Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 54
UMR/EÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISTÆKNI Samstarfsfólk Urðar, Verðandi, Skuldar. Efri myndin er tekin á rann- sóknastofu Krabbameins- félagsins en þar erfremst Hrafnhildur Óttarsdóttir Uffrœðingur, þá Sigríður eða um 200.000 krónur. Ef við ætlum okkur að taka 10.000 sýni þá kostar það kannski 30 milljónir dala. Svoleiðis fjár- magn verður að koma erlendis frá. En til að byrja með er hægt að ráðast í smærri rannsóknir og við erum byrjaðir á litlum verkefnum í samstarfi við vísinda- menn hjá Krabbameinsfélaginu. Par er verið að rannsaka brjóstakrabbamein, þvagfærakrabbamein og fleira. Það væru hins vegar ómetanleg verð- mæti fólgin í því að ná utan um allt verk- efnið, ekki bara fyrir Islendinga sem fengju þar miklar upplýsingar um það hvaða áhættu þeir eru í gagnvart krabbameini heldur einnig alþjóð- lega. Því er mikilvægt að samstaða náist um að byggja upp sterkt fyrirtæki í krabbameinsrannsóknum. Eigi sérhagsmunir einstakra aðila að ráða ferðinni er hætt við að ísland verði ekki samkeppnisfært á þessum vettvangi." Valgeirsdóttir líffrceðingur, Þórunn Rafnar liffrœð- Vilji til að nýta möguleikana ingur stendur fyrir aftan liana og Helga Ögmunds- dóttir lœknir slyður hönd á borð. Á neðri myndinni er sam- starfsfólk Eiríks Stein- grímssonar prófessors í læknadeild Hl, fremst er Eirný Þórólfsdóttir líf- frœðingttr, þá Bente Talseth meinatœknir en aftast standa Alexander Shepsky líffrœðingur og Gunnar Gunnarsson sameindalíffrœðingur. „Þetta er kjarninn í þeim hugmyndum sem við erum að vinna með. Og ég vil taka það fram að starfsemi okkar á ekki að skarast á við það sem íslensk erfða- greining er að gera. Þeir eru með frumkvöðulsverk- efni sitt á sviði miðlægs gagnagrunns sem skiptar skoðanir eru um en verður eflaust að veruleika. Auk þess eru þeir í því að kortleggja gen og hafa mjög fína aðstöðu til þess. Hún er á heimsmælikvarða. Vonandi tekst þessum fyrirtækjum að eiga jákvæð samskipti. Ég er þeirrar skoðunar að það sé grundvöllur fyrir að minnsta kosti tvö önnur fyrirtæki á sviði líftækni hér á landi, fyrirtæki með svona 100-150 starfsmenn hvort. Ég sé fram á að Urður, Verðandi, Skuld geti orðið af þeirri stærð þegar það er komið á fulla ferð. Það verður ekki stærra. En þróunin á þessu sviði er svo hröð þessi misserin að íslendingar verða að bregðast skjótt og vel við ef þeir ætla að vera með og nýta sér þau verðmæti sem fólgin eru í þessum sérstöku aðstæðum sem hér ríkja. Það má ekki svæfa málin í einhverjum nefndarstörf- um. Sex mánuðir geta skipt sköpum enda er sviðið núna allt annað en það var fyrir hálfu ári. í Bandaríkj- unum hefur verðmæti helstu líftæknifyrirtækjanna þrefaldast á verðbréfamörkuðunum á þeim tíma. Fólk er að gera sér grein fyrir möguleikunum á þessu sviði. Það er því hætt við að íslenskar rannsóknar- stofnanir verði að temja sér hraðari vinnubrögð en tíðkast hafa ef þær ætla að halda í við fyrirtæki í Bost- on og Kalifomíu. Ég held að vilji sé fyrir því.“ Tvær ónýttar hugmyndir - Hvers konar fyrirtæki sérðu fyrir þér að gætu starf- að hér, auk þeirra sem fyrir eru? „Önnur hugmyndin er svonefnd háhraðaleit að lyfjum. Hún byggist á því að taka frumur og skoða viðbrögð þeirra við mörgum hundruðum þúsunda efnasambanda sem koma til greina sem lyf eða efni í lyf. Þetta snýst fremur um frumulíffræði en erfða- fræði en það má nota frumur úr fólki með mismun- andi erfðafræðilega breytileika til að leita að lyfjum. Við vorum að velta þessari leið fyrir okkur en ákváð- um svo að einbeita okkur að krabbameininu. Þetta er hins vegar leið sem kemur vel til greina hér á landi. Þetta er mjög dýr tækni sem krefst þátttöku erlendra fjárfesta, ekki síst vegna tækjakaupa. Síðan er að verða til nýtt svið sem hefur verið kall- að in silico líffræði á ensku. Við þekkjum hugtökin in vivo (í líkamanum) og in vitro (það sem hefur verið fjarlægt úr líkamanum til rannsókna) en in silico merkir það sem hefur verið hermt eftir í tölvu. Þessi tækni er fólgin í gerð stærðfræðilíkana af starfsemi frumna. Það hafa safnast saman svo miklar upplýs- ingar í lfffræði og læknisfræði að þetta er orðið mögu- legt. Líkanagerð af þessari tegund hefur gerbreytt öllum vinnubrögðum í mörgum fögum en hefur ekki verið iðkuð í líffræði. Nú orðið er farið að hanna flug- vélategundir beint í tölvu með hjálp líkana án nokk- urra prófana. Ég sé fyrir mér að þetta verði orðin út- breidd aðferð innan tveggja ára. Það eru miklir möguleikar hér á landi vegna þess hversu aðstæður eru góðar hér á landi. Þjóðin er eins- leit, miklar upplýsingar til um fólk, bæði líffræðilegar og ættfræðilegar, og svo það hversu jákvætt fólk er í garð rannsókna og reiðubúið að taka þátt í þeim. Að því leyti erum við og reyndar einnig fólk á Norður- löndum ólíkt flestum öðrum þjóðum á Vesturlöndum þar sem víða er orðið mjög erfitt að fá fólk til að taka þátt í rannsóknum. Kannski er það fámennið og inn- byrðis skyldleiki sem veldur því að fólk vill leggja sitt af mörkum til þess að lækning finnist á sjúkdómum sem einhver ættingi eða vinur er haldinn,“ segir Bernharð Pálsson. -ÞH 202 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.