Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR / FRÆÐILEG ABENDING Eirílcur Jónsson Frá þvagfæraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Sími 525 1000, netfang: eirikjon@shr.is Correspondence: Eiríkur Jónsson. E-mail: eirikjon@shr.is Lykilorð: þvagveita, nýblöðrur. Keywords: urinary diversion, continent urinary diversion, orthotopic bladder. Frœðileg ábending Endursköpun þvagfæra Inngangur Á síðustu árum hafa sjúklingar með alvarlega sjúk- dóma eða áverka á neðri þvagvegi (þvagblöðru, þvagloku og þvagrás) gengist undir endursköpun með aðgerðum sem teljast nýlunda hérlendis. Því er mikilvægt að gera grein fyrir í hverju þær felast og hvers ber að gæta við lækningar og hjúkrun þessara einstaklinga í bráð og lengd. Einnig er markmiðið að kynna fyrir læknum nýja valmöguleika við lausn alvarlegra þvagfærasjúkdóma. Hlutverk neðri þvagvega er annars vegar geymsla og hins vegar tæming á þvagi. Undir eðlilegum kring- umstæðum er þvagið geymt í þvagblöðrunni undir lágum þrýstingi án þess að leka um þvagrás eða flæða aftur til nýrna. Við þvaglát á blaðran að tæmast full- komlega. Öll vandkvæði við þvaglát má rekja til ann- ars hvors eða beggja þessara þátta og við endursköp- un þvagvega verður að hafa í huga hvemig markmið- um um tæmingu eða geymslu er náð. Að tryggja tæmingu þvagblöðrunnar Hrein sjálftœming: Grundvöllur að allri endursköpun þvagvega byggist á því að sjúklingurinn geti lært, ef með þarf, að tappa reglulega af sér þvagi. Þessari að- ferð var rudd braut af Jack Lapides fyrir þremur ára- tugum (1). Yfirvinna þurfti meðal annars ótta sjúk- linga og ekki síður lækna og hjúkrunarfræðinga við að þetta væri ekki framkvæmanlegt án fullkomins hreinlætis. í dag er þessi aðferð orðin sjálfsögð við meðferð margvíslegra þvagfærasjúkdóma og hægt að kenna hana fólki á öllum aldri. Eftir venjulegan handþvott er bleytt í einnota sjáfsmurðum þvaglegg sem settur er um þvagrás til blöðru. Þetta er gert einu til sex sinnum á dag, allt eftir eðli vandamálsins. Bú- ast má við að ætíð séu bakteríur til staðar í þvagi þeirra sem tappa af sér en ekki er þörf sýklalyfja nema viðkomandi hafi einkenni, til dæmis blóðmigu, verki eða hita. Aðgerdir til þess að bæta geymslu Að auka rúmmál þvagblöðru: Taugasjúkdómar eða sjúkdómar í blöðruvegg geta skert rýmd blöðrunnar og leiða til þess að viðkomandi þarf að kasta af sér þvagi í tíma og ótíma. Þvag getur lekið þess á milli og bakflætt til nýrna ef þrýstingurinn í blöðrunni er hár og þenjanleiki skertur. Ef til aðgerðar kemur er blaðran opnuð eins og hörpuskel með því að klippa hana upp stafnanna á milli. Garnabútur er saumaður Mynd 1. Þvagblaöran klofin upp og garnabútur saumað- ur inn á milli. inn á milli en við það eykst rúmtakið og óhaminn samdráttur blöðrunnar rofnar (mynd 1). Gamabút- urinn þarf að sjálfsögðu að vera á æðastilk og varð- veitist slímhúðin með tilheyrandi slímmyndun og frá- sogi. Hætta er á að tæmingin geti skerst og undirbúa þarf sjúklinginn fyrir það að þurfa ef til vill að fram- kvæma hreina sjálftæmingu til frambúðar. Að styrkja þvaglokuna: Við áverka eða aðgerðir nálægt þvaglokunni getur hún skaðast og þvag lekið hindrunarlaust við minnstu áreynslu eða fyllingu á blöðru. Hjá konum er hægt að setja svokallað hengi umhverfis þvagloku og blöðruháls úr sinafelli eða gerviefni. Hjá körlum er hægt að setja inn gerviþvag- loku sem er úr þremur samtengdum hlutum: kraga, pumpu og belg. Kraginn er settur umhverfis þvagrás, 180 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.