Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GÖMUL LÆKNISRÁÐ Tjarnarplásturinn Hallgerður Gísladóttir skrifar Þegar spurningaskrá um gömul læknisráð var send út árið 1994 minntust nokkrir heimildarmenn úr Eyjafjarðarsýslu og V-ísafjarðarsýslu á plástur, sem hefði verið notaður þar við ýmiss konar kvillum, svo sem gigt og ígerð. Þegar betur var að gáð reyndist plásturinn vera af sömu rót á báðum stöðum og má rekja hann til Þórunnar Hjörleifsdóttur ljósmóður (f. 1844) sem var langdvölum á Tjörn í Svarfaðardal, en við þann bæ kenndu margir plásturinn og kölluðu Tjarnarplástur. I kvæði til Þórunnar eftir Jón Björns- son er meðal annars þetta sem vísar til lækninga hennar: verkin þín í veikra hreysum varpa þó á hjartans haf líknarinnar göfga, fagra geislastaf Pórunn Hjörleifsdóttir ásamt fjórum börnum sínum. Við lilið hennar situr Angantýr en fyrir aftan, talið frá vinstri: Guðlaug, Björg og Nanna (yngri). Myndin erfengin úr bók Kristjáns Eldjárns um Arngrím málara og er hún I eigu fjölskyldu Kristjáns. Faðir Þórunnar, séra Hjörleifur Guttormsson var prestur á Skinnastað í Öxarfirði og seinna á Tjöm en móðir hennar Guðlaug Björnsdóttir ljósmóðir austan úr Hróarstungu sem hafði orð á sér fyrir að vera læknir góður eins og dóttirin. Þórunn var gift Arn- grími Gíslasyni málara og bjuggu þau í Gullbringu, bæ sem enn stendur í brekkunni fyrir ofan bæinn á Tjörn og er málarastofa Arngríms þar, nú friðuð. Afkomendur þeirra héldu síðan áfram að búa til plásturinn eftir uppskrift Þórunnar. Hér að neðan eru skráð munnmæli um Tjarnarplásturinn úr gögn- um þjóðháttadeildar, en vel kann að vera að heimild- ir um hann leynist víðar. Einn af heimildarmönn- um þjóðháttadeildar um þetta efni er raunar barnabarn Arngríms og Þórunnar, Ingunn Ang- antýsdóttir nú á tíræðis- aldri, búsett á Þingeyri. Faðir hennar, Angantýr Arngrímsson, flutti til Þingeyrar og breiddi út hróður plástursins vestra en sumir þar nefna hann eftir Angantý: „Angantýsplástur var mjög vel látinn, hann var minnir mig þannig að fletja mátti efni hans út með fingrunum, það var svart og seigt og minnti á malbik,“ segir dýrfirskur heimildarmaður. Annar sem alinn var upp á Flateyri, en reyndar ættaður úr Svarfaðardal, segir: „En svo var eitt lyf, sem hafði alveg sérstöðu og var mikill leyndardómur og hvísl þegar um það var rætt en það var Tjarnarplásturinn. Mamma geymdi hann í sérstakri skúffu í „servantinum“ sínum og þetta var kolsvart eins og lakkrís og vel um búið. Ef tók að grafa í einhverjum var gripið til Tjarnarplást- ursins. Þá var tekinn svolítill biti af þessum svarta klumpi og honum velt í lófa og mýkt svipað og börn gera við leir. Þegar plásturinn var hæfilega mjúkur var hann lagður yfir kýlið og svo bundið vel um. Það var segin saga að máttur þessa plásturs var slíkur, að aldrei varð neitt úr meininu en það dróst saman og eftir sat ljós nabbi, sem þornaði og hvarf. Þegar ég spurði sem barn um þennan plástur var mér sagt, að það væri aldrei nema einn í ættinni, sem kynni upp- skriftina og honum bar að skila henni til yngri ætt- ingja með þeim orðum, að segja engum frá því hvern- ig plásturinn væri búinn til.“ Ingunn Angantýsdóttir var níu ára gömul þegar Þórunn amma hennar dó hálfáttræð árið 1918. Hún man vel eftir því þegar þegar amma hennar var að sjóða efnablönduna í plásturinn og eins eftir því þegar faðir hennar var að búa hann til. Ekki kunni Ingunn uppskriftina að plástrinum en vissi að í hon- um hafði verið kamfóra, bómolía og menja. Ingunn hafði heyrt að plásturinn kæmi upphaflega frá Hól- um fyrir langalöngu og hefði fyrst verið kallaður Hólaplástur. Hann hefði síðan gengið niður í beinan ættlegg. Faðir hennar hefði gert mikið af því að búa til plástra handa sjómönnum með fingurmein, en fiskimenn fengu oft ígerð í fingur. Ýmsar sögur eru til um lækningar fyrir tilstuðlan plástursins, til dæmis segir Ingunn að móðir hennar, Elín Tómasdóttir frá Völlum (f. 1879) hafi verið flutt dauðvona sem ung- lingur, greind með berkla, heim af Akureyrarspítala til að deyja heima. Móðir hennar tók það til ráðs að leita til Þórunnar Hjörleifsdóttur sem lagði plástur- inn góða við síðuna á henni, þar sem hún var slæm af kvölum. Og eftir nokkra daga opnuðust undir honum tvö sár og út löðraði gröftur. Þetta reyndist sem sagt hafa verið brjósthimnubólga sem læknaðist upp úr þessu og seinna giftist Elín Angantý syni Þórunnar. Þórunn og móðir Elínar suðu grasasmyrsl til að græða síðusár Elínar en merki um þau sáust alla tíð og sagði Ingunn að þessi saga hefði síðast verið rifjuð upp þegar hún var að þvo móður sinni, háaldraðri, en þá blöstu örin við. Elín hafði því óbilandi trú á plástr- inum og notaði hann mikið. Angantýr hætti að gera plástra fyrir fólk eftir að pensilín fór að verða algengt Læknablaðið 2000/86 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.