Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2000, Side 54

Læknablaðið - 15.03.2000, Side 54
UMR/EÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISTÆKNI Samstarfsfólk Urðar, Verðandi, Skuldar. Efri myndin er tekin á rann- sóknastofu Krabbameins- félagsins en þar erfremst Hrafnhildur Óttarsdóttir Uffrœðingur, þá Sigríður eða um 200.000 krónur. Ef við ætlum okkur að taka 10.000 sýni þá kostar það kannski 30 milljónir dala. Svoleiðis fjár- magn verður að koma erlendis frá. En til að byrja með er hægt að ráðast í smærri rannsóknir og við erum byrjaðir á litlum verkefnum í samstarfi við vísinda- menn hjá Krabbameinsfélaginu. Par er verið að rannsaka brjóstakrabbamein, þvagfærakrabbamein og fleira. Það væru hins vegar ómetanleg verð- mæti fólgin í því að ná utan um allt verk- efnið, ekki bara fyrir Islendinga sem fengju þar miklar upplýsingar um það hvaða áhættu þeir eru í gagnvart krabbameini heldur einnig alþjóð- lega. Því er mikilvægt að samstaða náist um að byggja upp sterkt fyrirtæki í krabbameinsrannsóknum. Eigi sérhagsmunir einstakra aðila að ráða ferðinni er hætt við að ísland verði ekki samkeppnisfært á þessum vettvangi." Valgeirsdóttir líffrceðingur, Þórunn Rafnar liffrœð- Vilji til að nýta möguleikana ingur stendur fyrir aftan liana og Helga Ögmunds- dóttir lœknir slyður hönd á borð. Á neðri myndinni er sam- starfsfólk Eiríks Stein- grímssonar prófessors í læknadeild Hl, fremst er Eirný Þórólfsdóttir líf- frœðingttr, þá Bente Talseth meinatœknir en aftast standa Alexander Shepsky líffrœðingur og Gunnar Gunnarsson sameindalíffrœðingur. „Þetta er kjarninn í þeim hugmyndum sem við erum að vinna með. Og ég vil taka það fram að starfsemi okkar á ekki að skarast á við það sem íslensk erfða- greining er að gera. Þeir eru með frumkvöðulsverk- efni sitt á sviði miðlægs gagnagrunns sem skiptar skoðanir eru um en verður eflaust að veruleika. Auk þess eru þeir í því að kortleggja gen og hafa mjög fína aðstöðu til þess. Hún er á heimsmælikvarða. Vonandi tekst þessum fyrirtækjum að eiga jákvæð samskipti. Ég er þeirrar skoðunar að það sé grundvöllur fyrir að minnsta kosti tvö önnur fyrirtæki á sviði líftækni hér á landi, fyrirtæki með svona 100-150 starfsmenn hvort. Ég sé fram á að Urður, Verðandi, Skuld geti orðið af þeirri stærð þegar það er komið á fulla ferð. Það verður ekki stærra. En þróunin á þessu sviði er svo hröð þessi misserin að íslendingar verða að bregðast skjótt og vel við ef þeir ætla að vera með og nýta sér þau verðmæti sem fólgin eru í þessum sérstöku aðstæðum sem hér ríkja. Það má ekki svæfa málin í einhverjum nefndarstörf- um. Sex mánuðir geta skipt sköpum enda er sviðið núna allt annað en það var fyrir hálfu ári. í Bandaríkj- unum hefur verðmæti helstu líftæknifyrirtækjanna þrefaldast á verðbréfamörkuðunum á þeim tíma. Fólk er að gera sér grein fyrir möguleikunum á þessu sviði. Það er því hætt við að íslenskar rannsóknar- stofnanir verði að temja sér hraðari vinnubrögð en tíðkast hafa ef þær ætla að halda í við fyrirtæki í Bost- on og Kalifomíu. Ég held að vilji sé fyrir því.“ Tvær ónýttar hugmyndir - Hvers konar fyrirtæki sérðu fyrir þér að gætu starf- að hér, auk þeirra sem fyrir eru? „Önnur hugmyndin er svonefnd háhraðaleit að lyfjum. Hún byggist á því að taka frumur og skoða viðbrögð þeirra við mörgum hundruðum þúsunda efnasambanda sem koma til greina sem lyf eða efni í lyf. Þetta snýst fremur um frumulíffræði en erfða- fræði en það má nota frumur úr fólki með mismun- andi erfðafræðilega breytileika til að leita að lyfjum. Við vorum að velta þessari leið fyrir okkur en ákváð- um svo að einbeita okkur að krabbameininu. Þetta er hins vegar leið sem kemur vel til greina hér á landi. Þetta er mjög dýr tækni sem krefst þátttöku erlendra fjárfesta, ekki síst vegna tækjakaupa. Síðan er að verða til nýtt svið sem hefur verið kall- að in silico líffræði á ensku. Við þekkjum hugtökin in vivo (í líkamanum) og in vitro (það sem hefur verið fjarlægt úr líkamanum til rannsókna) en in silico merkir það sem hefur verið hermt eftir í tölvu. Þessi tækni er fólgin í gerð stærðfræðilíkana af starfsemi frumna. Það hafa safnast saman svo miklar upplýs- ingar í lfffræði og læknisfræði að þetta er orðið mögu- legt. Líkanagerð af þessari tegund hefur gerbreytt öllum vinnubrögðum í mörgum fögum en hefur ekki verið iðkuð í líffræði. Nú orðið er farið að hanna flug- vélategundir beint í tölvu með hjálp líkana án nokk- urra prófana. Ég sé fyrir mér að þetta verði orðin út- breidd aðferð innan tveggja ára. Það eru miklir möguleikar hér á landi vegna þess hversu aðstæður eru góðar hér á landi. Þjóðin er eins- leit, miklar upplýsingar til um fólk, bæði líffræðilegar og ættfræðilegar, og svo það hversu jákvætt fólk er í garð rannsókna og reiðubúið að taka þátt í þeim. Að því leyti erum við og reyndar einnig fólk á Norður- löndum ólíkt flestum öðrum þjóðum á Vesturlöndum þar sem víða er orðið mjög erfitt að fá fólk til að taka þátt í rannsóknum. Kannski er það fámennið og inn- byrðis skyldleiki sem veldur því að fólk vill leggja sitt af mörkum til þess að lækning finnist á sjúkdómum sem einhver ættingi eða vinur er haldinn,“ segir Bernharð Pálsson. -ÞH 202 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.