishjón á efri árum voru nývöknuð og farin að
huga að því að fara á fætur. „Má ég ekki færa þér
kaffið í rúmið, elskan mín?“ spurði eiginmaðurinn.
„Jú, takk og mundu eftir mjólkinni. Er ekki annars
best að ég skrifi þetta varðandi mjólkina á miða svo
hún gleymist ekki?“ sagði konan, minnug þess hve
bóndi hennar var orðinn gleyminn. „Nei, það er al-
gjör óþarfi, ég man þetta alveg,“ sagði eiginmaðurinn
og fór fram í eldhús. Leið nú og beið, en loks birtist
húsbóndinn með bakka og lagði hann á rúmið hjá
konunni. Á bakkanum var rjúkandi egg og beikon,
en ekkert kaffi. „Ég vissi að þú mundir gleyma
brauðinu,“ sagði konan og byrjaði að borða.
Talandi um minnisleysi...
Sjúklingurinn: „Læknir, læknir, ég hef tapað minn-
inu.“
Læknirinn: „Hvenær gerðist það?“
Sjúklingurinn: „Gerðist hvað?“
Vekjaraklukkan
Maður nokkur kom æðandi inn á slysadeild og hróp-
aði: „Læknir, læknir, þú verður að hjálpa mér. Konan
mín gleypti vekjaraklukku."
„Nú já, er þá ekki best að þú drífir hana inn?“
spurði læknirinn.
„Ég get það ekki því hún er sofandi heima.“
„Hvers vegna ert þú þá hér?“
„Af því konan beit mig, þegar ég reyndi að trekkja
klukkuna."
Hálskirtlarnir
Tveir félagar sátu saman og ræddu um heilsuna.
„Ég held ég verði að fá mér nýjan háls-, nef- og
eyrnalækni," sagði annar mannanna. „Veistu um ein-
hvern góðan?“
„Þú meinar HNE-lækni,“ sagði hinn. „Þessi sem
ég hef er alveg frábær."
„Hvað gerir hann svona frábæran?"
„í fyrra, þegar til stóð að taka úr mér hálskirtlana
hafði ég ekki ráð á allri aðgerðinni, þannig að hann
losaði bara aðeins um kirtlana í staðinn fyrir lítinn
pening."
206 Læknablaðið 2000/86